Einarsnes 66-66A, Gamla höfnin - Vesturbugt, Lofnarbrunnur 14, Austurgerði 11, Grettisgata 13, Hamarsgerði 6, Suðurhólar 2-8, Bergstaðastræti 29, Langavatnsvegur 2, Nauthólsvegur 100, Stórhöfði 32, Víðidalur, C-Tröð 1, Borgartún 38, Stigahlíð 45-47, Jónsgeisli 27, Gylfaflöt 20, Hverfisgata 61, Krókavað 1-11, Lambhagavegur 13, Lindarvað 2-14, Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, Eyjarslóð 1, Sólvallagata 20, Fossagata 2, Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, Hraunbær 103A, Hverfisgata 35, Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, Laufásvegur 81, Laugavegur 80, Hólmgarður 34, Snorrabraut 54,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

659. fundur 2017

Ár 2017, föstudaginn 24. nóvember kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 659. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Borghildur S. Sturludóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Jón Kjartan Ágústsson, Halldóra Hrólfsdóttir, Margrét Þormar, Dagný Harðardóttir, Guðlaug Erna Jónsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir
Þetta gerðist:


1.17 Einarsnes 66-66A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Aðalheiðar Atladóttur, mótt. 15. nóvember 2017, ásamt greinargerð, dags. 8. júní 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðar nr. 66 við Einarsnes. Breytingin felst í því að skipta lóðinni, Einarsnes 66/66A upp í tvo hluta: Einarsnes 66/66A og
Einarsnes 66B samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 10. október 2017.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


2.17 Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi svæði 5 og 6
Lögð fram til kynningar umsókn Yrki arkitekta, mótt. 5. júlí 2017, um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar svæði 5 og 6 skv. uppdráttum Yrki, dags. 14. nóvember 2017. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir einnar hæðar verslunar- og þjónustuhúsum (einingar) fyrir Faxaflóahafnir á Ægisgarði og við Hafnargötu ásamt uppbyggingu stærra þjónustuhúss við Ægisgarð.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


3.17 Lofnarbrunnur 14, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar mótt. 19. október 2017 ásamt bréfi dags. 18. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 14 við Lofnarbrunn sem felst í að færa gólfkóta íbúðarhæða niður um eina hæð þannig að aðkomuhæð verði inn á 2. hæð, byggja eina og hálfa hæð ofna götuhæðar í stað tvær og hálfa samkvæmt núverandi skipulagi og fjölga íbúðum í húsinu úr átta í ellefu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

4.17 Austurgerði 11, (fsp) garðskáli
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Kristófers Ragnarssonar mótt. 17. október 2017 um að setja garðskála við húsið á lóð nr. 11 við Austurgerði. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

5.17 Grettisgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn DARK STUDIO ehf., mótt. 9. október 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 13 við Grettisgötu sem felst í hækkun hússins um eina hæð þannig að húsið verði fjórar hæðir, samkvæmt uppdr. DARK STUDIO ehf., dags. 5. október 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

6.17 Hamarsgerði 6, (fsp) setja kvisti og svalahurð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Davíðs Þórs Einarssonar mótt. 6. nóvember 2017 um að setja kvisti og svalahurð á húsið á lóð nr. 6 við Hamarsgerði. fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


7.17 Suðurhólar 2-8, (fsp) bílastæði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Skúla Sigurðssonar f.h. húsfélagsins að Suðurhólum 2-8 mótt. 15. október 2017 um að gera bílastæði með hleðslustöðvum fyrir framan hjólageymslur á lóð nr. 2-8 við Suðurhóla, samkvæmt tillögu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 24. nóvember 2017.

8.17 Bergstaðastræti 29, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Grímu arkitekta ehf. f.h. Guðmundar Aðalsteinssonar mótt. 10. nóvember 2017 ásamt greinargerð dags. 9. nóvember 2017 um gerð deiliskipulags fyrir lóðina nr. 29 við Bergstaðastræti sem felst í að heimilt verði að reisa nýbyggingu austast á lóðinni, bak við núverandi hús, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 9. nóvember 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

9.17 Langavatnsvegur 2, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Karls Bernburg mótt. 15. nóvember 2017 um að skipta lóðinni nr. 2 við Langavatnsveg í þrjár lóðir, samkvæmt skissu. EInnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

10.17 Nauthólsvegur 100, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Margrétar Leifsdóttur f.h. skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt. 17. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 100 við Nauthólsveg. Í breytingunni felst fjölgun bílstæða um 16 þar af 3 fyrir hreyfihamlaða ásamt tilfærslu á innkeyrslu á bílastæði við byggingu 6a, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 7. nóvember 2017. Lega vegar, gangstétta og bílastæða eru uppfærð á uppdrætti samkvæmt núverandi legu. Einnig er lagður fram uppdr. Dagný Land Design dags. 2. október 2017.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


11.17 Stórhöfði 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gunnars Arnar Sigurðssonar, mótt. 15. nóvember 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna Stórhöfða 32. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta ehf. dags. 13. nóvember 2017.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stórhöfða 22, 24, 26, 28 , 30, 34, 36,38 og 40.

Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


12.17 Víðidalur, C-Tröð 1, (fsp) stækkun hesthúss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Heimahaga Hrossaræktar ehf. mótt. 19. október 2017, varðandi stækkun hesthússins að C-Tröð 1 í Víðidal, samkvæmt skýringarmyndum Arkforms. Einnig er lögð fram greinargerð Arkforms, dags. 16. október 2017 og fundargerð stjórnar Fáks frá 25. september 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

13.17 Borgartún 38, Skilti
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir skilti fyrirtækisins sem er 126 ferm. heill flötur sem festur er á álramma og er hvorki ljósaskilti né flettiskilti að ræða og fer á vesturhlið hús að Kringlumýrarbraut á lóð nr. 38 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. dags. 24. nóvember 2017.

Ekki gerð athugasemd við erindið, sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

14.17 Stigahlíð 45-47, Ofanábygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á núverandi hús með 14 íbúðum og sameiginlegu þvottahúsi ásamt því að endurinnrétta 2. hæð fyrir skrifstofur, setja lyftu sem tengir allar hæðir og koma fyrir hjóla- og vagnageymslu í kjallara í húsi á lóð nr. 45-47 við Stigahlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: A-rými 933,4 ferm., 3.116,3 rúmm. Fylgigögn með erindi eru: Samþykki meðeigenda dags. 19.04.2017. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2017. Bréf arkitekts dags. 18.04.2017 og 30.10.2017. Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18.04.2017. Brunahönnunarskýrsla dags. apríl 2017. Hljóðvistarskýrsla dags. febrúar 2017. Lagður er fram lóðarleigusamningur fyrir bílastæðalóð dags. 01.02.2007. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. júlí 2017 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. júlí 2017. Gjald kr. 11.000

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

15.17 Jónsgeisli 27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. mótt. 14. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæði 3, vegna lóðar nr. 27 við Jónsgeisla. Breytingin gengur út á að útbúa óeinangraða útigeymslu og steypa plötu yfir og undir, geymslan kemur að stoðvegg sem stendur á milli Jónsgeisla 25 og 27. Koma fyrir verönd ofaná og steypa 90 sm háa stoðveggi við verönd á vesturhorni lóðar, samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta ehf., dags. 10. nóvember 2017.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


16.17 Gylfaflöt 20, Breyting inni - milligólf
Lagt fram erindi frá embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og milligólfi í rými 0101 í atvinnuhúsi á lóð nr. 20 við Gylfaflöt.
Stækkun: 32,1 ferm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

17.17 Hverfisgata 61, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 19. október 2017 ásamt greinargerð dags. 15. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðar nr. 61 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir ris í fjölbýlishúsinu með því að gera lyftu kleyft að ganga upp á efstu hæð, skv. uppdr. Plúsarkitekta, dags. 18. desember 2015.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.


18.17 Krókavað 1-11, (fsp) nr.1 - bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Edilon Hreinssonar mótt. 15. nóvember 2017 ásamt greinargerð dags. 14. nóvember 2017 varðandi bílskúr við Krókavað 1 á lóð nr. 1-11 við Krókavað, samkvæmt uppdrætti Sturlu Þórs Jónssonar, dags. 1. nóvember 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

19.17 Lambhagavegur 13, Atvinnuhúsnæði með 16 sjálfstæðum eignarhlutum.
Lagt fram erindi frá embættisafgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft staðsteypt húsnæði með millilofti skipt upp í 16 sjálfstæða eignarhluta með sameiginlegt tæknirými fyrir húsið á lóð nr. 13 við Lambhagaveg.
Orkurammi dags. 14. nóvember 2017 fylgir erindi. Stærð: 2.927,9 ferm., 13.675,6 rúmm. Gjald kr. 11.000

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

20.17 Lindarvað 2-14, (fsp) nr.2 - bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Rúnars Marinós Ragnarssonar mótt. 14. nóvember 2017 ásamt greinargerð dags. 14. nóvember 2017 varðandi bílskúr við Lindarvað 2 á lóð nr. 2-14 við Lindarvað, samkvæmt uppdrætti Sturlu Þórs Jónssonar dags. 1. nóvember 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

21.17 Bæjarflöt 9-11 og Gylfaflöt 15-17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt. 8. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðanna nr. 9-11 við Bæjarflöt og 15-17 við Gylfaflöt. Í breytingunni felst lagfæring á uppdrætti, sbr. uppdrátt dags. 14. nóvember 2017.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breyting á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.


22.17 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. nóvember 2017 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. nóvember 2017 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda m.a. vegna framsetningar og efnis þar sem skýrslu um hljóðvist fyrir Elliðabraut 8-12 vantar sem og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur varðandi skýrsluna og fyrirhugaðar óskir. Ennfremur þarf að gera grein fyrir hljóðvist við Elliðabraut 4-6, hafi hún verið undanskilin í skýrslunni. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

23.17 Eyjarslóð 1, Viðbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu úr járnbentri steinsteypu, einangrað að utan á byggingareit sem er merktur sem mhl. 03 á lóð nr. 1 við Eyjarslóð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017. Jafnframt eru lögð fram bréf Valtýs Sigurðssonar hrl. f.h. GT2 ehf. dags. 1. og 25. ágúst 2017 og 6. september 2017 og bréf umboðsmanns borgarbúa dags. 27. október 2017. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. nóvember 2017.
Stærð hús er: 1.088,3 ferm., 4.291,5 rúmm. Gjald kr. 11.000

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra samþykkt, dags. 20. nóvember 2017.

24.17 Sólvallagata 20, (fsp) kvistir og stigahús
Lögð fram fyrirspurn Finns Björgvinssonar mótt. 19. nóvember 2017 um að setja kvisti og stigahús á húsið á lóð nr. 20 við Sólvallagötu, samkvæmt uppdr. Á stofunni arkitektar ehf. dags. 31. ágúst 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

25.17 Fossagata 2, (fsp) uppbygging
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2017 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Stefánsdóttur f.h. Hafsteins Jónassonar mótt. 7. nóvember 2017 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 2 við Fossagötu, samkvæmt uppdr. Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts dags. 7. nóvember 2017. Einnig er lagt fram skuggavarp ódags., samþykki nágranna að Þjórsárgötu 1 og Fossagötu 4 dags. 7. nóvember 2017 og bréf lóðarhafa Fossagötu 2 dags. 8. nóvember 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

26.17 Njarðargata 25 og Urðarstígur 15, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf mótt. 26. október 2017 ásamt bréfi dags. 26. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.5, Nönnugötureits, vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15. við Urðarstíg sem felst í að fjölga íbúðum í húsunum í allt að sjö íbúðir, rífa núverandi bíslag beggja húsa og byggja sameiginlegt stigahús á garðhlið, sameina lóðir húsanna og auka byggingarmagn í allt að 600 fm, nýtingarhlutfall verði 2,5, gera þaksvalir yfir stigahúsi á garðhlið og byggja kvisti á rishæð, samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. í október 2017. Einnig er lagt fram tillöguhefti, dags. 26. október 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

Jákvætt sbr. þó skilyrði og leiðbeiningar sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

27.17 Hraunbær 103A, Fjölbýlishús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 5-9 hæða fjölbýlishús með 60 íbúðum ásamt bílageymslu í kjallara á lóð nr. 103A við Hraunbæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.
Stærðir: A-rými 7.552,5 ferm., 22.338,5 rúmm. B-rými 716,3 ferm., 1.925,3 rúmm. Erindi fylgir: 2. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 31.08.2017, 3. útgáfa hljóðvistarskýrslu dags. 18.10.2017, varmatapsútreikningar dags. 10.10.2017, bréfi hönnuðar dags. 10.10.2017 og annað ódags. Gjald kr. 11.000

Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2017.

28.17 Hverfisgata 35, (fsp) endurbyggja geymslur o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Ingu Sólveigu Friðjónsdóttur mótt. 1. nóvember 2017 um að endurbyggja tvær samliggjandi geymslur á lóð nr. 35 við Hverfigötu sem eitt rými (0103), stækka bygginguna til suðurs og hækka um eina hæð og koma fyrir sorpskýli og hliði fyrir framan port, samkvæmt uppdr. dags. í september 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

29.17 Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt. 23. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kennaraháskóla Íslands. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur fyrir færanlega stofu sunnan við íþróttahús Kennaraháskólans. Stofan sem nú er staðsett innan eldri lóðamarka Kennaraháskólans verður flutt á reitinn. Færanlega stofan er nýtt af Háteigsskóla, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. nóvember 2017.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.


30.17 Laufásvegur 81, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. október 2017 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar f.h. Kennarasambands Íslands mótt. 18. október 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 81 við Laufásveg sem felst í stækkun hússins um tvær hæðir og kjallara, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar dags. 17. október 2017. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. október 2017 og umsögn Landspítalans dags. 15. nóvember 2017. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2017.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.20. nóvember 2017.

31.17 Laugavegur 80, (fsp) breytt notkun, fjölgun íbúða, aukning á byggingarmagni o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Steinars Þórs Sveinssonar mótt. 14. nóvember 2017 ásamt greinargerð THG Arkitekta ehf. dags. 19. október 2017 um breytingu á notkun og fjölgun úbúða í húsinu á lóð nr. 80 við Laugaveg úr 4 íbúðum í 1 íbúð og 5 hótelíbúðir, aukið byggingarmagn, hækkun á nýtingahlutfalli, stækkun kvista og sleppa svölum á þakhæð á götuhæð, sleppa þaksvölum og setja lyftu í húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 19. október 2017. Nokun 1. hæðar hússins verður óbreytt. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 6. nóvember 2017.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

32.17 Hólmgarður 34, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn PKdM Arkitekta ehf. mótt. 10. nóvember 2017 um breytingu á deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna lóðarinnar nr. 34 við Hólmgarð sem felst í að halda í núverandi geymslubyggingar álóðinni og taka út grein 5.3.1 í greinargerð textann "byggingarleyfi skal háð því að skúrbyggingar á baklóð verði fjarlægðar", samkvæmt uppdr. PKdM Arkitekta ehf. dags. 10. nóvember 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

33.17 Snorrabraut 54, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf., mótt. 14. mars 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut. Í breytingunni felst að gera nýbyggingu á lóð með verslun og þjónustu á jarðhæð og í kjallara og hótel á efri hæðum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 4. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 8. júní 2017. Tillagan var í auglýsingu frá 27. september 2017 til og með 8. nóvember 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rafn Guðmundsson f.h. lóðarhafa að Snorrabraut 56, dags. 1. nóvember 2017 og Hússtjórn Snorrabraut 56b og Finnur Björgvinsson f.h. íbúa Snorrabrautar 56B, dags. 6. nóvember 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. nóvember 2017 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.