Baldursgata 39,
Boðagrandi 9,
Borgartún 8-16,
Borgartún 8-16,
Flókagata 69,
Garðastræti 15, Unuhús,
Grófartorg,
Laufásvegur 73,
Laugavegur 84,
Lokastígur 28,
Miðtún 52,
Njálsgata 17,
Ránargata 11,
Vatnsstígur 15,
Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21,
Bústaðavegur 61og 69,
Efstasund 90,
Dugguvogur 3,
Kjalarnes, Esjumelur 2,
Kjalarnes, Fólkvangur,
Lóðarumsókn Blindrafélagsins,
Kleifarvegur, bílgeymslulóð,
Kjalarnes, Brautarholt,
Spöngin 3-5,
Sævarland 2-20,
Úlfarsbraut 6-8,
Úlfarsárdalur, bensínstöð,
Vættaborgir 63-65,
Kvistaland 10-16,
Reynisvatnsvegur,
Hellisheiðaræð,
Vatnsveituvegur,
Vesturlandsvegur, Hallar,
Sorpa,
Naustareitur-Vesturhluti,
Sléttuvegur,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
197. fundur 2008
Ár 2008, föstudaginn 25. janúar kl. 10:50, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 197. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Þórarinn Þórarinsson, Margré Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Bragi Bergsson, Bergljót Einarsdóttir og Björn Axelsson
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.08 Baldursgata 39, (fsp) stækkun húss
Á fundi skipulagsstjóra 11. janúar 2008 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. Hásteina ehf., dags. 8. jan. 2008, um uppbyggingu á lóð nr. 39 við Baldursgötu skv. uppdr., dags. jan. 2008. Tillagan er fólgin í að gera upp hornhúsið með því að hækka það um 1 hæð og gerð viðbyggingar milli Lokastígs 11 og Baldursgötu 39. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
2.08 Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmdasviðs dags. 24.janúar 2008 og uppdrættir dags. 24. janúar vegna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Boðagranda. Í breytingunni felst sameining leikskólalóðar og aðliggjandi genndarvallar.
Vísað til skipulagsráðs.
3.08 Borgartún 8-16, viðbygging við turn H1
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram að erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem sótt er um að byggja glerskála nefndan G1 á teikningu með burðarvirki úr stáli byggðan ofan á efstu plötu bílakjallara og er tengdur byggingum H1 og B1og nær upp 3 hæðir á lóðinni nefnda Höfðatorg sem er lóð nr. 8-16 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags 22. janúar 2008
Meðfylgandi er endurskoðuð brunahönnun dags. 8. janúar 2008
Stærðir Glerskála: 390,0 ferm. 4503,0 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 328.719
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Hæð glerskála samræmist ekki deiliskipulagi.
4.08 Borgartún 8-16, 5.áfangi - bygging H2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 9 hæða skrifstofubygginga með gler tengibyggingu upp að H1 sem er 19 hæða skrifstofubyggingu, auk 3. þriggja hæða niður frá jarðhæð þar er m.a. fjögurra sala kvikmyndahús með tilheyrandi tæknirýmum byggingin er nefnd H2 á teikningum og er 5. áfangi í Höfðatorgi sem er á lóð nr. 8-16 við Borgartún. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. janúar 2008.
Meðfylgandi er Br....... dags. xxxxxx
Stærðir: -3 hæð xxx ferm., xx rúmm., -2 hæð xx ferm., xx rúmm., -1 hæð xx ferm. xx rúmm., 0 hæð xx ferm., xx rúmm. 1. hæð xx ferm. xx rúmm. 2. hæð xx ferm., xx rúmm. 3. hæð xx ferm., xx rúmm., 4. hæð xx ferm., xx rúmm., 5. hæð xx ferm., xx rúmm. 6. hæð xxferm., xx rúmm., 7. hæð xx ferm., xx rúmm., 8. hæð xx ferm., xx rúmm., 9. hæð xx ferm., xx rúmm. Samtals xx ferm xxx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Samræmist ekki deiliskipulagi.
5.08 Flókagata 69, (fsp) kvistir
Á fundi skipulagstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem spurt er hvort stækka megi kvisti, fjölga þeim og bæta við svölum á fjölbýlishúsi nr. 69 við Flókagötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við byggingu kvista með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
6.08 Garðastræti 15, Unuhús, friðun
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R08010074, dags. 15. janúar 2008 ásamt erindi Gests Ólafssonar, mótt. 9. s.m., varðandi tillögu um friðun Unuhúss, Garðastræti 15. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
7.08 Grófartorg, samráð við Menningar- og ferðamálasvið
Lagt fram bréf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 10. janúar 2008, varðandi samráð við stjórnendur á Menningar- og ferðamálasviði um umhverfi Grófartorgs og vesturenda Tryggvagötu.
Vísað til skipulagsráðs.
8.08 Laufásvegur 73, stækka bílskúr, jarðhýsi, anddyri o.fl.
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg. Gjald kr. 6.800 + xxxx.
Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umsagnar hjá embætti Forseta Íslands með vísan til fyrri afgreiðslu í málinu,
9.08 Laugavegur 84, (fsp) st. á 1. hæð, svalir
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem spurt er hvort stækka megi 1. hæð, setja nýjan stiga milli 1. og 2. hæðar, breyta íbúðum á 2. og 3. hæð í tvær á hvorri hæð, breyta íbúð á 4. hæð og setja nýjar svalir á 3. og 4. hæð. Færa sorptunnur. Erindinu var vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrispyrjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eign kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt. Samþykki lóðarhafa að Laugavegi 82 þarf að liggja fyrir þegar tillagan er lögð fram.
10.08 Lokastígur 28, br. 2.hæð í kaffihús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. desember 2007 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð og fjölskylduherbergi í risi hússins á lóðinni nr. 28 við Lokastíg. Grenndarkynning stóð frá 12. des. 2007 til 14. jan. 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björn Jónsson og Þyrí Hafsteinsdóttir Lokastíg 25, dags. 3. jan. 2008, Birgir Björnsson og Sigríður D. Sigtryggsdóttir Lokastíg 28a, dags. 10. jan. 2008, Sigríður Karlsdóttir og Erlendur Kristjánsson Lokastíg 25, dags. 13. janúar, Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson Lokastíg 28, dags. 14. janúar, 5 íbúar að Lokastíg 26, 28a og Njarðargötu 61, dags. 11. janúar 2008.
Málinu fylgir bréf eigenda dags. 27. nóvember 2007, umboð meðlóðarhafa dags 19. janúar 2006 og umsögn Vinnueftirlitsins dags. 11. ágúst 2006.
Gjald kr. 6.800
Vísað til skipulagsráðs.
11.08 Miðtún 52, (fsp) kvistur - hækka mæni
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem spurt er hvort setja megi kvisti á og hækka örlítið þak á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 52 við Miðtún. Erindinu var vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
12.08 Njálsgata 17, (fsp) stækka hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka hús skv. meðfylgjandi skissum af einbýlishúsinu á lóðinni nr. 17 við Njálsgötu.
Neikvætt. Fyrirspyrjendum er bent á uppbyggingarheimildir í samræmi við gildandi deiliskipulag.
13.08 Ránargata 11, stækkun geymslu í bakhúsi
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka geymslubyggingu úr steinsteypu á baklóð hússins nr. 11 við Ránargötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008.
Núverandi bakhús 14,5 ferm., stækkun 30,2 ferm., samtals 44,7 ferm., 133,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 9.775. mínus núverandi bygging.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
14.08 Vatnsstígur 15, þakskáli
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þakskála úr timbri og stáli, með klæðningu eins og núverandi bygging og rífa núverandi þakhýsi á þakgarði við íbúð 0302 á lóð nr. 15 við Vatnsstíg (Skúlagata 12). Erindinu var vísað til umfjöllunar vesturteymis arkitekta og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra.
Þakskáli eftir stækkun 37,9 ferm. og 104,0 rúmm. Stækkun 32,6 ferm. og 88 rúmm., niðurrif 5,3 ferm. og 16 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 6.424
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
15.08 Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss. Lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. september 2006. Ennfremur bréf Lex lögmannsstofu, dags. 5. desember 2007.
Kynna formanni skipulagsráðs.
16.08 Bústaðavegur 61og 69, (fsp) sólskáli
Lögð fram fyrirspurn Arilíusar Sigurðssonar og Ingibjargar Þorsteinsdóttur, dags.21. janúar 2008, varðandi sólskýli og svalir.
Ekki eru gerðar athugasemdir við uppbyggingu sólskýla og svala. Vísað er til heimilda í deiliskipulagi Bústaðahverfis.
17.08 Efstasund 90, (fsp.) kvistir og gluggar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja þrjá kvista og einn þakglugga samkv. meðfylgandi skissu á lóðinni nr. 90 við Efstasund.
Ekki eru gerðar athugasemdir við uppbyggingu á lóðinni innan þeirra heimilda sem fram koma í deiliskipulagi Sunda.
18.08 Dugguvogur 3, atvinnuhúsnæði í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2007 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir og þakglugga og breyta atvinnuhúsnæði í íbúð og vinnustofu á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Dugguvog.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kænuvogi 5.
19.08 Kjalarnes, Esjumelur 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Bygg Ben ehf. dgs. 23. janúar 2008 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Esjumelur 2 á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að lóðin falli undir almenna skilmála er varðar hæðartakmörkun.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
20.08 Kjalarnes, Fólkvangur, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 21. janúar 2008, varðandi félagsheimilið Fólkvang á Kjalarnesi. Óskað er eftir að gerð verði tillaga að afmörkun lóðar.
Vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra, til stækkunar á deiliskipulagi lóðar dælustöðvar OR á Kjalarnesi.
21.08 Lóðarumsókn Blindrafélagsins, þjónustumiðstöð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R07120062, dags. 15. janúar 2008 ásamt umsókn Blindrafélagsins frá 8. s.m. um lóð undir nýja þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs og Skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
22.08 Kleifarvegur, bílgeymslulóð, breyting á deiliskipulagi bílgeymslulóðar fyrir Laugarásveg
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Plúsarkitekta f.h. Karls Steingrímssonar, dags. 13. desember 2007, um breytingu á deiliskipulagi bílageymslulóðar fyrir Laugarásveg 27-37 skv. uppdrætti, dags. 13. desember 2007. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar og bílastæða innan hennar. Grenndarkynning stóð yfir frá 18. des. 2007 til 22. janúar 2008. Athugasemd bárust frá eigendum hússins að Laugarásvegi 37, dags. 13. janúar 2008, Aðalbirni Jóakimssyni Laugarásveg 31, dags. 21. janúar 2008 og Þórhildi Sandholt Laugarásvegi 33, dags. 21. janúar 2008.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 5. febrúar nk.
23.08 Kjalarnes, Brautarholt, lóðarstærðir
Lagt fram bréf Logos, dags. 17. janúar 2008 ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir að farið verði yfir og staðfest eða leiðrétt lóðarstærðir skv. forskráðum landnúmerum á stofnskjöl frá 2006 fyrir Brautarholt VIIA+B og VIA.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
24.08 Spöngin 3-5, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta fh. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar fyrir íbúðabyggð á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina. Tillagan var auglýst frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2007 einnig lagðar fram athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Steinn Sigurðsson Dísaborgum 3, dags. 28. ágúst 2007, Emil Kristjánsson Smárarima 6, dags. 29. ágúst 2007, Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 29. ágúst 2007 og hverfisráð Grafarvogs, dags. 31. ágúst 2007 (var rangt bókað sem athugasemd Íbúasamtaka Grafarvogs á fundi skipulagsráðs 19. september 2007) Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 30. október 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
25.08 Sævarland 2-20, gluggi á gafl og breyta gluggum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að setja þrjá glugga á gafl og breyta glugga á suðurhlið á húsi nr. 20 við Sævarland.
Gjald kr. 7.300
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi, auk þess sem samþykki meðlóðarhafa liggur ekki fyrir.
26.08 Úlfarsbraut 6-8, (fsp)parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að fara út fyrir byggingareit og byggja skv. meðfylgjandi skissum parhús á lóðinni nr. 6-8 við Úlfarsbraut.
Neikvætt. Lóðarhafi skal halda sig við byggingarheimildir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Hluti af grunnfleti hússins er utan byggingarreits auk þess sem hæð húss fer 20 cm. yfir leyfilega hámarkshæð. húss.
27.08 Úlfarsárdalur, bensínstöð, lóðarumsókn Olís
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R08010115, dags. 18. janúar 2008 ásamt umsókn Olís, frá 16. s.m. um lóð fyrir bensínafgreiðslu í Úlfarsárdal. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til skipulags- og byggingarsviðs og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
29.08 Vættaborgir 63-65, (fsp)Byggja yfir svalir á nr. 63
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að bygga glerskála ofan á þak bílgeymslu ásamt gróðurskála úti garð tengdan húsi á parhúsalóð samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu ásamt skissum af framkvæmdinni á lóð nr. 63 við Vættaborgir. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
30.08 Kvistaland 10-16, nr. 12, stækkun byggingarreits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn PK-arkitekta f.h. Björns Sveinbjörnssonar, dags. 7. og 21. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 10-16 við Kvistaland vegna húss nr. 12 skv. uppdrætti, dags. 21. nóv. 2007. Sótt er m.a. um stækkun á byggingarreit. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. des. 2007 til 4. jan. 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Berglind Ólafsdóttir, dags. 13. des. 2007, Grétar Gunnarsson Kúrlandi 11, dags. 6. jan. 2008, Lilja Grétarsdóttir og Bjarni Kjartansson Kúrlandi 9, dags. 4. jan. 2008.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
31.08 Reynisvatnsvegur, austan Biskupsgötu, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs, dags. 17. janúar 2008, með beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Reynisvatnsvegar austan Biskupsgötu. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 12. september 2007 að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Vísað til skipulagsráðs.
32.08 Hellisheiðaræð, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna flutningsæð hitaveitu, Hellisheiðaræð, sem liggja mun meðfram Sogslínu 2 frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum O.R. á Reynisvatnsheiði.
Vísað til skipulagsráðs.
35.08 Vatnsveituvegur, lóðarumsókn fyrir Ástund sportvöruverslun
Á fundi skipulagsstjóra 18. janúar 2008 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R08010110, dags. 15. janúar 2008, ásamt umsókn Arnars Guðmundssonar frá 12. f.m. um lóð fyrir hönd eiganda Ástund sportvöruverslunar (Aggi ehf.) vestan við Vatnsveituveg og sem næst Breiðholtsbraut við athafnasvæði Fáks. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar
skipulagsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
36.08 Vesturlandsvegur, Hallar, lóðarumsókn Bernhard ehf
Á fundi skipulagsstjóra 11. janúar 2008 var lögð fram orðsending (R04120077) skrifstofu borgarstjóra, dags. 2. janúar 2008 ásamt umsókn Bernhard ehf. frá 4. desember 2007 um lóðir 9.1e1 og 9.1e2 í Höllum við Vesturlandsveg.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
37.08 Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Á fundi skipulagsstjóra 29. maí 2007 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins. Erindinu var vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfum Sorpu, dags. 19. des. 2007 og 23. janúar 2008.
38.08 Naustareitur-Vesturhluti, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Glámu Kím dags. í september 2007 að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. að lóðir eru sameinaðar og byggingarmagn aukið á sameiginlegri lóð. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. okt. 2007. Auglýsing stóð yfir frá 28. nóvember 2007 til 11. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 8. jan. 2008, Stefán S. Grétarsson Túngötu 44, dags. 8. janúar 2008, Ragnhildur Ásvaldsdóttir og Arnar Þórisson Vesturgötu 20, dags. 10. janúar 2008, Guðríður A. Ragnarsdóttir, dags. 11. janúar, Þórdís Gísladóttir Karlagötu 14, dags. 11. janúar, Vigdís Eva Líndal Tjarnargötu 28, dags. 11. janúar, Þórdís Gísladóttir, dags. 11. janúar, Jón Óskarsson Norðurstíg 3, dags. 10. janúar, 4 íbúar Vesturgötu 20, dags. 8. janúar, Þorgerður Sigurðardóttir Ránargötu 5a, dags. 11. janúar, Óskar Jónasson, dags. 11. janúar, Marinó Þorsteinsson Vesturgötu 19, dags. 11. janúar, Björg E. Finnsdóttir, dags. 11. janúar, Þórður Magnússon, Bryndís H. Gylfadóttir og Guðjón I. Guðjónsson, dags. 11. janúar 2008, Torfusamtökin, dags.11. janúar 2008, Júlíana Gottskálksdóttir, mótt. 11. janúar, Sif Knudsen Vesturgötu 26b, dags. 12. janúar, Árný Ásgeirsdóttir, Stóragerði 23, dags. 14. janúar, María Sigfúsdóttir, dags. 11. janúar, Sigurlaug Stefánsdóttir Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Jónína Óskarsdóttir Hagamel 28, mótt. 11. janúar, Pjetur Lárusson, dags. 11. janúar, Þráinn Guðbjörnsson Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Einar Ólafsson Trönuhjalla 13, dags. 11. janúar, Margrét Aðalsteinsdóttir Laufásvegi 43, dags. 11. janúar, Þorgrímur Gestsson Austurgötu 17, dags. 11. janúar, Lára Einarsdóttir Vesturgötu 23, dags. 11. janúar, Jón Bergþórsson og Halla Önnudóttir Norðurstíg 5, dags. 11. janúar, Vésteinn Snæbjarnarson, dags. 11. janúar, Andrea Jónsdóttir Öldugranda 3, dags. 11. janúar,
Athugasemdir kynntar. Frestað.
39.08 Sléttuvegur, breyting á deilsikipulagi
Lögð fram tillaga Arkhússins ehf. dags. 23. janúar 2008 að breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegs vegna lóðar Samtaka Aldraða merkt A1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreit, breyting á innkeyrslu, bílastæðum og aðkomu samkv. meðf. uppdráttum dags. 23. janúar 2008..
Samþykkt að grennadrkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sléttuvegi 19-23.