Hofteigur 36, Ofanleiti, Laugarnesvegur 68, Kleppsvegur 108, Seljugerði 1, Stangarholt 30, Stangarholt 32, Framnesvegur 23, Háteigsvegur 26, Grettisgata 5, Stakkhamrar 17, Grófarsel 19, Þingás 9, Leirubakki 34-36,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

28. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 26. júlí kl. 10:15 var haldinn 28. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.02 Hofteigur 36, Pallur og tröppur.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja pall og tröppur að austurhlið hússins á lóðinni nr. 36 við Hofteig, samkv. uppdr. Hildar Bjarnadóttur arkitekts, dags. 26.05.02.
Samþykki meðeigenda og samþykki nokkurra nágranna dags. 9. júní 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Samræmist skipulagi.

2.02 Ofanleiti, lokun
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 14.05.02, að lokun Ofanleitis. Einnig lögð fram greinargerð Línuhönnunar, dags. í sept. ´01. Málið var í auglýsingu frá 12. júní til 24. júlí, athugasemdafrestur var til 24. júlí 2002. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst breyting samþykkt sbr. 2.tl. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur nr. 672/2000.

3.02 Laugarnesvegur 68,
Lagt fram bréf ASK arkitekta Skógarhlíð, dags. 10.07.02, varðandi nýja tillögu að nýbyggingu að Laugarnesvegi 68, samkv. uppdr. dags. 08.07.02.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

4.02 Kleppsvegur 108, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja timburviðbyggingu við suðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr. 108 við Kleppsveg, samkv. uppdr. Lofts G. Þorsteinssonar byggingafræðings, dags. 08.07.02.
Samþykki meðeigenda og nágranna dags. 10. október 2001 og þinglesið samkomulag við lóðarhafa Skipasunds 4, innfært 27. maí 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Viðbygging 29,9 ferm., 88 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 3.608
Frestað. Óskað eftir umsögn hvefisstjóra.

5.02 Seljugerði 1, gl. sþ íbúð og bílast
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka fyrstu hæð yfir í óuppfyllt sökkulrými, setja tvo glugga á austurhlið fyrstu hæðar, fjölga bílastæðum úr tveimur í fjögur og leyfi til þess að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús á lóð nr. 1 við Seljugerði, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 11.07.02.
Gjald kr. 4.800
Frestað. Vísað til skoðunar verkfræðistofu vegna bílastæða. Óskað eftir umsögn hverfisstjóra.

6.02 Stangarholt 30, reyndart. og nýjar sv.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir smávægilegum breytingum á innra skipulagi og leyfi til þess að byggja svalir á fyrstu hæð, á aðra hæð og samþykki fyrir áður gerðum svölum á rishæð við suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 30 við Stangarholt, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 25.07.02.
Samþykki meðeigenda (á teikningu)
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.

7.02 Stangarholt 32, reyndart,svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir reyndarteikningum og áður gerðum svölum á rishæð og leyfi til þess að byggja svalir á fyrstu og annarri hæð suðvesturhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 32 við Stangarholt, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 15.07.02.
Ljósrit af kaupsamningi dags. 15.11.2001 og samþykki meðlóðarhafa (á teikningu) fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.

8.02 Framnesvegur 23, tvíbýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tveggja íbúða hús á þremur hæðum á lóðinni nr. 23 við Framnesveg, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 16.07.02.
Samþykki nokkurra nágranna í húsunum nr. 21 við Framnesveg og 54 við Öldugötu dags. 5. júní 2001, bréf hönnuðar dags. 11. janúar 2001 og útskrift úr gerðabók skipulags- og byggingarnefndar frá 15. ágúst 2001 fylgja erindinu.
Stærð: 1. hæð íbúð og geymslur 94,8 ferm., 2. hæð íbúð 118,3 ferm., 3. hæð íbúð 120,3 ferm.
Samtals 333,4 ferm. og 1016,3 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 48.782
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 52, 54, 57, 59 og 61 og Framnesvegi 19, 21, 25, 27 og 20-34 sléttartölur.

9.02 Háteigsvegur 26, fsp.br. 3. hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.07.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja svalir við áður gerðan kvist á suðurþekju, byggja nýjan kvist á vesturþekju og innrétta 3. hæð (þakhæð) sem íbúðarrými á lóð nr. 26 við Háteigsveg, samkv.uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 10.07.02.
Jákvætt.

10.02 Grettisgata 5, fjölga íbúðum,viðb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við suðurhlið þriðju hæðar og að fjölga íbúðum á annarri og þriðju hæð, úr einni í þrjár íbúðir ásamt því að breyta vörugeymslu í bílageymslu á fyrstu hæð byggingar á lóð nr. 5 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 02.07.02.
Stærð: Viðbygging 87,4 ferm., 219,1 rúmm.
Gjald kr.4.800 + 10.517

Frestað. Skipulagsferli ólokið. Athuga hvort samræmist skipulagi.

11.02 Stakkhamrar 17, Sólstofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Stakkhamra, samkv. uppdr. Verkhönnunar ehf, dags. 01.07.02. Samþykki nágranna að Stakkhömrum 7, 15, og Salthömrum 18 (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Sólskáli 12,4 ferm, 28,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.363

Ekki gerð athugasemd við erindið.

12.02 Grófarsel 19, (fsp) svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 19 við Grófarsel 19.
Jákvætt enda liggi fyrir samþykki meðlóðarhafa.

13.02 Þingás 9, fsp.viðbyggingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.07.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja tvær viðbyggingar, aðra milli bílskúrs og húss og hina að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 9 við Þingás. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.07.02.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.

14.02 Leirubakki 34-36, endurskoðun á skipulagi
Lögð fram tillaga Arkþings ehf, dags. 24.07.02, að deiliskipulagi á lóðunum nr. 34-36 við Leirubakka.
Kynnt. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.