Bergstaðastræti 80, Skúlatún 6, Gvendargeisli 2-12, Hvammsgerði 13, Nökkvavogur 19,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

36. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 26. október kl. 10:45 var haldinn 43 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson, Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.01 Bergstaðastræti 80, Stækka kvist o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka kvist á suðvesturþekju, setja tvo minni kvisti í n-v og s-a, mjókka útitröppur, setja nýjan stiga innanhúss af 2. hæð á þakhæð, gera dyr úr stofu, byggja pall við suðausturhlið einbýlishússins ásamt laufskála og pergólu að bílskúrsvegg á nágrannalóð í suðaustur á lóð nr. 80 við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörustíg 28 sf, dags. 02.10.01.
Stærð: Kvistir xxx ferm., 20,3 rúmm., laufskáli 18,1 ferm., 43,2 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.604
Hverfisstjóra falið að svara.

2.01 Skúlatún 6, (fsp) Byggja í skarð við Skúlagötu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26.09.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja eina hæð og aðra inndregna ofan á aðra hæð suðurhluta hússins nr. 6 við Skúlatún. Jafnframt yrði húsið tengt húsinu Skúlagata 57 með glerbyggingu á fjórðu (efstu) hæð, samkv. uppdr. Arkform, dags. 15.03.01. Samsvarandi erindi fékk jákvæða afgreiðslu á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 21. mars 2000.
Neikvætt þar sem nýtingarhlutfall er hærra en viðmiðunarnýtingarhlutfall Aðalskipulags. Erindinu er vísað í deiliskipulagsvinnu sem er á lokastigi.

3.01 Gvendargeisli 2-12, bílastæðakjallari
Lagt fram bréf Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 25.10.01, varðandi ósk um að fella út kvöð um bílastæðakjallara og útfæra öll bílastæði fyrir húsið á lóð, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 22.10.01.
Synjað með tilliti til skipulagsforsenda fyrir hverfið.

4.01 Hvammsgerði 13, glerskáli og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.10.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðvesturhlið, færa blómaglugga frá suðurhlið á bílskúr og sameina matshluta 70 íbúðarhúsi á lóð nr. 13 við Hvammsgerði, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 16.10.01.
Stærð: Sólstofa 18,4 ferm., 34,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 1.406
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að HVammsgerði 11 og 16.

5.01 Nökkvavogur 19, (fsp) br skráning
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir tómstundaherbergi í matshluta 02 á lóðinni nr. 19 við Nökkvavog, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 02.06.01. Í húsnæðinu er samþykkt vinnustofa með skilyrði um notkun, eignarhald og eignatengingu við matshluta 01 (28. júní 1999).
Frestað. Vantar þinglýsta kvöð vegna fyrri samþykktar.