Búland 2-8,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

11. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 30. mars kl. 11:50 var haldinn 11 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Þorvaldur S. Þorvaldsson og Þórarinn Þórarinsson
Þetta gerðist:


1.01 Búland 2-8, (nr.8) Gluggi á gafl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.03.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir vinnuherbergi í enda bílgeymslu á annarri hæð og setja útbyggðan glugga á gafl hússins nr. 8 á lóðinni nr. 2-8 við Búland, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í des. 1966, breytt í febr. 2001.
Samþykki meðlóðarhafa og samþykki nágranna að Búlandi 10 dags. 28. febrúar 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun útbygging 0,39 ferm. og 0,9 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 37

Samræmist ekki skilmálum. Ekki talin ástæða til endurskoðunar eða breytinga skilmála enda lokaðir gaflar forsendur og einkenni skipulags hverfisins og þeirrar þéttu byggðar sem þar er.