Súðarvogur 7,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
7. fundur 2001
Ár 2001, föstudaginn 23. febrúar kl. 09:00 var haldinn 7 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn:
Þetta gerðist:
13.01 Súðarvogur 7, lóðarstækkun
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.09.00, þar sem sótt er um samþykki fyrir breyttum teikningum vegna eldvarna, einnig er sótt um leyfi fyrir þegar gerðri einlyftri viðbyggingu á lóðinni nr. 7 við Súðarvog, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 02.02.00. Bréf hönnuðar dags. 7. febrúar 2000 og samþykki hluta meðeigenda dags 7. febrúar 2000 fylgir erindinu. Bréf Borgarskipulags dags. 11. september 2000 fylgir erindinu. Einnig lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 27.11.00, varðandi lóðarstækkun lóðarinnar nr. 7 við Súðarvog, samkv. uppdr. sama, dags. 29.11.00 og bréf Landslags ehf, dags. 22.02.01.
Þrátt fyrir synjun nefndarinnar, þann 25.10.00, er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina hvað varðar lóðarstækkun og þegar byggða skúrbyggingu fyrir lóðarhöfum að Súðarvogi 3-5 og 9 vegna nýrra upplýsinga í málinu sbr. bréf Landslags.
Samþykki meðlóðarhafa þarf að fylgja erindinu áður en til endanlegarar afgreiðslu þess kemur að lokinni kynningu og yfirlýsing lóðarhafa að Súðarvogi 3-5 um að þeir geri ekki athugasemd við að skúrinn standi á lóðarmörkum lóðanna.