Fellsmúli 24-30,
Austurhöfn,
Skúlagata 17,
Templarasund 3,
Þingholtsstræti 21,
Pósthússtræti 13,
Grensásvegur 11,
Hamrahlíð 17,
Njálsgata 23,
Sunnuvegur 35,
Sólheimar 19,
Borgartún 35-37,
Brautarás 1-19,
Grundarstígsreitur,
Selásbraut,
Sundahöfn,
Sundahöfn,
Blikastaðavegur,
Norðurströndin, Geldinganes að Blikastaðakró,
Úlfarsfell,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Grettisgata 22B,
Kópavogur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
351. fundur 2011
Ár 2011, föstudaginn 27. maí kl. 10:35, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 351. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval, Valný Aðalsteinsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Haraldur Sigurðsson.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.11 Fellsmúli 24-30, nr. 28 skýli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir opnum skýlum, að hluta til áður gerðum, koma fyrir gluggum á suðausturhlið og auglýsingaskilti á þaki hússins nr. 28 á lóð nr. 24- 30 við Fellsmúla. Erindi var grenndarkynnt frá 26. apríl til og með 24. maí 2011. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: XX ferm., XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
2.11 Austurhöfn, (fsp) bílastæði við Hörpu
Lögð fram fyrirspurn Baldurs Andréssonar dags. 30. mars 2011 varðandi bílastæði við Hörpu tónlistarhús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
3.11 Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi 101 Atvinnuhúsnæði ehf. dags. 26. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta dags. 11. maí 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
4.11 Templarasund 3, (fsp) útiborð við kaffihús
Á fundi skipulagsstjóra 20. maí 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. maí 2011 þar sem spurt er hvort staðsetja megi 10 útiborð á gangstétt vestan megin við Templarasund við Alþingisgarðinn fyrir barnakaffihúsið Iðunnareplið á lóð nr. 3 við Templarasund. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. maí 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. maí 2011.
5.11 Þingholtsstræti 21, rífa skúr og byggja einbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til rífa einnar hæðar atvinnuhús og byggja í staðinn steinsteypt einbýlishús í gömlum stíl, tvær hæðir og ris sem verður matshluti 02 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti.
Jafnframt er erindi BN036928 dregið til baka.
Niðurrif: Fastanr. 200-5650 mhl.02 merkt iðnaðarh 0101 82 ferm.
Nýbygging : 1. hæð 112,2 ferm., 2. hæð 75,8 ferm., 3. hæð 66,6 ferm.
Samtals 254,6 ferm., 767,5 rúmm.
Gjald kr. 8.000 + 61.400
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
6.11 Pósthússtræti 13, útiveitingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir útiveitingar í fl. III fyrir 100 gesti á gangstétt á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis fyrir framan hús á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.
Gjald kr. 8.000
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
7.11 Grensásvegur 11, (fsp) br. fyrirkomulag bílastæða og lóðar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta fyrirkomulagi bílastæða og umferð á lóð, þannig að á lóðinni verði möguleiki á akstri í báðar áttir í stað einstefnu og einnig er spurt um afstöðu borgarinnar til þess að bæta við innakstri frá Skeifu við miðja suðurhlið hússins á lóð nr. 11 við Grensásveg.
Vísað til umsagnar Umhverfis - og samgöngusviðs.
8.11 Hamrahlíð 17, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyft byggja þrjár hæðir ofaná vörumóttöku við norðurhlið saman við aðalhús, stækka og breyta notkun sorpskýlis svo hægt sé að nota sem hjólaskýli og byggja skyggni yfir inngang á 2. hæð við hús Blindrafélagsins á lóð nr. 17 við Hamrahlíð.
Jákvæð fyrirspurn BN42239 dags. 2. nóvember 2010 fylgir.
Stækkun: XX ferm,. XX rúmm.
Gjald kr. 8.000 + XX
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
9.11 Njálsgata 23, (fsp) Frakkastígur 16, endurbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir utanáliggjandi stiga á bakhlið og stækka kvisti, innrétta íbúð í risi, sali fyrir félagsstarf á 1. og 2. hæð og ýmsa aðstöðu og snyrtingar í kjallara fjölbýlishússins Frakkastígur 16 á lóð nr. 23 við Njálsgötu.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
10.11 Sunnuvegur 35, (fsp) lóðarmörk
Lögð fram fyrirspurn Kristínar Jónsdóttur dags. 19. mars 2011 varðandi færslu á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 35 við Sunnuveg.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
11.11 Sólheimar 19, færa leikstofu - tengigangur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2011 þar sem sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á annarri færanlegar kennslustofu nr. K-75B og setja tengigang á milli hennar og stofu K-74B á lóð leikskólans Sundaborgar nr. 6 við Sólheima.
Sbr. erindið BN042567 dags. 19. apríl 2011.
Stærð tengigangs: 23 ferm., 118,2rúmm.
Gjald kr.8.000 + 9.456
Ekki gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
12.11 Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 13. maí 2011 var lagt fram erindi Hlutdeildar, deild vinnudeilusjóðs dags. 20. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúns, reitir 1.217 - 1.219 vegna lóðarinnar nr. 35-37 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir ásamt breytingu á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2011. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdr. GP-arkitekta ehf. dags. 24. maí 2011.
Vísað til Skipulagsráðs.
13.11 Brautarás 1-19, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Eddu Rósar Karlsdóttur dags. 25. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær, Selás, raðhús vegna lóðarinnar nr. 1-19 við Brautarás. Í breytingunni felst stækkun lóðar nr. 1 við Brautarás í átt að göngustíg meðfram Rofabæ. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa móttekið 25. maí 2011.
Frestað.
14.11 Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við forkynningu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í mars 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 18. mars 2011 til og með 16. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius, dags. 6. apríl og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011, eigendur að Grundarstíg 7 dags. 14. maí og Þóra E. Kjeld og Jón Þ. Einarsson dags. 18. maí 2011.
Frestað.
Athugasemdir kynntar.
15.11 Selásbraut, stæði stórra bíla við Norðurás
Á fundi skipulagsstjóra 13. maí 2011 var lagt fram erindi Arndísar Ósk Jónsdóttur dags. 11. maí 2011 vegna bílastæða fyrir stór ökutæki á Selásbraut við Norðurás. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra 26. maí 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
16.11 Sundahöfn, (fsp) breyting á aðalskipulagi
Lögð fram fyrirspurn hafnarstjóra dags. 20. maí 2011 um breytingar á aðalskipulagi vegna Sundahafnar. Einnig lögð fram greinargerð Faxaflóahafna um skipulag og starfsemi í Sundahöfn dags. 28. febrúar 2011 ásamt uppdráttum Arkís að frumdrögum að deiliskipulagi dags. 18. apríl og 7. maí 2011.
Vísað til umsagnar umsagnar verkefnisstjóra aðalskipulags.
17.11 Sundahöfn, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn hafnarstjóra dags. 20. maí 2011 um breytingar á deiliskipulagi Sundahafnar vegna þróunar svæðisins til framtíðar. Einnig er lögð fram greinargerð Faxaflóahafna um skipulag og starfsemi í Sundahöfn dags. 28. febrúar 2011 ásamt uppdráttum Arkís að frumdrögum að deiliskipulagi dags. 18. apríl og 7. maí 2011.
Frestað.
18.11 Blikastaðavegur, (fsp) umferðarmál
Lögð fram fyrirspurn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi umferð á Blikastaðaveginum.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra svæðisins.
19.11 Norðurströndin, Geldinganes að Blikastaðakró, lýsing
Lögð fram lýsing og matslýsing fyrir deiliskipulag Norðurstrandar frá Geldinganesi að Blikastaðakró dags. 12.maí 2011. Lýsingin er hluti forsendna við gerð deiliskipulags sem mun fjalla um framtíðarskipulag Norðurstrandarinnar, Geldinganes að Blikastaðakró. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.
Vísað til skipulagsráðs.
20.11 Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdr. Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011.
Vísað til skipulagsráðs.
21.11 Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar
Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar ark. f.h. Keiluhallarinnar ehf dags. 26. maí 2011 varðandi stækkun húsnæðis Keiluhallarinnar við Öskjuhlíð skv. uppdrætti dags. 26. maí 2011. Einnig er óskað eftir að mála þak veitingastaðarins Rúbíns í dökkgráum lit.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra svæðisins.
22.11 Grettisgata 22B, umferðarkvöð
Á fundi skipulagsstjóra 20. maí 2011 var lagt fram bréf Lex lögmannsstofu f.h. Karls Axelssonar hrl. dags. 20. janúar 2011 móttekið 9. maí 2011 varðandi umferðarkvöð á lóð nr. 22B við Grettisgötu. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram bréf Forum Lögmanna dags. 24. maí 2011 f.h. eigenda að Grettisgötu 22B.
Vísað till umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
23.11 Kópavogur, endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 2. maí 2011 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Einnig er lögð fram verklýsing dags. 15. apríl 2011 og umhverfismat dags. 15. apríl 2011.
Vísað til skipulagsráðs.