Sogavegur, Vonarland,
Kleifarsel 28 - Seljaskóli,
Gufunes,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Sandavað 9-15,
Selvað 7-11,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Ártúnshöfði, austurhluti,
Grensásvegur 11,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Kjalarnes, Álfsnes,
Langholtskirkja,
Sigtún 38,
Skipasund 9,
Stekkjarbakki 2, Staldrið,
Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni,
Skipulags- og byggingarnefnd
159. fundur 2004
Ár 2004, miðvikudaginn 19. maí kl 09:00, var haldinn 159. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir,
Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdótttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Bragadóttir, Ívar Pálsson, Bjarni Þór Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Magdalena M. Hermannsdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Helga Guðmundsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Ágústa veinbjörnsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 40213 (01.81.12)
110873-3799
Magnús Einarsson
Kristnibraut 75 113 Reykjavík
1. Sogavegur, Vonarland,
Lögð fram fyrirspurn Magnúsar Einarssonar, um hvort rífa megi núverandi hús og byggja nýtt að Vonarlandi við Sogaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6.05.04.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 40274 (04.96.52)
2. Kleifarsel 28 - Seljaskóli, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkinn, dags. 12.05.04 að breyttu deiliskipulagi Seljaskóla.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 30407 (02.0)
3. Gufunes, útivistarsvæði
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.10.03 og tillaga Landark, dags. 19.01.04, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Gufunesi. Einnig lagðir fram punktar og athugasemdir starfsmanna ÍTR, dags. 30.01.04.
Frestað milli funda.
Umsókn nr. 29454
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessarri er fundargerð nr. 298 frá 18. maí 2004.
Jafnframt lagður fram liður nr. 39 frá 4. maí 2004.
Umsókn nr. 29378 (04.77.240.1)
411199-2159
Keflavíkurverktakar hf
Byggingu 551 235 Keflavíkurflugvöllu
5. Sandavað 9-15, fjölbýlish. 34 íb., 28 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með tveimur stigahúsum, samtals þrjátíu og fjórum íbúðum ásamt geymslu- og bílageymslukjallara fyrir 28 bíla á lóð nr. 9-15 við Sandavað.
Jafnframt er lagt til að húsið verði framvegis nr. 9 og 11 við Sandavað.
Stærð: Íbúð geymslukjallari 338,2 ferm., 1. hæð 1067 ferm., 2. hæð 1072,4 ferm., 3. hæð 890,4 ferm., bílageymslukjallari 1309,4 ferm., samtals 4677,6 ferm., 13852,6 rúmm.
B-rými (svalagangar) 330,6 ferm., 925,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 798.023
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29425 (04.77.220.3)
560589-1159
Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
6. Selvað 7-11, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögurra hæða steinsteypt fjölbýlishús með þremur stigahúsum, samtals tuttugu og átta íbúðum ásamt geymslu og bílakjallara á lóð nr. 7-11 við Selvað.
Stærð: Íbúð kjallari 397,9 ferm., 1. hæð 755,9 ferm., 2. hæð 740,4 ferm., 3. hæð 740,4 ferm., 4. hæð 620,8 ferm., bílgeymsla 791,8 ferm., samtals 4047,2 ferm., 11907,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 643.016
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 10070
7. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 7. og 14. maí 2004.
Umsókn nr. 40193
671197-2919
Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
8. Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi, v/Stórhöfða 44, 45 og 46
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 28.04.04 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi á Ártúnshöfða austurhluta, hvað varðar lóðirnar nr. 44, 45 og 46 við Stórhöfða.
Umsókn nr. 40116 (01.46.110.2)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
9. Grensásvegur 11, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5.05.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 11 við Grensásveg.
Umsókn nr. 20014
10. Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 28.04.04 varðandi úthlutun úr húsverndarsjóði árið 2004.
Umsókn nr. 40211
510588-1189
Sorpeyðing höfuðborgarsvæðis bs
Vesturlandsv Gufunesi 112 Reykjavík
11. Kjalarnes, Álfsnes, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5.05.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi við urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
Umsókn nr. 40215 (01.43.30)
281043-3589
Þórarinn Þórarinsson
Flyðrugrandi 6 107 Reykjavík
12. Langholtskirkja, heimild
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21.04.04 varðandi teikningar að nýju klukkuporti við Langholtskirkju.
Umsókn nr. 20406 (01.36.60)
13. Sigtún 38, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13.05.04 vegna kæru tólf íbúa og eigenda íbúða að Sigtúni 27 og 39, Hofteigi 4 og Laugateigi 4, Reykjavík á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. september 2002 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Sigtún í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 11. september 2002 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 38 við Sigtún í Reykjavík. Kröfum um að úrskurðarnefndin breyti hinni kærðu ákvörðun er vísað frá nefndinni.
Umsókn nr. 40280 (01.35.60)
14. Skipasund 9, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13.05.04 vegna kæru á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar frá 24. apríl 2002 um niðurrif óleyfisbyggingar að Skipasundi 9, að viðlögðum dagsektum.
Úrskurðarorð: Hin kærða ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 24. apríl 2002, er borgarráð staðfesti hinn 30. apríl s.á., er felld úr gildi. Kröfu kæranda um að skipulags- og byggingarnefnd beri að veita byggingarleyfi vegna viðbyggingar við bílskúr að Skipasundi 9, Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 40217 (04.60.20)
15. Stekkjarbakki 2, Staldrið,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.05.04 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21.04.04 varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð Staldursins, nr. 2 við Stekkjarbakka.
Umsókn nr. 40002
16. Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni, ítrekun
Lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2004, vegna fyrispurnar Ólafs F. Magnússonar frá 10. mars 2004.