Sigtún 40,
Bergstaðastræti 49,
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar,
Urðarbrunnur 68-78,
Borgartún 8-16,
Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund,
Lambhagaland - 189563,
Þingholtin,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Hólmaslóð olíustöð 2,
Austurberg 3,
Blönduhlíð 14,
Dugguvogur 6,
Dverghamrar 30,
Jafnasel,
Laufásvegur 68,
Sogavegur 3,
Óðinsgata 14,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
374. fundur 2011
Ár 2011, föstudaginn 25. nóvember kl. 11:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 374. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.11 Sigtún 40, (fsp) íbúðarhús o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Varmárbyggðar ehf. dags. 23. nóvember 2011 varðandi byggingu tveggja íbúðarhúsnæða á lóðinni nr. 40 við Sigtún auk bílgeymslu og tæknirýmis neðanjarðar, samkvæmt tillögu Atelier Arkitekta ehf. dags. nóvember 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
2.11 Bergstaðastræti 49, (fsp) bílgeymsla
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram fyrirspurn Funkis ehf. dags. 17. nóvember 2011 varðandi byggingu bílgeymslu á lóðinni nr. 49 við Bergstaðastræti, samkvæmt tillögu Funkis ehf. dags. 7. október 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011. Samræmist ekki deiliskipulagi.
3.11 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Jóhann Björnsson dags. 22. nóvember 2011, Javier Tellaeche Campamelós mótt. 22. nóvember 2011, Jakob S. Friðriksson dags. 22. nóvember 2011, Egill Stephensen og Anna G. Egilsdóttir dags. 23. nóvember 2011 og Landssamtök hjólreiðamanna dags. 23. nóvember 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
4.11 Urðarbrunnur 68-78, (fsp) fjölbýlishús í stað parhúsa
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram fyrirspurn Hauks Óskarssonar dags. 16. nóvember 2011 varðandi byggingu fjölbýlishúss í stað parhúsa á lóðunum nr. 68-70, 72-74 og 76-78 við Urðarbrunn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25 nóvember 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
5.11 Borgartún 8-16, bráðabirgðabílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að útbúa 40 bráðabirgðabílastæði á lóð meðfram Höfðatúni á reit H2 á Höfðatorgi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Gjald kr. 8.000
Vísað til skipulagsráðs.
6.11 Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 21. nóvember 2011 varðandi stækkun á byggingarreit Menntaskólans við Sund á lóðinni nr. 43 við Gnoðarvog. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
7.11 Lambhagaland - 189563, breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðva O.R.
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. september 2011 um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, skv. uppdrætti dags.9. september 2011. Breytingin gengur út á skilgreiningu tveggja lóðarreita fyrir smádreifistöðvar, önnur vestan við Lund og hin við Lambhagaveg 23. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Hrafn Hlöðversson f.h. íbúa að Lambhagavegi 29 dags. 23. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
8.11 Þingholtin, (fsp) tímabundin uppsetning 7 skilta
Lögð fram fyrirspurn Hildar Björgvinsdóttur dags. 24. nóv. 2011 ásamt fylgiskjölum um leyfi til að setja upp sjö skilti fyrir sýningu sem fjallar um sögu verslunar og þjónustu nokkurra húsa í Þingholtunum á 20. öld. Þrjú skilti verða á Baldurstorgi, þrjú á Óðinstorgi og eitt við gatnamót Óðinsgötu og Freyjugötu. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og er sýningin hugsuð sem tímabundin til eins árs.
Ekki gerð skipulagsleg athugasemd við erindið.
9.11 Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskiulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Keiluhallarinnar dags. 21. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Keiluhallarinnar. Í breytingunni felst að húsið er stækkað og þak viðbyggingar til suðurs verði málað í dökkum lit í stað urðunnar, samkvæmt uppdrætti GP-arkitekta dags. 22. september 2011. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
10.11 01">Hólmaslóð olíustöð 2, (fsp) skrifstofugámar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort koma megi fyrir 3-4 skrifstofugámum fyrir hreinlætis- og hvíldaraðstöðu 14 starfsmanna við hlið afgreiðsluhúss á olíustöð Skeljungs við Hólmaslóð í Örfirisey.
Vísað til umsagnar Faxaflóahafna.
11.11 Austurberg 3, minnisblað v/ líkamsræktar í Breiðholtslaug
Lagt fram minnisblað Íþrótta- og tómstundasviðs dags. 16. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir áliti Skipulags- og byggingarsviðs á byggingu húsnæðis á einni hæð vestan við hús Breiðholtslaugar á lóðinni nr. 3 við Austurberg.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
12.11 Blönduhlíð 14, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja tvo bílskúra vestan megin húss eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af íbúðarhúsi á lóð nr. 14 við Blönduhlíð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2011.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 24. nóvember 2011 samþykkt.
13.11 Dugguvogur 6, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. nóvember 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við, og hversu mikið, atvinnuhús á lóð nr. 6 við Dugguvog.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
14.11 Dverghamrar 30, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram fyrirspurn Helga Guðmundssonar dags. 24. nóvember 2011 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 30 við Dverghamra.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
15.11 Jafnasel, orðsending skrifstofu borgarstjórnar
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11110047 dags. 14. nóvember 2011 ásamt erindi framkvæmdastjóra Atlantsolíu dags. 10. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir lóð við Jafnasel undir rekstur Bensínstöðvar. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.
16.11 Laufásvegur 68, reyndarteikningar
Á fundi skipulagsstjóra 11. nóvember 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um samþykki á reyndarteikningum vegna framkvæmda 2006-2007 sem fela í sér að heitur pottur er færður til, bætt er við gönguhurð í bílgeymslu, bætt er við gönguhurð úr húsi út í garð, hæðarlegu neðri palls er breytt og skráningartafla er lagfærð fyrir einbýlishús á lóð nr. 68 við Laufásveg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 8.000
Í ljósi úrskurða Úrskurðarnenfdar skipulags og byggingarmála í málum nr. 19/2010 og 35/2010 er ekki gerð athugasemd við erindið.
17.11 Sogavegur 3, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. október 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingar við austur- og vesturhlið með lagnakjallara undir vestari viðbyggingu við verslunarhús á lóð nr. 3 við Sogaveg. Erindi var grenndarkynnt frá 19. október til og með 16. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðrún Bergmann Reynisdóttir dags. 14. nóvember 2011 og íbúar Akurgerði 1 dags. 14. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2011.
Erindi fylgir jákvæð fyrirspurn dags. 24. maí 2011 og neikvæð fyrirspurn dags. 29. mars 2011.
Stækkun: 62 ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 8.000 + ??
Vísað til skipulagsráðs.
18.11 Óðinsgata 14, reyndarteikningar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. september 2011 þar sem sótt er um samþykkt á áður gerðum breytingum og stækkun á einbýlishúsi á lóð nr. 14 við Óðinsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11.október 2011. Erindi var grenndarkynnt frá 19. október til og með 16. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Tinna Jóhannsdóttir dags. 14. nóvember 2011 og Einar Guðjónsson dags. 16. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvembe 2011. Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Vísað til skipulagsráðs.