Haukdælabraut 96, Starengi 6, Akurgerði 35, Akurgerði 37, Máshólar 8, Réttarholtsvegur 63-79, Suðurhólar 14-30, Eddufell 2-8, Seljabraut 62-84, Skólavörðustígur 14, Kjalarnes, Lykkja 2B, Einimelur 19, Brekknaás 5, Gufunes, útivistarsvæði, Úlfarsfell, Kjalarnes, Mógilsá, Tunguvegur 9, Bergstaðastræti 24B, Brunnstígur 5, Framnesvegur 20-26b, Njálsgata 84, Leifsgata 26, Síðumúli 34,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

269. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 28. ágúst kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 269. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðfinna Ó. Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar og Björn Axelsson. Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:


1.09 Haukdælabraut 96, (fsp) stækkun byggingarreits
Lögð fram fyrirspurn teiknistofunnar Kvarða f.h. Rúnars Lárussonar, dags. 25. ágúst 2009, um hvort leyft verði að fara 50 cm. út fyrir byggingarreit skv. uppdrætti, dags. 24. ágúst 2009.
Neikvætt. Fyrirspyrjandi skal nýta sér uppbyggingarheimildir samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

2.09 Starengi 6, (fsp) breytingar á skráningu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun Mhl. 03 úr geymslu- og áhaldahúsi í íbúðareiningu og til að innrétta aðstöðu fyrir starfsfólk í 0102 í Mhl.02 sambýlisins á lóð nr. 6 við Starengi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við erindið. Málsmeðferð verður ákvörðuð þegar erindi berst.

3.09 Akurgerði 35, kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvisti á báðum hliðum parhússins nr. 35 við Akurgerði.
Erindi fylgir fsp. BN040223 dags. 21. apríl 2009.
Stækkun húss: 6,1 ferm., 10,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 824
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 27, 29, 31, 33, 39 og 41.

4.09 Akurgerði 37, kvistir og bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr og til að byggja kvisti á báðar hliðar parhússins nr. 37 við Akurgerði.
Erindi fylgir fsp. BN040223 dags. 21. apríl 2009 og samþykki lóðarhafa Akurgerðis nr. 39 áritað á uppdrátt.
Stækkun húss: 6,1 ferm., 10,7 rúmm.
Bílskúr: 28 ferm. og 71,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 6.322
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 27, 29, 31, 33, 35, 39 og 41.

5.09 Máshólar 8, (fsp) leyfi til að bæta við bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að fjölga bílastæðum við einbýlishúsið á lóð nr, 8 við Máshóla.
Neikvætt. Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

6.09 Réttarholtsvegur 63-79, (fsp) breyting á skipulagi lóðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. ágúst 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir 18 bílastæðum og að reisa stoðvegg á lóðarmörkum raðhúsins á lóð nr. 63-79 við Réttarholtsveg.
Jákvæð fyrirspurn BN39871 dags 2. júní 2009 fylgir erindinu
Neikvætt. Ekki er fallist á staðsetningu stoðveggjar á lóðamörkum auk þess sem ekki skal gera ráð fyrir fleiri en fjórtán bílastæðum innan lóðarinnar.

7.09 Suðurhólar 14-30, (fsp) bílastæði, bílskúrar
Lögð fram fyrirspurn Hauks Viktorssonar f.h. íbúa, dags. 24. ágúst 2009, um breytingar á bílskúrum og bílastæðum við Suðurhóla 14-30 skv. uppdrætti, dags. 9. ágúst 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir fjölgun bílskúra á lóðinni í samræmi við þinglýstar heimildir. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

8.09 Eddufell 2-8, (fsp) nr. 2 breytingar inni
Á fundi skipulagsstjóra 30. júlí 2009 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júlí 2009 þar sem spurt er hvort setja megi söfnunarkassa fyrir Rauða krossinn og Háskóla íslands í rými 0201 í húsi á lóð nr. 2 við Eddufell. Óskað var eftir nánari útskýringum á erindi Erindið nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Guðna Pálssonar dags. 14. ágúst 2009 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 27. ágúst 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

9.09 Seljabraut 62-84, bílastæði
Lagt fram bréf Magnúsar Valdimarssonar og Grétars Samúelssonar, dags. 25. ágúst 2009, varðandi bílastæði fyrir raðhúsin við Seljabraut 62-84.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

10.09 Skólavörðustígur 14, veitingaleyfi
Á fundi skipulagsstjóra 14. ágúst 2009 var lagður fram tölvupóstur Sigríðar Júlíusdóttur, dags. 13. ágúst 2009 þar sem óskað er umsagnar skipulags- og byggingarsviðs við umsókn Brasilíu ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki V-3 að Skólavörðustíg 14. Sótt er um veitingatíma áfengis til kl. 23.00 virka daga og 01.00 um helgar. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. ágúst 2009.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

11.09 Kjalarnes, Lykkja 2B, bréf
Lagt fram bréf Lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 6. ágúst 2009, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra 19. júní 2009 á skiptingu lóðarinnar Lykkja 2B á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

12.09 Einimelur 19,
Lagt fram erindi úr gerðarbók Framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2009 varðandi deiliskipulag á lóðinni nr. 19 við Einimel.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

13.09 Brekknaás 5, (fsp) veitingasalur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júlí 2009 þar sem spurt er hvort starfrækja megi veitingastað í fl. III í sal á efri hæð reiðhallar í Víðidal á lóð nr. 5 við Brekknaás.
Vísað til umsagnar hjá stjórn Hestamannafélagsins Fáks.

14.09 Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. júní 2009 var lagt fram erindi Fjöreflis ehf. mótt. 7. maí 2009 um breytingu á deiliskipulagi Gufunes útivistarsvæði vegna skemmtigarðs. Í breytingunni felst að færa og stækka byggingarreit samkvæmt uppdrætti Landarks dags. 5. maí 2009. Einnig er lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl 2009 ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009 og fundargerð af samráðsfundi dags. 11. júní 2009. Einnig lagðir fram lagfærðir uppdrættir dags. 16. júní 2009, breytt 7. júlí 2009. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfis - og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis - og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

15.09 Úlfarsfell, fjarskiptabúnaður, bráðabirgðarleyfi
Lagt fram erindi Guðmundar Daníelssonar fh. Fjarska ehf. dags. 28. ágúst 2009 þar sem sótt er um bráðabirgðarleyfi á uppsetningu fjarskiptabúnaðar á Úlfarsfelli samkvæmt ódags. uppdrætti og korti.
Vísað til skipulagsráðs.

16.09 Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2009 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar hjá lögfræði og stjórnsýslu.

17.09 Tunguvegur 9, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja anddyri yfir útitröppur og til að stækka svalir á suðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 9 við Tunguveg.
Jafnframt er sótt um að fella áður samþykkt erindi, BN037827 samþ. 8. apríl 2008, inn í þessa samþykkt.
Stækkun: 6,8 ferm., 19,7 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 1.517
Erindið var grenndarkynnt frá 22. júlí til og með 20. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa


18.09 Bergstaðastræti 24B, viðbygging, kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að hækka veggi, gafla, byggja nýtt anddyri, setja kvist úr steinsteypu og hækka timburþak sbr. fsp.BN038508 á einbýlishúsi á lóð nr. 24B. Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Samtals eftir stækkun. Gjald kr. 7.700 + xx Grenndarkynning stóð frá 22. júlí til og með 20. ágúst 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Inga Jóhannsdóttir, dags. 11. ágúst og Guðrún Margrét Árnadóttir, dags. 18. ágúst 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

19.09 Brunnstígur 5, breyting á deiliskipulagi Nýlendureits
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. ágúst 2009 þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

20.09 Framnesvegur 20-26b, (fsp) viðbyggingar við bankahús
Lögð fram fyrirspurn Selmu Hafliðadóttur, dags. 27. ágúst 2009, vegna viðbygginga við sk. bankahús að Framnesvegi 20-26b.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

21.09 Njálsgata 84, fjarlægja svalir og stækka rishæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. ágúst 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta þakhæð og byggja yfir svalir á 3. hæð fjölbýlishússins á lóð nr. 84 við Njálsgötu.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 14. og 20. júlí 2009 og jákv. fsp. BN040144 dags. 14. júlí 2009.
Stækkun: 11 ferm., 27,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.094
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 82, 86 og Snorrabraut 48.

22.09 Leifsgata 26, endurnýjun á BN029216
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. ágúst 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi BN029216 dags. 30. júní 2004 þar sem veitt var leyfi til að breyta þakgluggum og stækka kvisti á rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu. Breytingarnar eru þegar gerðar.
Stærð: Stækkun kvistir 14,2 ferm. og 28,4 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 2.187
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra 21. ágúst sl. Á fundinum var bókað; "Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Leifsgötu 24, 28 og Eiríksgötu 29 og 31."
Rétt bókun er; Frestað


23.09 Síðumúli 34, (fsp) stækkun þakhæðar
Lögð fram fyrirspurn Steinnes sf., dags. 18. ágúst 2009, um stækkun þakhæðar Síðumúla 34 um 110 m2 skrifstofurými. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 28. ágúst 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.