Teigahverfi, deiliskipulag, Aðalstræti 7, Laugavegur 17, Hörgshlíð 22, Laufásvegur 18A, Laufásvegur 77, Nóatún 18, Stigahlíð 41, Túngata 14, Ægisíða 82, Hamravík 12, Skriðustekkur 25-31, Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

23. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 21. júní kl. 10:15 var haldinn 23. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerði grein fyrir einstökum málum: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Úlfar Másson, Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson og Þórarinn Þórarinsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.02 Teigahverfi, deiliskipulag,
Að lokinni grenndarkynningu fyrir hagsmunaaðila er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags ásamt greinargerð, dags. 1. okt.. 2001, breytt 10. okt. 2001, að deiliskipulagi í Teigahverfi. Tillagan var í kynningu frá 31. maí til 13. júní 2002. Athugasemdabréf barst frá Lögmönnum Borgartúni 33, dags. 11.06.02.
Kynnt. Kynna fyrir formanni.

2.02 Aðalstræti 7, uppbygging
Lagt fram bréf Glámu-Kím arkitekta, dags. 11.06.02, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 7 við Aðalstræti. Einnig lagt fram bréf Borgarskipulags, dags. 14.01.02.
Vísað til umsagnar borgarminjavarðar og húsafriðunarnefndar ríkisins.

3.02 Laugavegur 17, fsp. grænmetisstaður
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Spurt er hvort leyft yrði að innrétta grænmetisveitingahús í húsnæði sem er skráð verslun í bakhúsinu á lóðinni nr. 17 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 19.06.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Helga Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


4.02 4">Hörgshlíð 22, bílgeymsla - stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.06.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja við og tvöfalda bílgeymslu hússins á lóðinni nr. 22 við Hörgshlíð.
Samþykki nágranna að Hörgshlíð 20 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun bílgeymsla xx
Gjald kr. 4.100 + xx
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Hörgshlíð 20.

5.02 Laufásvegur 18A, breyting úti og inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4.06.02. Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi kjallara og innrétta þar geymslur og þvottahús, breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð í íbúð, breyta innra fyrirkomulagi og útliti eldra íbúðarhúsnæðis á baklóð, breyta innra fyrirkomulagi íbúða á öllum hæðum framhúss, byggja kvist á götuhlið þakhæðar og breyta útliti götuhliðar á annarri hæð framhúss á lóðinni nr. 18A við Laufásveg.
Stærð: Stækkun kvistur 13,3 ferm. og 9,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 432
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

6.02 Laufásvegur 77, kvistur, þakefni.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.06.02. Sótt er um leyfi til þess að taka í notkun rishæð, klæða þak með zinkklæðningu og byggja kvist og svalir á suðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 77 við Laufásveg.
Stærð: Rými sem tekið er í notkun 45,5 ferm. og 81,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.931
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 75 og 79.

7.02 Nóatún 18, svalaskýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.06.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu yfir svalir á austurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Nóatún.
Stærð: Sólstofa 4,2 ferm., 9,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 470
Ekki talin þörf að grenndarkynningu.

8.02 Stigahlíð 41, Breyting á þaki
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20.06.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja nýtt, breytt þak á bílskúr á lóð nr. 41 við Stigahlíð, samkv. uppdr. ALARK arkitekta sf, dags. 27.11.00.
Samþykki meðeigenda dags. 4. október 2000 og samþykki nágranna að Stigahlíð 39 dags. 4. október 2000 fylgja erindinu.
Stærð: Rúmmálsaukning bílskúrs 22,1 rúmm.
Gjald kr. 1.061
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Stigahlíð 39, 42 og 43 og Grænuhlíð 26.

9.02 Túngata 14, gervihnattardiskur og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11.06.01. Sótt er um leyfi til þess að setja upp gervihnattardisk upp frá norðurhlið þakbrúnar 3. hæðar Hallveigarstaða, loka porti með stálrimlahurð á norðurhlið og setja upp handrið meðfram ljósagryfju við suðurhlið á lóð nr. 14 við Túngötu.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 3 og Túngötu 16.

10.02 Ægisíða 82, Glerskáli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þessi að byggja glerskála að austurhlið hússins nr. 82 við Ægisíðu, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 07.04.02. Málið var í kynningu frá 13. maí til 10. júní 2002. Athugasemdarbréf barst frá Lögmannsþjónustu Logos f.h. eigenda Ægisíðu 80 dags. 7.06.02.
Stærð: Glerskáli 14,0 ferm. og 40,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1920
Kynnt. Frestað.

11.02 Hamravík 12, færanl. kennslust, við leikskóla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir færanlegri kennslustofu úr timbri á leikskólalóð nr. 12 við Hamravík, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 14.05.02.
Stærð: Færanleg kennslust. xx
Gjald kr. 4.800 + xx

Grenndarkynning sem samþykkt var á síðasta fundi afturkölluð þar sem lóðum hefur ekki verið úthlutað. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

12.02 Skriðustekkur 25-31, hús nr. 29 - bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10.06.02. Sótt er um leyfi til þess að stækka áður samþykktan (en óbyggðan) bílskúr við húsið nr. 29 á lóðinni nr. 25-31 við Skriðustekk. Einnig lagt fram samþykki eigenda að Skriðustekk 25-27-31, dags. 10.06.02.
Stærð: bílskúr xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið.

13.02 Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 07.06.02, að deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal og lóðar SVRF.
Kynnt.