Borgartún 28, Hátún 6, Hátún 6a, Hátún 14, Karfavogur 60, Sóltún, Suðurlandsbraut 56-64, Stigahlíð 68, Bræðraborgarstígur 16, Reykjavíkurvegur 24-50, Seilugrandi 11, Skildinganes 44, Sólvallagata 29, Vesturgata 46a, Vesturgata 51A, Almannadalur 1-7, Austurgerði 5, Álftamýri 7-9, Bjarmaland 23, Jöldugróf 24, Síðumúlareitur, Sogavegur 16-24, Bergstaðastræti 4, Bergstaðastræti 14, Bergstaðastræti 31A, Einholt 2, Götusalerni, Hverfisgata 103, Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4, Lokastígur 28, Laugavegur 103, Kjalarnes, Lækjarmelur 1, Kjalarnes, Móar, Brekkubær 13-45, Dynskógar 5, Kleifarsel 18, Brekkuhús 3, Bryggjuhverfi,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

142. fundur 2006

Ár 2006, föstudaginn 24. nóvember kl. 10:10 var haldinn 142. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.06 Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn ÞG verk, dags. 21. nóvember 2006, um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 28 við Borgartún skv. uppdrætti Björns Ólafssonar ark., dags. 15. nóvember 2006.
Frestað. Samþykki meðlóðarhafa liggur ekki fyrir vegna nýrrar tillögu.

2.06 Hátún 6, rishæð stækkuð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Sótt er um leyfi til að stækka íbúðir á 9. hæð til norðurs og suðurs og til að breyta innra skipulagi og útliti á fjölbýlishúsinu á lóðinni nr. 6 við Hátún skv. uppdr. teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 14.11.06.
Með málinu fylgir yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 14. nóvember 2006 og afrit af fundargerð húsfélagsins Hátúni 6 dags. 9. nóvember 2006.
Stækkun 63,4 ferm., 157,5 rúmm.,
Gjald kr. 6.100 + 9.607
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Nóatúni 17 ásamt Hátúni 6a og 6b.

3.06 Hátún 6a, (fsp) viðbótarlóð
Lögð fram fyrirspurn Andrésar R. Kristjánssonar, dags. 26.08.06, ásamt uppdr., dags. 21.03.06, varðandi viðbótarlóð og byggingarrétt á lóðinni nr. 6a við Hátún. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9.11.06.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17. nóvember sl. var bókað að ekki væru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Sú afgreiðsla er hér með felld niður og er málinu vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

4.06 Hátún 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Tark, dags. 21.11.06 ásamt uppdrætti, dags. 15.11.06, um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Hátún. Jafnframt er fyrri tillaga, dags. 17.08.06, dregin til baka. Einnig lagt fram bréf Arnór Péturssonar og Þórðar Ólafssonar f.h. Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, dags. 06.09.06. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22.11.06.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Sóltúni 20 og Hátúni 12 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

5.06 Karfavogur 60, (fsp) breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Spurt er hvort leyfi fengist fyrir áður gerði framkvæmd með hækkun bílgeymsluþaks á lóðinni nr. 60 við Karfavog.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

6.06 Sóltún, (fsp) Ármannsreitur
Lögð fram fyrirspurn Nexus arkitekta, dags. 26.10.06, um að breyta deiliskipulagi Ármannsreits.
Kynna formanni skipulagsráðs.

7.06 Suðurlandsbraut 56-64, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf framkvæmdarstjóra Markarinnar ehf, dags. 15.11.06 ásamt tillögu Yrki arkitekta, dags. 14. nóvember 2006, vegna breytinga á deiliskipulagi í Sogamýri. Einnig lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 1. september 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

8.06 Stigahlíð 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Gunnars S. Óskarssonar, dags. 20.09.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 68 við Stigahlíð. Kynning stóð yfir frá 11.10.06 til og með 08.11.06. Athugasemdabréf barst frá íbúum og eigendum að Stigahlíð 62, dags. 30.10.06, íbúm og eigendum að Stigahlíð 80, dags. 30.10.06, Einari G. Steingrímssyni f.h. Jóns Sigurðssonar og Eydísar B. Hilmarsdóttur, dags. 31.10.06, Eggerti Atlasyni og Sigrúnu E. Árnadóttur, dags. 02.11.06, Braga Ragnarssyni, dags. 30.10.06 og Sigurði L. Viggósyni og Bryndísí Sigurjónsdóttur, mótt. 7. nóvember 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

9.06 Bræðraborgarstígur 16, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14.11.06. Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi þ.e.a.s. úr blönduðu íbúðar og atvinnuhúsnæði í atvinnuhúsnæði með tilfærslu á milliveggum og breyta nýtingu rýma á 1. - 3. hæð, einnig loka opi milli 2. og 3. hæðar í húsinu á lóðinni nr. 16 við Bræðraborgarstíg skv. uppdr. Plús arkitekta, dags. 7.11.06. Koma á fyrir 5 bílastæðum á lóðinni með aðkeyrslu frá Drafnarstíg 9. Eftir þessa breytingu er engin íbúð í húsinu.
Stækkun: xxxx
Gjald kr. 6.100
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

10.06 Reykjavíkurvegur 24-50, (fsp) lyfta þaki að hluta til
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2006. Spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki að hluta og bæta við millilofti fyrir vinnuaðstöðu íbúðar á 3. hæð húss nr. 50 á lóð nr. 24-50 við Reykjavíkurveg, skv. uppdr. Arkþing, dags. október 2006.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst ásamt samþykki meðlóðarhafa.

11.06 Seilugrandi 11, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Ó. Johnson ark., dags. 06.11.06, ásamt uppdr., ódags. varðandi viðbyggingu við húsið nr. 11 við Seilugranda.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðar verður grenndarkynnt.

12.06 Skildinganes 44, (fsp) einbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14.11.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi skissur á lóð nr. 44 við Skildingarnes. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. nóvember 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.06 Sólvallagata 29, breyting á 3.hæð og risi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Sótt er um leyfi til breytinga á innra skipulagi og til að stækka rishæð íbúðar með því að byggja kvisti og svalir á suðurþekju fjölbýlishússins á lóðinni nr. 29 við Sólvallagötu skv. uppdr. Hildar Bjarnadóttur ark., dags. 11.10.06.
Málinu fylgir samþykki nágranna á Sólvallagötu 27, íbúð 0401 á uppdrætti ódagsett.
Einnig fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 8. nóvember 2006.
Stærð: Stækkun 6,6 ferm., 2,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 177
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 40 ásamt Sólvallagötu 27 og 31.

14.06 ">Vesturgata 46a, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Arons Þorfinnssonar og Karls Karlssonar, mótt. 21. nóvember 2006, varðandi stækkun lóðar nr. 46a við Vesturgötu.
Vísað til skoðunar og afgreiðslu í deiliskipulagsvinnu Nýlendureits.

15.06 Vesturgata 51A, (fsp) byggingarmagn nýbygginga
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 07.11.06. Spurt er hversu mikið byggingarmagn megi reisa, hversu margar hæðir megi byggja auk bílgeymslukjallara og hvar kvöð verði um aðkomu að baklóð lóða nr. 51A, 51B og 51C við Vesturgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2006.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

16.06 Almannadalur 1-7, (fsp) nr. 5 hesthús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Spurt er hvort leyfi fengist til að hafa hesthúsgerð A og B í stað þess að hafa eingöngu aðra húsgerðina á lóðinni nr. 5 við Almannadal.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.

17.06 Austurgerði 5, (fsp) íbúð í kjallara
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Spurt er hvort samþykkt yrði sér íbúð í kjallarrými hússins nr. 5 við Austurgerði.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

18.06 Álftamýri 7-9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Tark f.h. Bjarkar ehf, dags. 14.11.06, ásamt uppdrætti, dags. 13.11.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri.
Synjað með vísan til c-liðar 2. gr. viðauka 2.4. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa.

19.06 Bjarmaland 23, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Glámu Kím, dags. 22.11.06, varðandi hækkun nýtingarhlutfalls úr á lóð nr. 23 við Bjarmaland skv. uppdrætti, dags. 15.11.06.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

20.06 Jöldugróf 24, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Úti og inni s.f., dags. 15. nóvember að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 24 við Jöldugróf. sem felst í því að færa byggingarreit bílgeymslu, auka nýtingarhlutfall lóðarinnar og byggja kjallara.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Jöldugróf 15, 17, 22 og Blesugróf 6 og 8 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

21.06 Síðumúlareitur, deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Síðumúla, Ármúla, Grensásvegi og Fellsmúla.
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Síðumúlareits. Einnig lagðir fram vinnuuppdrættir VA arkitekta dags. 1.11.06.
Staða málsins kynnt.

22.06 Sogavegur 16-24, (fsp) breyting á lóðamörkum og bygging bílskúra
Lagt fram bréf eigenda húsa nr. 16, 18, 20, 22 og 24 við Sogaveg, dags. 1.11.06, varðandi breytingu á lóðamörkum ofangreindra lóða og byggingu bílskúra. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23.11.06.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til nánari leiðbeininga í umsögn skipulagsfulltrúa.

23.06 Bergstaðastræti 4, (fsp) ofanábygging
Lögð fram fyrirspurn Nexus arkitekta, dags. 16.11.06, um ofanábyggingu á hús nr. 4 við Bergstaðastræti skv. uppdr., dags. 8.11.06.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

24.06 Bergstaðastræti 14, (fsp) eldhús - tilbúinn matur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Spurt er hvort leyft yrði að reka eldhús fyrir framleiðslu á tilbúnum mat sem fluttur yrði einu sinni á dag frá húsnæðinu ásamt smá verslun fyrir austur-evrópskan mat og internetkaffi fyrir um fimm gesti í áður bakaríi í kjallara fjöleignarhússins á lóð nr. 14 við Bergstaðastræti.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25.06 Bergstaðastræti 31A, (fsp) lóðarskiki
Lagt fram bréf Helgu B. Atladóttur, mótt. 01.11.06, um að lóðarskiki við lóðina nr. 31a við Bergstaðastræti sem notaður er sem bílastæði verði sameinaður lóðinni.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

26.06 Einholt 2, br. og byggja ofaná
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10.10.06. Sótt er um leyfi til þess að byggja úr steinsteypu fjórðu og fimmtu hæðina ofan á fjöleignarhúsið sem fyrir er, byggja upp stigahús með lyftu og svalaganga að bakhlið, breyta innra skipulagi kjallara, innrétta íbúðir í stað atvinnustarfsemi á 1. hæð matshluta 01 og 2. hæð matshluta 02 og sameina matshlutana í einn matshluta með samtals tuttugu og fjórum íbúðum auk atvinnustarfsemi á lóð nr. 2 við Einholt, skv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar ark., dags. 27.09.06.
Jafnframt er erindi 33366 dregið til baka. Kynningin stóð yfir frá 20. október til 17. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 746,8 ferm., 2301,1 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 140.367
Vísað til skipulagsráðs.

27.06 Götusalerni, (fsp) staðsetning í miðborginni
Lagðar fram tillögur Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts f.h. AFA JCDecaux á Íslandi, dags. 22.11.06, að staðsetningu götusalerna miðsvæðis í Reykjavík.
Kynna formanni skipulagsráðs.

28.06 Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 5.10.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 103 við Hverfisgötu ásamt skýringarmyndum dags. 22. júní 2005. Grenndarkynning stóð yfir frá 19. október til 16. nóvember 2005, en var framlengd til 14. desember 2005. Athugasemdabréf bárust frá Sigurði Friðrikssyni, Hverfisgötu 102a, dags. 3.11.05 og Guðmundi Helga Magnússyni, Barónsstíg 3a, dags. 08.11.05, Húsfélaginu Skúlagötu 40, 40A og 40B, dags. 10.11.05. Lagður fram leiðréttur uppdráttur, dags. 05.10.05, breytt 09.11.05 ásamt hljóðvistarskýrslu VST, móttekin 10.10.06. Lögð fram bókun umhverfisráðs frá 13.11.06.

Vísað til skipulagsráðs.

29.06 Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4, Reitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga KRark, dags. 25. september 2006, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.172.1, ásamt skuggavarpi, vegna Laugavegs 33-35 og Vatnsstígs 4, mótt. 12. október 2006. Kynning stóð yfir frá 3. til 17. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Vigdísi Sigurjónsdóttur, dags. 8.11.06, Aðalheiði Guðmundsdóttur, dags. 8.11.06, Sigríði Jóhannesdóttur, dags. 17.11.06, Jóhannesi Ágústarsyni, dags. 17.11.06 og Halldóri Kára Ævarssyni, dags. 17.11.06.
Vísað til skipulagsráðs.

30.06 Lokastígur 28, br. á innra skiplulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21.11.06. Sótt er um leyfi til þess að breyta lítillega innra skipulagi, en á 1. hæð yrði áfram verslun og á efri hæðum íbúðarhúsnæði á lóð nr. 28 við Lokastíg skv. uppdrætti Ragnhildar Ingólfsdóttur ark., dags. 12.11.06.
Gjald kr. 6.100
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

31.06 Laugavegur 103, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. 13.10.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 103 við Laugaveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 20.10.06 til 17.11.06. Athugasemd barst frá Marteini Tausen, dags. 16.11.06. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24.11.06.
Vísað til skipulagsráðs.

32.06 Kjalarnes, Lækjarmelur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arko f.h. Brimborgar, dags. 23. nóvember 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lækjarmelur 1 á Esjumelum skv. uppdrætti, dags. nóvember 2006.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts og umhverfisstjóra.

33.06 Kjalarnes, Móar, (fsp) nýting tveggja landspilda
Lögð fram fyrirspurn Tryggva Agnarssonar, dags. 13.11.06, varðandi nýtingu tveggja spilda úr landi Móa fyrir íbúðarhús.
Neikvætt að svo stöddu. Samræmist ekki Aðalskipulagi Reykjavíkur. Fyrirspyrjanda er jafnframt bent á að rammaskipulagsvinna stendur yfir á svæðinu auk þess sem verið er að endurskoða gildandi aðalskipulag.

34.06 Brekkubær 13-45, bílastæði
Lagt fram bréf torgfélags Brekkubæjar, félags eigenda bílskúra á sameiginlegri lóð raðhúsa nr. 13-45 við Brekkubæ, dags. 31.10.06, með beiðni um fjölgun bílastæða.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulagsfulltrúa, Umhverfissviðs og Framkvæmdasviðs vegna aðkomu- og umferðarmála.

35.06 Dynskógar 5, (fsp) fá sþ. íbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7.11.06. Spurt hvort leyfi fengist til að gera séríbúð í hluta kjallara hússins á lóðinni nr. 5 við Dynskóga. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2006.
Ekki er gerð athugasemd við að útbúin verði aukaíbúð í húsinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa en fyrirvarar eru gerðir um fyrirkomulag innan hússins með vísan til nánari skilyrða í umsögninni.

36.06 Kleifarsel 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að tillaga Pálma Guðmundssonar dags. 8. ágúst 2006 ásamt umsókn, dags. 8. ágúst 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 18 að Kleifarseli. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 15. desember 2005. Málið var í kynningu frá 3. til og með 17. nóvember 2006. Athugasemdabréf bárust frá Þórði Kristjánssyni f.h. starfsfólk Seljaskóla ásamt undirskriftalista með 60 undirskriftum, dags. 14. nóvember 2006, Kristni Lund íbúa að Kleifarseli 53, dags. 7. og 17. nóvember 2006 ásamt undirskriftalista 156 íbúa við Kambasel og Kleifarsel, Valdimar Jónsson, dags. 17. nóvember 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

37.06 Brekkuhús 3, lóðarumsókn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10.03.06, ásamt bréfi Inga P. Ingimundarsonar f.h. Starengis ehf., dags 09.03.06, þar sem sótt er um lóð við Brekkuhús 3 fyrir litlar leiguíbúðir. Einnig lagt fram tölvubréf Framkvæmdasviðs dags. 14. mars 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. mars 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

38.06 Bryggjuhverfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Björgunar, dags. 20.11.06, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis.
Kynna formanni skipulagsráðs.