Ásvallagata 75,
Ljósvallagata 10,
Sólvallagata 48,
Hvammsgerði 7,
Álagrandi 6,
Bræðraborgarstígur 31,
Faxaskjól 26,
Grensásvegur 11,
Grettisgata 18A,
Hamrahlíð 17,
Hverfisgata 102,
Laugavegur 105,
Laugavegur 105,
Njálsgata 58,
Ránargata 15,
Rauðagerði 53,
Sóleyjargata 27,
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar,
Sunnuvegur 35,
Miklabraut 32,
Langagerði 82,
Álftamýri 43-57,
Reynimelur 34,
Bergstaðastræti 22,
Austurstræti 20,
Fossvogsdalur,
Kollafjörður, Lundur,
Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram,
Bergstaðastræti 16,
Borgartún 33,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
353. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 22. júní kl. 13:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 353. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Valný Aðalsteinsdóttir, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Ingi Edvardsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.11 Ásvallagata 75, svalalokun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalalokun úr áli og gleri yfir svalir á 2. hæð einbýlishússins á lóð nr. 75 við Ásvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Júlíusar Þorfinnssonar dags. 27. maí 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.
Stærð: 7,9 ferm., 17,4 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 1.392
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
2.11 Ljósvallagata 10, svalir 2. hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálsvalir á bakhlið 2. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 10 við Ljósvallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 15. júlí 2010.
Gjald kr. 8.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
3.11 Sólvallagata 48, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Ólafs Gauta Guðmundssonar dags. 10. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureits vegna lóðarinnar nr. 48 við Sólvallagötu. Í breytingunni fest að byggingarreitur er stækkaður vegna byggingar svala, samkvæmt uppdrætti Karls- Eriks Rocksén dags. 25. febrúar 2011. Samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 9. júní 2011. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
4.11 Hvammsgerði 7, (fsp) fyrirspurn
Lagt fram málskot Aðalsteins Snorrasonar dags. 1. júní 2011 varðandi neikvæða afgreiðlsu skipulagsstjóra frá 29. október 2010 á breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Hvammsgerði. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 10. desember 2010. Einnig er lagt fram samþykki nágranna að Hvammsgerði 5 og 9 dags. í maí 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
5.11 Álagrandi 6, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Sigurjóns Ólafssonar dags. 14. júní 2011 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 6 við Álagranda.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
6.11 Bræðraborgarstígur 31, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Söndru H. Ocares dags. 15. júní 2011 varðandi bílastæði á lóð nr. 31 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
7.11 Faxaskjól 26, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 7. júní 2011
Bílskúr mhl. 70: Niðurrif, xx ferm., xx rúmm. Nýbygging xx ferm., xx rúmm.
Viðbygging og kvistir mhl. 01:xx ferm. eftir hæðum, xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sörlaskjóli 15, 17 og 19 og Faxaskjóli 24.
8.11 Grensásvegur 11, (fsp) br. fyrirkomulag bílastæða og lóðar
Á fundi skipulagsstóra 27. maí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta fyrirkomulagi bílastæða og umferð á lóð, þannig að á lóðinni verði möguleiki á akstri í báðar áttir í stað einstefnu og einnig er spurt um afstöðu borgarinnar til þess að bæta við innakstri frá Skeifu við miðja suðurhlið hússins á lóð nr. 11 við Grensásveg. Erindi var vísað til umsagnar Umhverfis - og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis - og samgöngusviðs. dags. 8. júní 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
Ekki er gerð athugasemd við að deiliskipulagi verði breytt á kostnað lóðarhafa varðandi fyrirkomulag bílastæða og umferðar innan lóðar. Ekki er hægt að fallast á aðrar breytingar með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
9.11 Grettisgata 18A, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Richards Ó. Briem dags. 10. júní 2011 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 18A við Grettisgötu, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta ódags.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
10.11 Hamrahlíð 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Blindrafélagsins dags. 20. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíð, Bogahlíð, Hamrahlíð vegna lóðarinnar nr. 17 við Hamrahlíð. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrstu hæðar til norðvestur og hækka heimilt byggingarmagn úr 1,19 í 1,22 ásamt því að veita heimild fyrir svölum á fyrirhugaða viðbyggingu, samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 16. júní 2011.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 47, Stakkahlíð 19, Blönduhlíð 28, 30 og 35.
11.11 Hverfisgata 102, svalir 1. og 2. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir úr zinkhúðuðu, stáli sbr. fyrirspurn BN042816, á 1. og 2. hæð, tvennar á hvora hæð, hússins á lóð nr. 102 við Hverfisgötu.
Samþykki meðeigenda meðfylgjandi, annað á fylgiblaði en hitt á teikningum.
Gjald kr. 8.000
Samræmist skipulagi.
12.11 Laugavegur 105, (fsp) breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 10. júní 2011 var lögð fram fyrirspurn BT bygginga ehf. dags. 3. júní 2011 varðandi breytta notkun þriðju til fimmtu hæðar hússins nr. 105 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 14. júní 2011..
Ekki eru gerða athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
13.11 Laugavegur 105, (fsp) breyta í stúdíóíbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem spurt er hvort breyta megi 3., 4., og 5. hæð í stúdíóíbúðir í skrifstofuhúsinu á lóð nr. 105 við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. júní 2011.
Ekki eru gerða athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
14.11 Njálsgata 58, (fsp) byggja kvist
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem spurt er hvort byggja megi kvist á norðurhlið eins og þann sem er á suðurhlið hússins á lóð nr. 58 við Njálsgötu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún. Vegna aldurs hússins skal leyta umsagnar Húsafriðunarnendar ríkisins varðandi breytingar á því.
15.11 Ránargata 15, breytingar á risíbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja gluggakvist á norðvesturhlið, koma fyrir þakglugga á mæni, endurnýja eldri þakglugga og byggja svalir á suðurgafl fjölbýlishússins á lóð nr. 15 við Ránargötu.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt.
Stækkun: xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + ??
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 13 og Bárugötu 16.
16.11 Rauðagerði 53, (fsp) gestastæði
Á fundi skipulagsstjóra 24. júní 2011 var lögð fram fyrirspurn Trausta Leóssonar dags. 30. maí 2011 varðandi tvö gestastæði við lóðina nr. 53 við Rauðagerði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
17.11 Sóleyjargata 27, (fsp) heimagisting
Lögð fram fyrirspurn Pnina Moskovitz dags. 16. júní 2011 varðandi heimagistingu á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 27 við Sóleyjargötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
18.11 Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. í maí 2011. Einnig lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010 og samantekt verkefnisstjóra dags. 6. ágúst 2010 varðandi ábendingar úr hagsmunaaðilakynningu. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Inga Valborg Ólafsdóttir f.h. íbúa Otrateig 2-16 dags. 17. maí, Marvin Ívarsson f.h. Arion banka dags. 18. maí, Sesselja Traustadóttir dags. 5. júní, Jón G. Friðjónsson og Sveinn Karlsson f.h. eigenda að Laugalæk 50-62, dags. 6. júní, Heiðar I. Svansson og Aðalbjörg S. Helgadóttir dags. 6. júní, Hreyfill svf. dags. 8. júní, Sigurður A. Þóroddsson f.h. eigenda Laugarnesvegs 52 dags. 8. júní, Egill Stephensen og Anna G Egilsdóttir dags. 8. júní, THG Arkitektar f.h. Reita dags. 9. júní og Jakob S. Friðriksson dags. 9. júní 2011. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
19.11 Sunnuvegur 35, (fsp) lóðarmörk
Á fundi skipulagsstjóra 10. júní 2011 var lögð fram fyrirspurn Kristínar Jónsdóttur dags. 19. mars 2011 varðandi færslu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 35 við Sunnuveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá Framkvæmda- og eignasviði og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 21. júní 2011.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs. Sækja þarf um færslu á lóðamörkum til byggingarfulltrúa.
20.11 Miklabraut 32, breyta bílskúr í gróðurskála
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta hluta bílskúrs í gróðurskála og til að byggja glerhús aftan við sama bílskúr á lóð nr. 32 við Miklubraut.
Stækkun: 8,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
21.11 Langagerði 82, anddyri, kvistir og þak hækkað
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt anddyri, byggja tvo nýja kvisti, hækka þak suðurálmu og breyta lítillega fyrirkomulagi innanhúss í einbýlishúsi á lóð nr. 82 við Langagerði.
Stækkun: XX ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.000 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 78, 80, 84 og 86.
22.11 ">Álftamýri 43-57, nr. 43, byggja yfir svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri yfir svalir og bílgeymslu hússins nr. 43 á lóðinni nr 43-57 við Álftamýri.
Samþykki sumra meðeigenda fylgir dags. 10. maí 2011.
Stækkun: 36,1 ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
23.11 Reynimelur 34, vinnustofa og geymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu og geymslu við fjölbýlishús á lóð nr. 34 við Reynimel.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 13. júní 2011.
Vinnustofa: 36 ferm., 125,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 10.040
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
24.11 Bergstaðastræti 22, þaksvalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2011 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þaksvalir á gamla steinbæinn á lóð nr. 22 við Bergstaðastræti.
Meðfylgjandi er umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 20.6. 2011
Gjald kr. 8.000
Samræmist deiliskipulagi.
25.11 Austurstræti 20, (fsp) útiveitingar
Lögð fram fyrirspurn Hressingarskálans ehf. dags. 21. júní 2011 varðandi leyfi til að vera með útiveitingar á borgarlandi, samkvæmt meðfylgjandi skissu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
26.11 Fossvogsdalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 16. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals. Í breytingunni felst að bæta við 2,5 m breiðum stíg sem verður í framhaldi af gangstétt við Árland, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 10. júní 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
27.11 Kollafjörður, Lundur, (fsp) sumarhús
Á fundi skipulagsstjóra 10. júní 2011 var lögð fram fyrirspurn Steins Friðgeirssonar dags. 8. júní 2011 varðandi byggingu sumarhúss í landi Lundar á Kollafirði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
28.11 Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram, (fsp) framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsstjóra 10. júní 2011 var lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. júní 2011 um að flytja sigpúða af gervigrasvelli yfir á fjölnota grasvöll á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júní 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
29.11 Bergstaðastræti 16, bréf
Lagt fram bréf borgarlögmanns dags. 15. júní 2011, vegna Bergstaðastrætis 16, þar sem óskað er eftir umsögn vegna skaðabótakröfu Leiguíbúða ehf. og BBH byggingafélags ehf.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.
30.11 Borgartún 33, (fsp) stigahús
Lögð fram fyrirspurn Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 14. júní 2011 varðandi byggingu tveggja stigahúsa við húsið á lóðinni nr. 33 við Borgartún, samkvæmt uppdrætti T. ark dags. 14. júní 2011.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.