Smárarimi 38,
Vegghamrar 12-49,
Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15,
Bauganes 29,
Bleikargróf 5,
Heiðargerði 16,
Kaplaskjólsvegur 61-71,
Rauðagerði 61,
Ásvallagata 21,
Bergstaðastræti 24B,
Brávallagata 8,
Faxaskjól 26,
Fjólugata 13,
Laufásvegur 53-55,
Mjóstræti 4,
Skólavörðustígur 44,
Þorfinnsgata 14-16,
Ártúnsholt,
Birtingakvísl 8,
Hábær 35,
Háteigsvegur 22,
Mávahlíð 38,
Mávahlíð 40,
Miðtún 21,
Norðlingabraut 5,
Þingás 26,
Úthlíð 3,
Fossvogsdalur,
Gufunesvegur 108950,
Fróðengi 1-11, Spöngin 43,
Laugarnesvegur 39,
Tunguvegur 9,
Kjalarnes, Hringvegur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
263. fundur 2009
Ár 2009, föstudaginn 17. júlí kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 263. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Örn Þór Halldórsson, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.09 Smárarimi 38, (fsp) garðskáli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja þrjá sólskála á einbýlishúsið á lóð nr. 38 við Smárarima .
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi deiliskipulagi, enda skulu viðbyggingar vera að öllu leyti innan byggingarreits. Fyrirvarar eru gerðar um útlit, enda skulu fyrirhugaðar viðbyggingar falla vel að útliti hússins.
2.09 Vegghamrar 12-49, (fsp) stækkun út á stigapalli í húsi nr. 18
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 4 - 5 ferm. byggingu yfir stigapall á efri hæð fyrir framan inngang íbúðarinnar í fjölbýlishúsi á lóð nr. 18 við Vegghamra.
Erindinu fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 27. maí 2009 og ljósmynd af sams konar byggingu sem er byggð við Svarthamra 29.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sækja skal um byggingarleyfi auk þess sem samþykki allra meðlóðarhafa þarf að fylgja umsókninni.
3.09 Eirhöfði 8 - Breiðhöfði 15, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Kemis ehf. dags. 4. júní 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðanna Eirhöfða 8 og Breiðhöfða 15. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit er bætt við austan við núverandi byggingu á lóðinni samkvæmt uppdrætti Viðars Steins Árnasonar dags. 4. júní 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. júní til og með 13. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lárus Sigurðsson f.h. Eldshöfða 18 ehf og Snæland Grímsson ehf, dags. 10. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. júlí 2009.
Vísað til skipulagsráðs.
4.09 Bauganes 29, byggja sólstofu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við einbýlishúsið á lóð nr. 29 við Bauganes.
Stækkun xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
5.09 Bleikargróf 5, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu á tveimur hliðum annars vegar í vestur og hinsvegar í austur allt að 50 ferm. við einbýlishúsið á lóð nr. 5 við Bleikargróf.
Samþykki íbúa Bleikargróf 1 og 7, dags. 25. maí 2009 og bréf frá eigendum dags. 6. júlí 2009 fylgir.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi deiliskipulagi.
6.09 Heiðargerði 16, viðbygging ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að rífa útbyggingu, byggja við og stækka úr steinsteypu sbr. erindi BN038225 einbýlishús á lóð nr. 16 við Heiðargerði.
Stærðir: Niðurrif 16,9 ferm., 49 rúmm.
Stækkun kjallari xx ferm., 1. hæð xx ferm.,
Samtals xx ferm., xx rúmm.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist gildandi deiliskipulagi.
7.09 Kaplaskjólsvegur 61-71, (fsp) afmörkun lóðar
Á fundi skipulagsstjóra 10. júlí 2009 var lögð fram fyrirspurn Sveins B. Tómassonar dags. 25. maí 2009 um lóðina Kaplaskjólsvegur 61-71. Spurt er hvort leyft yrði að skipta lóðinni á þann hátt að afmarkaðar yrðu sérstakar lóðir fyrir Kaplaskjólsveg 61-65 og Kaplaskjólsveg 67-71. Einnig er spurt um mögulega lóðastækkun út í borgarland samkvæmt meðfylgjandi mynd. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. júlí 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
8.09 Rauðagerði 61, (fsp) bilastæði
Á fundi skipulagsstjóra 10. júlí 2009 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 9. júlí 2009 varðandi aukabílastæði á lóð nr. 61 við Rauðagerði skv. skissu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði vegna aukabílastæðis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 15. júlí 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
9.09 Ásvallagata 21, endurnýja byggingaleyfi nr 033899 uppr. 7.11.2006
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingaleyfi BN033899 dags. 7. nóv. 2006 um að gera þaksvalir og aðkomurými úr gleri til að komast uppá svalirnar á húsinu á lóðinni nr. 21 við Ásvallagötu. Einnig er sótt um leyfi fyrir áður gerðum breytingum innanhúss og endurnýjun á byggingarleyfi frá 25. ágúst 1998 vegna byggingar áhaldaskúrs, skv uppdr. Ragnars Birgissonar, dags. 16. nóvember 1997.
Málinu fylgir eignaskiptayfirlýsing til yfirferðar dags. 11. maí 2006 og afsal vegna séreignar í kjallara innfært 3. desember 1993.
Málinu fylgja einnig undirritaðir uppdrættir með samþykki eigenda Ásvallagötu 19 nema eiganda 01 0101 og 01 0201, allra eigenda Ásvallagötu 21, Blómvallagötu 10 og Blómvallagötu 10A.Stærð: Stækkun 2,2 ferm., 1,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 123 Tillagan var grenndarkynnt frá 5. júní til og með 6. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.09 >Bergstaðastræti 24B, viðbygging, kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að hækka veggi, gafla, byggja nýtt anddyri, setja kvist úr steinsteypu og hækka timburþak sbr. fsp.BN038508 á einbýlishúsi á lóð nr. 24B.
Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Samtals eftir stækkun. Gjald kr. 7.700 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 24, 25, 26 og 26b ásamt Bjargarstíg 6 og 12.
11.09 Brávallagata 8, þrennar svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja úr stáli svalir við austurhlið 1. 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 8 við Brávallagötu. Með umsókninni fylgir bréf dagsett 15.07.08 frá arkitekt þar sem óskað er eftir að málið verði grenndarkynnt. Einnig fylgir bréf eigenda Brávallagötu 10 dags. 5. ágúst 2008.Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Áslaug Sigurðardóttir og Pétur H. Stefánsson, dags. 15. júlí 2009.
Gjald kr. 6.800.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
12.09 Faxaskjól 26, viðbygging, kvistir og bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan úr steinsteypu, byggja við íbúðarhús til norðurs og einnig til suðurs og byggja tvo nýja kvisti og útbúa íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 26 við Faxaskjól. Grenndarkynning stóð frá 11. júní til og með 10. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: íbúar að Sörlaskjóli 17, Kristína Ragnarsdóttir, Finnbogi Pétursson, Ari Eldjárn og Linda Guðrún Karlsdóttir, dags. 9. júlí ásamt ítrekun á fyrri athugasemdum frá Ara Eldjárn og Lindu G. Karlsdóttur, dags., 16. júlí 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
13.09 Fjólugata 13, bílskúr, anddyri
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, til að byggja nýtt anddyri á norðurhlið, koma fyrir nýjum gluggum á austurhlið kjallara, grafa frá kjallara og síkka glugga á vesturhlið og til að breyta innra skipulagi og gluggagerð einbýlishússins nr. 13 við Fjólugötu.Tillagan var grenndarkynnt frá 11. júní til og með 10. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 19. maí 2009.Viðbygging: 18,3 ferm., 49,5 rúmm.Bílskúr: 38 ferm. 112,7 rúmm.Samtals stækkun: 56,3 ferm., 162,2 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 12.489
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
14.09 Laufásvegur 53-55, bílastæði við leikskóla
Á fundi skipulagsstjóra 10. júlí 2009 var lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 3. júlí 2009, ásamt erindi Ragnars Árnasonar frá 25. maí s.l. vegna bílastæða við leikskólann Laufásborg að Laufásvegi 53-55. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
15.09 Mjóstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa mótt. 25. júní varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 4 við Mjóstræti. Í breytingunni felst að byggja skúr á lóðinni samkvæmt uppdrætti dags. 22. júní 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2009. Athugasemdir bárust frá Gesti Ólafssyni dags. 9. júlí 2009.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
16.09 Skólavörðustígur 44, stækka glerskála á 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka sólstofu yfir alla útbyggingunna á suð-austur hlið hús á lóð nr. 44 við SkólavörðustígStækkun: 4.7 ferm. 11.1 rúmm
Gjald kr. 7.700 + 855
Frestað.
Vísað til skoðunar við vinnslu deiliskipulags Lokastígsreita.
17.09 Þorfinnsgata 14-16, (fsp) lóð fyrir dreifistöð
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. júlí 2009, um lóð fyrir dreifistöð við Þorfinnsgötu.
Verkefnisstjóra svæðisins falið að svara erindinu.
18.09 Ártúnsholt, svæði sunnan Seiðakvíslar
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs til skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júlí 2009, vegna umsóknar um lóð í Ártúnsholti við Seiðakvísl.
Kynna formanni skipulagsráðs.
19.09 Birtingakvísl 8, (fsp) bílskúr
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 16. júlí 2009 varðandi leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni nr. 8-22 við Birtingakvísl við austurgafl hússins nr. 8 við Birtingakvísl samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti T.ark teiknistofu dags. 16. júní 2009.
Neikvætt. Samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
20.09 Hábær 35, breyting á deiliskipulagi Árbæjar og Selás
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arko f.h. Tryggva Jóhannssonar, dags. 11. júní 2009, um breytingu á deiliskipulagi Árbæjar og Selás vegna lóðar nr. 35 við Hábæ skv. uppdrætti, dags. 11. júní 2009. Sótt er um breytingu á byggingarreit og byggingarmagni. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. júní til og með 16. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
21.09 Háteigsvegur 22, (fsp) þakhæð
Lögð fram fyrirspurn Vektors f.h. Júlíu Björgvinsdóttur, dags. 10. júlí 2009, um hvort rífa megi núverandi þakhæð og byggja nýja á húsi nr. 22 við Háteigsveg skv. skissum.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
22.09 Mávahlíð 38, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að gera þaksvalir á fjölbýlishúsinu nr. 38-40 á lóð nr. 38 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. og 29. júlí 2008.Gjald kr. 7.300 + 7.700. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. júní til og með 3. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
23.09 Mávahlíð 40, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að gera þaksvalir á fjölbýlishúsinu nr. 38-40 á lóð nr. 40 við Mávahlíð.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 25. og 29. júlí 2008.Gjald kr. 7.300 + 7.700
Tillagan var grenndarkynnt frá 4. júní til og með 3. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
24.09 Miðtún 21, endurnýjun á byggingaleyfi BN0035421
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN035421 samþ. 30. apríl 2007, sem felst í að byggja nýja rishæð, skyggni yfir útitröppur og fyrir minni háttar áður gerðum breytingum á innra skipulagi kjallara einbýlishússins á lóðinni nr. 21 við Miðtún. Einnig er sótt um að koma fyrir auka bílastæði á lóð. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. júní til og með 4. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elín Ástráðsdóttir fh. íbúa Miðtúni 36 dags. 12. júní 2009.
Stækkun: 46,2 ferm., 116,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 8.986
Vísað til skipulagsráðs.
25.09 Norðlingabraut 5, (fsp) mælistöð - mastur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir stöðuleyfi fyrir mælistöð til mælinga á brennisteinsvetni í lofti auk 10 metra masturs til veðurmælinga á lóð dælustöðvar OR nr. 5 við Norðlingabraut.
Meðfylgjandi er bréf frá OR dags. 1. júlí.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að veitt verði stöðuleyfi í eitt ár með vísan til gr. 71. í byggingarreglugerð. Ef ætlun er að staðsetja mælistöðina í lengri tíma, skal umsækjandi láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi i samræmi við umsóknina.
26.09 Þingás 26, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til suðurs úr staðsteypu, einangrað með 100 mm steinull að utan og klætt með álklæðningu við hús á lóð nr. 26 við Þingás.
Jákvæð fyrirspurn BN038101 dags. 22. apríl 2008 fylgir. Samþykki nágranna 24 og 28 fylgir á teikningu.
Stækkun: 23,8 ferm og XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.
Ekki er mælt með deiliskipulagsbreytingum á einstökum lóðum sem hafa áhrif á heildstætt útlit götureitsins.
27.09 Úthlíð 3, byggja stærri kvist
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvist á vesturhlið, koma fyrir kaminu, reykröri og gera inni breytingar á íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Úthlíð.
Erindinu fylgir bréf frá hönnuði dags. 6. júlí 2009 og samþykki meðeigenda dags. 1. júlí 2009.
Stækkun: risíbúð 9,1 ferm. 22,8 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.756
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
28.09 Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2009 þar sem gerðar eru athugasemdir við að erindi verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda
Vísað til afgreiðslu hjá verkefnisstjóra svæðisins.
29.09 Gufunesvegur 108950, (fsp) frístundahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að reisa bráðabirgða þjónustuhús sem verður úr stáli og er 647,2 ferm. að stærð. Einnig er spurt um heimild til að staðsetja færanlega skrifstofu á einni hæð, 80 ferm að stærð og koma fyrir bílastæðum innan byggingarreits á lóð með landnúmer 108950 við Gufunesveg.
Bréf frá hönnuði dags.6. júlí 2009.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
30.09 Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
Lagt fram minnisblað THG, dags. 16. júní 2009 ásamt uppdrætti, dags. 29. júní 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar við Fróðengi vegna Fróðengi 1-11 og Spangar 43 vegna bílastæða. Einnig lögð fram úttekt THG á bílastæðanotkun hjúkrunarheimila, dags. 9. des. 2008.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
31.09 Laugarnesvegur 39, (fsp) ósamþykkt íbúð
Lögð fram fyrirspurn Hjördísar Hilmarsdóttur f.h. dánarbús Hilmars Bjarnasonar, dags. 13. júlí 2009, vegna ósamþykktrar íbúðar að Laugarnesvegi 39.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
Framsent embætti byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
32.09 Tunguvegur 9, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja anddyri yfir útitröppur og til að stækka svalir á suðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 9 við Tunguveg.
Jafnframt er sótt um að fella áður samþykkt erindi, BN037827 samþ. 8. apríl 2008, inn í þessa samþykkt.
Stækkun: 6,8 ferm., 19,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 1.517
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Tunguvegi 7 og 11.
33.09 Kjalarnes, Hringvegur, framkvæmdaleyfi fyrir undirgöng við Grundarhverfi
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar, dags. 10. júlí 2009, um framkvæmdaleyfi til að gera undirgöng fyrir gangandi umferð undir Hringveg við Grundarhverfi, Kjalarnesi.
Vísað til skipulagsráðs.