Fiskislóð 1, 3 og 5-9, Grafarholt, Hálsahverfi, Skútuvogur 2, Hörpugata 4, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , Ásvallagata 11, Ásvallagata 13, Bergstaðastræti 20, Breiðagerði 20, Efstasund 37, Freyjugata 6, Hjallavegur 34-36, Hörpugata 4, Jónsgeisli 49, Klettháls 2, Klettháls 4, Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, Sólvallagata 80-84, Sörlaskjól 5, Heiðargerði 76, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bæjarháls, Hraunbær, Engjateigur 17-19, Jafnasel 2-4, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Kjalarnes, Esjumelar, Kjalarnes, Mógilsá, Kjalarnes, Mógilsá, Reitur 1.152.4, Reykjavíkurflugvöllur, Skipulags- og byggingarnefnd, Vesturhöfnin, Viðarás 85, Þjónustumiðstöðvar, Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,

Skipulags- og byggingarnefnd

138. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 09:00, var haldinn 138. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Kristján Guðmundsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30325
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
1.
Fiskislóð 1, 3 og 5-9, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 01.08.03, að skipulagi lóðanna nr. 1, 3 og 5 og 9 við Fiskislóð. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.08.03 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.08.03. Málið var í auglýsingu frá 26. september til 7. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt með breytingu varðandi landnotkun í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30492 (04.1)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
2.
Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi svæðis 4
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, dags. 06.11.03 að breytingu á deiliskipulagi svæðis 4, við Vínlandsleið.
Framlögð tillaga samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki er talin þörf á kynningu þar sem breytingin varðar eingöngu hagsmuni umsækjanda og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 30335 (04.32)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
3.
Hálsahverfi, breytingar á deiliskipulagi
Lagður fram uppdr. Arkís ehf, dags. 10.11.03, að endurskoðuðu deiliskipulagi austurhluta Hálsahverfis. Einnig lagt fram bréf Landsvirkjunar, dags. 30.09.03 og tölvubréf Ístaks, dags. 02.10.03.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
4.
Skútuvogur 2, bíla- og aðkomuplan
Lagt fram bréf Verkfræðiþjónustu Guðmundar G. Þórarinssonar, f.h. Barðans ehf. dags. 22. október 2003, varðandi bílastæðapall við Skútuvog 2, samkv. uppdr. Teiknistofu Karl-Erik Rocksén arkitekts, dags. í sept. 2003. Einnig lögð fram bréf Verkfræðistofu, dags. 5. nóvember 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. ágúst 2003.
Frestað.

Umsókn nr. 30496 (01.63.57)
5.
Hörpugata 4, skipting lóðar
Lagt fram bréf mælingadeildar, dags. 18.11.03, ásamt tillöguuppdrætti, dags. 18.11.03, að skiptingu lóðarinnar Hörpugötu 4.
Skipting lóðarinnar samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 28415
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa , fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 275 frá 18. nóvember 2003, án liða nr. 7 og 30.


Umsókn nr. 28027 (01.16.230.4)
230853-3209 Ragnheiður Hrafnkelsdóttir
Ásvallagata 11 101 Reykjavík
7.
Ásvallagata 11, kvistur og svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Ásvallagötu, samkv. uppdr. Á stofunni arkitektar, dags. 12.08.03, síðast breytt 30.09.03.
Jafnframt er erindi 27801 dregið til baka.
Samþykki meðeigenda dags. 8. september 2003 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 14. október til 12. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun kvistur 13,5 ferm. og 33,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.693
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 27800 (01.16.230.3)
050663-3029 Halla Helgadóttir
Ásvallagata 13 101 Reykjavík
8.
Ásvallagata 13, kvistur og svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 13 við Ásvallagötu, samkv. uppdr. Á stofunni arkitektar, dags. 12.08.03, síðast breytt 30.09.03. Samþykki meðeigenda dags. 2. september 2003 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 14. október til 12. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun kvistur 13,5 ferm. og 33,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.693
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28297 (01.18.401.1)
301048-4679 Einar Torfi Ásgeirsson
Álfheimar 42 104 Reykjavík
9.
Bergstaðastræti 20, reyndarteikn.- bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2003, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi sem sýnir tvílyft timburhús með lágum geymslukjallara þar sem sýnd er ein íbúð á hvorri hæð ásamt áður byggðum bílskúr á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingarfræðings, dags. 28.10.03. Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram samþykki nágranna áritað á uppdrætti, dags. 8. nóv. 2003.
Virðingargjörð dags. 21. janúar 1943 og 12. júní 1918 ásamt ljósriti úr bókum lóðarskrárritara frá 1905-1916 fylgja erindinu.
Stærð: Áður byggður bílskúr 27,3 ferm., 70,3 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.585
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28032 (01.81.7-9.9)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10.
Breiðagerði 20, viðbygging við skóla
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23.09.03. Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypta viðbyggingu ásamt kjallara og lagnakjallara að suðurhlið Breiðagerðisskóla á lóð nr. 20 við Breiðagerði skv. uppdr. Kanon arkitekta, dags. 12.09.03 og nýrri afstöðumynd, dags. 07.10.03. Bréf hönnuðar ódags. fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 15. október til 13. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Samtals stækkun 1830,9 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Helga Bragadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 28062 (01.35.710.3)
250444-2739 Kolfinna Sigurvinsdóttir
Efstasund 37 104 Reykjavík
11.
Efstasund 37, svalir - tröppur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja tröppu að garði frá svölum á 1. hæð og stækka svalir við suðurhlið 1. hæðar tvíbýlishússins á lóð nr. 37 við Efstasund, samkv. uppdr. Kjartans Rafnssonar tæknifræðings, dags. 15.09.03. Einnig lögð fram samþykki nágranna, dags. 14.11.03.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28258 (01.18.452.3)
440599-2579 Freyjugata 6,húsfélag
Freyjugötu 6 101 Reykjavík
12.
Freyjugata 6, br á kvist o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29.10.03 ásamt uppdr. Stefáns Arnar Stefánssonar ark. dags. 20.10.03. Sótt er um leyfi til að rífa kvist en byggja í staðinn ofan á norðurhluta útveggjar suðvesturhliðar (bakhliðar) hússins nr. 6 við Freyjugötu. Jafnframt verði rifin viðbygging við bakhlið og byggð önnur stærri í staðin, gerðar svalir ofan á henni og breytt fyrirkomulagi innanhúss. Samþykki nágranna fylgir áritað á teikningu, dags. 6. nóv. 2003.
Fylgiskjal með eignaskiptasamningi fyrir Freyjugötu 10 vegna umgangsréttar til handa Freyjugötu 6, dags. 6. nóv. 1999.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27989 (01.35.421.0)
010469-4149 Edda Lára Kaaber
Hjallavegur 36 104 Reykjavík
13.
Hjallavegur 34-36, nr. 36 breyting inni, kvistur
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til breyta innra fyrirkomulagi og byggja ofanábyggingu (kvist) úr timbri á húsið nr. 36 á lóðinni nr. 34-36 við Hjallaveg, samkv. uppdr. Sigurðar Harðarsonar arkitekts, dags. 01.09.03 og 29.09.03. Samþykki meðeiganda og nokkurra nágranna (á teikn.) fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 15. október til 13. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 24,0 ferm. og 45,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.331
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28383 (01.63.570.1)
030975-3329 Ásmundur Vilhjálmsson
Langholtsvegur 61 104 Reykjavík
14.
Hörpugata 4, nr. 4A, einbýli+bílsk.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús úr forsteyptum einingum ásamt bílskúr einnig úr forsteyptum einingum á lóð nr. 4A við Hörpugötu.
Stærð: Einbýlishús (matshluti 01) 1. hæð 81 ferm., 2. hæð 75,6 ferm., samtals 156,6 ferm., 506,5 rúmm., bílskúr (matshluti 02) 32,2 ferm., 105,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 31.212
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til grenndarkynningar.


Umsókn nr. 28398 (04.11.340.1)
290963-2149 Ólafur Haukur Þórólfsson
Miðhús 20 112 Reykjavík
15.
Jónsgeisli 49, einbýlish. 2.h, innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 49 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 87,6 ferm., 2. hæð 101,2 ferm., bílgeymsla 24,7 ferm., samtals 213,5 ferm., 773,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 39.443
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28380 (04.34.620.1)
040657-3559 Birgir Reynisson
Steinagerði 5 108 Reykjavík
16.
Klettháls 2, eitt hús, tvær bílasölur
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft timburhús klætt með álklæðningu fyrir tvær bílasölur á lóð nr. 2 við Klettháls.
Stærð: Atvinnuhús samtals 213 ferm., 836,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 42.646
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 28381 (04.34.650.1)
040657-3559 Birgir Reynisson
Steinagerði 5 108 Reykjavík
17.
Klettháls 4, tvö hús, fjórar bílasölur
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö einlyft timburhús klædd með álklæðningu fyrir tvær bílasölur hvort hús á lóð nr. 4 við Klettháls.
Stærð: Atvinnuhús (matshluti 01) samtals 213 ferm., 836,2 rúmm., atvinnuhús (matshluti 02) samtals 213 ferm., 836,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 85.292
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 28117 (01.13.82)
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
18.
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu fyrir mötuneyti að vesturhlið Vesturbæjarskóla á lóðinni nr. 67 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. í sept. 2003. Málið var í kynningu frá 14. október til 12. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun viðbygging 109 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28249 (01.13.340.1)
560589-1159 Gissur og Pálmi ehf
Staðarseli 6 109 Reykjavík
19.
Sólvallagata 80-84, vörumóttskýli+ br. á geymsl. í kj.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28.10.03. Sótt er um leyfi til þess að byggja vörumóttökuskýli við bakhlið húss nr. 84 og skipta geymslu (0011) í kjallara húss nr. 80 í tvær geymslur á lóð nr. 80-84 við Sólvallagötu.
Stærð: Vörumóttökuskýli (B-rými) 36,3 ferm., 100,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 5.136
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28081 (01.53.210.9)
200258-4799 Jón Ólafur Ísberg
Sörlaskjól 5 107 Reykjavík
290264-2519 Oddný Ingiríður Yngvadóttir
Sörlaskjól 5 107 Reykjavík
20.
Sörlaskjól 5, kvistur - hurð út í garð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir arni í stofu, byggja tröppur og sólpall að suðurhlið fyrstu hæðar og byggja kvist og innrétta baðherbergi á austurhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 5 við Sörlaskjól, samkv. uppdr. Glámu-Kím, dags. 25.02.03.
Bréf hönnuðar dags. 29. apríl 2003 fylgir erindinu.
Samþykki meðeigenda dags. í apríl 2003 og samþykki eigenda Sörlaskjóls 3,. 7 og 12 einnig dags. í apríl 2003 fylgja erindinu. Jafnframt fylgir samþykki meðeigenda og nágranna á teikningu.
Málið var í kynningu frá 14. október til 12. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna kvists 4,45 ferm. og 6,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 342
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28232 (01.80.220.6)
270631-4529 Guðmundur Ó. Eggertsson
Heiðargerði 76 108 Reykjavík
21.
Heiðargerði 76, (fsp) lyfta þaki, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta hluta þaks, setja nýjan kvist á austurþekju og tvo kvisti á vesturþekju ásamt leyfi fyrir svölum á hluta lárétts þaks viðbyggingar á lóð nr. 76 við Heiðargerði.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.
Grenndarkynna þarf tillögu í samræmi við fyrirspurn þegar hún berst.


Umsókn nr. 10070
22.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 14. nóvember 2003.


Umsókn nr. 30223 (04.3)
23.
Bæjarháls, Hraunbær, kæra
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. nóvember 2003 vegna kæru á samþykkt borgarráðs frá 23. október 2001 um breytingu á deiliskipulagsreit á móts við Hraunbæ 102-120.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 22902 (01.36.730.3 01)
580998-2089 Ráð og rekstur ehf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
24.
Engjateigur 17-19, Snyrtistofa
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. nóvember 2003 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 10.04.01 um að veita leyfi til að innrétta snyrtistofu í eignarhluta 0103 í húsi nr. 17-19 við Engjateig.
Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 10. apríl 2001, að veita leyfi til að innrétta snyrtistofu í eignarhluta 0103 í húsinu nr. 17-19 við Engjateig, er hafnað.




Umsókn nr. 30454 (04.99.31)
25.
Jafnasel 2-4, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. s.m. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi varðandi landnotkun að Jafnaseli 2-4.


Umsókn nr. 30449 (01.25.4)
671197-2919 Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
26.
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Kennaraháskóla/Sjómannaskóla.


Umsókn nr. 30445
27.
Kjalarnes, Esjumelar, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. s.m. um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna göngustíga á Esjumelum.


Umsókn nr. 30226
28.
Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mógilsár.


Umsókn nr. 30226
29.
Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram athugasemdabréf Lögskila ehf, f.h. Írisar Sigurjónsdóttur, dags. 13.11.03.
Formaður og forstmaður lögfræði og stjórnsýslu gerðu grein fyrir málinu og afturköllun á auglýsingu tillögunnar.

Umsókn nr. 20189 (01.15.24)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
30.
Reitur 1.152.4, suðvesturhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. varðandi auglýsingu deiliskipulag reits 1.1525.4, sem afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Lindargötu og Vatnsstíg.


Umsókn nr. 30444 (01.6)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
31.
Reykjavíkurflugvöllur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. varðandi auglýsingu breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, flugvallargeira 3.


Umsókn nr. 552
32.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 6. nóvember 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 15., 22. og 29. október 2003.


Umsókn nr. 30324 (01.0)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
33.
Vesturhöfnin, landnotkun, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 5. s.m. um auglýsingu breytingar á aðalskipulagi varðandi breytta landnotkun Vesturhafnar.


Umsókn nr. 30284 (04.38.75)
040160-4939 Gyða Jónsdóttir
Viðarás 85 110 Reykjavík
34.
Viðarás 85, lóð í fóstur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. nóvember 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. s.m. um breytingu á afmörkun þess lands er komið var í fóstur eiganda hússins að Viðarási 85, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs 12. ágúst s.l.


Umsókn nr. 30448
35.
Þjónustumiðstöðvar, Kynning
Dagur B. Eggertsson og Regína Ásvaldsdóttir kynntu stöðu vinnu við þjónustumiðstöðvar.




Umsókn nr. 30415
36.
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, verklýsing
Lögð fram endurskoðuð verkáætlun, dags. 17.11. 2003.