Langagerði 1,
Sigtún 38,
Bankastræti 12,
Leifsgata 30,
Garðastræti 41,
Laugavegur 180,
Mýrargata 26,
Skildinganes 4,
Skipholt 12,
Bleikjukvísl 10,
Deildarás 1,
Dofraborgir 7,
Glæsibær 12,
Vesturberg 195,
Vættaborgir 84-96,
Geldinganes,
Kjalarnes, Klébergsskóli,
Langholtsvegur 89,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
6. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 8. febrúar kl. 10:00 var haldinn 6. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.02 Langagerði 1, Leikskóli, viðb. breytingar
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20.12.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við norðurhlið, anddyrisviðbyggingu við 2. hæð suðurhliðar og breyta innra skipulagi leikskólans á lóð nr. 1 við Langagerði, samkv. uppdr. Teiknistofu A.V.J., dags. 22.11.01. Umboð til umsækjanda dags. 27. nóvember 2001 fylgir erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 4. jan. til 1. febr. 2002. Athugasemdabréf barst frá íbúum Langagerði 3, dags. 25.01.02.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 49,4 ferm., 2. hæð 55,3 ferm., samtals 104,7 ferm., 299,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 14.357
Frestað. Hverfisstjóra falið að skoða bílastæðamál.
2.02 Sigtún 38, Grand Hótel, stækkun
Lögð fram bréf Arkform, dags. 07.12.01 og 15.01.01, ásamt tillögu að stækkun Grand Hótels samkv. uppdr. dags. í janúar 2002. Einnig lögð fram fundargerð Grand Hótels, dags. 02.02.02.
Hverfisstjóri gerði grein fyrir fundi byggingaraðila með íbúum.
3.02 Bankastræti 12,
Lagt fram bréf Legalis lögmannsstofu, f.h. Sund ehf, dags. 16.01.02, varðandi húsið á lóðinni nr. 12 við Bankastræti.
Nikulási Úlfari falið að svara.
4.02 Leifsgata 30, fsp. Kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að fjölga kvistum á norðuraustur- og suðurvesturhlið hússins nr. 30 við Leifsgötu, samkv. ujppdr. Pálma Guðmundssonar Ragnars arkitekts, dags. 16.01.02.
Hverfisstjóra falið að skoða.
5.02 Garðastræti 41, bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta bílgeymslu við suðurhlið hússins á lóð nr. 41 við Garðastræti, samkv. uppdr. Arkform, dags. 21.01.02.
Bréf hönnuðar dags. 22. janúar 2002 og umsögn Borgarskipulags dags. 8. nóvember 2001 fylgja erindinu.
Stærð: Bílgeymsla 37,8 ferm., 107,7 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 5.534
Frestað. Hönnuði bent á að vinna þarf tillögu að deiliskipulagi sem kynna þarf fyrir hagsmunaaðilum. Hönnuður hafi samband við embættið.
6.02 Laugavegur 180, hækkun
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Tekton ásamt tillögu að hækkun hússins nr. 180 við Laugaveg, samkv. uppdr. dags. 21.01.02. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 01.02.02.
Synjað með vísan til umsagnar Borgarskipulags. Samræmist ekki skipulagi.
7.02 Mýrargata 26, New York húsið
Lögð fram tillaga Hugsmíðar teiknistofu, dags. í des. 2001 að breytingum á húsinu við Mýrargötu 26.
Frestað. Vísað til umsagnar hafnarstjórnar.
8.02 Skildinganes 4, skipting lóðar
Lagt fram bréf eigenda Skildinganess 4, dags. 04.02.02, varðandi skiptingu lóðarinnar í tvær lóðir og byggingu íbúðarhúss á nýju lóðinni samkv. uppdr. Málfríðar Kristjánsdóttur arkitekts, dags. 14.01.02.
Frestað. Verið er að endurskoða skipulag svæðisins. Erindinu vísað til skoðunar við þá vinnu.
9.02 Skipholt 12, (fsp)br.kvistum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka kvisti á öllum hliðum þaks íbúðarhússins á lóð nr. 10 og 12 við Skipholt. Bréf eiganda dags. 22. janúar 2002 fylgir erindinu.
Frestað. Óskað eftir umsögn hverfisstjóra.
10.02 Bleikjukvísl 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Háaleiti, dags. 04.02.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 10 við Bleikjukvísl.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Bleikjukvísl 1, 2, 6, 8, 12, 14, 16, 18, 24 og 26 og Birtingakvísl 11-19, oddatölur.
11.02 Deildarás 1, (fsp) Innk. bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltúa, dags. 30.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr í suðausturhorni lóðarinnar nr. 1 við Deildarás og gera að honum innkeyrslu frá Hraunási.
Neikvætt. Samræmist ekki skipulagi.
12.02 Dofraborgir 7, stækkun inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka aukaíbúð á 1. hæð yfir í óuppfyllt sökkulrými og fjölga gluggum á norðurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 7 við Dofraborgir, samkv. uppdr. Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 10.11.99, síðast breytt 19.11.01. Samþykki meðeigenda dags. 7. janúar 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun íbúð 1. hæð 35,1 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.
13.02 Glæsibær 12, viðbygging,nýtt þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við stofu í suður og setja mænisþak í stað áður flatts þaks einbýlishússins á lóð nr. 12 við Glæsibæ, samkv. uppdr. Davíðs Karls Karlssonar bygg.fr., dags. 06.01.02.
Stærð: Viðbygging 15,8 ferm., samtals rúmmálsaukning 118,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 5.842
Samræmist skipulagi.
14.02 Vesturberg 195, Íbúðir í stað dælust.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta tvær íbúðir í áður dælustöð, breyta landhæð þannig að húsið verði tveggja hæða, steypa nýja gólfplötu, breyta gluggum, byggja svalir og útitröppur, setja valmaþak á áður flatt þak, einangra hús að utan og klæða með múrkerfi og sléttum steniplötum á lóð nr. 195 við Vesturberg, samkv. uppdr. Hallgríms Sandholts verkfr. dags. 18.01.02.
Stærð: Rúmmálsaukning vegna þaks xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Frestað. Umsækjanda bent á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem grenndarkynna þarf fyrir hagsmunaaðilum. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.
15.02 Vættaborgir 84-96, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 84-96 við Vættaborgir, dags. 31.01.02.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Vættaborgum 98-110, sléttar tölur.
16.02 Geldinganes, kajak- og kænusiglingar
Lagt fram bréf Kajakklúbbsins dags. 25.01.02 varðandi framtíðaraðstöðu fyrir félagið á Geldinganesi.
Vísað til skoðunar umhverfisstjóra.
17.02 Kjalarnes, Klébergsskóli, leikskólalóð
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 07.02.02, að deiliskipulagi leikskólalóðar í Grundahverfi, Kjalarnesi.
Kynnt.
18.02 Langholtsvegur 89, atvinnu- og íbúðarhúsnæði
Lagt fram bréf Ragnars Gunnarssonar, dags. 15.10.01, vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðisins að Langholtsvegi 89.
Lögfræðingi embættisins falið að ræða við borgarlögmann um málið.