Mosgerði 1 , Smábýli 4-5,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

12. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 6. apríl kl. 11:50 var haldinn 12. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Þórarinn Þórarinsson
Þetta gerðist:


1.01 Mosgerði 1 , breytingar úti og inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 18.01.01, þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi og útliti hússins (matshl. 01) og bílskúrsins (matshl. 02) á lóðinni nr. 1 við Mosgerði. Suðurgafli húss er breytt og þar er komið fyrir eldstæði og reykháfi. Á austurhlið er þaki lyft og þar er einnig komið fyrir dyrum og palli á fyrstu hæð. Nýjum glugga er komið fyrir á norðurgafli. Á vesturhlið er anddyri stækkað og útitröppum breytt. Bílskúrshurð er breytt og nýjum dyrum er komið fyrir á suðurhlið bílskúrs, samkv. uppdr. AT4 arkitekta, dags. 05.12.00.
Stærð: Stækkun 7,3 ferm. og 20,3 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 832

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Mosgerði 2, 3, 4 og Melgerði 6 og 8.


2.01 Smábýli 4-5, Breyting úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.03.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta staðsetningu einbýlishúss sem samþykkt var 29. júní 2000 á reit nr. 4 á smábýlalóð nr. 4-5 úr landi Skrauthóla á Kjalarnesi. Húsið er fært til norðurs á lóðinni, samkv. uppdr. Hús og Ráðgjöf ehf, dags. í júlí 1999, breytt 17.03.01.
Gjald kr. 4.100

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum á landspildum nr. 3 og 5 úr landi Skrauthóla, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.