Engjateigur 7, Hjallavegur 4, Kvistaland 17-23, Reitur 1.172.0, Reitur 1.172.2, Reitur 1.172.1, Grettisgata 51, Álagrandi 4, Bauganes 17, Borgartún 22, Brautarholt 2, Granaskjól 20, Reykjahlíð 8, Vesturgata 12, Víðimelur 46, Ægisíða 98, Barðastaðir 35, Baughús 20, Glæsibær 19, Grænlandsleið 1-27, Kristnibraut 71, Leirubakki 34-36, Norðlingaholt, Skagasel 9, Viðarrimi 22, Ystibær 1, Þorláksgeisli 6-12, Reynisvatnsheiði,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

40. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 18. október kl. 10:25 var haldinn 40. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.02 Engjateigur 7, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf ARKÍS ehf, dags. 02.09.02, þar sem óskað er eftir að færa 8 bifreiðastæði af lóð Engjateigs 7 yfir á núverandi land borgarinnar skv. uppdr. Arkís dags. 7.10.02.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

2.02 Hjallavegur 4, br.í kj, kvistur, nýtt andd. og svalir.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 15. okt. 2002. Sótt er um leyfi til þess að byggja kvist á vesturhlið húss, svalir á suðurhlið 2. hæðar, anddyri við norðurhlið kjallara og 1. hæðar og breyta innra skipulagi íbúðarhússins á lóð nr. 4 við Hjallaveg skv. uppdr. Austurvallar dags. 23.09.02.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 2. september 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun samtals 22 ferm., 50,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 2.405
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Hjallavegi 1, 3, 8, 10 og 12.

2.02 Kvistaland 17-23, nr.23 stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 15. okt. 2002. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu með kjallara undir við suðurhlið einbýlishúss nr. 23 á lóð nr. 17-23 við Kvistaland skv uppdr. Úti og inni arkitekta dags. 1.10.02.
Stærð: Viðbygging xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

3.02 Reitur 1.172.0, Laugavegur, Klapparstígur, Hverfisgata, Vatnsstígur
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 14.10.02 að deiliskipulagi reits 1.172.0, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg.
Kynnt.

4.02 Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, að deiliskipulagi reits 1.172.2, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg, dags. 14.10.02.
Kynnt.

5.02 Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags.14.10.02 að deiliskipulagi reits 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg.
Kynnt.

6.02 Grettisgata 51, breytt notkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16.10.02 varðandi umsókn um leyfi til handa Nýju Postulakirkjunni (Neuapostolische Kirche) að reka starfsemi sína í einbýlishúsinu (matshl. 01) á lóðinni nr. 51 við Grettisgötu.
Föst búseta umsjónarmanns yrði í húsinu og haldnar yrðu þar 2-3 guðsþjónustur á mánuði. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.10.02.
Bréf f.h. umsækjanda dags. 17. september 2002 og heimild Dóms- og Kirkjumálaráðuneytisins dags. 7. október 2002 fylgja erindinu. Kauptilboð dags. 13. september 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Neikvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.10.02.

7.02 Álagrandi 4, lóð fyrir flutningshús
Lagt fram bréf Gamlhúss ehf dags. 15.10.02 varðandi lóð að Álagranda 4 og flutningshús að Laugavegi 86, 86b og 92.
Frestað.

8.02 Bauganes 17, uppbygging
Lagt fram að nýju bréf Einars Jónssonar, dags. 26.02.02, varðandi byggingu húss á lóðinni Bauganes 17. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.02.
Jákvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa gagnvart uppbyggingu.

9.02 Borgartún 22, (fsp) ofanábygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02,þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á húsið nr. 22 við Borgartún, samkv.uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 10.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10.10.02.
Jákvætt gagnvart ofanábyggingu með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10.10.02.

10.02 Brautarholt 2, breytt notkun, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 25.09.02, ásamt greinargerð, dags. 24.09.02, varðandi breytingar á Brautarholti 2 (matshluta 02), samkv. uppdr. dags. 24.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.10.02 ásamt bréfi gatnamálastjóra dags. 16.10.02.
Kynna formanni.

11.02 Granaskjól 20, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi beggja hæða, breyta stiga milli hæða, byggja viðbyggingu við suðurhlið kjallara og 1. hæðar og stækka svalir 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 20 við Granaskjól, samkv. uppdr. Hornsteina dags. 4.10.02.
Stærð: Viðbygging samtals 15,1 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.896
Samþykkt að grennarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Granaskjóli 18.

12.02 Reykjahlíð 8, Fjarlægja þakkant
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að fjarlægja steyptann þakkant á íbúðarhúsinu á lóð nr. 8 við Reykjahlíð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.10.02.
Jákvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.10.02.

13.02 Vesturgata 12, fsp. hækka rishæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka rishæð (4. hæð) og nýta sem hluta íbúða á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 12 við Vesturgötu.Í bréfi hönnuðar eru sýndar tvær tillögur að hækkun hússins. Tillaga nr. 1 með mænisþaki og tillaga nr. 2 með einhalla þaki. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.10.02.
Neikvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.10.02.

14.02 Víðimelur 46, (fsp) lyfta þaki - kvistir
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki og nýta rishæð sem hluta íbúðanna á annarri hæð hússins nr. 46-48 við Víðimel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.02
Jákvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.02.

15.02 Ægisíða 98, (fsp) Bílskúr og bílast.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúra og fjölga bílastæðum á lóð nr. 98 við Ægisíðu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.10.02.
Bréf fyrirspyrjanda dags. 22. september 2002 fylgir erindinu.
Neikvætt með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18.10.02.

16.02 >Barðastaðir 35, breyting á mæliblaði
Lagt fram bréf Landslags ehf dags. 11.10.02 varðandi breytingu á mæliblaði við sambýlið að Barðastöðum 35.
Ekki gerð athugasemd við erindið að fenginni umsögn gatnamálastjóra. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

17.02 Baughús 20, reyndarteikn., stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 15. okt. 2002. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun íbúðar neðri hæðar út í áður óútgrafið sökkulrými íbúðarhúss á lóð nr. 20 við Baughús skv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla dags. 20.06.02.
Stærð: xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Ekki gerð athugasemd við erindið.

18.02 Glæsibær 19, viðbygging, klæðning o.fl.
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13.08.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingar að austur- og norðurhlið hússins á lóðinni nr. 19 við Glæsibæ skv. uppdr. Litlu Teiknistofunnar dags. 7.10.02.
Einnig er sótt um leyfi til þess að klæða eldra hús utan með múrkerfi, zinki og timbri.
Stærð: Stækkun v. viðbygginga xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðila að Glæsibæ 17.

19.02 Grænlandsleið 1-27, /Grænlandsleið 2-20, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar ark. dags. 15.10.02 að breyttu deiliskipulagi við Grænlandsleið (svæði 3A) vegna húsa nr. 9-11-13-14-15-16-18-20-23-25-27 sem verði breytt í einbýlishús með aukaíbúð.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðahöfum við Grænlandsleið.

20.02 Kristnibraut 71, (fsp) bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að nýta rými í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 fyrir bílageymslur og hafa aðkomu að þeim sameiginlega fyrir Kristnibraut 69 og Kristnibraut 71 og sambærilega fyrir Kristnibraut 73 og 75, samkv. uppdr. SH hönnunar dags. 23.09.02.
Bréf hönnuðar og samþykki lóðarhafa lóða nr. 71, 73 og 75 við Kristnibraut fylgir erindinu.
Kynna formanni.

21.02 Leirubakki 34-36, endurskoðun á skipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþings ehf, dags. 24.07.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 34-36 við Leirubakka. Málið var í auglýsingu frá 4. sept. til 16. október 2002. Athugasemdabréf barst frá Erlu Bjarnadóttur, Leirubakka 34, dags. 05.10.02, Hreiðari Svavarssyni f.h. Nandos ehf, Leirubakka 36, dags. 05.10.02, húsfélaginu Kóngsbakka 2-16 mótt. 14.10.02, húsfélaginu Leirubakka 34 mótt. 14.10.02.
Athugasemdir kynntar.

22.02 Norðlingaholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf fasteignadeildar Landssíma Íslands dags. 3.10.02 með frekari upplýsingum um lóð símstöðvar í Norðlingaholti vegna deiliskipulagsvinnu þar.
Vísað í deiliskipulagsvinnu.

23.02 Skagasel 9, br. bílskúr í íbúðarými.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka glugga á austurhlið 1. hæðar og innrétta bílskúr tímabundið sem íbúð fyrir sambýli á lóð nr. 9 við Skagasel, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 25.09.02.,
Gjald kr. 4.800
Kynna formanni.

24.02 Viðarrimi 22, (fsp) sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja sólstofu framan við stofu í líkingu við fyrirliggjandi skissu á lóð nr. 22 við Viðarrima.
Ekki gerð athugasemd við erindið, samræmist skipulagi.

25.02 Ystibær 1, viðb. við bílskúr + stækka kvist
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 15. okt. 2002. Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kvists á suðausturþekju og leyfi til þess að byggja léttbyggða geymslu við bílskúr á lóð nr. 1 við Ystabæ skv. uppdr. Einars Ingimarssonar ark. dags. 4.10.02.
Samþykki meðeiganda ódags. og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júlí 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun kvists xxx ferm., xxx rúmm., geymsluskúr 16,6 ferm., 39,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðila að Heiðarbæ 2.

26.02 Þorláksgeisli 6-12, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf ASK arkitekta, dags. 17.10.02, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni Þorláksgeisli 6, 8, 10 og 12 skv. uppdr. sama dags. 15.10.02.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Þorláksgeisla 38-50, Kirkjustétt 5-13 og Prestastíg 3c og 3d.

27.02 Reynisvatnsheiði, afmörkun svæðis fyrir vatnsgeymi
Lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar arkitekts, dags. 17.09.02, varðandi umsókn um afmörkun svæðis fyrir vatnsgeymi á Reynisvatnsheiði, T4, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Laufásvegi 34, dags. 18.10.02. Einnig lögð fram frumathugun og hönnun geymis gerða af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf, dags. í október 2001.
Kynna formanni.