Ásvallagata 48, Bergstaðastræti 29, Bjarmaland 10-16, Brautarholt 4-4A, Bústaðavegur 151 og 153, Melgerði 1, Í Úlfarsfellslandi, Kjalarnes, Hólaland, Kjalarnes, Þverárkot, Vogabyggð svæði 5, Bergstaðastræti 72, Hallgerðargata 20, Langholtsvegur 43-45 og 47, Vesturgata 16, Vesturgata 29, Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, Kirkjusandur - lóð C, Laugavegur 103, Njörvasund 10, Seljavegur 32, Austurhöfn, Bauganes 1A, Elliðabraut 12, Hlíðarendi, Laugavegur 20B, Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, Sólvallagata 67, Brúnavegur 13, Egilsgata 14, Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, Brautarholt 8, Depluhólar 5, Fossvogshverfi, Kleifarás 6, Kirkjustétt 2-6, Þrastarhólar 6-10, Hraunbær-Bæjarháls, Úrgangslausnir við íbúðarhúsnæði í Reykjavík,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

708. fundur 2018

Ár 2018, föstudaginn 7. desember kl. 09:09, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 708. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Helena Stefánsdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón B. Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


1.18 Ásvallagata 48, (fsp) niðurrif á húsi
Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 1. október 2018 ásamt bréfi dags. 4. september 2018 varðandi niðurrif hússins á lóð nr. 48 við Ásvallagötu. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. júlí 2018 og bréf Ferils ehf., verkfræðistofu, dags. 19. september 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

2.18 Bergstaðastræti 29, Nýbyggingu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til byggja mhl. 02 sem er tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús með kjallara á lóð nr. 29 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 5. nóvember 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendafélagið f.h. Telmu Hrund Jóhannesdóttur dags. 29. nóvember 2018, Brynja Aðalsteinsdóttir dags. 30. nóvember 2018, Berglind Sigurðardóttir f.h. eigenda að Bergstaðastræti 31A og Helga Berglind Atladóttir og Bjarni Már Bjarnason dags. 1. desember 2018, Sigurður Atli Atlason dags. 2. desember 2018 og Halldóra Jónsdóttir, Sigurður Páll Árnason, Ísold Jakobsdóttir og Benedikt Óttar Snæbjörnsson dags. 3. desember 2018.
Stærð mhl.02: 226,7 ferm., 682,4 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

3.18 Bjarmaland 10-16, (fsp) nýta þakrými og setja þakglugga/kvist
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2018 var lögð fram fyrirspurn Reynis Finndals Grétarssonar mótt. 16. október 2018 um að nýta innréttað þakrými hússins nr. 16 á lóð nr. 10-16 við Bjarmaland og setja þakglugga/kvist á suðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 9. október 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018 samþykkt.

4.18 Brautarholt 4-4A, Stækka 4 hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt. Erindi var grenndarkynnt frá 2. nóvember 2018 til og með 30. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018. Stækkun: 46,2 ferm., 82,2 rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


5.18 Bústaðavegur 151 og 153, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn 5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og gatnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til. Aðkomuleið að lóðum var framlengd til norður um 10 m svo stórir bílar geti athafnað sig á svæðinu næst nr. 151D. Aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á lóð 151A sem minnkar, en við það er þörf á að fjarlæga helming af núverandi hesthúsum Fáks á lóðinni, samkvæmt uppdr. ARKÍS arkitekta ehf. og Landslags ehf. dags. 11. september 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Landslags dags. 15. maí 2018, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. júní 2018 og bréf Vegagerðarinnar dags. 28. september 2018. Einnig eru lögð fram Húsaskrá og varðveislumat Formleifaskrá Borgarsögusafni dags. 28. september 2018 og uppdráttur Arkís arkitekta og Landslags ehf. dags. 1. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Þór Arinbjörnsson f.h. Reita - verslun ehf. dags. 8. nóvember 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.18 Melgerði 1, deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 21. maí 2018 ásamt tillögu að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Melgerði, Grundargerði, Búðagerði og Breiðagerði. Í tillögunni felst stækkun lóðarinnar nr. 1 við Melgerði til norðausturs yfir borgarland, samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 21. maí 2018. Fyrirspurninni var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grundargerði 27, Búðagerði 4, 6, 8, 10 og 12, Breiðagerði 37 og Melgerði 3 og 5.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016. Erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.


7.18 Í Úlfarsfellslandi, Nýtt frístundahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á lóð með landnúmer 125493, í Úlfarsfellslandi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. október 2018. Jafnframt er lögð fram lagfærð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.
Stærð: xx ferm., og xx rúmm. Gjald 11.000

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018 samþykkt.

8.18 Kjalarnes, Hólaland, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask Arkitekta ehf. dags. 9. apríl 2018 ásamt greinargerð dags. 9. mars 2018 varðandi nýtt deiliskipulag í Hólalandi á Kjalarnesi. Í tillögunni felst uppbygging á sambýli með 6-8 íbúðum allt að 700 fm., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 11. september 2018. Lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 15. maí 2018 og húsa- og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 10. september 2018. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bjarni Pálsson dags. 3. desember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.18 Kjalarnes, Þverárkot, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. nóvember 2018 um framkvæmdaleyfi í landi Þverárkots á Kjalarnesi sem felst í að setja niður tvö stálræsi 2,8 metra að breidd og 18 metrar að lengd hvort í farveg Þverár, vegfyllingu yfir ræsi í farvegi Þverár og minniháttar uppbyggingu á vegi vestan Þverár (100 metrar). Einnig eru lagðir fram uppdrættir Vegagerðarinnar dags. 16. nóvember 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

10.18 Vogabyggð svæði 5, nýtt deiliskipulag
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2018 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. október 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt nýs deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Vegagerðarinnar dags. 31. október 2018, umsögn Hafrannsóknarstofu dags. 19. nóvember 2018, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 20. nóvember 2018 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 26. nóvember 2018. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018, greinargerð og skilmálar Jvantspijker og Teiknistofunnar Traðar dags. 29. maí 2018 lagf. 6. desember 2018 og minnisblað Teiknistofunnar Traðar dags. 6. desember 2018.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

11.18 Bergstaðastræti 72, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Ólafs Loftssonar dags. 15. október 2018 um að setja bílastæði á lóð nr. 72 við Bergstaðastræti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

12.18 Hallgerðargata 20, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. október 2018 var lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 25. september 2018 ásamt bréfi dags. 25. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 20 við Hallgerðargötu. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni ofanjarðar, fjölgun íbúða, fjölgun bílastæð í kjallara o.fl., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. 27. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


13.18 Langholtsvegur 43-45 og 47, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ljóssins styrktarfélags Krabbameins um breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðanna nr. 43-45 og 47 við Langholtsveg. Í breytingunni felst sameining lóðanna og stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 22. nóvember 2018.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 41, 49, og 70, Dyngjuvegi 18, Laugarásvegi 77 og Efstasundi 38, 40, 42, 44 og 46.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016. Erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.


14.18 Vesturgata 16, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 30. nóvember 2018 ásamt bréfi dags. 3. desember 2018 varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 16 við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

15.18 Vesturgata 29, Bakbygging - salerni og útigeymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við suður- og vesturhlið, og koma þar fyrir sólstofu, salerni og útigeymslu ásamt því að byggja kvist á suðurhlið í húsi á lóð nr. 29 við Vesturgötu.
Stækkun: x ferm., x rúmm. Umsagnir Borgarsögusafns dags. 30.10.2018 og Minjastofnunar Íslands dags. 22.10.2018 fylgja erindi ásamt samþykki aðliggjandi lóðarhafa áritað á teikningar. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

16.18 Holtsgata 10 og 12 og Brekkustígur 16, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Páls Kristjáns Svanssonar dags. 23. nóvember 2018 um gerð nýs deiliskipulags á reit sem afmarkast af Holtsgötu, Brekkustíg, Framnesvegi og Öldugötu. Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagsgerðar er að byggja á lóðunum nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg vegleg borgarhús, samkvæmt tillögu Birkis Ingibjartssonar arkitekts ódags.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.18 Kirkjusandur - lóð C, (fsp) fjölgun bílastæða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. nóvember 2018 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 6. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 6. nóvember 2018 varðandi fjölgun bílastæða við lóð C í Kirkjusandi fyrir verslanir á jarðhæð, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 1. nóvember 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

18.18 Laugavegur 103, (fsp) gististaður
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2018 var lögð fram fyrirspurn Bergs Framtíðar ehf. dags. 3. október 2018 varðandi rekstur gististaðar í íbúð 501 í húsinu á lóð nr. 103 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2018.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2018.

19.18 Njörvasund 10, Hækka bílskúr
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. nóvember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að hækka og byggja mænisþak á bílskúr og til að byggja verönd með skjólveggjum og heitum potti með öryggisloki sem verður sérnotaflötur íbúðar 0101 á lóð nr. 10 við Njörvasund. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun 22,5 rúmm., flatarmál óbreytt. Samþykki meðeiganda dags. 12.05.2015 liggur fyrir. Gjald kr. 11.000

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njörvasundi 8 og 12.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.1. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016. Erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu.


20.18 Seljavegur 32, Breytingar innanhúss og setja stiga í stað svala.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. nóvember 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum innanhúss, þannig að gististaður verður í flokki II, teg. c ásamt því að koma fyrir flóttastiga í stað svala í húsi á lóð nr. 32 við Seljaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti byggingarfulltrúa dags. 4. desember 2018 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.
Erindi fylgir bréf frá Ríkiseignum dags. 10. apríl 2018 þar sem Lotu ehf., er veitt umboð til að leggja erindið inn til byggingarfulltrúa. Gjald kr. 11.000

Lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa dags. 4. desember 2018 þar sem umsagnarbeiðni er dregin til baka.

21.18 Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að skipulagsreitur er minnkaður um 451 fm. við það að skipulagsmörk í Pósthússtræti eru færð nær lóðinni Austurbakka 2 þannig að þau liggja 3 metra frá lóðarmörkum, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta ehf. dags. 28. nóvember 2018.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

22.18 Bauganes 1A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars Sævarssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 1A við Bauganes. Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni, þar sem gert er ráð fyrir að byggja við samþykktan bílskúr á norðurenda lóðarinnar og tengja hann við húsið ásamt því að byggja við eldhús, samkvæmt uppdr. Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 26. nóvember 2018.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


23.18 Elliðabraut 12, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Halls Kristmundssonar dags. 23. nóvember 2018 áamt bréfi Mótx ehf. og Félagsbústaða hf. dags. 21. nóvember 2018 um að fjölga íbúðum í húsinu á lóð nr. 12 við Elliðabraut, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 10. október 2018 og 21. nóvember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

24.18 Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. nóvember 2018 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. nóvember 2018 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki er gerð grein fyrir skiptingu húsnæðis á lóð A á milli Íbúða-, atvinnu- og leikskóla, né gerð grein fyrir fjölda íbúða, bílastæða o.fl. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

25.18 Laugavegur 20B, (fsp) aukning á byggingarmagni
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram fyrispurn Páls V Bjarnasonar dags. 3. september 2018 ásamt greinargerð dags. 25. október 2018 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 20B við Laugaveg sem felst í að byggja einnar hæðar viðbyggingu með þaksvölum ásamt því að hækka millibyggingu húss og gera kvist að sunnanverðu og svalir, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 25. október 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. desember 2018 og skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018 samþykkt.

26.18 Lautarvegur 20, 22, 24 og 26, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2018 var lögð fram umsókn Yri arkitekta ehf. dags. 27, nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 20, 22, 24 og 26 við Lautarveg. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fjórum í átta, tvær í hverri húseiningu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


27.18 Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð í suðvesturenda. Vesturvallagata er lögð af sem akstursgata milli Hringbrautar og Ásvallagötu og bætist það svæði við lóðina. Fjögurra m. breið gönguleið á milli skólalóðar og lóðanna Ásvallagötu 81 og Hringbrautar 112-114. Girðing meðfram lóðarmörkum á stækkun lóðar skal vera hámark 1.2 m. á hæð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september 2018. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

28.18 Brúnavegur 13, Stækka framleiðslueldhús og stækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, eina hæð og kjallara, stækka þannig framleiðslueldhús og koma fyrir loftræsibúnaði í kjallara viðbyggingar á norðurhlið A-álmu Hrafnistu á lóð nr. 13 við Brúnaveg.
Viðbygging: 277 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.18 Egilsgata 14, Bílskúr og breyta innra fyrirkomulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta lítillega fyrirkomulagi í kjallara, 1. og 2. hæðar og byggja einfaldan steinsteyptan bílskúr vestan megin við hús á lóð nr. 14 við Egilsgötu. Erindi var grenndarkynnt frá 2. nóvember 2018 til og með 30. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. ágúst 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. ágúst 2018. Stærð: 34,8 ferm., 101,0 rúmm. Gjald kr. 11.000

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


30.18 Barónsstígur 2-4 og Skúlagata 36, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2018 ásamt bréfi dags. 6. mars 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðanna nr. 2-4 við Barónsstíg og 36 við Skúlagötu. Í breytingunni felst heildar endurskoðun á þróun uppbyggingar á reitnum. Meðal annars er lögð til L laga nýbygging á 1-6 hæðum frá Hverfisgötu inn í reitinn sem verður með til að mynda torg að götu og samtenging allra bygginga á reitnum, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Arkitekta ehf. dags. 14. febrúar 2018, síðast breytt 21. júní 2018. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Valgeir Guðjónsson f.h. Rauðsvíkur ehf., Hverfisgötu 85-93 ehf. og Hverfisgötu 92 ehf. dags. 21. ágúst 2018, Daníel Þór Magnússon f.h. Hverfisstígs ehf. dags. 24. ágúst 2018 og G og Ó lögmenn f.h. húsfélagsins að Skúlagötu 32-34 dags. 27. ágúst 2018. Einnig er lögð fram umsögn Veitna ohf. dags. 28. ágúst 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

31.18 Brautarholt 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Urban arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2018 ásamt greinargerð dags. 27. nóvember 2018 um hækkun hússins á lóð nr. 8 við Brautarholt úr þremur hæðum í fimm hæðir, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.18 Depluhólar 5, (fsp) hækkun á þaki bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Helgu Jensen dags. 20. nóvember 2018 um að hækka þak bílskúrs/setja ris á bílskúr á lóð nr. 5 við Depluhóla.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.18 Fossvogshverfi, breyting á skilmálum vegna einbýlishúsa
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 14. september 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagsins Fossvogshverfis. Í breytingunni felst að skilgreinar nýtingarhlutfall ofanjarðar og bæta við heimild til nýtingarhlutfalls ofanjarðar vegna B-rýma. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

34.18 Kleifarás 6, Stækkun og breyting á einbýlishúsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. nóvember 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. nóvember 2018 þar sem sótt er um leyfi til að stækka og breyta einbýlishúsi nr. 6 við Kleifarás. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.
Stækkun: xx,xx ferm., xx,xx rúmm. Gjald kr. 11.000

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. desember 2018.

35.18 Kirkjustétt 2-6, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarholts deiliskipulag svæði 1-norðurhluti vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. í breytingunni felst að útkragandi svalir, sem áður máttu ná 0,8 metra út fyrir byggingarreit, mega nú ná 1,0 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt tillögu VA arkitekta ehf. dags. 5. desember 2018.

Vísað til Skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


36.18 Þrastarhólar 6-10, nr. 6 - breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Stáss Design ehf. dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Breiðholts -3 norðurdeild vegna lóðarinnar nr. 6-10 við Þrastarhóla. Í breytingunni felst að breyta sameiginlegu þjónustuherbergi í húsi nr. 6 í sjálfstæða íbúð, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. dags. 2. nóvember 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

37.18 Hraunbær-Bæjarháls, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn a2f arkitekta ehf. dags. 30. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulags Hraunbæjar-Bæjarháls. Í breytingunni felst breyting á staðsetningu lóðar- og byggingarreits fyrir dreifistöð rafmagns, samkvæmt uppdr. a2f arkitekta ehf, dags. 22. nóvember 2018.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


38.18 Úrgangslausnir við íbúðarhúsnæði í Reykjavík, drög að leiðbeiningum
Lagt fram erindi skrifstofu umhverfisgæða dags. 3. desember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um drög að leiðbeiningum um úrgangslausnir við íbúðarhúsnæði í Reykjavík dags. í desember 2018.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.