Brautarholt 22, Mjóstræti 2, Nesvegur 51 , Stakkahlíð 19, Þórsgötureitur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

16. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 26. apríl kl. 11:00 var haldinn 16. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Nikulás Úlfar Másson. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


1.02 Brautarholt 22, Reyndarteikningar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.03.02, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi m.a. fyrir breyttri aðkomu að veitingastað og fyrir breyttri notkun á yfirbyggðum palli á vesturhlið 1. hæðar á lóð nr. 22 við Brautarholt, samkv. uppdr. Friðriks Friðrikssonar arkitekts, dags. 18.03.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.04.
Gjald kr. 4.800
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.02 Mjóstræti 2, fsp. laufskáli
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 27.03.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja laufskála úr gleri, steini og málmi á lóðinni nr. 2 við Mjóstræti, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 31.10.01. Ljósmynd fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 27.03.02 ásamt bréfi Þorbjörns Magnússonar, dags. 11.03.02.
Í kjölfar fundar með hönnuði er beðið um umsögn húsafriðunarnefndar og borgarminjavarðar.

3.02 Nesvegur 51 , (Fsp) Breyting á kvistum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta rishæð (annarri hæð) hússins á lóðinni nr. 51 við Nesveg í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti Nýju teiknistofunnar ehf, dags. 25.03.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.04.

Ekki tekið neikvætt í að hækka hús sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.

4.02 Stakkahlíð 19, leikskóli
Lagt fram bréf Fasteignastofu f.h. Leikskóla Reykjavíkur, dags. 20.03.02, varðandi skipulag að lóðinni nr. 19 við Skaftahlíð, þar sem gert verður ráð fyrir tveggja deilda leikskóla á núverandi gæsluvallarlóð og opnu svæði. Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að byggingu leikskóla á lóðinni, dags. 16.04.02 ásamt A4 uppdrætti, dags. 18.04.02.
Kynna formanni.

5.02 Þórsgötureitur, deiliskipulag
Lögð fram drög Arkitekta Hjördís og Dennis dags. 26.04.02 að deiliskipulagi Þórsgötureits, sem markast af Þórsgötu, Týsgötu, Lokastíg og Baldursgötu.
Kynnt.