Borgartún 33-39, Skildinganes 11, Skildinganes 17,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

6. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 16. febrúar kl. 09:00 var haldinn 6 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn:
Þetta gerðist:


1.01 Borgartún 33-39, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf A1 arkitekta, dags. 08.02.01, varðandi stækkun á bílgeymslu á lóðinni nr. 35 við Borgartún, samkv. uppdr. sama, dags. 06.02.01.

Samþykkt að grenndarkynna erindið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Borgartúni 33, 37 og 39.


2.01 Skildinganes 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Andrúm arkitektar, dags. 08.02.01, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 11 við Skildinganes.

Samþykkt að grenndarkynna erindið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi 8, 9, 11 og 12 þegar vegg framan við húsið hefur verið bætt inn á uppdrátt.


3.01 Skildinganes 17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Andrúm arkitektar, dags. 26.01.01, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Skildinganes. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 31.01.01.

Samþykkt að grenndarkynna erindið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skildinganesi 7, 9, 11, 13, 15, 19, 30 og 32 þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.