Grettisgata 50,
Hagasel 23,
Ármúli 7,
Brautarholt 6,
Fjarðarás 5,
Láland 2-8,
Lyngháls 1,
Ystasel 24,
Grandagarður 2,
Hraunbær 153,
Selásbraut 98,
Bergstaðastræti 52,
Döllugata 4,
Lambastekkur 5-11,
Langholtsvegur 136,
Úlfarsárdalur,
Básendi 11,
Bergstaðastræti 27,
Fjólugata 19,
Hrísateigur 15,
Langagerði 22,
Lindargata 58,
Nýlendugata 34,
Barónsstígur 41,
Hrefnugata 6,
Hrefnugata 9,
Kirkjusandur,
Langagerði 14,
Lambhagavegur 7,
Njörvasund 10,
Óðinsgata 9B,
Austurbakki 2,
Grasarimi 28,
Logafold 67,
Reykjavíkurvegur 24-50,
Vesturgata 51C,
Funahöfði 19,
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,
Faxaflóahafnir - Gamla höfnin og Sundahöfn,
Klettagarðar,
Klettagarðar 4,
Ljárskógar 29,
Klettháls 13,
Lambhagavegur 2-4,
Sólbakki við Úlfarsfellsveg,
Vagnhöfði 7,
Laugarnes,
Landsskipulagsstefna,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
722. fundur 2019
Ár 2019, föstudaginn 29. mars kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 722. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.19 Grettisgata 50, Breyta atvinnuhúsnæði í 3 íbúðir (bakhús)
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta þrjár íbúðir í bakhúsi á lóð nr. 50 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. febrúar 2019, tölvupóstar frá SHS dags. 27. febrúar 2019 og frá hönnuði dags. 7. mars. 2019.
Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
2.19 Hagasel 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 23 við Hagasel. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja tveggja hæða íbúðarhús fyrir átta íbúðir, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta ehf. dags. 13. desember 2018. Íbúðirnar falla undir búsetuúrræði Velferðarsviðs og Félagsbústaða.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 16. apríl 2019.
3.19 Ármúli 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla vegna lóðarinnar nr. 7 við Ármúla. Í breytingunni felst að tengja núverandi byggingar Ármúla 7 við rekstur hótelsins í Ármúla 9, bæta inndreginni hæð ofan á tengibyggingu, byggingarreitur við tengibyggingu verður færður inn frá Ármúla og í staðinn færist byggingarreitur út við vesturgafl þar sem ný flóttaleið verður byggð, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 23. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.
4.19 Brautarholt 6, 3. hæð - íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 6 íbúðir og byggja svalir á norður- og suðurhlið verslunar- og skrifstofuhúss á lóð nr. 6 við Brautarholt.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. janúar 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2019 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2019. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 4, 4A, 8 og Skipholti 3,5,7, 9 og Stúfholti 1-3
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
5.19 Fjarðarás 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 19. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar - Seláss vegna lóðarinnar nr. 5 við Fjarðarás. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna stækkunar svala og stigapalls á efri hæð hússins dags. 28. febrúar 2019
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
6.19 Láland 2-8, nr. 2 - breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Orra Árnasonar dags. 21. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Láland. Í breytingunni felst að þakformi og vegghæð húss nr. 2 við Láland er breytt að hluta til, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 21. mars 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa mótt. 28. mars 2019.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Kvistalandi 1 og 3
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr.,sbr. 12. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.
7.19 Lyngháls 1, (fsp) skipulagsheimildir
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 27. mars 2019 ásamt bréfi dags. 25. mars 2019 um hvort hámarksheimildir gildi einnig fyrir þegar byggðar byggingar og að samkvæmt skilmálum megi hækka núverandi byggingu um tvær hæðir, þannig að byggingin verði 17 metra há frá Lynghálsi, að því gefnu að heildarstærð byggingar haldist innan heimilaðs nýtingarhlutfalls.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.19 Ystasel 24, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Daníels Sigurðssonar mótt. 6. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 24 við Ystasel, samkvæmt skissu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.19 Grandagarður 2, (fsp) breyttar lofthæðir á samþykktu deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2019 ásamt bréfi dags. 8. mars 2019 um breytingu á lofthæðum í fyrirhugaðri nýbyggingu á lóð nr. 2 við Grandagarð. Einnig eru lagðar fram skýringarmyndir THG Arkitekta ehf. dags. 30. október 2018. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29.mars 2019..
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019. Sækja þarf um byggingarleyfi.
10.19 Hraunbær 153, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Bjargs íbúðafélags hses dags. 26. mars 2019 ásamt bréfi dags. 25. mars 2019 varðandi uppbyggingu lóðarinnar nr. 153 við Hraunbæ (reitur C í gildandi deiliskipulagi fyrir Hraunbæ-Bæjarháls), samkvæmt teikningasetti Arkþings ehf. dags. 18. mars 2019. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Arkþings ehf. dags. 11. mars 2019 þar sem fram kemur byggingarlýsing og grunnmynd lóðar dags. 11. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
11.19 Selásbraut 98, (fsp) fjölgun íbúða og rekstur gististaðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Bergþórs Ólafssonar dags. 2. janúar 2019 um að gera fimm íbúðir á efri hæð hússins á lóð nr. 98 við Selásbraut og þrjár til fjórar íbúðir á neðri hæð að aftanverðu hússins til reksturs gististaðar ásamt rekstri þriggja verslana (þjónustu) að framanverðu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
12.19 Bergstaðastræti 52, (fsp) breyting á notkun 1. hæðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2019 um breytingu á notkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 52 við Bergstaðastræti, rými 01 0001, úr Þvottahúsi í íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.29. mars 2019,
13.19 Döllugata 4, Einbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með auka íbúð og innbyggðum bílskúr úr CLT krosslímdum timbureiningum á staðsteyptum grunni á lóð nr. 4 við Döllugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Stærðir: A-rými: 344.4 ferm., 1.431.0 rúmm. B-rými: 3.9 ferm. Nýtingarhlutfall: 0.50 Erindi fylgir lóðablað 5.113.7 dags. 21. febrúar 2008 og hæðablað Reynisvatnsás, Döllugata 2-10 og Gissurargata 1-7 dags. 11. mars 2008. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
14.19 Lambastekkur 5-11, (fsp) nr. 9 - breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Eggerts Antoníusar Ólafssonar dags. 25. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Breiðholts I vegna lóðarinnar nr. 5-11 við Lambastekk. Í breytingunni felst að gerður verði nýr byggingarreitur fyrir viðbyggða bílgeymslu við norðurhlið húss nr. 9 við Lambastekk, notkun núverandi bílgeymslu er breytt úr bílgeymslu í vinnustofu og geymslu, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 26. febrúar 2019. Einnig er lagt fram samþykki eigenda Lambastekks 7 dags. 27. febrúar 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.19 Langholtsvegur 136, (fsp) setja svalir á húsið og bygging bílskúrs
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Thelmu Óskar Jóhannesardóttur dags. 25. febrúar 2019 um að setja svalir á húsið á lóð nr. 136 við Langholtsveg og byggingu bílskúrs í suðvestur horni lóðar, samkvæmt uppdr. teiknistofunnar RÚM dags. 24. febrúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
16.19 Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna Gefjunarbrunnur 10, 11 og 12 og Iðunnarbrunnur 10 og 12
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðanna nr. 10, 11 og 12 við Gefjunarbrunn og 10 og 12 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni felst lítilsháttar stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. febrúar 2019 til og með 22. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ásdís Lúðvíksdóttir dags. 17. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.19 Básendi 11, Rífa svalir og koma fyrir stálsvölum - 3.hæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa steinsteyptar svalir rishæðar og byggja í þeirra stað stærri stálsvalir á suðausturgafl húss á lóð nr. 11 við Básenda. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
18.19 Bergstaðastræti 27, Flytja hús og nýbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að flytja friðað timburhús um lengd sína til suðurs á nýjan steinsteyptan kjallara, endurgera og innrétta tvær íbúðir og til að rífa, endurbyggja og stækka steinhús sem fyrir er á lóð og innrétta átta íbúðir á lóð nr. 27 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdráttum Glámu-Kím dags. 26. febrúar 2019. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir Glámu-Kím dags. 14. mars 2019, skuggavarpsuppdrættir Glámu-Kím dags. 28. mars 2019 og götumyndir ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindi fylgir greinargerð hönnuðar dags. 25. febrúar 2019, greinargerð um hita- og rakaástand, minnisblað um burðarvirki og lagnir dags. 22. febrúar 2019 og minnisblað um hljóðvist dags. 22. febrúar 2019. Eftir stækkun, mhl. 01, A-rými: 172,3 ferm., 514,8 rúmm. Mhl. 02, A-rými: 640,1 ferm., 1.946,2 rúmm. B-rými: 17,7 ferm., 49,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 24,24B, 25, 25B,26, 26B, 28, 28A, 29 og 31A, Óðinsgötu 14A, 14B, 16, 16B, 18, 18A, 18B og 18C.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
19.19 Fjólugata 19, Breytingar inni og úti - fjölgun eigna
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir þremur íbúðum í húsinu, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr, breyta aðkomutröppum, stækka og sameina svalir á 2. hæð, fjarlægja skorstein og endurnýja þak, einnig er sótt um leyfi til að hækka þak og koma fyrir sorpgeymslu á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Einnig eru lagðar fram teikningar dags. 15. mars 2019.
Jafnframt er erindi BN053919 dregið til baka. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2019. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fjólugötu 17, 19A, 19B, 21, 21A og Sóleyjargötu 17, 19 , 21 og Laufásvegi 48 og 48A.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
20.19 Hrísateigur 15, (fsp) klæðning húss
Lögð fram fyrirspurn Vektors, hönnun og rágjöf ehf. dags. 22. mars 2019 um klæðningu hússins á lóð nr. 15 við Hrísateig vegna verndunar götumynda.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.19 Langagerði 22, (fsp) kvistir
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Hauksdóttur mótt. 21. mars 2019 um að setja tvo kvisti á húsið á lóð nr. 22 við Langagerði, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 18. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
22.19 Lindargata 58, Leyfi fyrir áður gerðum breytingum (sjá BN054353)
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráningu geymslu í vinnustofu og byggja svalir og tröppur á bakhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi í rými 0002 í húsi á lóð nr. 58 við Lindargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
23.19 Nýlendugata 34, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. mars 2019 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 34 við Nýlendugötu. Í tillögunni felst breyting á nýtingarhlutfalli.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 , sbr. 12.. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
24.19 Barónsstígur 41, (fsp) setja svalir á bakhlið hússins
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Leiguvíkur ehf. mótt 21. febrúar 2019 um að setja svalir á bakhlið hússins á lóð nr. 41 við Barónsstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
25.19 Hrefnugata 6, (fsp) hækkun á þaki og setja kvisti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Emils H. Bjarnasonar dags. 24. janúar 2019 um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 6 við Hverfisgötu og setja kvisti, samkvæmt tillögu ódags. Einnig er lagt fram samþykki eigenda Hrefnugötu 6 dags. 8. janúar 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
26.19 Hrefnugata 9, Gluggabreytingar - rennihurð og tröppur
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til síkka glugga á 2. hæð, koma fyrir nýjum glugga á 1. hæð á austurhlið og sameina og síkka glugga á 1. hæð á suðurhlið og koma fyrir rennihurð og stigapalli út í garð á húsinu á lóð nr. 9 við Hrefnugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30 jan. 2019, útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2019 fylgja erindi. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
27.19 Kirkjusandur, (fsp) endurskoðun deiliskipulags
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Hjálmarssonar dags. 19. febrúar 2019 ásamt greinargerð Trivium ráðgjafar ehf. dags. í janúar 2019 varðandi endurskoðun á skilmálum deiliskipulags fyrir Kirkjusand með tilliti til hljóðvistar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur dags. 21. febrúar 2019 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019 samþykkt.
28.19 Langagerði 14, Bílskúr austan við hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. mars 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr, einangraðan að innan með timburþaki á lóð nr. 14 við Langagerði.
Stærð bílskúrs er: 48,9 ferm., 163,5 rúmm. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 22. mars 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2019. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 12 og 16.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
29.19 Lambhagavegur 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. febrúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar-Halla, atvinnusvæði, vegna lóðarinnar nr. 7 við Lambhagaveg. Í breytingunni felst að stækka byggingareit á 1. hæð/jarðhæð um 10 metra til austurs allt að lóðarmörkum og stækkun um 10 metra á norður- og suðurhlið. Við þetta hækkar nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. KRark dags. 12. júní 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Eftirtaldir aðilar sendur athugasemdir: Veitur ohf. dags. 27. febrúar 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.19 Njörvasund 10, Hækka bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og byggja mænisþak á bílskúr og til að byggja verönd með skjólveggjum og heitum potti með öryggisloki sem verður sérnotaflötur íbúðar 0101 á lóð nr. 10 við Njörvasund. Erindi var grenndarkynnt frá 24. janúar 2019 til og með 21. febrúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jens Fylkisson og Haukur Jensson dags. 5. febrúar 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. mars 2019 og er nú lagt fram að nýju. Stækkun 22,5 rúmm., flatarmál óbreytt. Samþykki meðeiganda dags. 12.05.2015 liggur fyrir. Gjald kr. 11.000
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
31.19 Óðinsgata 9B, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Pálsson Apartments ehf. dags. 22. febrúar 2019 um að breyta notkun hússins á lóð nr. 9B við Óðinsgötu úr geymslu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. mars 2019.
32.19 Austurbakki 2, (fsp) breyting skilmálum deiliskipulags
Lögð fram fyrirspurn PKdM arkitekta ehf. dags. 21. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. 21. febrúar 2019 um breytingu á skilmálum Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka sem felst í að heimila gististað í ákveðnum fjölda íbúða á reit 1. Einnig eru lagðir fram uppdr. PKdM arkitekta ehf. dags. 2. júní 2015 síðast br. 12. júní 2018
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
33.19 Grasarimi 28, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Þráins Sigurðssonar mótt. 19. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 28 við Grasarima sem felst í byggingu tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílsgeymslu ásamt byggingu sólskála til suðurs frá stofu, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Kvarði ehf. dags. í janúar 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.19 Logafold 67, (fsp) svalalokun
Lögð fram fyrirspurn Stáss Design ehf. dags. 28. febrúar 2019 um að loka svölum hússins á lóð nr. 67 við Logafold, samkvæmt tillögu ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.19 Reykjavíkurvegur 24-50, (fsp) nr. 36 - breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Hólmfríðar Jóhannesdóttur mótt. 11. mars 2019 varðandi breytingu á notkun bílskúrs að Reykjavíkurvegi 36 lóð nr. 24-50 við Reykjavíkurveg í vinnustofu, samkvæmt uppdr. Jakobs Jakobssonar arkitekts dags. 22. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
36.19 Vesturgata 51C, Hækka ris
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka ris þannig að ný hæð verði þar sem nú er hæð og ris í húsi á lóð nr. 51C við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. mars 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. mars 2019..
Stækkun: ferm, rúmmetrar. Vísað er í umsögn Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 25. apríl 2014, útskrift úr gerðarbók skipulagsfulltrúa, dags. 28. apríl 2014 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 18. maí 2014. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 48, 50, 51B og 53, Bræðraborgarstíg 4 og Ránargötu 42,
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
37.19 Funahöfði 19, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 15. mars 2019 ásamt bréfi dags. 15. mars 2019 um að gera samsíða bílastæði í götu við Funahöfða 19, samkvæmt tillögu ASK Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019.
38.19 Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. mars 2019 var lögð fram umsókn Sveinbjörns Jónssonar dags. 11. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar, athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit á svæði A, samkvæmt uppdr. Möndull verkfræðistofu ehf. dags. í febrúar 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs,
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
39.19 Faxaflóahafnir - Gamla höfnin og Sundahöfn, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Jóns Þorvaldssonar f.h. Faxaflóahafna sf. dags. 14. febrúar 2019 ásamt bréfi dags. 14. febrúar 2019 um framkvæmdaleyfi vegna viðhalds- og rekstradýpkana í Gömlu höfninni og Sundahöfn. Einnig er lagt fram mat Mannvits dags. júní 2018 á umhverfisáhrifum og ákvörðun skipulagsstofnunar dags. 16. janúar 2019 um matsskyldu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
40.19 Klettagarðar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 18. mars 2019 um framkvæmdaleyfi vegna landfyllingu við Klettagarða, samkvæmt uppdr. Alta dags. 21. febrúar 2019. Einnig er lagt fram kynningarhefti Alta dags. í febrúar 2019 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
41.19 Klettagarðar 4, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 22. mars 2019 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Sigurdórs Sigurðssonar f.h. Allrahanda GL ehf. um að reka ökutækjaleigu að Klettagörðum 4. Sótt er um leyfi fyrir 4 ökutækjum í útleigu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2019 samþykkt.
42.19 Ljárskógar 29, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Richards Ólafs Briem dags. 12. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 29 við Ljárskóga. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir sérstæða, tvöfalda bílageymslu í suðvesturhorni lóðarinnar og að breyta núverandi innbyggðri bílageymslu ásamt geymslurými á jarðhæð í íbúð, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 21. janúar 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 25. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
43.19 Klettháls 13, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2019 um stækkun hússins á lóð nr. 13 við Klettháls, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 13. mars 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2019 samþykkt.
44.19 Lambhagavegur 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019 um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Lambhagaveg sem felst í að gera byggingarreit fyrir verslunarhúss eða sambærilega þjónustubyggingu vestan við núverandi byggingu og setja rafhleðslustæði fyrir rafmagnsbíla á opnu svæði norðan við núverandi byggingu, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 20. mars 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
45.19 Sólbakki við Úlfarsfellsveg, fella niður kvöð um niðurrif frístundahúsa
Lögð fram umsókn Bergs Björnssonar dags. 20. mars 2019 ásamt bréfi dags. 13. mars 2019 um að fella niður kvöð um niðurrif frístundahúsa á lóð Sólbakka við Úlfarsfellsveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
46.19 Vagnhöfði 7, (fsp) breyting á aðkomu, lækka lóð o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf. dags. 19. mars 2019 ásamt bréfi dags. 20. desember 2018 um breytingu á aðkomu á lóð nr. 7 við Vagnhöfða frá Dverghöfða, koma fyrir stoðvegg við Dverghöfða þannig að hægt sé að lækka núverandi plan um ca. 1,9 m. frá núverandi fyrirkomulagi, aðlaga aðkomu að húsi í norður og lækka lóð þannig að hægt sé að nýta neðri hæð fyrir verslun og þjónustu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
47.19 Laugarnes, minningarreitur um Holdsveikraspítalann
Lagt fram bréf Magnúsar Sædals Svavarssonar f.h. Oddfellowreglunnar Ob. Petrusar, dags. 26. mars 2019 varðandi áform um gerð minningarreits um Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Landslags dags. 19. mars 2019.
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
48.19 Landsskipulagsstefna, lýsing - kynning
Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 15. og 20. mars 2019 þar sem kynnt er lýsing dags. í mars 2019 fyrir gerð Landsskipulagsstefnu. Kynningartími er til 8. apríl 2019.
Lagt fram.