Langholtsvegur 115, Naustavogur 15, Bakkagerði 6, Bakkagerði 6, Haukdælabraut 120-122, Háaleitisbraut 19, Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, Starengi 6, Þorláksgeisli 120, Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, Egilsgata 3, Keilugrandi 12, Grandaskóli, Klapparstígur 17, Tryggvagata 11, Laufásvegur 24, Vatnsstígur 16-18, Vesturvallareitur 1.134.5, Hólaberg 84, Jakasel 33, Háteigsvegur 1, Rafstöðvarvegur 23, Vesturhlíð 3, Vatnsveituv. Fákur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

271. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 11. september kl. 11:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 271. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Margrét Þormar, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Örn Þór Halldórsson og Björn Axelsson. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.09 Langholtsvegur 115, breyting á deiliskipulagi Langholtsvegar-Drekavogs
Lögð fram umsókn Ellerts Más Jónssonar, dags. 2. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Langholtsvegar-Drekavogs vegna lóðar nr. 115 við Langholtsveg skv. uppdrætti, ódags. Breytingin gengur út á byggingu svalaskýlis sem hækkar nýtingarhlutfall úr 0,96 í 1,00.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 109-113, Drekavogi 4, 4a og b. ásamt Sigluvogi 16.

2.09 Naustavogur 15, (fsp) stöðuleyfi fyrir geymlsutjaldi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem spurt er hvort stöðuleyfi fáist fyrir 10/17 metra geymslutjald á lóð Snarfara við Naustavog.
Meðfylgjandi er bréf frá fulltrúa sportbátaeigenda dags. 3. sept. 2009, staðfesting stjórnar Snarfara dags. 2. sept. 2009 og myndir af tjaldinu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við veitingu stöðuleyfis.

3.09 Bakkagerði 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Ingunnar H. Hafstað arkitekts fh. lóðarhafa dags. 21. ágúst 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðisreits vegna lóðarinnar nr. 6 við Bakkagerði . Í breytingunni felst stækkun á lóðréttum byggingarreit samkvæmt uppdrætti dags. 21. ágúst 2009. Erindið nú lagt fram að nýju þar sem samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

4.09 Bakkagerði 6, viðbygging úr steinsteypu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN040306 dags. 25. ágúst 2009 að byggja staðsteypta viðbyggingu á vesturhlið, breyta kvistum og skipta um glugga, breytingin felur í sér að stækka viðbyggingu um 5,3 ferm frá áður samþykktu erindi í einbýlishúsinu á lóð nr. 6 við Bakkagerði.
Stækkun: 18,5 ferm og 62,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.820
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Vakin er athygli á því að deiliskipulagsferli er ólokið. Fresta þarf afgreiðslu byggingarleyfisumsóknar þar til kynnt breyting hefur öðlast gildi.


5.09 Haukdælabraut 120-122, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt parhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 120-122 við Haukdælabraut. Lagt fram bréf hönnuðar, dags. 3. sept. 2009.
Stærð húss nr. 120: Íbúð 145,2 ferm., bílgeymsla 27,6 ferm.
Hús nr. 122: Sömu stærðir.
Samtals 345,6 ferm., 1308,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 100.747
Kynna formanni skipulagsráðs.

6.09 Háaleitisbraut 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Einrúm arkitekta ehf. f.h Birnu Sigurðardóttur, dags. 3. mars 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19 við Háaleitisbraut skv. uppdrætti, dags. 14. febrúar 2008. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð. Grenndarkynningin stóð frá 12. maí til og með 12. júní 2008. Athugasemdir bárust frá Árna Gunnarssyni Háaleitisbraut 35, dags. 12. júní 2008, 10 íbúum að Háaleitisbraut 15, dags. 12. júní 2008, 9 íbúum að Háaleitisbraut 17, dags. 12. júní 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 20. júlí 2008.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

7.09 Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, breyting á lóðarmörkum
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 12. nóvember 2008, varðandi breytingu á lóðarmörkum Lambhóls við Starhaga. Jafnframt er lagt til að lóðin verði tölusett nr. 15 við Starhaga. Einnig er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að afmörkun lóðarinnar dags. 3. apríl 2009. Hagsmunaðalilkynningin stóð til og með 9. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ragnhildur Magnúsdóttur og Kristján Kristjánsson dags. 3. júní, Ingibjörg Ásgeirsdóttir dags. 4. júní, Kristín Eik Gústafsdóttir, dags 7. júní, Gunnar Svavarsson og Erla Kolbrún Svavarsdóttir dags 9 . júní. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. september 2009 og tillaga að nýrri lóðaafmörkun dags. 11. september 2009.
Samþykkt að kynna nýja framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

8.09 Starengi 6, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ásdísar Ingþórsdóttur ark. f.h. Félagsmálaráðuneytisins, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis C-hluta vegna Starengi 6 skv. uppdrætti, dags. 7. sept. 2009. Breytingin felst í því að nýtingu áhaldahúss verði breytt í íbúðareiningu sem tilheyrir sambýlinu að Starengi 6.
Vísað til skipulagsráðs.

9.09 Þorláksgeisli 120, (fsp) stoðveggir/opin geymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja niðurgrafna geymslu framan við einbýlishúsið á lóð nr. 120 við Þorláksgeisla.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

10.09 Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-6, (fsp) breyting á deiliskipulagi Úlfarsárdals
Lögð fram fyrirspurn Byggingarfélagsins Framtaks ehf. dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóða nr.53 við Friggjarbrunn og 2-6 við Skyggnisbraut vegna bílastæða, skv. uppdrætti Krark, dags. 10. sept. 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

11.09 Egilsgata 3, (fsp) breyting a deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits
Á fundi skipulagsstjóra 12. desember 2008 var lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Domus Medica dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilssgötu. Í breytingunni felst að byggð er þriggja hæða viðbygging norð-vestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 4. nóvember 2008.
Erindið nú lagt fram að nýju ásamt greinargerð dags. í júní 2009 og nýjum uppdráttum dags. 18. júní 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

12.09 Keilugrandi 12, Grandaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda stofnanasvæðis vegna lóðar Grandaskóla skv. uppdrætti, dags. 9. sept. 2009. Boltagerði verður staðsett í suðausturhluta lóðar og lóðarafmörkun skólans breytt.
Vísað til skipulagsráðs.

13.09 Klapparstígur 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 17. við Klapparstíg. Í breytingunni felst að byggja tvílyft hús með portbyggðu risi og kjallara samkvæmt uppdrætti es Teiknistofunnar dags. 20. ágúst 2009.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Klapparstíg 13, 16, 18 og 19.

14.09 Tryggvagata 11, (fsp) breyta skrifstofurými í gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta skrifstofurými á
3. hæð í gistiheimili eða stúdíóíbúðir í atvinnuhúsinu á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

15.09 Laufásvegur 24, (fsp) yfirbygging svala á 2 hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi yfir svalir á 2. hæð í íbúðarhúsi á lóð nr. 24 við Laufásveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

16.09 Vatnsstígur 16-18, (fsp) breytt nýting
Lagt fram bréf G. Odds Víðissonar f.h. 101 Skuggahverfis, dags. 4. sept. 2009, varðandi mögulega nýtingu húseignar að Vatnsstíg 16-18 fyrir hótelrekstur.
Kynna formanni skipulagsráðs.

17.09 Vesturvallareitur 1.134.5, forsögn
Lögð fram drög að forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2009 að Vesturvallareit 1.134.5. Svæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu.
Vísað til skipulagsráðs.

18.09 Hólaberg 84, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Félags eldri borgara dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 3 austur vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg.
Í breytingunni felst að byggja íbúðir á lóðinni samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 28. júlí 2009.
Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta nýsamþykktu deiliskipulagi. Fyrirspyrjandi skal halda sig við samþykktar heimildir í gildandi skipulagi.

19.09 Jakasel 33, (fsp) steyptur sólpallur og fl.
Á fundi skipulagsstjóra 4. september 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2009 þar sem spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðum breytingum, kjallara með gluggum og hurðum, steyptum palli með geymslu undir og anddyrisviðbyggingu á suðausturhlið einbýlishússins á lóð nr. 33 við Jakasel. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. september 2009.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa Jakasels nr. 34, 31, 17, 13, 19 og 44
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

20.09 Háteigsvegur 1, (fsp) stækkun, breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Háteigsvegar 1 ehf., dags. 8. sept. 2009, varðandi stækkun og breytta notkun hússins að Háteigsvegi 1 skv. uppdr. Björns Jóhannessonar ark., dags. 1. sept. 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

21.09 Rafstöðvarvegur 23, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Verkís, dags. 9. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis vegna Rafstöðvarvegar 23 skv. uppdrætti, dags. 1. sept. 2009. Breytingin felst í að fjarlægja núverandi íbúðarhús á lóðinni og byggja nýtt.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Rafstöðvarvegi 17, 19, 21, 25, 27, 29, 31, 33 og 33a.

22.09 Vesturhlíð 3, flytja færanlega stofu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja kennslustofu frá Korpuskóla og staðsetja við Brúarskóla á lóð nr. 3 við Vesturhlíð.
Stærðir 80,7 ferm., 284,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

23.09 Vatnsveituv. Fákur, (fsp) færsla á taðþró
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. september 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að færa til á lóð og byggja yfir taðþró við hesthúsið nr. 1 á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs