Árbæjarkirkja, Bryggjuhverfi, Starengi 82, Hnjúkasel 9, Heiðarás 13, Stórhöfði 34-40, Vesturberg 175, Bröndukvísl 18, Lambhagavegur 2-4, Vesturbrún 16, Úlfarsbraut 114, Asparfell 2-12, Laufásvegur 19, Laugavegur 4-6, Laugavegur 178, Þingholtsstræti 29A, Bæjarháls, Kleifarsel 18, Stuðlasel 35, Baldursgata 39, Bræðraborgarstígur 21B, Bræðraborgarstígur 24A, Nýlendugata 24c, Óðinsgata 5, Snorrabraut 60, Grettisgata 79, Sætún 1, Suðurlandsbraut 8 og 10, Suður Mjódd, Borgartún - Skúlatún, Borgartún - Skúlatún,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

223. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 5. september kl. 10:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 223. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 10-12, 2 hæð (Stardal) Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Guðfinna Ó. Erlingsdóttir, Gunnhildur S. Gunnarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Örn Þ. Halldórsson, og Haraldur Sigurðsson. Ritari var Harri Ormarsson .
Þetta gerðist:


1.08 Árbæjarkirkja, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn VA arkitekta dags. 13. júní 2008 fh. Árbæjarkirkju varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju. Í breytingunni felst aukið byggingarmagn, stækkun á lóð kirkjunnar, og færsla almenningsstígs samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 12. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 2. júlí til og með 13. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Kristjáni Má Unnarssyni og Þorgerði Sigurðardóttur Hábæ 44 dags. 1. ágúst 2008, Guðrúnu Gunnarsdóttur Hábæ 41 og Steinunni Jónsdóttur Hábæ 39 dags. 12. ágúst 2008 og 6. íbúum við Hábæ dags. 7. ágúst 2008, Ómari Guðmundsyni og Ingu G. Birgissyni Hábæ 33 dags. 12. ágúst 2008 . Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.05.september 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

2.08 Bryggjuhverfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar til vesturs
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram fyrirspurn Björgunar ehf., dags. 30. maí 2008 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna stækkunar svæðisins til vesturs. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði vegna umferðarmála á svæðinu. Einnig var tillögunni vísað til umsagnar Menntasviðs vegna skóla- og leikskólamála vegna mögulegrar fjölgunar íbúða í hverfinu. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008 og umsögn mennta og leikskólasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. ágúst 2008.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra Grafarvogs hjá skipulagsstjóra.

3.08 Starengi 82, [fsp] afnot af grasflötum
Á fundi skipulagsstjóra dags. 29. ágúst var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að ,,taka í fóstur" grasflatir sem liggja að lóðamörkum einbýlishúsanna á lóðum nr. 82 og 106 við Starengi. Erindinu var vísað til umsagnar hjá austurteymi. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.
Neikvætt. Með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

4.08 Hnjúkasel 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er að nýju lagt fram erindi Ragnhildar Ingólfsdóttur f.h. Þórarins Finnbogasonar og Mörtu Gunndórsdóttur dags. 24. júlí 2008. Erindið felst í breytingu og stækkun á byggingareit vegna viðbyggingar skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 16. júlí 2008. Engar athugasemdir bárust
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

5.08 Heiðarás 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju tillaga Guðmundar Möller dags. 11. júlí að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina númer 13 við Heiðarás. Breytingin felst í því að stækka byggingarreit þar sem fyrirhugað er að byggja útigeymslu með svölum á þaki og léttum stiga niður í garð.
Grenndarkynning stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Athugasemdir bárust frá : Ingu B. Arthur og Gunnari R Oddgerissyni Heiðarási 11 dags. 30. ágúst,
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

6.08 Stórhöfði 34-40, stöðuleyfi f. tjaldskemmu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu, tímabundið í 24 mánuði, á lóðinni nr. 34-40 við Stórhöfða.
Skemman er klædd grænum PVC dúk á stálgrind.
Stærðir: 675 ferm.
Einnig lagður fram uppdráttur dags. 19. ágúst 2008 þar sem fram kemur tímalengd á staðsetningu.
Ekki gerð athugasemd við erindið.

7.08 Vesturberg 175, (fsp) garðhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fáist fyrir áður gerðum (1976-1977) garðskúr og fyrir þegar hafinni stækkun á sama skúr. Erindinu fylgir bréf frá eiganda þar sem í er að finna byggingarlýsingu á skúrbyggingunni ásamt afsökunarbeiðni.
Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt teikningum af garðhúsinu dags. 31. ágúst.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

8.08 ">Bröndukvísl 18, bílastæði
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá framkvæmdasviði dags. 31. maí 2006 þar sem lagt er til að fækka bílastæðum um minnst 2-3 fyrir utan svefnherbergisgluggan á Bröndukvísl 18 með vísan í bréf Önnu Dóru Helgadóttur dags. 18. apríl 2006.
Meðfylgjandi eru uppdrættir Björns Inga Edvardssonar og Björns Axelssonar dags. 25. júlí 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór Már og María Margeirsdóttir Bröndukvísl 21 og Jóhann Margeirsson, Kristrún Helgadóttir og Lillí Jóhannsdóttir Bröndukvísl 22 dags. 19. ágúst 2008, Einar Ólafsson og Emilía Guðrún Jónsdóttir Bröndukvísl 20 dags. 26. ágúst 2008, Guðrúnu Björnsdóttur og Örnólfi Sveinssyni Bröndukvísl 1 mótt. 3. sept, Örn Árnason Bröndukvísl 9 dags. 3. september 2008, Erna Árnadóttir Bröndukvísl 7 dags. 4. september 2008 og Jón Gunnarsson Bröndukvísl 5 dags. 3. september 2008.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

9.08 Lambhagavegur 2-4, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Lambhagavegar Fasteignafélags dags. 28. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að gera nýja að komu að lóðinni frá fyrirhuguðum vegi sunnan megin við lóðina, þ.e. vegi sem fyrirhugað er að tengist brú yfir Vesturlandsveginn. Aðrir skilmálar verða áfram í gildi. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 12. ágúst 2008.
Neikvætt. ekki er hægt að fallast á nýja aðkomu að lóð frá tengibraut.

10.08 Vesturbrún 16, nýbygging - bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta teikningum af útliti bílskúrs sem var samþykktur þann 10.09 1970 á lóð nr. 16 við Vesturbrún.
Stærð: 30,4 ferm., 100 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 7.300
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Vesturbrún 14 og Kleifarvegi 13 og 15.

11.08 Úlfarsbraut 114, fjölbýlishús með 9 íbúðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm hæða fjölbýlishús með lyftu og með 9 íbúðum og bílgeymslu með 9 bílastæðum á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut.. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. september 2008.
Stærðir: 1.hæð bílgeymsla 204,5 ferm, íbúðageymslur og sameign 183,3 ferm.
2.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
3.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
4.hæð íbúðarhæð 351,4 ferm.
5.hæð íbúðarhæð 44,0 ferm.
Samtals: 1.486,0 ferm. og 4.933,7 rúmm.
Gjöld kr. 7.300 + 306.160
Samræmist ekki deiliskipulagi sbr. umsögn skipulagstjóra dags. 4. september 2008.

12.08 Asparfell 2-12, (2-6) fjölga bílstæðum
Á fundi skipulagsstjóra dags. 29. ágúst var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að fjölga bílastæðum um 44 stæði við fjölbýlishús við Æsufell 2-6 á lóð nr. 2-12 við Asparfell
Gjald kr. 7.300
Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá austurteymi. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2008.
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 4. september 2008.


13.08 Laufásvegur 19, innri-br. svalir, sorptunna
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir minni háttar breytingum á innra skipulagi, að koma fyrir svölum á austurhlið og til að koma fyrir sorptunnum til bráðabirgða við inngang íbúðar- og atvinnuhússins á lóð nr. 19 við Laufásveg.
Erindi fylgir samþykki eigenda dags. 21.7. 2008.
Sömuleiðis samþykkt skipulagsráðs og byggingarfulltrúa fyrir tímabundinni staðsetningu sorpíláta úti á gangstétt.
Gjald kr. 7.300
Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Engar athugasemdir bárust
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

14.08 Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er nú lagt fram að nýju tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegs 4 og 6. dags. 20. júní 2008. Grenndarkynningin stóð frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Haukur Geir Garðarsson fh. Laugavegar ehf dags. 28. ágúst.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

15.08 Laugavegur 178, bílageymsla
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu neðanjarðar á lóðinni Laugavegur 178. Bílastæði inni 34 úti 115 samtals bílastæði á lóð 149.
Meðfylgandi er samkomulag eigenda dags. 27. júní 2008. Stærðir. 794,2 ferm; 2.382,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 173.929
Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Ingi Már Helgason fh. Lx-fasteigna dags. 26. ágúst 2008, Ottó Eðvarðsson fh. Reykjafells hf dags. 29. ágúst 2008, Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.
Einnig lagt fram bréf frá Jóni Guðna Óskarssyni fh. OR dags. 28. ágúst þar sem vakin er athygli á kvöðum um lagnir á mæliblaði 1.252.1

Vísað til skipulagsráðs með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 5. september 2008.

16.08 Þingholtsstræti 29A, innri breytingar, gluggar - hurðir, bílskúr og lóð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til minniháttar breytinga inni í eldra húsinu auk breytinga á gluggum og dyraopum til austurs að garði og ennfremur um leyfi fyrir byggingu bílskúrs með aðkeyrslu að Grundarstíg með baðaðstöðu, geymslum og tæknirými í kjallara og stigatengingu við 1. hæð í einbýlishúsinu Esjubergi á lóð nr. 29 A við Þingholtsstræti.
Meðfylgjandi er bréf frá hönnuðum dags. 22.7.2008. Samþykki flestra nágranna á Þingholtsstræti 29 og á Grundarstíg 12. Sömuleiðis bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 19.6.2008 og Minjasafni Reykjavíkur dags. 26.6.2008.
Stærðir fyrir stækkun 467,7 ferm., 1564 rúmm.
Stækkun íbúð 203,4 ferm., bílskúr 41,4 ferm.
Samtals stækkun 244,8 ferm., 1000,3 rúmm.
Samtals eftir stækkun 712,5 ferm., 2564,3 rúmm.
Gjald kr. 7,300 + 73,022
Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

17.08 Bæjarháls, hljóðmön
Á fundi skipulagsstjóra dags. 29. ágúst var lagður fram tölvupóstur dags. 21. ágúst 2008 Gunnars S.I. Sigurðsson óskar eftir gerð hljóðmanar við Bæjarháls vegna aukinnar umferðar. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagstjóra dags. 5. september 2008.
Framsent umferðar- og samgöngusviði til úrvinnslu skv. umsögn skipulagsstjóra.

18.08 Kleifarsel 18, Breyting inni og úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta verslunarrými á 1. hæð í frístundaheimili og sérskóla og íbúðum á 2. hæð í tónlistarskóla í húsi á lóð nr. 18 við Kleifarsel.
Gjald kr. 7.300
Ekki gerð athugasemd við erindið.

19.08 Stuðlasel 35, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við steinsteypt einbýlishús á lóð nr. 35 við Stuðlasel.
Meðfylgjandi á teikningu er samþykki eiganda Stuðlasels 33
Stærðir: Stækkun 20,3 ferm., 72,6 rúmm.
Samtals eftir stækkun 212,7 ferm., 809,8 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 5.300
Samræmist deiliskipulagi.

20.08 Baldursgata 39, hótelíbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er nú lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þ. 10. júní 2008. Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og innrétta átta hótelíbúðir í íbúðarhúsinu á lóð nr. 39 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2008. Nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum dags. 17. júlí 2008 sem sýna skuggamyndun fyrir og eftir breytingu.
Grenndarkynningin stóð frá 1. ágúst til og með 1. september. Athugasemdir bárust frá: Kristínu Guðbjartsdóttur , Baldursgötu 37 dags. 20. ágúst, Árna Þór Árnasyni Skólavörðustíg 28 dags. 30. ágúst, Ingigerði Bjarnadóttur Lokastíg 10 dags. 31. ágúst, Jóni Erni Guðmundssyni og Eddu Vikar Guðmundsdóttur Skólavörðustíg 30 dags. 1. september, Birgi Bjarnasyni Lokastíg 10 dags. 2. september, Lísbet Sveinsdóttur og Hjördísi Einarsdóttur Skólavörðustíg 28 dags. 1.september,
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

21.08 Bræðraborgarstígur 21B, viðbygging, breyting inni
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á vesturgafli og gera herbergi þar á 2. hæð, bæta við svölum á 2. hæð á suðurhlið auk minni háttar breytinga á fyrirkomulagi innanhúss í tvílyfta einbýlishúsinu á steypta sökklinum frá 1916 á lóð nr. 21B við Bræðraborgarstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 10. júlí 2008 fylgir erindinu.Stærðir: Eftir stækkun 221,7 ferm., 697,5 rúmm.
Stækkun 65,8 rúmm.Gjald kr. 7.300 + 4.803
Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Einnig er lagt fram bréf frá Maríu Þorsteinsdóttur Bræðraborgarstíg 21 dags. 6. ágúst 2008 þar sem hún gerir engar athugasemdir við erindið.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

22.08 Bræðraborgarstígur 24A, kvistur, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á suðausturþekju og byggja svalir á suðvesturgafl íbúðarhússins nr. 24A við Bræðraborgarstíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 30. maí 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra frá 15. maí 2008 fylgja erindinu.
Sömuleiðis samþykki meðeiganda.
Stækkun: 20,7 ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + 7.300 + xx
Grenndarkynningin stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka um embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

23.08 Nýlendugata 24c, breyting á deiliskipulagi Nýlendureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 12. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðar nr. 24c við Nýlendugötu. Grenndarkynning stendur yfir frá 20. júní til 18. júlí 2008. Lagt fram bréf Kristins Ólafssonar hrl. dags. 11. júlí 2008 fh. eigenda að Nýlendugötu 24b þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur. Frestur til að gera athugasemdir framlengdur til 1. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni Brunnstíg 5, dags. 20. júní 2008, Hörpu Þórsdóttur og Lindu Hrönn Kristjánsdóttur dags. 31. júlí, eigendur að Nýlendugötu 24A/B dags. 31. júlí 2008.
Erindinu var vísað til umsagnar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 5. september 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

24.08 Óðinsgata 5, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Guðjóns Bjarnasonar dags. 18. ágúst 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Óðinsgötu. Í breytingunni felst niðurrif eldra húss og nýbygging í þess stað, gert er ráð fyrir barnagarði á lóðinni og tillaga að nýju Óðinstorgi samkv. uppdráttum ARKÍS dags. 22. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25.08 Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu var lögð fram að nýju umsókn dags. 9. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að kvöð um gönguumferð á lóðarmörkum Snorrabrautar 60 og Egilsgötu 3 verði færð á lóð Egilsgötu 3. Einnig er sótt um fjölgun bílastæða og að innkeyrsla í bílakjallara verði á lóð Snorrabrautar 60. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 25. júní 2008. Grenndarkynningin stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Gauti Jónsson fh. húsfélgas Domus Medica dags. 29. ágúst.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

26.08 Grettisgata 79, (fsp) kvistur, stækka þakíbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2.september 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvist á suðurhlið og breyta innra skipulagi risíbúðar fjölbýlishússins á lóð nr. 79 við Grettisgötu.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

27.08 Sætún 1, veltiskilti á lóð
Lögð fram umsókn Húsfélagsins á Sætúni 1 dags. 29. ágúst þar sem sótt er um leyfi fyrir veltiskilti á norðvesturhluta lóðarinna að Sætúni 1. Gert er ráð fyrir að á skiltaflötum sem vísa í þrjár áttir verði birtar auglýsingar sem tengjast starfsemi á lóð ásamt almennum auglýsingum. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 29. ágúst 2008.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra.

28.08 Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10.
Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 þar sem hann dregur erindi til baka.
Lögð fram ný tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008.

Kynna formanni skipulagsráðs.

29.08 Suður Mjódd, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. febrúar 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Suður- Mjóddar. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun og aukningu á byggingarmagni. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.

30.08 Borgartún - Skúlatún, Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. september 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfðuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aukins byggingarmagns við Borgartún
Vísað til skipulagsráðs.

31.08 Borgartún - Skúlatún, Drög að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aukins byggingarmagns við Borgartún
Vísað til skipulagsráðs.