Einarsnes 52, Njálsgata 28 , Sörlaskjól 12 ,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

9. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 16. mars kl. 09:00 var haldinn 9 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Helga Bragadóttir og Þórarinn Þórarinsson
Þetta gerðist:


20.01 Einarsnes 52, breytt deiliskipulag lóðar
Lagt fram bréf og uppdr. Hilmars Þórs Björnssonar ark. dags. 13.02.01 varðandi breytt deiliskipulag lóðar að Einarsnesi 52

Samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Einarsnesi 50 og 54 og Bauganesi 11, 13A og 17..


25.01 Njálsgata 28 , Viðbygging og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.03.01, þar sem sótt er um leyfi til að byggja til suðurs við húsið nr. 28 við Njálsgötu. Vestur hluti viðbyggingar (íbúð) verði ein hæð auk rishæðar og kjallara, gerð úr timbri og klædd að utan með bárujárni. Austurhluti viðbyggingar (bílgeymsla) verði ein hæð gerð úr steinsteypu, einangruð að innan og klædd bárujárni að utan. Jafnframt er sótt um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi í húsi sem fyrir er á lóð, samkv. uppdr. Jon Nordsteien arkitekts, dags. 20.02.01.
Erindinu fylgir bréf Húsafriðunarnefndar dags. 31. jan. 2001 og umsögn Árbæjarsafns dags. 27. febrúar 2001.
Stækkun: xx
Gjald kr. 4.100 + xx

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 25, 26, 27, 29, 30B og Frakkastíg 17 og 19 og Bergþórugötu 1, 3 og 5.


32.01 Sörlaskjól 12 , Bílgeymsla og breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.03.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð húss og byggja steinsteypta bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Sörlaskjól, samkv. uppdr. Studio Granda, dags. í nóv. 2000.
Bílgeymsla af svipaðri stærð var samþykkt á lóðinni þann 11. júní 1953.
Bréf garðyrkjustjóra dags. 26. janúar 2001 fylgir erindinu. Samþykki nágranna, Sörlaskjóli 8 og 10 fylgir erindinu. Skilyrt samþykki eiganda Sörlaskjóls 14 dags. 19. janúar 2001 fylgir erindinu.
Bréf burðavirkishönnuðar dags. 2. mars 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Bílgeymsla 42,2 ferm. og 109,0 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 4.469

Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sörlaskjóli 5, 8, 10, 14, 16 og 18.