Nýlendugata 5a,
Pósthússtræti 11,
Grettisgata 18a,
Ármúli 44,
Hagamelur 39-45,
Heiðarbær 17,
Iðunnarbrunnur 17-19,
Laugarásvegur 75,
Lokastígur 11,
Mávahlíð 20,
Mýrargata 26,
Sólvallagata 67,
Þorragata 1,
Suðurlandsbraut 68-70,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
369. fundur 2011
Ár 2011, föstudaginn 21. október kl. 12:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 369. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Björn Axelsson.
Ritari var Marta Grettisdóttir.
Þetta gerðist:
1.11 Nýlendugata 5a, ófrágengið svæði
Á fundi skipulagsstjóra 14. október 2011 varlagður fram tölvupóstur Sveins S. Kjartanssonar og Stellu Sæmundsdóttur dags. 11. október 2011 varðandi ófrágengið port hjá lóðinni nr. 5A við Nýlendugötu.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
2.11 Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2011.
Kynna formanni skipulagsráðs.
3.11 Grettisgata 18a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi VA arkitekta f.h. Jóns G. Jónssonar dags. 2. ágúst 2011 um breytingu á deiliskipulagi Ölgerðarreits vegna lóðar nr. 18a við Grettisgötu. Í breytingunni felst að byggja við og breyta húsinu á lóðinni, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 27. júlí 2011. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa mótt. 19. september 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. september 2011 til og með 20. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Egill Ibsen Óskarsson, Anna K. Kristjánsdóttir og Berglind María Tómasdóttir dags. 19. október 2011. Einnig er lagt fram bréf Hjálmtýrs Heiðdal dags. 19. október 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að skila inn athugasemdum.
Grenndarkynningin framlengd til 7. nóvember 2011.
4.11 Ármúli 44, (fsp) breyting 2. og 3. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. október 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta litlar íbúðir á 2. og 3. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 44 við Ármúla.
Neikvætt. Samræmist ekki Aðalskipulagi Reykjavíkur.
5.11 Hagamelur 39-45, (fsp) breyting á notkun vegna 39-41
Á fundi skipulagsstjóra 14. október 2011 var lögð fram fyrirspurn Hauks Viktorssonar dags. 14. október 2011 varðandi breytingu á notkun og stækkun á innra rými hússins nr. 39-41 á lóðinni nr. 39-45 við Hagamel.
Frestað.
6.11 Heiðarbær 17, viðbygging og breyting inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. október 2011 þar sem sótt er um leyfi til að staðsteypa viðbyggingu sem verður notuð sem bílskúr með íþróttaaðstöðu, koma fyrir reiðhjólageymslu, breyta gluggum á öllu húsinu, koma fyrir verönd og setlaug á lóð nr. 17 við Heiðarbæ
Jákvæð fyrirspurn BN039115 dags. 11. nóvember 2008 fylgir erindi.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 8.000 + XX
Frestað. Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsstjóra.
7.11 Iðunnarbrunnur 17-19, steypa stoðveggi og fl.
Á fundi skipulagsstjóra 14. október 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. október 2011 þar sem sótt er um leyfi til að steypa stoðveggi á hluta lóðamarka , setja upp heitan pott á nr. 17 og færa forsteyptar sorpgeymslur á lóð nr. 17 til 19 við Iðunnarbrunn. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. október 2011. Samþykki meðlóðarhafa ódags. Gjald kr. 8.000
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
8.11 Laugarásvegur 75, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 7. október 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggarfulltrúa frá 4. október 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 75 við Laugarásveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
9.11 Lokastígur 11, málskot
Lagt fram málskot Hildar Gunnarsdóttur vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra þ. 7. október 2011 á fyrirspurn um að breyta húsinu að Lokastíg 11 í 9. herbergja gistiheimili.
Vísað til skipulagsráðs.
10.11 Mávahlíð 20, bílgeymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. september 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteyptan bílskúr á lóð fjölbýlishúss á lóð nr. 20 við Mávahlíð. Erindi var grenndarkynnt frá 22. september til og með 20. október 2011. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Mávahlíðar 22 dags. 22. ágúst 2011 og þinglýst eignaskiptayfirlýsing dags. 1. desember 2000. einnig samþykki lóðarhafa í Mávahlíð 18, 20 og 22 árituð á uppdrátt dags. 5. september 2011. Einnig fylgir erindi jákvæð fyrirspurn dags. 23. ágúst 2011 og samþykki meðeigenda dags. 24. og 27. júlí 2011 sem fylgdu með fyrirspurn.
Stærð: 27,2 ferm., 79,1 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 6.328
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
11.11 Mýrargata 26, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Glámu/kím f.h. Atafls dags. 14. október 2011 varðandi fjölgun íbúða og minnkun, breytingu á umfangi byggingarinnar á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu og fleira., samkvæmt teikningum Glámu/Kím. Einnig er lagt fram bréf Atafls dags. 13. október 2011.
Kynna formanni skipulagsráðs.
12.11 Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 21. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi vesturbæjarskóla vegna lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir tvær færanlegar kennslustofur á vesturhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. 19. október 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
13.11 Þorragata 1, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Leikskólans Sælukots dags. 18. október 2011 varðandi tveggja hæða viðbyggingu við leikskólann Sælukot á lóð nr. 1 við Þorragötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
14.11 Suðurlandsbraut 68-70, (fsp) úthlutun lóða
Á fundi skipulagsstjóra 14. október 2011 var lögð fram fyrirspurn Grundar - Markar dags. 12. október 2011 um að fá lóðunum nr. 68 og 70 úthlutað til að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra 20. október 2011.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.