Nökkvavogur 28,
Suðurlandsbraut 18,
Úlfarsbraut 114,
Brekkugerði 4,
Korngarðar 1,
Bárugata 32,
Laugarásvegur 21,
Laugavegur 28,
Örfirisey,
Hraunbær 103-105,
Fossagata 6,
Freyjubrunnur 16-20,
Haukdælabraut 74,
Haukdælabraut 124-126,
Vegamótastígur 7 og 9,
Eirhöfði 2-4,
Eirhöfði 2-4,
Hólmsheiði,
Smiðjustígur,
Hlíðarendi 2-6,
Hrísateigur 15,
Hverfisgata 103,
Klettagarðar 7,
Laugavegur 63,
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð,
Austurbakki 2,
Búðagerði 9,
Grensásvegur 12,
Hagamelur 35,
Rauðagerði 40,
Sogavegur 73-75,
Sogavegur 73-75 og 77,
Laugarnesvegur 52,
Skúlagata 40-40B,
553. fundur 2015
Ár 2015, föstudaginn 4. september kl. 10:15 var haldinn 553. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.15 Nökkvavogur 28, (fsp) bygging bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Karol Bujnowski, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 28 við Nökkvavog upp við lóðarmörk og bílskúr lóðarinnar nr. 30 við Nökkvavog. Einnig er lagt fram samþykki eigenda að Nökkvavogi 28 og 30, dags. ágúst 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
2.15 Suðurlandsbraut 18, (fsp) hótel
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta ehf. mótt. 31. ágúst 2015 um að breyta núverandi starfssemi í húsinu á lóð nr. 18 við Suðurlandsbraut úr verslunar- og skrifstofuhúsnæði í hótel og leggja niður bílastæði á þaki bílageymslu og byggja ofan á hana þrjár hæðir, samkvæmt tillögu Ask arkitekta ehf., dags. 26. ágúst 2015. Einnig er lagt fram bréf Ask arkitekta ehf. dags. 28. ágúst 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
3.15 Úlfarsbraut 114, (fsp) fjölgun íbúða og bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 28. ágúst 2015, um að fjölga íbúðum hússins á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut úr 9 í 10 ásamt fjölgun bílastæða úr 9 í 10, samkvæmt tillögu Mansard - Teiknistofu ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 26. ágúst 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
4.15 Brekkugerði 4, bílageymsla, stoðveggur, kjallararými
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan steinsteyptan bílskúr að vestanverðu, koma fyrir geymslukjallara undir verönd 0102 og steypa lágan stoðvegg á lóðamörkum nr. 6 og 8 við Brekkugerði á lóð nr. 4 við Brekkugerði. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. ágúst 2015. Bílaskúr stærð: 33,4 ferm., 84,9 rúmm. Geymslukjallari: 36,3 ferm., 98,0 rúmm. Gjald kr. 9.823
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stóragerði 29, 31,33 og Brekkugerði 6,8 og 10.
5.15 Korngarðar 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. ágúst 2015 var lögð fram umsókn Guðmundar Oddar Víðissonar, dags. 20. júlí 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæði vegna lóðar nr. 1 við Korngarða. Í breytingunni felst að bæta við byggingarreit sunnan megin á lóð nr. 1 við Korngarða að lóðarmörkum Klettagarða 4, samkvæmt uppdrætti Dap ehf., dags. 25. júní 2015. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Klettagörðum 4 og 6, Korngörðum 2 og Skarfagarði 2.
6.15 Bárugata 32, (fsp) verkfæra- og hjólageymsla
Lögð fram fyrirspurn Hafliða Sævarssonar og Páls Reynis Pálssonar, mótt. 21. ágúst 2015, varðandi byggingu verkfæra- og hjólageymslu á norðvestur horni lóðarinnar nr. 32 við Bárugötu, upp við vegg bílskúrs á lóð nr. 34 við Bárugötu, samkvæmt tillögu, ódags. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 10. júlí 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
7.15 Laugarásvegur 21, Bílskúr o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2015. Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu og útigeymslu í suðausturhorni lóðar, sjá fsp. BN049420 frá 26. maí 2015, gera nýjan inngang á suðurhlið jarðhæðar, byggja nýja stoðveggi, koma fyrir setlaug, endurskipuleggja lóð og útbúa tvö ný bílastæði við einbýlishús á lóð nr. 21 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 17. júlí 2015 til 14. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Haraldur Bjarnason og Hanna Guðmundsdóttir, dags. 14. júlí 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Bílskúr 29,2 ferm., 87,4 rúmm. Útigeymsla: 16,2 ferm.þ., 48,8 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
8.15 Laugavegur 28, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lögð fram fyrirspurn ION hótel ehf., dags. 20. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðarinnar nr. 28 við Laugaveg. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins sem stendur næst baklóð og breyta rishæð í full nýtanlega inndregna hæð, samkvæmt uppdrætti Preliminary Design, Gunnar B. Stefánsson arkit., dags. 4. ágúst 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2015.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
9.15 ">Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 24. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
10.15 Hraunbær 103-105, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að á nýrri lóð í beinu framhaldi af núverandi lóð við Hraunbæ 103-105 verði heimilt að reisa 5-9 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. 30. apríl 2015. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015. Tillagan var auglýst frá 13. júlí til og með 24. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Ingi Þorsteinsson, dags. 23. ágúst 2015 og Indriði Freyr Indriðason f.h. íbúa Hraunbæjar 73 - 99, dags. 25. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
11.15 Fossagata 6, Endurnýja þak - portbyggja efri hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2015 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og portbyggja þak og byggja nýtt bíslag við einbýlishús á lóð nr. 6 við Fossagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 24. júlí til og með 22. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Atle Vivås, dags. 2. ágúst 2015 og 20. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra af fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. júní 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015. Einnig umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. júní 2015. Stækkun: 29,7 ferm., 178,8 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
12.15 Freyjubrunnur 16-20, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Á.D. ehf. mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að breyta einni íbúð í húsinu á lóð nr. 16-20 við Freyjubrunn í tvær minni íbúðir auk þess að breyta geymslum í húsi nr. 16 í eina íbúð þannig að í stað 13 íbúða verða samtals 15 íbúðir heimilaðar, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 24. ágúst 2015. Einnig er lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2015
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
13.15 Haukdælabraut 74, (fsp) færsla á bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Óskars Þórs Óskarssonar, mótt. 20. ágúst 2015, varðandi færslu á bílastæði lóðarinnar nr. 74 við Haukdælabraut ásamt hækkun á gólfkóta um 0,6.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
14.15 Haukdælabraut 124-126, Parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt parhús einangrað að utan, útveggir klæddir með álklæðningu og þakplata steypt og einangruð með tvöfaldri einangrun á lóð nr. 124-126 við Haukdælabraut.
Bréf frá hönnuði dags. 20. ágúst 2015 fylgir. Stærð hús nr. 124: 242,2 ferm., 773,4 rúmm. Hús nr. 126: 258,9 ferm., 825,2 rúmm. Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.15 Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reir ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst m.a. í að hætt er við að endurreisa gamla steinbæinn á þaki nýbyggingar og hætt er við að færa gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. ódags. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rut Agnarsdóttir f.h. eigenda að Grettisgötu 3, 3a og 5 og Arna Kristín Gísladóttir, dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Helgu Björnssonar dags. 30. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 17. september 2015.
16.15 Eirhöfði 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lögð fram fyrirspurn Norðurfara ehf., dags. 22. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-4 við Eirhöfða sem felst í að norðurhluta lóðar við Eirhöfða 2-4 er skipt í tvær lóðir. Gerð er innkeyrsla fyrir hvora lóð fyrir sig, annars vegar frá Breiðhöfða að lóð norðaustan megin við Eirhöfða 2-4 og hins vegar frá Eirhöfða að lóð norðvestan megin við Eirhöfða 2-4, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Landslags ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1.september 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
17.15 Eirhöfði 2-4, (fsp) stækkun og verslun
Á fundi skipulagsfulltrúa 14. ágúst 2015 var lögð fram fyrirspurn K2 ehf., dags. 12. ágúst 2015, um að byggja 800 - 1000m2 viðbótarhús þar sem reiknað er með verslun á bílavarahlutum. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
18.15 Hólmsheiði, (fsp) lóð undir gagnaver
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. ágúst 2015 ásamt uppdrætti Arkís arkitekta ehf. dags. 7. maí 2015 þar sem óskað er afstöðu umhverfis og skipulagssviðs varðandi lóð undir gagnaver á Hólmsheiði.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
19.15 Smiðjustígur, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhald, mótt. 1. september 2015 um framkvæmdaleyfi vegna endurgerð Smiðjustígs milli Laugavegar og Hverfisgötu, samkvæmt tillögu Landhönnunar ódags.Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.1. september 2015.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
Visað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
20.15 Hlíðarendi 2-6, Rekstrarleyfi samkomusalar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2015 þar sem sótt er um samþykki á teikningum vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingasölu í flokk III, tegund g, fyrir 360 gesti með opnunartíma til kl. 1:00 virka daga og til kl. 3:00 um helgar í félagsheimili Knattspyrnufélagsins Vals á lóð nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.15 Hrísateigur 15, (fsp) breyting á notkun bílskúrs
Lögð fram fyrirspurn Fríðu Breiðfjörð Arnardóttur, mótt. 2. september 2015, varðandi breytingu á notkun bílskúrs í tómstundaherbergi/vinnuherbergi.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
22.15 Hverfisgata 103, rekstarleyfi í flokki V
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 26. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Keahótels ehf. um rekstrarleyfi í flokki V fyrir hótel Skugga að Hverfisgötu 103. Sótt er um leyfi til áfengisveitinga til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 um helgar. Einnig er sótt um leyfi til útiveitingar til kl. 23:00. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2015.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt, dags. 2. september 2015.
23.15 Klettagarðar 7, starfsleyfi fyrir meðhöndlun spilliefna
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 6. júlí 2015, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. fyrir meðhöndlun spilliefna og raf- og rafeindatækjaúrgangs að Klettagörðum 7. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna sf., dags. 27. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2015.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. september 2015.
24.15 Laugavegur 63, (fsp) skammtímaleiga íbúðar
Lögð fram fyrirspurn Inga Sturlusonar mótt. 19. ágúst 2015 varðandi leyfi fyrir skammtímaleigu íbúðar 0301 í húsinu á lóð nr. 63 við Laugaveg.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
25.15 Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar, mótt. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðar flugstjórnarmiðstöðvarinnar. Í breytingunni felst að norðan við byggingu flugstjórnarmiðstöðvarinnar er leyfilegt að byggja allt að 50m2 reiðhjólaskýli, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 26. ágúst 2015. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
26.15 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar mótt. 2. september 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að heimiluð er 7. hæð á reit 5 að hámarki 600 m2 og verður efsta hæðin inndregin frá byggingarlínu um 5 metra. Einnig skulu handrið lúta sömu skipulagskröfum og skjólvirki hvað varðar hámarkshæð og gegnsæi, samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 13.ágúst 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
27.15 Búðagerði 9, (fsp) skipta íbúð í tvær íbúðir o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Jóns Eiríks Guðmundssonar, mótt. 26. ágúst 2015, um að skipta íbúð 0201 í húsinu á lóð nr. 9 við Búðagerði sem er á annarri hæð og rishæð í tvær íbúðir, setja kvisti og svalir á risíbúð og svalir á íbúð annarrar hæðar, samkvæmt tillögu Jóns Eiríks Guðmundssonar, dags. 18. ágúst 2015
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
28.15 Grensásvegur 12, Ofanábygging - mhl.01 - breyting inni mhl.02
Á fundi skipulagsfulltrúa 28. ágúst 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna hæð ofan á mhl. 01 og innrétta í honum 24 íbúðir í húsi á lóð nr. 12 við Grensásveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsög skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2015.
Meðfylgjandi eru skýringar sem sendar voru í tölvupósti 24. júlí 2015.
Meðfylgjandi eru umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2014 og 22. janúar 2015. Stækkun mhl. 01: 558,3 ferm., 1.863,4 rúmm. Gjald kr. 9.823
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1.september 2015.
29.15 Hagamelur 35, (fsp) skyggni yfir inngang
Lögð fram fyrirspurn Dejan Rackov mótt. 19. ágúst 2015 um að byggja skyggni yfir inngang kjallaraíbúðar hússins á lóð nr. 35 við Hagamel.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
30.15 Rauðagerði 40, málskot
Lagt fram málskot Sigurjóns Guðmundssonar dags. 1. september 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 7. ágúst 2015 varðandi viðbyggingu fyrir stigahús á lóð nr. 40 við Rauðagerði, samkvæmt tillögu Arkís arkitekta ehf. dags. 19. júní 2015.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
31.15 Sogavegur 73-75, (fsp) skipting lóðar
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. mars 2015 var lögð fram fyrirspurn Örnu Steinarsdóttur, dags. 16. mars 2015, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 73-75 við Sogaveg, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Eik ehf., dags. 16. janúar 2015. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Eik ehf., dags. 16. janúar 2015. Fyrirspurninni var frestað og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvpósti fyrirspyrjanda þar sem fyrirspurnin er dregin til baka.
Fyrirspurn dregin til baka, sbr. tölvupóst dags. 2. september 2015.
32.15 Sogavegur 73-75 og 77, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Odds Kristjáns Finnbjarnarsonar, mótt. 28. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar, Vonarlands, vegna lóðanna nr. 73-75 og 77 við Sogaveg. Í breytingunni felst að rífa niður tvö hús á lóðinni nr. 73-75 við Sogaveg og byggja fjölbýlishús í stað þeirra ásamt byggingu fjölbýlishúss á óbyggðri lóð nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf., dags. 27. ágúst 2015.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
33.15 Laugarnesvegur 52, gististaður í flokki II
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R15060002 dags. 3. september 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs á umsókn Gamlabæjar ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Laugarnesvegi 52. Húsið er í íbúðarhverfi, ÍB 21, en stendur á horni Laugarnesvegar og Sundlaugavegar, sem er skilgreind sem aðalgata. Gististaðurinn verður í húsi áföstu eldra húsinu á horninu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
34.15 Skúlagata 40-40B, (fsp) 40A, breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Sipal ehf., mótt. 31. ágúst 2015, varðandi breytingu á notkun íbúðar 0101 í húsinu nr. 40A á lóð nr. 40-40B við Skúlagötu. Einnig er lagt fram bréf Páls Haraldssonar f.h. þinglýsts eiganda Sipal ehf.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.