Fiskislóð 31, Grundarstígsreitur, Hagamelur 15-17, Skúlagata 17, Vesturgata 2, Tjarnargata 39, Týsgata 8, Baldursgata 39, Klettháls 7, Borgartún 32, Norðlingabraut 12, Silungakvísl 21, Silungakvísl 21, Skógarhlíð 10, Stuðlaháls 1, Þingás 26, Bíldshöfði 5A, Frostafold 28-30, Gvendargeisli 76, Logafold 49, Höfðabakki 9, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Nauthólsvegur 6a,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

306. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 16. júní kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 306. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir, Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.10 Fiskislóð 31, breytingar á gluggum og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum á göflum og til að framlengja gaflveggi á efstu hæð og byggja veggi milli þaksvala og til að færa ræstingar á 2. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 31 við Fiskislóð.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

2.10 Grundarstígsreitur, forsögn
Lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 að deiliskipulagi Grundarstígsreits.
Vísað til skipulagsráðs.

3.10 Hagamelur 15-17, kvistir á suðurhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. apríl 2010 þar sem sótt er um leyfi til að stækka tvo þakkvisti á suðurhæð fjölbýlishúss á lóð nr. 15-17 við Hagamel.
Samþykki meðeigenda er á teikningu.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.700 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hagamel 19 ásamt Melhaga 2 og 4.

4.10 Skúlagata 17, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Hafþórs Gestssonar dags. 10. júní 2010 um að fjölga bílastæðum á lóðinni nr. 17 við Skúlagötu eða stækka lóðina svo unnt verði að koma fyrir fleiri bílastæðum. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2010.
Ekki eru gerðar athugasemdir við fjölgun bílastæða og stækkun lóðar með vísan til meðfylgjandi eldri umsagnar skipulagsstjóra.

5.10 Vesturgata 2, breyting á deiliskipulagi Grófar
Lögð fram umsókn GP arkitekta f.h. Bryn ehf. dags. 28. maí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðar nr. 2 við Vesturgötu skv. uppdrætti dags. 25. maí 2010. Óskað er eftir að setja kvisti á norður- og suðurhlið, stækka lóð og grafa út kjallara og hluta lóðar.
Kynna formanni skipulagsráðs.

6.10 Tjarnargata 39, áður gerðar breytingar, þaksvalir og handrið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi, m. a. nýjum íbúðarherbergjum í kjallara og risi og nýjum stigum milli hæða og til að hækka handrið á svölum 3. hæðar og stækka svalir á 2. hæð út á þak viðbyggingar við þríbýlishúsið á lóð nr. 39 við Tjarnargötu.
Gjald kr. 7.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Tjarnargötu 41 og Bjarkargötu 2 og 4.

7.10 Týsgata 8, breytingar úti, svalir, gluggar.
Á fundi skipulagsstjóra 7. maí 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. maí 2010 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðvesturhorni 3. og 4. hæðar, koma fyrir glugga á vesturgafl og hækka svalahandrið svala á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Týsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2010.
Samþykki húseigenda dags. 25. apríl 2010.
Gjald kr. 7.700.
Frestað.

10.10 Baldursgata 39, hótelíbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er nú lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júní 2008. Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og innrétta átta hótelíbúðir í íbúðarhúsinu á lóð nr. 39 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2008. Nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum dags. 17. júlí 2008 sem sýna skuggamyndun fyrir og eftir breytingu.
Grenndarkynningin stóð frá 1. ágúst til og með 1. september. Athugasemdir bárust frá: Kristínu Guðbjartsdóttur , Baldursgötu 37 dags. 20. ágúst, Árna Þór Árnasyni Skólavörðustíg 28 dags. 30. ágúst, Ingigerði Bjarnadóttur Lokastíg 10 dags. 31. ágúst, Jóni Erni Guðmundssyni og Eddu Vikar Guðmundsdóttur Skólavörðustíg 30 dags. 1. september, Birgi Bjarnasyni Lokastíg 10 dags. 2. september, Lísbet Sveinsdóttur og Hjördísi Einarsdóttur Skólavörðustíg 28 dags. 1.september 2008, Guðmundi J. Kjartanssyni fh. íbúa að Skólavörðustíg 26 dags. 2. september 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2008. Einnig lögð fram athugasemd Mjallar Snæsdóttur Skólavörðustíg 26a dags. 2. september en móttekin 15. september 2008. Einnig er lagt fram tölvubréf umsæjanda dags. 16. júní 2010 þar sem erindið er afturkallað.
Samþykkt að fella niður málið með vísan til eindis umækjanda dags. 16. júní 2010.
Samþykkt að upplýsa þá aðila sem gerðu athugasemdir við umsóknina í grenndarkynningu um niðurfellingu málsins.


11.10 Klettháls 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ómars Sigurbergssonar dags. 15. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettháls vegna lóðarinnar nr. 7 við Klettháls. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar samkvæmt uppdrætti Funkis arkitekta dags. 6. júní 2010.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kletthálsi 5 og 9.

12.10 Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Garðars Halldórssonar móttekið 14. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Borgartín. Í breytingunni felst að bílastæða-kröfum fyrir lóðina er breytt þannig að 50 bílastæði verða ofanjarðar samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 10. júní 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

13.10 Norðlingabraut 12, br. notkun, milliloft
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem sótt er um leyfi til að stækka milliloft á 2. hæð og breyta innra fyrirkomulagi þar, útbúa gryfju fyrir fimleikaiðkun á 1. hæð og breyta í íþróttahús og félagsmiðstöð verslunar- og lagerhúsinu á lóð nr. 12 við Norðlingabraut.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og brunahönnun frá EFLA verkfræðistofu dags. 8. júní 2010.
Stækkun millilofts: 173,4 ferm.
Gryfja: 329,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 25.341

,
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

14.10 Silungakvísl 21, (fsp) breikkun á bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar K. Einarsdóttur dags. 14. júní 2010 varðandi breikkun á bílastæði á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

15.10 Silungakvísl 21, (fsp) svalir stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem spurt er hvort stækka megi svalir, sbr. erindi BN039835, við íbúð á efri hæð tvíbýlishússins á lóð nr. 21 við Silungakvísl.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

16.10 Skógarhlíð 10, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. mars 2010 var lögð fram umsókn Arkís f.h. K.S. verktaka dags. 17. mars 2010 um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðar nr. 10 skv. uppdrætti dags. 5. mars 2010. Innkeyrslum á lóð er breytt og lóðin stækkuð.
Frestað.

17.10 Stuðlaháls 1, hreinsistöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem sótt er um leyfi til að reisa hreinsistöð sem samanstendur af tönkum og stálgámum á lóð Vífilfells nr. 1 við Stuðlaháls.
Stærðir:?? ferm., ?? rúmm.
Gjald kr. 7.700 + ??
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti, tillagan samræmist ekki deiliskipulagi.
Staðsetja skal mannvirki innan byggingarreits.


18.10 Þingás 26, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs úr staðsteypu, einangrað með 100 mm steinull að utan og klætt með álklæðningu við hús á lóð nr. 26 við Þingás.
Jákvæð fyrirspurn BN038101 dags. 22. apríl 2008 fylgir. Samþykki nágrana 24 og 28 fylgir á teikningu.
Útskrift úr gerðarbók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. júlí 2009 fylgir erindinu ásamt bréfi eigenda dags. 1. júní 2010.
Stækkun: 23,8 ferm og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX.

Bókun skipulagsstjóra frá 17. júlí sl. ítrekuð.
"Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.
Ekki er mælt með deiliskipulagsbreytingum á einstökum lóðum sem hafa áhrif á heildstætt útlit götureitsins."


21.10 Bíldshöfði 5A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hlölla Báta & BR Fasteignafélags ehf. dags. 2. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bíldshöfða-Sævarhöfða vegna lóðarinnar nr. 5a við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður samkvæmt uppdrætti Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 20. janúar 2010. Einnig lagður fram nýr uppdrætti dags. 25. mars 2010. Kynning stóð yfir frá 12. maí 2010 til og með 11. júní 2010. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

22.10 Frostafold 28-30, (fsp) bílastæði
Á fundi skipulagsstjóra þann 11. júní 2010 var lögð fram fyrirspurn Heiðars B. Hannessonar f.h. húsfélagsins að Frostafoldi 28 dags. 15. apríl 2010 varðandi fjölgun bílastæða við fjölbýlishúsið að Frostafoldi 28. Einnig lögð fram umsögn samgöngustjóra framkvæmda- og eignasviðs dags. 2. júní 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 11. júní 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

24.10 Gvendargeisli 76, (fsp) girðing og hús
Á fundi skipulagsstjóra 11. júní 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2010 þar sem spurt er hvort byggja megi skjólgirðingu á mörkum lóðar og gangstígs upp að nr. 74 og hvort byggja megi verkfærahús á lóð nr. 76 við Gvendargeisla. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
Vísað til umsagnar hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar vegna lóðaafmörkunar og mögulegri girðingu við gangstíg.

25.10 Logafold 49, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA Arkitekta dags. 10. júní 2010 að breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, áfanga 6 vegna lóðarinnar nr. 49 við Logafold. Í breytingunni felst að útgrafinn kjallari er tekinn í notkun sem hluti íbúðar, samkvæmt uppdrætti VA Arkitekta dags. 10. júní 2010.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.


26.10 Höfðabakki 9, (fsp) endurbætur á lóð
Lögð fram tillaga teiknistofu THG f.h. Reita dags. í júni 2010 og mótt. í júní 2010 m.a. að endurbótum á lóð, merkingum og aðkomu bíla við Höfðabakka 9.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
Sækja þarf um byggingarleyfi.


27.10 Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júni 2010 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag og málsmeðferð á erindi.
Vísað til meðferðar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

28.10 Nauthólsvegur 6a, breyting á deiliskipulagi Nauthólsvíkur
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 6a við Nauthólsveg. Í breytingunni felst ný staðsetning á smádreifistöð fyrir rafmagn.
Frestað.