Heiðargerði 84,
Krosshamrar 13 og 13a,
Spöngin 3-5,
Móvað 11,
Mýrarás 12,
Ystasel 37,
Gufunes, Sorpa,
Laxalón,
Vesturlandsvegur, Hallar,
Bæjarháls 1, Orkuveitan,
Stórhöfði 42, Papco,
Útkot 125761,
Fossaleynir,
Njálsgata 74,
Laufásvegur 74,
Skipholt 29A,
Lindargata 28-32,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
165. fundur 2007
Ár 2007, þriðjudaginn 29. maí kl. 10:40, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 165. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Björn Axelsson, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson og Jóhannes S. Kjarval
Ritari var Helga Björk Laxdal
Þetta gerðist:
1.07 Heiðargerði 84, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga lóðarhafa dags. 11. apríl 2007 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 84 við Heiðargerði. Í tillögunni felst að byggingarreitur við suðausturhluta hússins er stækkaður. Tillagan var í grenndarkynningu frá 20. apríl til 18. maí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
2.07 Krosshamrar 13 og 13a, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga dags 4. apríl 2007 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 og 13a við Krosshamra. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja sólskála við húsin. Tillagan var í grenndarkynningu frá 20. apríl til og með 18. maí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
3.07 Spöngin 3-5, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni forkynningu eru lögð fram að nýju drög að tillögu skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 að breyttri landnotkun í vesturhluta Spangarinnar milli Móavegar og Borgavegar dags. mars 2007. Tillagan felur í sér að skilgreindur er nýr þéttingarreitur auk þess sem landnotkun vestast á svæðinu er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði. Engar athugasemdir bárust við forkynninguna.
Vísað til skipulagsráðs.
4.07 Móvað 11, (fsp) lóðastækkun
Lögð fram að nýju erindi Elliðahvamms ehf. vegna lóðastækkunar samkvæmt uppdrætti KRark ásamt samþykki Orkuveitur Reykjavíkur dags. 25. maí 2007.
Vísað til skipulagsráðs
5.07 ">Mýrarás 12, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Hildar Bjarnadóttur dags. 15. apríl 2007 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Mýrarás. Breytingin felur í sér minniháttar stækkun á byggingarreit hússins í suðurátt. Grenndarkynningin átti að standa frá 22. maí til og með 19. júní 2007.
Ennfremur er lagt fram samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynnt var fyrir.
Vísað til skipulagsráðs.
6.07 Ystasel 37, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju fyrirspurn Hallsteins Sigurðssonar, dags. 2. apríl 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 37 við Ystasel. Í fyrirspurninni er gert ráð fyrir að skipta lóðinni í þrennt.
Vísað til umsagnar lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar.
7.07 Gufunes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um aðstöðu fyrir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins.
Kynna formanni skipulagsráðs.
8.07 Laxalón, (fsp) breytt landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Íslenskra aðalverktaka, dags. 13. júlí 2006, varðandi breytta landnotkun á lóð ÍAV við Laxalón ásamt fyrirspurn Arkform, dags. 8. desember 2006, um að byggja íbúðir fyrir eldri borgara á lóð í eigu ÍAV við Laxalón. Lagður fram tölvupóstur fh. borgarstjóra dags. 19. mars 2007. Einnig lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2006 og 25. ágúst 2006 ásamt umsögn framkvæmdasviðs, dags. 22. maí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
9.07 Vesturlandsvegur, Hallar, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar dags. 14. mars 2007. Breytingin gengur út á fjölgun lóða. Einnig lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2006. Tillagan var auglýst frá 11. apríl til og með 23. maí 2007. Athugasemd barst frá Stekkjarbrekkum ehf. dags. 23. maí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
10.07 Bæjarháls 1, Orkuveitan, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkís ehf., dags. 18.12.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1.
Vísað til skipulagsráðs.
11.07 Stórhöfði 42, Papco, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi R.B. Fjárfestingafélags dags. 16. maí 2007 ásamt tillögu Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 15. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Stórhöfða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til vestur og suðurs og að innkeyrsla færist til.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna nálægðar við Vesturlandsveg og breyttrar aðkomu.
12.07 Útkot 125761, endurbyggja og breyta og fl.
Lagt fram erindi dags. 4. apríl 2007 frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 3. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja aðstöðuhús sem íbúðarhús og byggja nýja útigeymslu úr timbri á spildi D í landi Útkots á Kjalarnesi. Einnig eru lagðar fram teikningar Teiknistofunnar Tak dags. 22. mars 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaðilum í nágrenninu.
13.07 Fossaleynir, (fsp) lóðaumsókn
Lögð fram fyrirspurn Hauks Óskarssonar dags. 23. maí 2007 varðandi lóð undir þjónustustarfsemi við Fossaleyni.
Frestað.
14.07 Njálsgata 74, (fsp) heimili fyrir heimilislausa
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 4. maí 2007 var lagt fram bréf Velferðarsviðs Reykjavíkur dags. 30. apríl 2007 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsstjóra hvort rekstur á heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga sé í samræmi við skipulag svæðisins.
Vísað til skipulagsráðs.
15.07 Laufásvegur 74, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Davíðs Karls Karlssonar bfr. f.h. Einars Eiríkssonar, dags. 13.mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 74 við Laufásveg skv. uppdrætti, dags. 12.mars 2007. Í tillögunni felst bygging sólstofu á vesturhlið hússins á þaki bílgeymslu. Grenndarkynningin stóð frá 21. mars til og með 20. apríl 2007. Athugasemd barst frá forsætisráðuneytinu dags. 20. apríl 2007. Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 27. apríl 2007 var erindið lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Einars Eiríkssonar dags. 25. apríl 2007 þar sem farið er fram á frestun á afgreiðslu erindisins.
Vísað til skipulagsráðs.
16.07 Skipholt 29A, (fsp) breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta gistiheimili í atvinnuhúsnæðinu með tuttugu og einu gistirými ásamt móttöku og þvottahúsi á jarðhæð hússins á lóð nr. 29A Skipholt.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
17.07 Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn KRark, dags. 22. maí 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 28-32 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Ómars I. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa, dags. 14. september 2006. og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. október 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.