Borgir án bíla, Miklabraut,

Skipulags- og umferðarnefnd

22. fundur 2000

Ár 2000, mánudaginn 25. september, var haldinn 22. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst kl. 09:00. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Bergsson, Guðmundur Haraldsson og Júlíus V. Ingvarsson Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


763.00 Borgir án bíla, Evrópudagur 22. september 2000
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12. sept. 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um aðgerðir vegna bíllauss dags í Reykjavík 22. sept. n.k. og aukafjárveitingu í þeim efnum. Borgarráð samþykkti tillöguna, en ekki var fallist á aukafjárveitingu í því sambandi.


764.00 Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi
Lagt fram að nýju eftir auglýsingu bréf borgarverkfræðings, dags. 28.07.00, varðandi breikkun Miklubrautar frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi. Einnig lagður fram uppdr. Landslags, dags. 31.07.00, fundarboð gatnamálastjóra, dags. 21.08.00, úrdráttur úr tillögu að svæðisskipulagi "Stefna í umferðarmálum til 2024", útboðslýsing Hönnunar h.f., dags. í ágúst 2000, auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Málið var í auglýsingu frá 9.08.00 til 6.09.00 með athugasemdarfresti til 20.09.00. Athugasemdarbréf bárust frá húsfélögum Fellsmúla 2, 4, 6 og 8 dags. 29.08.00, Gunnari H. Ingimundarsyni, Safamýri 34, dags. 03.09.00, Húsfélaginu Safamýri 34, dags. 18.09.00, Ágústu Jónsdóttur, Heiðargerði 25, dags. 18.09.00, Kringlunni, dags. 18.09.00, Birgi V. Sigurðssyni f.h. íbúa að Hvassaleiti 16, dags. 19.09.00, Ágústi Benediktssyni f.h. íbúa fjölbýlishús í Safamýri, dags. 19.09.00, Landssamtökum hjólreiðamanna, dags. 18.09.00 og 6 íbúum við Kringluna, Heiðargerði og Hlyngerði, dags. 20.09.00. Jafnframt er lögð fram umsögn gatnamálastjóra um athugasemdir, dags. 22.09.00.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og umsögn um þær athugasemdir sem bárust við deiliskipulag af Miklubraut frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi með þeirri undantekningu þó, að fallist verði á óskir um að stofnstígur sem ætlaður er fyrir bæði hjólandi og gangandi meðfram Miklubraut að norðan verði 4 m á breidd en ekki 3, alls staðar sem því verður við komið.
Þá samþykkir nefndin einnig að flýtt verði athugun og undirbúningi á mislægri gönguþverun yfir eða undir Miklubraut á kaflanum milli Háaleitisbrautar og að sú framkvæmd verði sett framarlega eða fremst á forgangsröð slíkra framkvæmda.
Júlíus V. Ingvarsson óskaði bókað:
Ég fellst á þær breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir en ítreka bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið í borgarráði þann 1. ágúst sl.