Borgartún 34-36,
Suðurgata 41, Þjóðminjasafn,
Hólaberg 38-40,
Prestastígur 9,
Krókháls 10,
Lyngháls 13,
Tunguháls 1-3,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
40. fundur 2001
Ár 2001, föstudaginn 23. nóvember kl. 11:20 var haldinn 48. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð.
Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Helga Bragadóttir.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þomar, Ólöf Örvarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:
1.01 Borgartún 34-36, breytingar á lóðamörkum, niðurrif, viðbygging
Lagt fram bréf Tekton ehf, dags. 15.11.01, varðandi breytingar á lóðamörkum lóðanna nr. 34 og 36 við Borgartún, samkv. uppdr. dags. 11.11.01. Einnig er farið fram á niðurrif tveggja bygginga og bílskýlis á lóðunum, viðbyggingu við núverandi gistiheimili, byggingu íbúðarhúss á vesturhluta lóðanna og bílageymslu undir suðurhluta lóðanna.
Hverfisstjóra falið að skoða nánar. Hönnuði bent á að hafa samband við embættið.
2.01 Suðurgata 41, Þjóðminjasafn, stækkun og endurbætur
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta efh, dags. 27.09.01, að stækkun og endurbótum á húsi Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 28.09.01.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir Háskóla Íslands.
3.01 Hólaberg 38-40, nr.40 sólskáli - klæðning
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20.11.01. Sótt er um leyfi til þess að byggja gróðurskála að vesturhlið og klæða utan með hvítum og ljósgráum álplötum húsið nr. 40 á lóðinni nr. 48-40 við Hólaberg skv. uppdr. Arkforms dags. okt. 2001.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 6. október 2001 fylgir erindinu. Umsögn og undirskrift Magnúsar Jónssonar fylgir erindinu (á teikningum).
Stærð: Gróðurskáli 19,4 ferm. og 50,4 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.066
M.t.t. fordæma er ekki gerð athugasemd við erindið enda liggi samþykki meðlóðarhafa fyrir.
4.01 Prestastígur 9, fjölb.h. m 20 íb og 14 bílg
Að lokinni afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar 14. nóv. 2001er sótt um leyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með tuttugu íbúðum ásamt bílageymslukjallara fyrir 14 bíla, allt úr steinsteypu einangrað að utan og klætt með álkæðningu í ljósgráum og koksgráum lit, á lóðinni nr. 9 við Prestastíg skv. uppdr. Teiknistofunnar ehf dags. 2.10.01. Jafnframt er sótt um leyfi til að hækka gólfkóta fyrstu til fimmtu hæðar um 54 cm.
Stærð: Kjallari, geymslur o.fl. 176,2 ferm., bílageymslur 432,2 ferm. 1. hæð íbúðir 410,3 ferm. 2. hæð íbúðir 402,0 ferm. 3. hæð íbúðir 402,0 ferm. 4. hæð íbúðir 402,0 ferm. 5. hæð íbúðir 402,0 ferm. Samtals 2626,7 ferm. og 7544,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 309.329
Ekki gerð athugasemd við tillöguna. Samræmist skipulagi.
5.01 Krókháls 10, (fsp) Gistiheimili á efstu hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19.09.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili á efstu hæð hússins nr. 10 við Krókháls.
Frestað. Vantar gögn.
6.01 Lyngháls 13, viðbygging
Lagt fram bréf Thorarensen Lyf ehf, dags. 15.11.01, varðandi viðbyggingu við húseignina Lyngháls 13, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar, dags. 14.11.01.
Frestað milli funda.
7.01 Tunguháls 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Gunnlaugs Ó. Johnsen arkitekts, ódags. að breytingu á deiliskipulagi í Hálsahverfi á lóðinni nr. 1-3 við Tunguháls vegna stækkunar byggingarreits.
Frestað milli funda.