Bjarnarstígur 3,
Borgartún 29,
Borgartúnsreitir,
Suðurgata 10,
Skútuvogur 14-16,
Kleifarsel 18,
Eldshöfði 6-8,
Kjalarnes, Brautarholtsvegur,
Bláskógarbyggð, aðalskipulag,
Pósthússtræti 2,
Steinagerði 4,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Grafarholt - götuheiti,
Skólavörðustígur 24,
Laufásvegur Valur,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Eggertsgata,
Grafarholt austur, Klausturstígur,
Gufunes,
Sléttuvegur,
Sléttuvegur,
Stekkjarbrekkur,
Þorláksgeisli 9,
Skipulags- og byggingarnefnd
180. fundur 2004
Ár 2004, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 09:03 var haldinn 180. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmudur Ólafsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ólafur Bjarnason, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 40572 (01.18.22)
420502-2140
Teiknistofa Gunnars S.Ósk ehf
Laugavegi 8 101 Reykjavík
1. Bjarnarstígur 3, breyting á lóðarmörkum
Lögð fram tillaga Gunnars S. Óskarssonar arkitekts, dags. 26.10.04, varðandi breytingu lóðarmarka á lóðunum nr. 3 og 5 við Bjarnarstíg.
Lóðamarkabreyting samþykkt.
Umsækjanda bent á að hlutast þarf til um gerð nýrra mæliblaða og þinglýsa breytingunni til að hún öðlist gildi.
Umsókn nr. 40579 (01.21.81)
170242-4599
Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
2. Borgartún 29, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar arkitekts, dags. 21.10.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 29 við Borgartún.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að skoða hvort endurskoða megi skipulag svæðisins varðandi framhúsin m.t.t. tillögunnar.
Umsókn nr. 10077
711293-2139
Vinnustofan Þverá ehf
Laufásvegi 36 101 Reykjavík
3. Borgartúnsreitir, deiliskipulag reits 1.220.2
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Vinnustofunnar Þverá, dags. í janúar 2002, endurskoðuð í apríl 2004 og skipulagsforsögn skipulagsfulltrúa, að deiliskipulagi á Borgartúnsreit 1.220.0, sem afmarkast af Skúlagötu, Skúlatúni, Borgartúni og Snorrabraut. Málið var í auglýsingu frá 14. júlí til 25. ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Páli Björgvinssyni arkitekt ásamt uppdr. v/Skúlatún 4, dags. 18.08.04, Snorra Hjaltasyni f.h. TSH ehf, dags. 24.08.04, Frímúrarareglunni á Íslandi, dags. 25.08.04, Þormóði Sveinssyni arkitekt, dags. 25.08.04, vegna Skúlagötu 51. Athugasemdafrestur var framlengdur til 10. sept. 2004. Athugsemdabréf barst frá Snorra Hjaltasyni f.h. TSH ehf, dags, 30.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 9. nóvember 2004.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:08.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:09.
Kynnt.
Umsókn nr. 40580 (01.16.11)
4. Suðurgata 10, niðurfelling á kvöð
Lögð fram fyrirspurn byggingarfulltrúa, dags. 29.10.04, um hvort fella megi niður kvöð um niðurrif bakhúss að Suðurgötu 10. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 29.10.04.
Samþykkt að fella niður kvöðina.
Umsókn nr. 40592 (01.42.64)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
5. Skútuvogur 14-16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Húsasmiðjunnar, dags. 6.10.04 ásamt tillögu Arkís ehf, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 14-16 við Skútuvog, dags. 3. nóvember 2004.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd, að breyta deiliskipulagi þannig að heimilt verði að byggja anddyri. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa. Umsækjanda bent á að lagfæra þarf skipulagsuppdrátt.
Umsókn nr. 40548 (04.96.56)
580402-3640
A.B.H. Byggir ehf
Hólabergi 52 111 Reykjavík
6. Kleifarsel 18,
Lögð fram fyrirspurn ABH bygginga ehf, mótt. 18.10.04, um að stækka húsið á lóðinni nr. 18 við Kleifarsel og breyta notkun úr verslun í íbúðir.
Frestað.
Vísað til umsagnar hverfisráðs Breiðholts.
Umsókn nr. 40570 (04.03.53)
450789-6239
Löggarður ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
7. Eldshöfði 6-8, sameining lóða
Lagt fram bréf Löggarðs ehf, dags. 19. október 2004, þar sem farið er fram á heimild til að sameina lóðirnar nr. 6 og 8 við Eldshöfða.
Lóðamarkabreyting samþykkt.
Umsækjanda bent á að hlutast þarf til um gerð nýs mæliblaðs og þinglýsa breytingunni til að hún öðlist gildi.
Umsókn nr. 40360
560994-2069
Landmótun ehf
Hamraborg 12 5h 200 Kópavogur
8. Kjalarnes, Brautarholtsvegur, lega stofnstígs
Lagðar fram tillögur Landmótunar ehf að legu stofnstígs meðfram Brautarholtsvegi, dags. 03.11.04.
Kynnt.
Vísað til umsagnar hverfisráðs Kjalarness.
Umsókn nr. 40595
510602-4120
Bláskógabyggð
Aratungu 801 Selfoss
9. Bláskógarbyggð, aðalskipulag, kynning
Lagt fram bréf Péturs H. Jónssonar ark., dags. 18.10.04, varðandi kynningu á tillögu að aðalskipulagi Bláskógarbyggðar, Þingvallasveit 2004-2016.
Vísað til afgreiðslu skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 40571 (01.14.01)
10. Pósthússtræti 2, Tryggvagata 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, varðandi lóðirnar nr. 2 við Pósthússtræti og nr. 28 við Tryggvagötu. Málið var í kynningu frá 29. september til 27. október 2004. Athugasemdabréf barst frá Landwell, f.h. eigenda fasteignanna Hafnarstrætis 9 (utan jarðhæðar) og Hafnarstrætis 11, dags. 26.10.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9.11.04.
Frestað milli funda.
Umsókn nr. 40477 (01.81.61)
090246-2839
Sigurður O Kjartansson
Frostaskjól 63 107 Reykjavík
11. Steinagerði 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ES teiknistofunnar, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Steinagerði, dags. 3. nóvember 2004.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 30431
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 322 frá 2. nóvember 2004 og nr. 323 frá 9. nóvember 2004.
Umsókn nr. 30427
13. Grafarholt - götuheiti,
Byggingarfulltrúi leggur til, með vísan til greinargerðar og tillögu Þórhalls Vilmundarsonar prófessors, að gatan austan Klausturstígs fái heitið Kapellustígur.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 29145 (01.18.120.6)
280145-4249
Lára Ingibjörg Ólafsdóttir
Skólavörðustígur 24 101 Reykjavík
14. Skólavörðustígur 24, hækka og br.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 08.09.04. Sótt er um leyfi samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 20.09.2004, til þess að byggja eina hæð úr timbri klæddu bárujárni ofan á húsið á lóðinni nr. 24 við Skólavörðustíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30.09.04. Málið var í kynningu frá 5. október til 2. nóvember 2004. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30458 (01.62.880.1)
670269-2569
Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
15. Laufásvegur Valur, (fsp) viðbygging ofl.
Spurt er hvort leyft yrði að byggja upp íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti.
Fyrirspurnartillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Að núverandi stærra íþróttahús (salur) verði rifið og nýtt íþróttahús ásamt áhorfendastúku byggt í þess stað.
Að aðalleikvangur félagsins verði færður á núverandi malarvöll.
Að tengibygging milli nýs íþróttahúss og eldri bygginga verði stækkuð.
Að síðar verði byggt knattspyrnuhús á svæðinu.
Á uppdráttum er einnig sýndur frágangur og bílastæði á lóð. Gert er ráð fyrir allt að fjögurra metra hárri girðingu umhverfis íþróttasvæðið.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum og með vísan til athugasemda á fyrirspurnarblaði.
Umsókn nr. 10070
16. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 29. október og 5. nóvember 2004.
Umsókn nr. 40494 (01.63.4)
17. Eggertsgata, stúdentagarðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m., varðandi afmörkun lóðar fyrir stúdentagarða við Eggertsgötu.
Umsókn nr. 40231 (04.1)
631190-1469
Byggingafélag námsmanna
Laugavegi 66 101 Reykjavík
18. Grafarholt austur, Klausturstígur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m., varðandi auglýsingu á deiliskipulagi svæðis fyrir námsmannaíbúðir við Klausturstíg.
Umsókn nr. 30407 (02.0)
19. Gufunes, útivistarsvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m., varðandi deiliskipulag útivistarsvæðis í Gufunesi.
Umsókn nr. 40539 (01.79)
20. Sléttuvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu aðalskipulagi við Sléttuveg.
Umsókn nr. 40484 (01.79)
21. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð D við Sléttuveg.
Umsókn nr. 40487
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
22. Stekkjarbrekkur, deiliskipulag atvinnulóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. s.m., varðandi auglýsingu deiliskipulags atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum.
Umsókn nr. 40180 (05.13.62)
130254-7649
Sveinn Ívarsson
Grundarhvarf 9 203 Kópavogur
23. Þorláksgeisli 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 5. nóvember 2004, varðandi ósk Félagsbústaða hf. um endurupptöku á þeirri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar 30. júní s.l. að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkti svohljóðandi tillögu:
Fram kemur í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 30. júní s.l. að sú ákvörðun nefndarinnar að hafna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Þorláksgeisla byggir á umsögn skipulagsfulltrúa frá 28. s.m. Eins og kemur fram í erindi Félagsbústaða er í umræddri umsögn ekki tekið undir þær athugasemdir sem gerðar voru við tillöguna er hún var grenndarkynnt. Ákvörðun um synjun tillögunnar var því ekki studd nægjanlega skýrum rökum og beinir borgarráð því þeim tilmælum til skipulags- og byggingarnefndar að hún taki málið upp að nýju.
Einnig lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu til borgarráðs, dags. 25. október 2004.
Samþykkt að taka málið upp að nýju og jafnframt að vísa því til efnislegrar afgreiðslu borgarráðs.