Árleynir 4,
Hlíðargerði 26,
Lindarsel 9,
Lyngháls 1,
Tangabryggja 18-24,
Úlfarsbraut 114,
Borgartún 28,
Skólavörðustígur 31,
Þórsgata 20B,
Þórsgata 20B,
Elliðavatnsland,
Fossháls 17-25, Dragháls 18-26,
Hyrjarhöfði 3,
Kjalarnes, Bergvík 2,
Kjalarnes, Brautarholt 5,
Miklabraut/Stigahlíð,
Sturlugata 5,
Fossagata 2,
Grjótagata 14B,
Leifsgata 30,
Nýlendugata 6,
Þingholtsstræti 16,
Þingholtsstræti 25,
Þrastargata 1-11, nr. 5,
Garðastræti 13A,
Hrísateigur 14,
Lindargata 11,
Neshagi 12,
Óðinsgata 8B,
Ólafsgeisli 67,
Sogavegur 73-75 og 77,
Túngata 11A,
Laugavegur 124,
Hlemmur, reitur 1.240.0,
561. fundur 2015
Ár 2015, föstudaginn 6. nóvember kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúa Reykjavíkur 561. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Margrét Þormar, Hildur Gunnarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson, Halldóra Hrólfsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Ritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
1.15 Árleynir 4, Milliloft yfir 1.hæð - flóttastigi
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. október 2015 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir millilofti og flóttastiga að utan frá núverandi millipalli í húsinu á lóð nr. 4 við Árleyni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
Stækkun millipalls: XX ferm, Gjald kr. 9.823
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
2.15 Hlíðargerði 26, Byggja yfir anddyri
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2015 þar sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með anddyri við aðalinngang á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 26 við Hlíðargerði. Erindi var grenndarkynnt frá 1. október til og með 29. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. september 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015. Stækkun: 6,8 ferm., 21,2 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
3.15 Lindarsel 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurvins Lárusar Jónssonar, mótt. 27. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Lindarsel. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 1.5 metra til suðurs, samkvæmt uppdr. Pro-ark teiknistofu, dags. september 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.
4.15 Lyngháls 1, Uppfærsla brunavarna, áður gert sorpskýli og fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. október 2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum, m.a. eru brunavarnir uppfærðar, innra breytt í húsi á lóð nr. 1 við Lyngháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
Stækkun á sorpgeymslu: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.823
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
5.15 Tangabryggja 18-24, (fsp) stærðarsamsetning íbúða
Lögð fram fyrirspurn Vektor, Hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu á lóð nr. 18-24 við Tangarbryggju. Einnig er lagt fram bréf Björns Ólafs arkitekts, ódags. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. nóvember 2015.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. nóvember 2015.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.
6.15 Úlfarsbraut 114, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 29. október 2015, varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut út 9 í 11 og auka fjölbreytni íbúðagerða. Einnig er lagt fram bréf Jóns Hrafns Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa, dags. 28. október 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
7.15 Borgartún 28, 28a - íbúðar- og verslunarrými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt fjölbýlishús, einangrað að utan og klætt zinki, timburklæðningu og virocplötum, 6 hæðir og inndregin 7. hæð með 21 íbúð, skrifstofuhúsnæði á 1. hæð og bílgeymslu í kjallara fyrir 23 bíla á lóð nr. 28 við Borgartún.
Stærð A-rými: 3.581,4 ferm., 10.798,2 rúmm. B-rými: 192,5 ferm., xx rúmm. C-rými: 202 ferm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.15 Skólavörðustígur 31, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 18. október 2015, um að byggja við húsið á lóð nr. 31 við Skólavörðustíg, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags. maí 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
9.15 Þórsgata 20B, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi skúr við norðurgafl og byggja nýja byggingu í sömu mynd í staðinn í sama stíl og húsið á lóð nr. 20b við Þórsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.
Stækkun 3,36 ferm og 9,53 rúmm. Meðfylgjandi er bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5.8. 2015. Gjald kr. 9.823
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.
10.15 Þórsgata 20B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars V. Tryggvasonar, mótt. 4. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3 vegna lóðarinnar nr. 20B við Þórsgötu. Í breytingunni felst stækkun hússins. Einnig er lagt fram bréf Einars V. Tryggvasonar, dags. 1. október 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2015.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2015.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulagi áður en breytingin er samþykkt í auglýsingu samkv. 8. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.
11.15 Elliðavatnsland, (fsp) afmörkun nýrrar lóðar fyrir dreifistöð
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, mótt. 4. nóvember 2015, varðandi afmörkun nýrrar lóðar fyrir dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðavatnslandi, samkvæmt uppdr. Lukr og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. september 2015. EInnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015.
12.15 Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 15. október 2015, varðandi breyting á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 17-25 við Fossháls og 18-26 við Dragháls. Í breytingunni felst lagfæring á stærðartöflu 1. og 2. hæðar, samkvæmt tillögu Mansard teiknistofu ehf., dags. 15. október 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis -og skipulagsráðs.
Umsækjanda er bent á að ekki verður grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið fyrir grenndarkynningu skv. 8.1. gr., sjá Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.
13.15 Hyrjarhöfði 3, Skáplön/viðbyggingar - fjölgun eignarhl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja akstursbrautir upp á aðra hæð og til að fjölga eignum í iðnaðar- og geymsluhúsi á lóð nr. 3 við Hyrjarhöfða.
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.15 Kjalarnes, Bergvík 2, (fsp) afmörkun lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 25. september 2015 var lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 22. september 2015, varðandi afmörkun lóðar á jörðinni Bergvík 2 á Kjalarnesi. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
15.15 Kjalarnes, Brautarholt 5, alifuglabú
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á fyrirhugaðri staðsetningu á alifuglabúi að Brautarholti 5 á Kjalarnesi.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
16.15 Miklabraut/Stigahlíð, (fsp) afmörkun lóðar fyrir lokahús
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. október 2015 var lögð fram fyrirspurn Magnúsar Skúlasonar, mótt. 9. október 2015, varðandi afmörkun nýrrar lóðar fyrir lokahús Orkuveitu Reykjavíkur á aðalæð Kaldavatnslagnar á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar við Stigahlíð, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar, dags. 21. september 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. nóvember 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 6. nóvember 2015.
17.15 Sturlugata 5, (fsp) breyting á lóðarmörkum
Á fundi skipulagsfulltrúa 23. október 2015 var lögð fram fyrirspurn Norræna Hússins, mótt. 9. október 2015, varðandi breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 5 við Sturlugötu. Einnig er lögð fram greinargerð Norræna hússins, dags. 9. október 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. ágúst 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 5. nóvember 2015 .
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. nóvember 2015.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
18.15 Fossagata 2, Einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús, kjallara, hæð og ris, einangrað að utan og klætt standandi borðaklæðningu á lóð nr. 2 við Fossagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. október 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2015. Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 6. október 2015 og lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. apríl 2014. Stærð A-rými: 216 ferm., 666,2 rúmm. C-rými: 36,9 ferm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fossagötu 1, 4, 6. Þjórsárgötu 1, Reykjavíkurvegi 24-30, 32-38 og 25.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur skilað inn skuggavarpi til embættisins og greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr., sjá Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.
19.15 Grjótagata 14B, (fsp) flutningshús
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 14. september 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi í Grjótaþorpi vegna áforma um að flytja og endurbyggja hús sem áður stóð við Laugaveg 36 (bakhús) á lóð við Grjótagötu 14B. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 8. september 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. nóvember 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. nóvember 2015.
20.15 Leifsgata 30, málskot
Lagt fram málskot Erlu Stefánsdóttur, dags. 10. september 2015, vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 28. júlí 2015 um að byggja ofan á viðbyggingu á húsi á lóð nr. 30 við Leifsgötu.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. október 2015;
Rétt bókun er: Verkefnisstjóra falið að hafa samband við umsækjanda.
21.15 Nýlendugata 6, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Björns H. Haraldssonar og Rakelar Garðarsdóttur, mótt. 20. október 2015, um að byggja einnar hæðar viðbyggingu við húsið á lóð nr. 6 við Nýlendugötu.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
22.15 Þingholtsstræti 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. 16. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.118.0 MR vegna lóðarinnar nr. 16 við Þingholtsstræti, samkvæmt uppdrætti umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. október til og með 29. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
23.15 Þingholtsstræti 25, (fsp) skipting lóðar o.fl.
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 4. september 2015, um að skipta lóðinni nr. 25 við Þingholtsstræti í þrjár lóðir, byggja íbúðarhús á lóðunum tveimur sem bætast við og breyta notkun núverandi húss úr gistiheimili í sambýlishús með fjórum íbúðum,samkvæmt tillögu, dags. 2. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 27. september 2015 og bréf Glámu/Kím ehf. dags. 2. september 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
24.15 Þrastargata 1-11, nr. 5, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 var lögð fram fyrirspurn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., mótt. 19. október 2015, um að byggja við húsið nr. 5 á lóð nr. 1-11 við Þrastargötu, samkvæmt skissu ódags. Einnig er lagt fram bréf Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 19. október 2015 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 5. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6.nóvember 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6.nóvember 2015.
25.15 Garðastræti 13A, (fsp) endurnýjun og hækkun á þaki
Lögð fram fyrirspurn Juan Camilo Roman Estrada, mótt. 16. október 2015, um að endurnýja og hækka þak hússins á lóð nr. 13A við Garðastræti og setja nýjan glugga á suðurhlið., samkvæmt tillögu Shruthi Basappa arkitekts, dags. 15. október 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
26.15 Hrísateigur 14, (fsp) breyting á þaki
Lögð fram fyrirspurn Norðurey ehf., mótt. 28. október 2015, varðandi breytingu á þaki hússins á lóð nr. 14 við Hrísateig, samkvæmt uppdr. Helgu Lund arkitekts og Hildi Bjarnadóttur arkitekts, dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. nóvember 2015.
27.15 Lindargata 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sveins Björnssonar, mótt. 3. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Lindargötu. Í breytingunni felst að hækka húsið um ca. 1. metra, byggja viðbyggingu á norðurhlið hússins þar sem komið verður fyrir lyftu- og stigahúsi og breyta notkun hússins úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili í flokki IV, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf., dags. 5. nóvember 2015.
Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar dags. 22. október 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulagi áður en breytingin er samþykkt í auglýsingu samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.
28.15 Neshagi 12, (fsp) skipta íbúð í tvær íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Sindra Gunnarssonar, mótt. 20. október 2015, um að skipta íbúð í húsinu á lóð nr. 12 við Neshaga í tvær íbúðir.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
29.15 Óðinsgata 8B, Verslun - kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í smávöruverslun með matvæli, sbr. fyrirspurn BN049818 (jákv.) í kjallara húss á lóð nr. 8b við Óðinsgötu.
Meðfylgjandi er bréf væntanlegs rekstraraðila í kjallara dags. 27.10. 2015. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.15 Ólafsgeisli 67, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Vigfúsar Halldórssonar, mótt. 27. október 2015, um að setja glugga á vesturhlið að áður lagnarými en nú kjallara einbýlishússins á lóð nr. 67 við Ólafsgeisla. Einnig er lagt umboð Valdísar Arnardóttur og Þorláks Runólfssonar mótt. 27. október 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
31.15 Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 4. september 2015 var lögð fram umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 27. ágúst 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
32.15 Túngata 11A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 6. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Landakoti, spennustöð. Í breytingunni felst að afmarka lóð nr. 11A við Túngötu fyrir grenndarstöð, samkvæmt lóðauppdrætti, dags. 4. nóvember 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
33.15 Laugavegur 124, (fsp) flutningshús
Lögð fram fyrirspurn Reykjavíkurborgar - eignasjóðs dags. 16. júní 2015 um að færa fyrirhugað flutningshús á lóð nr. 124 við Laugaveg á borgarland og skilgreina nýja lóð.
Fyrirspurn er vísað inn í vinnu við endurskoðun deiliskipulags Hlemms, reitur 1.240.0
34.15 Hlemmur, reitur 1.240.0, forsögn
Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. nóvember 2015, vegna endurskoðunar á deiliskipulagi reits 1.240.0, Hlemmur, sem felst í að skoða staðsetningu á flutningshúsinu Norðurpólnum, endurskoða skipulagssvæðið með tilliti til umferðar almenningsvagna og endurskoða almenningsrými með tilliti til matarmarkaðar á Hlemmi.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.