Bragagata 38, Vesturbrún 16, Laugavegur 2, Fýlshólar 11, Fiskislóð 33, Smáragata 7, Kringlan 5 og 7, Garðastræti 2, Háahlíð 18, Brekkustígur 15, Njörvasund 24, Flókagata 58, Brekkuhús 1, Kaplaskjól, Laugavegur 105, Laugavegur 100, Bústaðablettur 10, Njálsgata 34b,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

406. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 3. ágúst kl. 09:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 406. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sat: Ólöf Örvarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir og Valný Aðalsteinsdóttir. Ritari var Ann Andreasen.
Þetta gerðist:


1.12 Bragagata 38, (fsp) hækkun á húsþaki
Lögð fram fyrirspurn Írisar S. Ragnarsdóttur dags. 3. júlí 2012 um að hækka húsþak á lóðinni nr. 38 við Bragagötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. júlí 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 31. júlí 2012.

2.12 Vesturbrún 16, Endurnýjun á BN042892
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nyju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2012 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038832 og BN042892 þar sem farið var fram á að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10. september 1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hlíf Káradóttir, dags. 26. júní 2012.
Gjald kr. 8.500
Vísað til skipulagsráðs.

3.12 Laugavegur 2, Reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Sótt er um samþykki á reyndarteikningum þar sem koma fram breytingar í eldhúsi og veitingasal, sýndar eru útiveitingar fyrir 128 gesti og svalir upp á þaki hússins á lóð nr. 2 við Laugaveg.
Gjald kr. 8.500
Frestað

4.12 Fýlshólar 11, (fsp) - Br. skrifstofu í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Spurt er hvort leyft yrði að skrá skrifstofuhúsnæði sem séreignaríbúð á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 11 við Fýlshóla.
Eignin er skráð sem íbúð hjá fasteignaskrá Íslands.
Afsal dags. 29. janúar 1996 og innfært 5. febrúar 1996 fylgir erindinu.
Frestað.

5.12 Fiskislóð 33, (fsp) - Gistihús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Spurt er hvort leyfi fengist til að byggja gistihús í flokki II á tveimur hæðum á lóð nr. 33 við Fiskislóð.
Neikvætt. Samræmist hvorki aðalskipulagi Reykjavíkur né deiliskipulagi svæðisins.

6.12 Smáragata 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Marz sjávarafurðir dags. 1. ágúst 2012 varandi breytingu á deiliskipulagi Smáragötureits vegna lóðarinnar nr. 7 við Smáragötu. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkitektur.is dags. 1. ágúst 2012 lagf. 13. ágúst 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Smáragötu 5 og 9 og Laufásvegi 62, 64 og 66 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

7.12 Kringlan 5 og 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 1. ágúst 2012, að breytingu á deiliskipulagi Kringlunnar vegna lóða nr. 5 og 7 við Kringluna. Um er að ræða færslu á kvöð um gönguleið.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti.

8.12 Garðastræti 2, (fsp) breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Fannberg, dags. 27. júlí 2012, um hvort breyta megi rýmum 201, 202, 203 og 401 að Garðastræti 2 úr atvinnuhúsnæði í íbúðir.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

9.12 Háahlíð 18, Ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð úr timbri ofan á steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 18 við Háuhlíð. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir neikvæð fsp. BN044201, dags. 20. mars 2012.
Stækkun: 90,4 ferm., 331,8 ferm.
Gjald kr. 8,500 + 28.203
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


10.12 >Brekkustígur 15, Veggsvalir á suðurhlið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja veggsvalir á suðurhlið og breyta gluggum á 2. hæð suður og 1. hæð austur í dyr á einbýlishúsi á lóð nr. 15 við Brekkustíg. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 8.500

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


11.12 Njörvasund 24, svalir og hringstigi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hringstiga á bakhlið, svölum á 1. hæð og rishæð, grafa frá kjallara, gera hurð út og koma fyrir setlaug á baklóð fjölbýlishúss á lóð nr. 24 við Njörvasund. Grenndarkynning stóð frá 28. júní til og með 26. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 27. febrúar 2012 fylgir erindi.
Gjald kr. 8.500


Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


12.12 Flókagata 58, Kvistur á norðurþekju
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Sótt er um leyfi til þess að sameina tvo kvisti á norðurhlið, byggja svalir á vesturhlið og breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á þriðju hæð (rishæð) hússins á lóðinni nr. 58 við Flókagötu. Málinu vísað til skipulagsstjóra til ákvörðunar um grenndarkynningu með nýjum uppdráttum..Vísað er til uppdráttar, A-001 dags. 20. maí 2012, síðast breytt 19. júlí 2012.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 25.01.2012 (v. fyrirspurnar BN044018) fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Útskrift ú gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 27. júlí 2012 fylgir erindinu.
Stærð: Húsið er nú skráð 1178,3 rúmm. og 401,0 ferm. en verður eftir breytingu skráð 1186,2 rúmm. og 426,0 ferm.
Stækkun húss: 7,9 rúmm. og 25,0 ferm.
Gjald kr. 8.500 + 8.500 + 671
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Flókagötu 56, 59, 60, 61, og 63 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

13.12 Brekkuhús 1, (fsp) - Br.rými 0203 í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2012. Spurt er hvort leyft yrði að breyta í íbúð rými 0203 (hárgreiðslustofa) á annarri hæð í húsinu á lóðinni nr. 1 við Brekkuhús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. ágúst 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 2. ágúst 2012.

14.12 Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012. Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld. Auglýsing stóð frá 18. júní til 30. júlí 2012.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Erik Hirt, dags. 11. júlí 2012, Jónína Ólafsdóttir f.h. 41 íbúa við Víðimel, dags. 30. júlí 2012 og Árni Þór Vésteinsson f.h 38 íbúa við Meistaravelli 5 og 7 dags. 31. júlí 2012.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

15.12 Laugavegur 105, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 18. maí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðar nr. 105 við Laugaveg skv. uppdrætti Teikningar.is, dags. 12. maí 2012. Breytingin gengur út á að í húsinu Laugavegur 105 verði leyft að hafa hótel eða gistiheimili. Auglýsing stóð yfir frá 18. júní 2012 til og með 30. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

16.12 Laugavegur 100, (fsp) - Breyta húsi í hótel
Lögð fram að nýju fyirrspurn frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 10. júlí 2012 um hvort breyta mætti atvinnuhúsnæði í hótel á lóð nr. 100 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. júlí 2012.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 16. júlí 2012 fylgir erindinu.

Umsögn skipulagsstjóra dags. 30. júlí 2012 samþykkt.

17.12 Bústaðablettur 10, (fsp) viðbygging og bílskúr
Lögð fram að nýju fyrirspurn Soffíu Halldórsdóttur f.h. eiganda, dags. 25. júlí 2012, um viðbyggingu og bílskúr á lóð nr. 10 við Bústaðablett. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. ágúst 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 1. ágúst 2012.

18.12 Njálsgata 34b, (fsp) hækkun húss
Lögð fram að nýju fyrirspurn Sönkie Marko Korries, dags. 26. júlí 2012, varðandi hækkun húss nr. 34b við Njálsgötu ásamt portbyggðu risi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. júlí 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 31. júlí 2012.