Borgartún 18,
Borgartúnsreitir- Norður,
Nesvegur 67,
Stuðlasel 7,
Vesturhús 9,
Starmýri 2,
Stjörnugróf,
Bíldshöfði - Hlöllabátar,
Smiðshöfði 17, Stórhöfði,
Sævarhöfði 33,
Verslunarhúsnæði,
Kjalarnes, Sigtún,
Alþingisreitur,
Egilsgata 3,
Vesturgata 2,
Hádegismóar, búddahof,
Blikastaðavegur 2-8,
Hólmsheiði,
Hólmsheiði, jarðvegsfylling,
Kirkjuteigur 17,
Drápuhlíð 3,
Drápuhlíð 5,
Heiðarbær 17,
Skeggjagata 6,
Spöngin 3-5,
Landakot,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
232. fundur 2008
Ár 2008, föstudaginn 7. nóvember kl. 12:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 232. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn hjá skipulagsstjóra Borgartúni 12-14, 2. hæð Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Leifsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Örn Þór Helgason, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bragi Bergsson, Jóhannes S. Kjarval, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir og Margrét Þormar.
Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:
1.08 Borgartún 18, (fsp) fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Byr Sparisjóðs dags. 4. nóvember 2008 varðandi fjölgun bílastæða á lóðinni nr. 18 við Borgartún samkv. meðfylgjandi uppdrætti Óla Jóhanns Ásmundssonar dags. 1. nóvember 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
2.08 Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hornssteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Lagðar fram athugasemdir frá Miðkletti eignarhaldsfélagi ehf. eigenda Borgartúns 33 dags. 28. ágúst 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 31, dags. 16. september 2008, GP arkitektum f.h. eigenda Borgartúni 35, dags. 18. september 2008,. Á fundi skipulagsráðs 24. september 2008 var samþykkt að kynna tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu, Framkvæmda- og eignaráði og Umhverfis- og samgönguráði. Hagsmunaaðilakynningunni átti að ljúka þann 6. nóvember 2008.
Nú lagt fram bréf GP arkitekta dags. 4. nóvember og Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur hdl. fh. Miðkletts eignarhaldsfélags ehf. þar sem óskað er eftir að framlengja hagsmunaaðilakynninguna
Samþykkt að framlengja frest til að gera gera athugasemdir við hagsmunaaðilakynningu til 20. nóvember nk.
3.08 Nesvegur 67, (fsp) gera port á þakhæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. október 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera port á þakhæð, breyta þakformi og bæta við kvistum í fjölbýlishúsi á lóð nr. 67 við Nesveg. einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. nóvember 2008.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsstjóra þann 31. október sl. Rétt bókun er: Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, að teknu tilliti til þeirra breytinga sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
4.08 Stuðlasel 7, (fsp) nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. nóvember 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar hús við hlið tveggja hæða einbýlishúss á lóð nr. 7 við Stuðlasel. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
5.08 Vesturhús 9, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 3. nóvember 2008 varðandi leyfi til að byggja sólskála samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 31. október 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. nóvember 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
6.08 Starmýri 2, (fsp) 2A -afgreiðsla vegna vínveitingaleyfis, sjá fylgiskjal
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. nóvember 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að breyta atvinnuhúsnæði í litla hverfiskrá sem mun hýsa að hámarki 30 til 40 manns. á lóð nr. 2A við Starmýri.
Neikvætt. Samkvæmt málsmeðferðarreglum borgarráðs er óheimilt að samþykkja rekstur nýrra vínveitingastaða innan íbúðasvæða samkvæmt ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
7.08 Stjörnugróf, Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ferdinand Alfreðssonar dags. í júli 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Stjörnugróf. Í breytingunni felst að afmörkuð er lóð fyrir nýja dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. í júlí 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. október til og með 4. nóvember 2008. Athugasemdir bárust þann 3. nóvember frá 9 íbúum búsettum í Blesugróf 13-21.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Fossvogs.
8.08 Bíldshöfði - Hlöllabátar, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hlöðvers Sigurðssonar dags. 6. október 2008 vegna lóðar við Bíldshöfða fyrir staðsetningu Hlöllabáta.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra Höfðahverfis.
9.08 Smiðshöfði 17, Stórhöfði, breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram umsókn Plúsarkitekta, dags. 17. okt. 2008 ásamt uppdrætti, dags. s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar á lóð nr. 17 við Smiðshöfða. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. október 2008. Á fundinum var erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdráttum mótt. 7. nóvember 2008.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Stórhöfða 15 og 19 ásamt Smiðshöfða 4, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
10.08 Sævarhöfði 33, aðstaða fyrir steypustöð
Lögð fram umsókn Steypustöðvarinnar Borgar um aðstöðu á lóð Björgunar að Sævarhöfða 33 samkv. meðf. uppdrætti Arkís dags. 15. október 2008. Einnig lagt fram bréf Björgunar dags. 17. október 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.
11.08 Verslunarhúsnæði, Úttekt á auðu verslunarhúsnæði
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram til umsagnar erindi frá Framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur dags. 15. október 2008 varðandi úttekt á auðu verslunarhúsnæði í Reykjavík. Erindinu var vísað til umsagnar hjá aðalskipulagsteymi skipulagsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008
Vísað til skipulagsráðs.
12.08 Kjalarnes, Sigtún, skipting lóðar
Lögð fram umsókn Valgeirs Geirssonar, dags. 5. nóvember 2008, varðandi skiptingu lóðarinnar Sigtún við Brautarholtsveg á Kjalarnesi samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 20. júní 2008.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra Kjalarness.
13.08 Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram umsókn Alþingis dags. 22. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að færa götuhlið nýbyggingar Kirkjustrætis 6 út í sömu línu og eldri hús. Einnig er sótt um að rýmka byggingarreit fyrir göngubrú samkv. meðfylgjandi teikningum Batterísins dags. 22. október 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.
14.08 Egilsgata 3, (fsp) breyting a deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits
Lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Domus Medica dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilssgötu. Í breytingunni felst að byggð er þriggja hæða viðbygging norð-vestan við núverandi hús Dómus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 4. nóvember 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.
15.08 Vesturgata 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi Grófarinnar
Lögð fram fyrirspurn Bryn ehf dags. 5. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að byggja stigahús við suðurhlið hússins og setja kvist á 3. hæð samkv. meðfylgjandi uppdrætti GP arkitekta dags. 29. október 2008 og umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 16. júlí 2005.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar.
16.08 Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Að lokinni auglýsingu er lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa. Tillagan gerir ráð fyrir að ný lóð verði afmörkuð fyrir Búddistahof. Við það lengist deiliskipulagssvæði til suðurs og austurs. Byggingar eru þrjár, hof, samkomu, og fyrirlestrarsalir og stúpa (strýta) ásamt 12 bílastæðum. Byggingarmagn er samtals 600 m². Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá: Sæmundi Eiríkssyni, f.h. reiðveganefndar Harðar, dags. 14. október 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
17.08 Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Í breytingunni felst að breyta skilmálum deiliskipulagsins.
Vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
18.08 Hólmsheiði, sprengiefnageymslur
Lagt fram að nýju bréf Vinnueftirlitsins, dags. 27.11.02, varðandi sprengiefnageymslur á Hólmsheiði. Einnig lagt fram bréf Ólafs Gíslasonar & Co. hf, dags. 04.12.02 og greinargerð Friðriks G. Gunnarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, dags. 01.12.06. Einnig er lögð fram umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 28. október 2008 og skýrsla Línuhönnunar Áhættugreingin Risk analysis dags. 18. janúar 2008, breytt 16. október 2008.
Vísað til meðferðar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
19.08 Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagður fram uppdráttur Landmótunar, dags. 22. október 2008, að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg. Samhljóða deiliskipulag hafði verið fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
20.08 Kirkjuteigur 17, reyndarteikningar
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. október 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta kvistum og fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi og áður gerðri stækkun anddyris og bílskúrs vegna gerðar eignaskiptasamnings í tvíbýlishúsinu á lóð nr. 17 við Kirkjuteig. Erindi fylgir fsp. BN031835 dags 2. júlí 2005, virðingargjörð dags. 1. maí 1943 og íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 8. júli 2005 og 7. febrúar 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra Teigahverfis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 7. nóvember 2008.
Stækkun húss: xx ferm., xx rúmm.Stækkun bílskúrs: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
21.08 Drápuhlíð 3, stækka svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. með sömu efnisnotkun og útfærslu og núverandi svalir á suðurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Drápuhlíð.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurum, bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum eigenda húseigna á lóðum nr. 3-5 Drápuhlíð.Gjald kr. 7.300
Erindið var grenndarkynnt frá 2. október til og með 30. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
22.08 Drápuhlíð 5, stækka svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir á suðurhlið húss, úr 2,2 ferm. í 4,2 ferm. Nýju svalirnar hafa hafa sama útfærslu og efnisnotkun og gömlu svalirnar í fjölbýlishúsið á lóð nr. 5 við Drápuhlíð. Erindið var grenndarkynnt frá 2 október til og með 30. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Bréf frá Byggingarfulltrúa stílað 06.07.2004 og 06.09.2005 efni: Svar við fyrirspurum Bæði bréfin jákvæð. Bréf stílað 07.05.2006 með undirskriftum með eigendum húseigna á lóðum Drápuhlíð 3 og 5.Gjald kr. 7.300
Erindið var grenndarkynnt frá 2 október til og með 30. október 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
23.08 Heiðarbær 17, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. nóvember 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa timburviðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu á sama stað sem hýsa myndi bílgeymslu og svefnherbergi einbýlishússins á lóð nr. 17 við Heiðarbæ. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnaði, þó með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
24.08 Skeggjagata 6, reyndarteikningar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. nóvember 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningu vegna nýs eignaskiptasamnings í fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Skeggjagötu.
Stækkun: 3,8 ferm. og 10,5 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 767
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
25.08 >Spöngin 3-5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta f.h. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Spöngina. Tillagan var auglýst frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2007 og bárust athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Steinn Sigurðsson Dísaborgum 3, dags. 28. ágúst 2007, Emil Kristjánsson Smárarima 6, dags. 29. ágúst 2007, Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 29. ágúst 2007 og hverfisráð Grafarvogs, dags. 31. ágúst 2007. Einnig er lagt fram bréf hverfisráðs Grafarvogs dags. 21. febrúar 2008 og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 5. mars 2008, um skilmála deiliskipulags vegna umferðarhávaða. Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta dags. 9. september 2008. Tillagan var auglýst frá 24. september til og með 4. nóvember 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
26.08 Landakot, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008 vegna byggingarreits fyrir opið Maríugerði. Maríugerði er opið hringlaga svæði sem fellt verður niður fyrir jarðvegsyfirborð um tvö þrep og gert úr steinsteyptum súlum og bogum að austan, norðan og vestan en syðri hluti verður hlaðinn úr náttúrusteini utan á steinsteypta hvelfingu. Gerðið er að mestu opið til himins og lýst upp með mildri raflýsingu. Tillagan var auglýst frá19. september 2008 til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá Stefáni Stefánssyni, dags. 30.október 2008.
Vísað til skipulagsráðs.