Fannafold 63,
Baughús 10,
Tunguvegur 19,
Sólheimar 19-21,
Laugarás, Hrafnista,
Leirulækur 6,
Borgartún 8-16,
Bryggjuhverfi,
Bergstaðastræti 16,
Brekkustígur 4A,
Nýlendugata 15A,
Smiðjustígur 6,
Gunnarsbraut 32,
Kjalarnes, Móavík,
Lækjarmelur 8,
Vogar sunnan Skeiðarvogs,
Þarabakki 3,
Hlíðarendi, Valssvæði,
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut,
Bauganes 22,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
311. fundur 2010
Ár 2010, föstudaginn 23. júlí kl. 10:07, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 311. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Margrét Þormar og Ann Andreasen
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bragi Bergsson
Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:
1.10 Fannafold 63, setja glugga á gafla og fl.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. júlí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að setja glugga á gafla og nýta þar með geymslur á neðri hæð sem íveruherbergi í parhúsinu á lóð nr. 63 við Fannafold. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 21. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra dags. 16. júlí 2010.
Rétt bókun er: Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið, samræmist deiliskipulagi.
2.10 Baughús 10, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 12. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar aukaíbúðar að Baughúsi 10. Meðfylgjandi eru uppdrættir Lúðvíks Davíðs Björnssonar dags. 27. ágúst 2008. Erindi var vísað til meðferðar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 16. júlí 2010 og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsstjóra. Umsóknargögn ófullnægjandi.
3.10 Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar auk byggingarreits fyrir svalir, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 12. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 19. maí 2010 til og með 1. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún M. Ólafsdóttir dags. 6. júní 2010. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 16. júlí 2010 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.
4.10 Sólheimar 19-21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 15. júlí 2010, um breytingu á deiliskipulagi Sólheima vegna lóðar nr. 19-21 við Sólheima skv. uppdrætti, dags. s.d. Breytingin gengur út á að koma fyrir lausum stofum á lóð leikskólans. Erindi var afgreitt til grenndarkynningar á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 16. júlí 2010. Einnig er lagt fram tölvubréf umsækjanda dags. 19. júlí 2010, þar sem umsóknin er afturkölluð.
Erindið fellt niður með vísan til tölvubréfs umsækjanda.
5.10 Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG arkitekta f.h. fulltrúaráðs Sjómannadagsins, dags. 23. júlí 2010, um breytingu á deiliskipulagi Hrafnistu skv. uppdrætti, dags. 21. júlí 2010. Um er að ræða stækkun á aðalanddyri Hrafnistu.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti áður en hægt er að taka ákvörðun um grenndarkynningu tillögunnar.
6.10 Leirulækur 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 15. júlí 2010, um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðar nr. 6 við Leirulæk skv. uppdrætti, dags. s.d. Breytingin gengur út á að koma fyrir byggingarreit fyrir færanlegar stofur á lóð leikskólans.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra dags. 16. júlí 2010.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rauðalæk 22- 44, jafnar tölur, og Dalbraut 12.
7.10 Borgartún 8-16, bréf Faxaflóahafna
Á fundi skipulagsráðs 21. janúar 2009 var lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 9. október 2008, vegna byggingar á lóð nr. 8-16 við Borgartún sem skyggir á innsiglingavita Reykjavíkurhafna. Einnig lagður fram tölvupóstur ritara borgarstjóra frá 30. desember 2008 ásamt erindi Sjómannadagsráðs, dags. 16. desember 2008. Erindinu var frestað. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Samgönguráðuneytisins dags. 17. febrúar 2009. Erindinu var vísað til meðferðar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði lögfræði- og stjórnsýslu dags. 23. mars 2009. Lögð fram ítrekun Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 14. júlí 2010 um umsögn vegna erindis.
Frestað.
10.10 Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Björns Ólafs arkitekts fh. Björgunar dags. 3. maí 2010 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst fjölgun íbúða á lóðunum 12 A, B, C, D og 15C. Auglýsing stóð frá 31. maí til 12. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
11.10 Bergstaðastræti 16, br. (bn037642)
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN037642 sem felst í að fjölga íbúðum úr þremur í fimm, fjölga svölum og fækka útitröppum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 16 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað. Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.
Athygli er vakin á því að umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins og Minjasafni Reykjavíkur vantar.
12.10 Brekkustígur 4A, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til að stækka steinsteypt einbýlishús með því að byggja viðbyggingu og svalir á bakhlið og hækka gafla og byggja "Mansard" þak á einbýlishúsið á lóð nr. 4A við Brekkustíg.
Meðfylgjandi er bréf umsækjanda dags. 13. júní 2010, bréf sömu til Borgarverkfræðings dags. 2. sept. 1999, ásamt umsögn skipulagsins dags. 4. mars. Einnig lóðaleigusamningur innfærður til þinglýsingar 7.7.2010.
Stærðir fyrir stækkun: 111,1 ferm., 447,2 rúmm.
Stækkun: 74,4 ferm., 118,2 rúmm.
Stærðir eftir stækkun: 185,8 ferm., 565,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 9.101
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Framnesvegur 11, 13 og 15, Brekkustígur 3a, 5, 5a, 6 og 7.
14.10 Nýlendugata 15A, niðurrif á bakhúsi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til að rífa bakhús, um er að ræða mhl. 02 þar sem á að fjarlægja alla efri hæð, þak, veggi og gólf ásamt öllum innviðum í kjallara, á lóð nr. 15A við Nýlendugötu.
Fyrirhugað er að láta útveggi kjallarans standa, sem munu nýtast þegar húsið verður endurbyggt. Bréf frá eigenda dags. 9. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
15.10 Smiðjustígur 6, útisvæði v. veitinga
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi fyrir skipulagi útisvæðis og uppsetningu tjalds til veitingareksturs í flokki II við hús á lóð nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 7.700 + XX
Frestað.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
16.10 Gunnarsbraut 32, svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Sótt er um leyfi til að byggja svalir úr plötuklæddri stálgrind á 1. hæð suðurhliðar húss á lóð nr. 32 við Gunnarsbraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júlí 2010.
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti til samræmis við umsögn skipulagsstjóra.
17.10 Kjalarnes, Móavík, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Verkfræðistofu Suðurlands ehf., dags. 2. júlí 2010, varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags.12. júlí 2010.
Vísað til skipulagsráðs.
18.10 Lækjarmelur 8, (fsp) br. á eignarhluta
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. júlí 2010. Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta eignarhluta 0109 úr geymslu í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Lækjarmel.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Notkunarbreytingin samræmist gildandi deiliskipulagi svæðisins.
19.10 Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs mótt. 8. janúar 2010. Einnig eru lagðar fram ábendingar sem bárust við hagsmunaaðilakynningunni og húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010. Erindi var í auglýsingu frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vigdís Jónsdóttir f.h. Guðbjargar Lilju Maríusdóttur dags. 21. júní 2010.
Athugasemdir kynntar.
Vísað til umsagnar hjá samgöngustjóra Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
21.10 Þarabakki 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram erindi Arkís ehf dags. 11. maí 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr 3 við Þarabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir lyftuhús við suður- og norður hliðar hússins samkvæmt uppdrætti dags. 26. janúar 2010. Erindi var í auglýsingu frá 9. júní til og með 22. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
22.10 Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ALARK arkitekta ehf dags. 30. apríl 2010 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í samkeppnishugmynd Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og 20. maí 2010, minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010. Erindi var í auglýsingu frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir : Bragi Halldórsson dags. 9. júní 2010 THG. Halldór Guðmundsson, arkit., f.h. Isavia ohf., dags. 15. júlí og THG. Halldór Guðmundsson, arkit., f.h. Reita dags. 16. júlí, Stefán Karlsson f.h. Knattsp.félagsins Vals dags. 19. júlí .
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
23.10 Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut, bréf Hverfisráðs Hlíða
Lagt fram bréf hverfisráðs Hlíða, dags. 19. júlí 2010, vegna deiliskipulags nýs Landspítala við Hringbraut.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Landsspítala-Háskólasjúkrahúss.
24.10 Bauganes 22, breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram að nýju umsókn Alark f.h. Magnúsar Einarssonar, dags. 6. mars 2008, um breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðar nr. 22 við Bauganes skv. uppdrætti, dags. 25. febrúar 2008. Tillagan var áður grenndarkynnt stóð yfir frá 17. mars til 16. apríl 2008. Athugasemdir bárust frá Guðjóni Ólafssyni Kjalarlandi 10, dags. 7. apríl 2008, og Björk Aðalsteinsdóttur Bauganesi 24, dags. 10. apríl 2008. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags 23. apríl 2008. Málið var samþykkt þann 25. apríl 2008 en fellt úr gildi 6. júlí 2010. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 ásamt uppdrætti Alark dags. 25. febrúar 2008, endurdags. 23. júlí 2010.
Með vísan til niðurstöðu í framlögðum úrskurði er nú samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bauganesi 16, 20, 24, 26 ásamt Skildinganesi 41 og 43.