Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Nýr Landspítali við Hringbraut, Reykjavíkurflugvöllur, Skíðaskáli KR 125756, Gufunes, Áburðarverksmiðjan, Leiðhamrar 1, Kvistaland 10-16, Heiðargerði 98, Melgerði 1, Lautarvegur 18, Grettisgata 62, Hafnarstræti 16, Hverfisgata 16A, Laugavegur 50B, Skólavörðustígur 23, Sæbraut, Tryggvagata 16, Öldugata 13, Borgartúnsreitur vestur, Bólstaðarhlíð 7, Grjótháls 10, Stuðlaháls 1, Suður Selás og Norðlingaholt, Suður Selás, Norðlingaholt,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

328. fundur 2010

Ár 2010, föstudaginn 26. nóvember kl. 10:40, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 328. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólög Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Björn Ingi Edvardsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Helga B. Laxdal
Þetta gerðist:


1.10 Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. október 2010.
Frestað.

2.10 Nýr Landspítali við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Frestað.

3.10 Reykjavíkurflugvöllur, (fsp) lóðaafmörkun
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lagt fram erindi Halldórs Guðmundssonar f.h. Isavia dags. 17. nóvember 2010, þar sem spurt er um afmörkun lóðar fyrir flugstjórnarmiðstöð og skrifstofur Isavia innan Reykjavíkurflugvallar. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni skipulagsráðs.

4.10 Skíðaskáli KR 125756, niðurrif
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. nóvember 2010 þar sem sótt er um leyfi til niðurrifs skíðaskála Knattspyrnufélags Reykjavíkur með landnúmer 125756 í Skálafelli. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2010.
Gert er ráð fyrir að farga skálanum í eldi og nota tækifærið til æfinga fyrir SHS. Meðfylgjandi eru tölvupóstar milli Jónasar Kristinssonar og Jóns Fr. Jóhannssonar SHS.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

5.10 Gufunes, Áburðarverksmiðjan, lóð fyrir dreifistöð
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. nóvember 2010 varðandi lóð undir dreifistöð við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

7.10 Leiðhamrar 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lagt fram erindi Sæmundar Sævarssonar dags. 2. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Leiðhamra. Í breytingunni felst stækkun á húsi samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Björns Jóhannssonar dags. 20. október 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 20. október 2010 breytt 17. nóvember 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Leiðhömrum 2, 3, 4 og 6.

9.10 Kvistaland 10-16, (fsp) breytingu á byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Arnaldar Schram f.h. Högna Stefáns Þorgeirssonar dags. 25. nóvember 2010 varðandi breytingu á byggingarreit á lóðinni nr. 12 við Kvistaland, samkvæmt uppdrætti dags. 23. nóvember 2010.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

11.10 Heiðargerði 98, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Á stofunni arkitektar dags. 4. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 98 við Heiðargerði. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður, samkvæmt uppdrætti dags. 4. nóvember 2010.
Frestað.
Óskað er eftir því að umsækjendur leggi fram nauðsynleg gögn vegna umsóknarinnar þ.m.t. undirritað umsóknareyðublað.


13.10 Melgerði 1, lóðarstækkun
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. nóvember 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

14.10 Lautarvegur 18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga AVH ehf. dags. 22. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðar Ás styrktarfélags. Í breytingunni felst að stytta byggingarreit að sunnan, stækka byggingarreit til vesturs og fjölgun íbúa og bílastæða, samkvæmt uppdrætti.
Frestað.
Óskað er eftir því að umsækjendur leggi fram nauðsynleg gögn vegna umsóknarinnar þ.m.t. undirritað umsóknareyðublað.


15.10 Grettisgata 62, málskot
Lagt fram málskot Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 24. nóvember 2010 varðandi neikvæða afgreiðslu á afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2010 um að byggja við húsið nr. 62 við Grettisgötu til vesturs, hækka um eina hæð og að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

16.10 Hafnarstræti 16, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 25. nóvember 2010 hvort nýta megi baklóð Hafnarstrætis 16 fyrir bílastæði, samkvæmt uppdrætti dags. 24. nóvember 2010
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

17.10 Hverfisgata 16A, (fsp) þinglýst kvöð á lóð
Lögð fram fyrirspurn Huldu Margrétar Hákonardóttur dags. 19. nóvember 2010 varðandi þinglýsta kvöð um umgengni á lóðinni nr. 16 við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

18.10 Laugavegur 50B, (fsp) garðskáli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 37 ferm. garðskála á vesturhlið hússins á lóð nr. 50B við Laugaveg.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

19.10 Skólavörðustígur 23, bréf lóðarhafa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 ásamt bréfi lóðarhafa dags. 15. nóvember 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

20.10 Sæbraut, upplýsingarskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.
Kynna formanni skipulagsráðs.

21.10 Tryggvagata 16, útisalerni við Tryggvagötu 21
Lagt fram bréf Snævar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra f.h. Fasteigna ríkissjóðs dags. 23. nóvember 2010 þar sem gerðar eru athugasemdir við staðsetningu útisalernis við Tryggvagötu.
Vísað til umsagnar hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

23.10 Öldugata 13, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu garðmegin úr steinsteypu við kjallara, 1. hæð og sem svalir á 2. hæð og koma fyrir þrem þakgluggum, jafnframt er gerð grein fyrir frekari áformum um byggingu bílskúrs við einbýlishús á lóð nr. 13 við Öldugötu.
Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 15. nóvember 2010
Stærðir: Stækkun íbúðarhúss samtals - 28,1 ferm., 84,5 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.507
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Öldugata 11, 12, 14 og 15, Ægisgötu 27 ásamt Túngötu 22 og 24.

23.10 Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 21. apríl 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

25.10 Bólstaðarhlíð 7, (fsp) breyting á steyptum þakrennum og þakkanti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 þar sem spurt er hvort breyta megi steyptum þakkanti m/rennu, sem klæddur hefur verið með Steni plötum, þegar endurnýja á þak fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Bólstaðarhlíð.
Kanturinn er skemmdur og þarf að brjóta hluta hans af og ætlunin er að klæða þakið út yfir kantinn og setja utanáliggjandi þakrennu. Einnig lögð fram umsögn skipulagssjtóra dags. 26. nóvember 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

26.10 Grjótháls 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Bón og þvottastöðvarinnar dags. 26. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Grjótháls. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit til norðurs samkvæmt uppdrætti dags. 23. nóvember 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bitruhálsi 1, Grjóthálsi 8 og Vegagerðar ríkisins.

27.10 Stuðlaháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. nóvember þar sem gerðar eru athugasemdir við auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til afgreiðslu verkefnastjóra svæðisins.

28.10 Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulag
Lagt fram erindi Umhverfis- og Samgöngusviðs dags. 25. nóvember 2010 ásamt tillögu dags. s.d. að deiliskipulagi vegna göngutengingar milli suður Seláss og Norðlingaholts.
Vísað til skipulagsráðs.

29.10 Suður Selás, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til austurs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.
Vísað til skipulagsráðs.

30.10 Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til vesturs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.
Vísað til skipulagsráðs.