Melaskóli,
Vesturbæjarskóli,
Miðborg, þróunaráætlun,
Skipulags- og umferðarnefnd
18. fundur 1997
Ár 1997, mánudaginn 15. september kl. 10:00, var haldinn 18. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Margrét Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðrún Zoëga, Halldór Guðmundsson, Óskar Bergsson og Sigurður Harðarson. Ennfremur Bryndís Kristjánsdóttir formaður umhverfismálaráðs. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Melaskóli, nýbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2.9.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.8. um nýbyggingu við Melaskóla.
Vesturbæjarskóli, uppbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2.9.1997 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 25.8. um viðbyggingu við Vesturbæjarskóla.
Miðborg, þróunaráætlun,
Kynning á framvindu verkefnisins þróunaráætlun fyrir miðborgina.
Lögð fram greinargerð Borgarskipulags, dags. 4.9.97, um þróunaráætlun fyrir miðborgina og ráðningu erlends ráðgjafa ásamt yfirliti yfir þær skýrslur og kort, sem ráðgjafarnir hafa fengið.
Richard Abrams og Jim Morrisey komu á fundinn og gerðu grein fyrir framvindu verkefnisins.