Tunguvegur 7,
Bjarnarstígur 3,
Hávallagata 42,
Miklabraut 54,
Nýlendugata Hlíðarh. 100208,
Stakkahlíð 19,
Vesturgata 21 og 21B,
Ægisgata 7,
Berjarimi 32-36,
Grjótasel 2,
Gylfaflöt 5,
Hlíðarhús 3-5,
Korpúlfsstaðir,
Lóðarumsókn fyrir raðhús/parhús,
Þórðarsveigur 17-21 og Marteinslaug 2-6,
Kjalarnes, Jörfagrund 23-39,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
10. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 8. mars kl. 10:05 var haldinn 10 embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir, Þórarinn Þórarinsson og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, N. Úlfar Másson og Ólöf Örvarsdóttir.
Ritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
1.02 Tunguvegur 7, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við suðurhlið íbúðarhúss og lengja bílgeymslu að lóðamörkum aðlægrar lóðar á lóð nr. 7 við Tunguveg, samkv. uppdr. arkitektur.is, dags. 12.02.02.
Bréf hönnuðar dags. 12. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
2.02 Bjarnarstígur 3, (fsp) viðbygging 2.hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.03.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við efri hæð við norðausturenda og breyta innra fyrirkomulagi í húsinu nr. 3 við Bjarnarstíg, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 19.02.02.
Viðbygging: Stærð: 13,3 ferm. og 29 rúmm. Samþykki eigenda á aðliggjandi lóðum fylgir erindinu.
Frestað. Óskað eftir skuggavarpi.
3.02 Hávallagata 42, Bílastæði
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem s purt er hvort leyft yrði að útbúa bílastæði á lóðinni nr. 42 við Hávallagötu. Bréf umsækjanda dags.19. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Jákvætt. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn berist hún í kjölfar fyrirspurnar.
4.02 Miklabraut 54, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 54 við Miklubraut. Meðfylgjandi er bréf frá fyrirspyrjanda dags. 18. febrúar 2002.
Jákvætt. Afla þarf samþykkis lóðarhafa þeirra lóða sem skúrinn liggur að. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn berist hún.
5.02 Nýlendugata Hlíðarh. 100208, (fsp)Innrétta íbúð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.03.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja glugga á norðausturhlið og innrétta litla íbúð í "Hlíðarhúsum" við Nýlendugötu.
Frestað. Óskað er eftir umsögn borgarminjavarðar og húsafriðunarnefndar.
6.02 Stakkahlíð 19, leikskóli
Lögð fram tillaga fasteignastofu að leikskóla á lóðinni nr. 19 við Stakkahlíð.
Óskað eftir formlegu erindi um málið.
7.02 Vesturgata 21 og 21B, fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Arkitektastofu Þorgeirs, dags. 23.02.02, um fjölgun íbúða á lóðunum nr. 21 og 21B við Vesturgötu.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
8.02 Ægisgata 7, (fsp)Rampur að kj.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.03.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að steypa aðkomuramp fyrir sendibíla frá norðurhlið að kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 7 við Ægisgötu.
Neikvætt. Óæskilegt væri að setja slíka kvöð um aðkomu áður en unnið verður deiliskipulag að reitnum.
9.02 Berjarimi 32-36, (fsp) akfær göngustígur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta legu akfærs göngustígs við hús nr. 32 þannig að ekki verði akfært meðfram suðurhlið húss heldur beint út á Berjarimann frá lóð nr. 32-36 við Berjarima. Bréf fyrirspyrjenda dags. 28. janúar 2002 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra,dags. 18.02.02.
Ekki gerð athugasemd við erindið út frá skipulagsforsendum enda verði gengið frá aðkomu þannig að ekki þurfi að bakka út af stígnum.
10.02 Grjótasel 2, viðbygging ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.03.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að nýta áður sökkulrými fyrir vinnuherbergi, fjarlægja útitröppur breyta gluggum, inngangi og innra skipulagi í húsi nr. 2 á lóð nr. 2 við Grjótasel og 1 við Gljúfrasel, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Húsagerð og skipulag, dags. 12.02.02.
Stærð: Stækkun samtals 39 ferm., 106 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 5.088
Ekki gerð athugasemd við erindið.
11.02 Gylfaflöt 5, veitingahús
Lagt fram bréf Stefáns Stefánssonar, dags. 01.03.02, varðandi leyfisveitingu á veitingahúsi að Gylfaflöt 5.
Frestað. Vísað til ums. forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu.
12.02 Hlíðarhús 3-5, breyting á byggingarreit
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 06.03.02, varðandi breytingu á byggingarreit, samkv. meðfylgjandi uppdr. dags. 05.03.02.
Jákvætt. Umsækjandi þarf að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
13.02 Korpúlfsstaðir, Korpuskóli
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 18.02.02, að stækkun lóðar Korpuskóla vegna óskar um að staðsetja 4 færanlegar kennslustofur á lóðinni.
Frestað. Vísað til umsagnar borgarminjavarðar. Óskað eftir skriflegu erindi umsækjanda.
14.02 Lóðarumsókn fyrir raðhús/parhús,
Lagt fram bréf Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 18.02.02, varðandi byggingu 15 rað- eða parhúsa með sameiginlegum útisvæðum.
Forstöðumanni lögfræði og stjórnsýslu falið að svara.
15.02 Þórðarsveigur 17-21 og Marteinslaug 2-6, leiguíbúðir
Tillaga að leiguíbúðum fyrir Mótás.
Vísað í endurskoðun á deiliskipulagi.
16.02 Kjalarnes, Jörfagrund 23-39, raðhús í fjölbýli
Lagt fram að nýju bréf Eyjólfs Bragasonar ark. dags. 09.10.01, varðandi breytingu á raðhúsum í fjölbýlishús á lóðunum nr. 23-27 og 29-39, samkv. uppdr. AN2 arkitekta, dags. 10.04.01, síðast breytt. 11.12.01. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21.02.02, um fund samstarfsráðs Kjalarness frá 7. þ.m. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið og nýir uppdrættir, dags. 05.01.02.
Frestað. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.