Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Fossvogshverfi,
Sundlaugavegur 30,
Hrísateigur 35,
Langholtsvegur/Holtavegur,
Einimelur 19,
Melhagi 7,
Sogavegur 150,
Hólaberg 84,
Bíldshöfði 20,
Bryggjuhverfi,
Dofraborgir 3,
Vínlandsleið 16,
Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6,
Seljabraut 62-84,
Egilsgata 3,
Skólavörðustígur 8,
Lækjargata 2/ Austurstræti 22,
Rafstöðvarvegur 23,
Vatnsstígur 3,
Lækjargata 12,
Skúlagata 51,
Úlfarsárdalur, miðsvæði við Leirtjörn,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
273. fundur 2009
Ár 2009, föstudaginn 25. september kl. 10:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 273. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Axelsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir og Jóhannes S. Kjarval.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.09 Öskjuhlíð, Keiluhöll, samnýting aðstöðu
Á fundi skipulagsstjóra 14. ágúst 2009 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R09080013, dags. 10. ágúst 2009, ásamt erindi Keiluhallarinnar og Háskólans í Reykjavík frá 7. s.m., varðandi samstarf á aðstöðu Keiluhallarinnar og nýtingarmöguleikum lóðarinnar. Erindinu er vísað til meðferðar skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmda- og eignasviðs. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 21.september 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra dags.21.september 2009.
2.09 Fossvogshverfi, forsögn
Lagt fram að lokinni kynningu forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. maí 2009 að deiliskipulagi Fossvogshverfis. Svæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Kynning stóð til 18. september. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Pétur Guðjónsson, dags. 1. sept. 2009, Sigurbjörn Búi Sigurðsson, dags. 2 sept. 2009, Anna og Árni Norðfjörð dags. 3. sept. 2009, Stefán Svavarsson dags. 7. sept. 2009, Sigrún Þórðardóttir f.h. 32 íbúa við Markland, dags. 10. sept. 2009, Þröstur Olaf Sigurjónsson dags. 12. sept. 2009, Bæring Bjarnar Jónsson, dags. 17. sept. 2009, Þorgeir H. Níelsson og Sigrún Þórðardóttir dags. 18. sept. 2009, eigendur að Kúrlandi 7, 9 ,11 og 13, dags. 17. sept. 2009, Gylfi Guðmundsson, dags .18. sept. 2009, Katrín Olga Jóhannesdóttir, dags. 19. sept. 2009,
Athugasemdir kynntar. Frestað.
3.09 Sundlaugavegur 30, (fsp) afmörkun lóðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem spurt er hvort samþykkt verði afmörkun lóðar utan um pylsuvagninn í Laugardal sem nýverið fékk fastanúmer hjá fasteignaskrá 227-7732 á lóð nr. 32 við Sundlaugaveg. Í framhaldi af því er óskað eftir gerð lóðarleigusamnings til þess að fasteignin fáist skáð hjá sýslumanni í Reykjavík.
Vísað til umsagnar framkvæmda- og eignasviðs og ÍTR.
5.09 Hrísateigur 35, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Vektors ehf fh. lóðarhafa dags. 25. september 2009 varðandi breytingunni á deiliskipulagi Teiga norðan Sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 35 við Hrísateig. Í breytingunni felst að endurgerð á þaki samkvæmt meðfylgjandi uppkasti.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra svæðisins.
6.09 Langholtsvegur/Holtavegur, minnisvarði
Lagður fram tölvupóstur borgarstjóra dags. 18. september 2009 vegna erindis Hjartar J. Guðmundssonar varðandi minnisvarða um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtsvegar.
Kynna formanni skipulagsráðs.
7.09 Einimelur 19, forsögn
Á fundi skipulagsstjóra 28. ágúst 2009 var lagt fram erindi úr gerðarbók Framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2009 varðandi deiliskipulag á lóðinni nr. 19 við Einimel. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. september 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
8.09 Melhagi 7, (fsp) stækka svalir
Á fundi skipulagsstjóra 18. september 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2009 þar sem spurt er um hvort leyfi til að breyta áður samþyktu erindi BN036534 dags. 21. ágúst 2007 og lengja svalir framan við suðurkvisti á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Melhaga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. september 2009.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 18. september 2009.
9.09 Sogavegur 150,
Lögð fram orðsending borgarstjóra Reykjavíkur, dags. 24. september 2009 (R09010129) vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 27. mars 2009 þar sem erindi um breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðanna nr. 150 og 150A við Sogaveg var synjað.
Verkefnastjóra falið að svara orðsendingu borgarstjóra.
10.09 Hólaberg 84, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Félags eldri borgara dags. 24. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3, austurdeild vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg. Í breytingunni felst minniháttar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 23. september 2009.
Ekki gerð athugasemd við að umækjandi láti vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu, á kostnað lóðarhafa, sem síðan verður grenndarkynnt.
11.09 Bíldshöfði 20, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka og hólfa niður geymslur og koma fyrir vörumóttöku í kjallara á norðurhlið, undir palli 1. hæðar, koma fyrir vörumóttöku og opið vöruskýli á palli 1. hæðar á norðurhlið í atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 20 við Bíldshöfða. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. september 2009.
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 25. september 2009.
12.09 Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 17. september 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við erindi.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra svæðisins.
13.09 Dofraborgir 3, breytt deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Jóns S. Pálssonar dags. 3. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarhverfis vegna lóðarinniar nr. 3 við Dofraborgir. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til suðurs samkvæmt uppdrætti mótt. 4. september 2009. Erindið var grennndarkynnt frá 10. september til og með 8. október 2009.Tillagan var grenndarkynnt 18. september til og með 16. október 2009. Erindið nú lagt fram að nýju þar sem samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
14.09 Vínlandsleið 16, breytingar inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílakjallara í lager og geymslur, stækka og breyta innra skipulagi 1. og 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Vinlandsleið.
Brunaskýrsla dags. 11. sept. 2007 og endurskoðuð 8. sept. 2009.
Stækkun: XXX ferm. og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Samræmist deiliskipulagi, bílastæði skulu þó ekki vera fleiri en 80 á lóð.
15.09 Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi Úlfarsárdals
Á fundi skipulagsstjóra 11. september 2009 var lögð fram fyrirspurn Byggingarfélagsins Framtaks ehf. dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóða nr.53 við Friggjarbrunn og 2-6 við Skyggnisbraut vegna bílastæða, skv. uppdrætti Krark, dags. 10. sept. 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.
18.09 Seljabraut 62-84, bílastæði
Á fundi skipulagsstjóra 28. ágúst 2009 var lagt fram bréf Magnúsar Valdimarssonar og Grétars Samúelssonar, dags. 25. ágúst 2009, varðandi bílastæði fyrir raðhúsin við Seljabraut 62-84. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2009
Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2009 samþykkt.
19.09 Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðadni breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 9. september 2009. Einnig lögð fram greinargerð dags. júní 2009.
Vísað til skipulagsráðs.
20.09 Skólavörðustígur 8, (fsp) skyndibitastaður
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem spurt er um leyfi fengist til að opna skyndibitastað í verslunarhúsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg. Lagt fram að nýju ásamt umsaögnskipulagsstjóra dags. 24. september 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 24. september 2009.
21.09 Lækjargata 2/ Austurstræti 22, byggja timburhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsin Austurstræti 22 á steyptri 1. hæð og Lækjargötu 2 og að byggja steinsteypta álmu aftan við og sambyggt Lækjargötu 2 í stað Nýja Bíós, sem þarna stóð, jafnframt er sótt um leyfi fyrir kjallara undir húsunum á sameinaðri lóð nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við /Austurstræti.
Stærðir: xxxxxxx ferm., 9.118,4 rúmm.
Gjald: 7.700 + 702.117
Vísað til skipulagsráðs.
22.09 Rafstöðvarvegur 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Verkís, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis vegna Rafstöðvarvegar 23 skv. uppdrætti, dags. 1. sept. 2009. Breytingin felst í að fjarlægja núverandi íbúðarhús á lóðinni og byggja nýtt.
Tillagan var grenndarkynnt 18. september til og með 16. október 2009. Erindið nú lagt fram að nýju þar sem samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
23.09 Vatnsstígur 3, (fsp) kaffihús/veitingastaður í flokki 3
Á fundi skipulagsstjóra 18. september 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. september 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja upp veitingastað í flokki III í íbúðar og atvinnuhúsinu á lóð nr. 3 við Vatnsstíg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24.september 2009.
Gögnum ábótavant sbr. umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2009.
25.09 Lækjargata 12, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Rivulus dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.141.2, Lækjargata 12, Vonarstræti 4 og 4b. Í breytingunni felst breytt notkunn hússins samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta dags. 1. október 2008.
Ekki gerð athugasemd við að umsækjandi vinni tillögu að deiliskipulagsbreytingu, á kostnað lóðarhafa, sem síðan verður grenndarkynnt.
26.09 Skúlagata 51, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Kirkjuhvoll ehf dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits - 1.220.0 - vegna lóðarinnar nr. 51 við Skúlagötu. Í breytingunni felst breytt notkunn hússins samkvæmt uppdrætti THG arkitekta móttekin 23. september 2009.
Kynna formanni skipulagsráðs.
27.09 Úlfarsárdalur, miðsvæði við Leirtjörn, forsögn 2009
Lögð fram drög forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. ágúst 2009. Miðsvæðið markast af Skyggnisbraut í suður og vestur og Úlfarsfellsbraut í norðaustur.
Kynna formanni skipulagsráðs.