Freyjugata 26,
Hringbraut 81,
Mávahlíð 38,
Tjarnargata 10C,
Skeifan 7 og 9,
Sólheimar 44,
Viðarás 85,
Vagnhöfði 29,
Hafnarstræti 20,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
25. fundur 2003
Ár 2003, föstudaginn 11. júlí kl. 11:15 var haldinn 25. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð.
Viðstaddir voru: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. og Helga Björk Laxdal.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
1.03 Freyjugata 26, (fsp) svali á þakhæð ofl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir svölum og breyta fyrirkomulagi í eldhúsi í ósamþykktu íbúðarrými á þakhæð hússins nr. 26 við Freyjugötu, að mestu í samræmi við meðfylgjandi drög.
Frestað.
Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
2.03 Hringbraut 81, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja um 25 ferm. bílskúr í vesturhorni lóðarinnar nr. 81 við Hringbraut.
Vísað til umsagnar Verkfræðistofu.
3.03 Mávahlíð 38, fsp. svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí 2003, þar sem spurt er hvort samþykkt yrði að koma fyrir svölum og nýjum þakglugga á þakhæð hússins nr. 38 við Mávahlíð.
Jákvætt.
Berist umsókn þarf hún að taka til alls hússins (38 og 40) og samþykki eigenda, samkv. ákvæðum laga um fjölgeignarhús, þarf að fylgja.
4.03 Tjarnargata 10C, Kvistir og íb. í risi
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þrjá kvisti á hvorum þakhluta ásamt svölum á vesturhlið þakhæðar og innrétta íbúð á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 10C við Tjarnargötu, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 13.05.03. Grenndarkynning stóð yfir frá 3. júní til 1. júlí 2003. Athugasemdarbréf bárust frá Gústaf Þór Tryggvasyni hrl. Tjarnargötu 10d, dags. 16.06.03 og 18.06.03.
Eignaskiptayfirlýsing innfærð 16. júlí 1992 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 27. mars 2003 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. maí 2003.
Stærð: Stækkun vegna kvista xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xxx
Frestað.
Vísað til umsagnar forst.m. lögfræði og stjórnsýslu.
5.03 Skeifan 7 og 9, breytingar á lóðamörkum
Lagt fram bréf lóðarhafa að Skeifunni 7, dags. 28. maí 2003 og lóðarhafa að Skeifunni 9, dags. 9. júlí 2003, varðandi breytingar á lóðarmörkum lóðanna, samkv. uppdráttum mælingadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 13. mars 2003.
Samræmist skipulagi.
Framsent byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
6.03 Sólheimar 44, bílastæði og br.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí 2003, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 44 við Sólheima vegna eignaskiptayfirlýsingar.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að koma fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni, samkv. uppdr. Sverris Norðfjörð arkitekts, dags. í júní 2003.
Samþykki meðeigenda (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.100
Frestað, þar til umsögn gatnamálastjóra liggur fyrir.
7.03 Viðarás 85, lóð í fóstur
Lagt fram bréf Gyðu Jónsdóttur og Þorgríms Hallgrímssonar, Viðarási 85, dags. 7. júlí 2003, varðandi ósk um að taka landskika austan við húsið í fóstur.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
8.03 Vagnhöfði 29, breytingar á lóð
Lögð fram tillaga Ellerts Más Jónssonar, dags. 28.08.02, breytt 24.06.03, að breytingum á lóðinni Vagnhöfða. 29 vegna óánægja eigenda lóðarinnar Vagnhöfða 27 vegna eldri útfærslu.
Frestað.
9.03 Hafnarstræti 20, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11. júlí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja út og stækka hús á suðurhlið fyrstu hæðar og breyta verslunarhúsnæði í kaffihús á fyrstu hæð hússins nr. 20 við Hafnarstræti, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 18.12.2000, síðast breytt 13.05.03.
Bréf umsækjanda dags.12. maí, útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. nóvember og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. nóvember 2002 (v. fyrirspurnar) ásamt bréfi frá Umhverfisráðuneytinu varðandi loftaklæðningu móttekið 26. maí 2003 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun, viðbygging 4,8 ferm. og 15,0 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 765
Samþykkt að kynna hagsmunaaðilum að Lækjartorgi 1 og Hafnarstræti 18.