Hamravík 60, Öldugata 44 ,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

1. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 12. janúar kl. 09:00 var haldinn 1 embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn:
Þetta gerðist:


1.01 Hamravík 60, fyrirspurn
Lagður fram uppdr. Teiknistofunnar ARKO, dags. í des. 2000, varðandi einbýlishús að Hamravík 60.

Neikvætt, fer út fyrir byggingarreit.


2.01 Öldugata 44 , breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.01.01, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur aðskildum íbúðum á fyrstu og annarri hæð og byggja tvílyfta viðbyggingu úr bárujárnsklæddu timbri að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 44 við Öldugötu, samkv. uppdr. ABS teiknistofu, dags. 22.11.00, síðast br. 04.01.01.
Umsögn gatnamálastjóra dags. 23. nóvember 2000, umsögn Borgarskipulags dags. 5. desember 2000, umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 6. desember og umsögn Árbæjarsafns dags. 6. desember 2000 fylgja erindinu. Þar með fellur úr gildi fyrra bréf byggingarfulltrúa, dags. 16.11.00, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja tvö bílastæði á lóð.


Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Öldugötu 45 og 47, Brekkustíg 8 og Drafnarstíg 9.