Vatnagarðar 4-28, Hádegismóar, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bólstaðarhlíð 10, Hjallavegur 14, Ingólfsstræti 5, Jónsgeisli 79-81, Skólavörðustígur 44, Sóleyjarrimi 33-49, Sóleyjarrimi 51-63, Sóleyjarrimi 67-81, Sporðagrunn 13, Sundabakki 6, Þorláksgeisli 122, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Sóleyjargata 25,

Skipulags- og byggingarnefnd

137. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 09:02, var haldinn 137. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Þórhildur L. Ólafsdóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Jóhannes Kjarval. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30328 (01.33.7)
660589-1399 Arkitektastofa Finns/Hilmar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
1.
Vatnagarðar 4-28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Á stofunni arkitektar, dags. 28. ágúst 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 4-8 við Vatnagarða. Málið var í kynningu frá 19. september til 17. október 2003. Lagt fram athugasemdabréf Volta ehf, dags. 14.10.03, ásamt undirskriftalista með nöfnum 44 starfsmanna fyrirtækja við Vatnagarða, Nastar ehf, dags. 13.10.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2003.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30443 (04.1)
2.
Hádegismóar, íþróttasvæði Fylkis, forsögn
Lögð fram skipulagsforsögn að íþróttasvæði Fylkis í Hádegismóum.
Samþykkt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að skipulagið verði unnið í samráði við Fylki, ÍTR, hverfisráð Árbæjar og annara aðila sem hagsmuna eiga að gæta.


Umsókn nr. 28363
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 273 frá 11. nóvember 2003.
Jafnframt lagðir fram liðir nr. 14 og 40 frá 21. október 2003.


Umsókn nr. 27942 (01.27.300.5)
081070-4239 Birgitta Gunnarsdóttir
Bólstaðarhlíð 10 105 Reykjavík
4.
Bólstaðarhlíð 10, svalir og fl. br.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 1.október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og útbúa svalir á suðurhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 10 við Bólstaðarhlíð, samkv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, dags. 29.07.03.
Jafnframt er gerð grein fyrir áður gerðri verönd íbúðar í kjallara hússins. Samþykki meðeigenda dags. 6. ágúst, 1. september og 3. september 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 7. október til 4. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27413 (01.35.311.3)
010865-5579 Rebekka Rós Guðmundsdóttir
Hjallavegur 14 104 Reykjavík
5.
Hjallavegur 14, br á inngangi ofl
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 1. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir útitröppur og gera svalir, allt úr timbri, við suðausturhlið hússins nr. 14 við Hjallaveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Striksins, dags. 03.06.03, breytt. 01.07.03. Jafnframt er sótt um leyfi til að einangra aðra útveggi hússins að utan með 50 mm steinull og múrhúða og steina. Samþykki eiganda húss nr. 16 (á teikn.) og kaupsamingur vegna eignar í kjallara dags. 28. júlí 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 7. október til 4. nóvember 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 11,2 ferm og 44,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.254
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 26531 (01.17.121.8)
610200-2570 Eldhugar ehf
Nýbýlavegi 10 200 Kópavogur
6.
Ingólfsstræti 5, vínveitingastaður
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23.09.03. Sótt er um leyfi til þess að innrétta kaffi og vínveitingastað á 1. hæð og í kjallara atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Ingólfsstræti.
Jafnframt er erindi 25502 dregið til baka.
Bréf umsækjanda dags. 20. janúar 2003, ljósrit af bréfi hverfisstjóra skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 8. maí 2002, umsögn burðavirkishönnuðar dags. 17. september 2002, bréf hönnuðar dags. 3. apríl 2003, greinagerð vegna hljóðvistar dagsett 26. maí 2003, mótmæli meðeigenda dags. 13. mars 2003 og álit Kærunefndar fjöleignarhúsamála dags. 15. september 2003 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 1. til 30. október 2003. Lagt fram athugasemdabréf TCM Alþjóðainnheimtu, dags. 13.10.03, húseigenda Ingólfsstræti 7 og 7a, dags. 13.10.03, íbúa Ingólfsstræti 8, dags. 13.10.03, AFS á Íslandi, dags. 27.10.03, Lögfræðistofu Atla Gíslasonar, dags. 27.10.03, Eiríks Ágústs Guðjónssonar, Ingólfsstræti 7a, dags. 28.10.03, Alberts Sævarssonar, Ingólfsstræti 2, dags. 29.10.03, Sæmundar Ásgeirssonar, mótt. 29.10.03, Ásmundar Kristjánssonar, Ingólfsstræti 7, dags. 24.10.03, Hönnu Zoega Sveinsdóttur f.h. íbúa í Bankastræti 14, dags. 29.10.03, Benónýs Ægissonar, Skólavörðustíg 4C, dags. 29.10.03, eigenda Skólavörðustígs 4a/b, dags. 30.10.03., Ljóss og Lífs ehf, Ingólfsstræti 8, dags. 28.10.03, Emblu Productions Brúðugerð, Háuhlíð 12, dags. 28.10.03, íbúa Ingólfsstrætis 10, dags. 27.10.03, eigenda Ingólfsstrætis 6, mótt. 30.10.03, Hildar Jónsdóttur, Ingólfsstræti 7, dags. 29.10.03, HVE ehf, Sóltúni 11, dags. 30.10.03.
Gjald kr. 5.100
Frestað.

Umsókn nr. 28352 (04.11.320.2)
431201-2670 Rimabær ehf
Kaplahrauni 1 220 Hafnarfjörður
7.
Jónsgeisli 79-81, Parhús.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús úr forsteyptum einingum með tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 79-81 við Jónsgeisla.
Húsið fer lítillega út fyrir byggingarreit á suðurhlið.
Stærð: Hús nr. 79 (matshl. 01) 1. hæð íbúð 101,0 ferm., 2.hæð 70,6 ferm., bílgeymsla 24,4 ferm.
Samtals 196,0 ferm. og 625,8 rúmm.
Hús nr. 81 (matshl. 02) 1. hæð íbúð 101,0 ferm., 2.hæð 70,6 ferm., bílgeymsla 24,4 ferm.
Samtals 196,0 ferm. og 625,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 63.832
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27940 (01.18.140.6)
021259-3579 Böðvar Björnsson
Skólavörðustígur 44 101 Reykjavík
8.
Skólavörðustígur 44, viðbygging ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 10.09.03. Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta anddyrisviðbyggingu með glerhýsi og svölum að suðvesturhlið fyrstu og annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 44 við Skólavörðustíg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að endurbyggja og stækka lítillega geymslu- og vinnuskúr á lóðinni.
Samþykki nágranna Skólavörðustíg nr. 42 og 44A og Lokastíg 25 dags. 28. ágúst 2003 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 2. - 31. okt. 2003. Athugasemdabréf bárust frá eiganda að risíbúð að Lokastíg 25, dags. 03.10.03, Bjarna Þ. Bjarnasyni og eiganda kjallaraíbúðar að Lokastíg 25, dags. 19.10.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2003.
Stærð: Stækkun íbúðarhúss (matshl. 01) 13,4 ferm. og 34,2 rúmm.
Stækkun vinnuskúrs (matshl. 02) 1,4 ferm. og 12,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.382
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28344
581298-3749 Úthlíð ehf
Dimmuhvarfi 27 203 Kópavogur
9.
Sóleyjarrimi 33-49, Raðh. m.9 íb. og innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft raðhús einangrað að utan og klætt með flísum og timbri með samtals níu íbúðum og jafn mörgum innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 33-49 við Sóleyjarrima.
Stærð: Hús nr. 33 (mhl. 01) íbúð 1. hæð 82,3 ferm., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 216,3 ferm., 682,4 rúmm. Hús nr. 35 (mhl. 02) íbúð 1. hæð 81,3 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,4 ferm., 677,2 rúmm. Hús nr. 37 (mhl. 03) íbúð 1. hæð 81,3 ferm., 2. hæð 101,4 ferm., bílgeymsla 31,2 ferm., samtals 213,9 ferm., 675,3 rúmm. Hús nr. 39 (mhl. 04) íbúð 1. hæð 81,1 ferm., 2. hæð 101,3 fem., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 213,8 ferm., 675,2 rúmm. Hús nr. 41 (mhl. 05) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 214 ferm., 675,9 rúmm. Hús nr. 43 (mhl. 06) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,5 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,2 ferm., 676,3 rúmm. Hús nr. 45 (mhl. 07) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,3 ferm., 677 rúmm. Hús nr. 47 (mhl. 08) íbúð 1. hæð 81,3 ferm., 2. hæð 101,7 ferm., bílgeymsla 31,6 ferm., samtals 214,6 ferm, 677,7 rúmm. Hús nr. 49 (mhl. 09) íbúð 1. hæð 81,9 ferm., 2. hæð 95,6 ferm., bílgeymsla 32 ferm., samtals 209,5 ferm., 645,9 rúmm.
Raðhús samtals 1925 ferm., 6062,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 309.208
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28346 (02.53.630.1)
510294-2629 Eikarás ehf
Seljugerði 1 108 Reykjavík
10.
Sóleyjarrimi 51-63, Raðh. m.7íb. + innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt tvílyft raðhús einangrað að utan og klætt með flísum og timbri með samtals sjö íbúðum og jafnmörgum innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 51-63 við Sóleyjarrima.
Stærð: Hús nr. 51 (mhl. 01) íbúð 1. hæð 84,8 ferm., 2. hæð 96,9 ferm., bílgeymsla 30,5 ferm., samtals 212,2 ferm., 656,7 rúmm. Hús nr. 53 (mhl. 02) íbúð 1. hæð 84,5 ferm., 2. hæð 103,6 ferm., bílgeymsla 29,5 ferm., samtals 217,6 ferm., 692 rúmm. Hús nr. 55 (mhl. 03) íbúð 1. hæð 84,4 ferm., 2. hæð 103,5 ferm., bílgeymsla 29,5 ferm., samtals 217,4 ferm., 691,4 rúmm. Hús nr. 57 (mhl. 04) íbúð 1. hæð 84,4 ferm., 2. hæð 103,4 ferm., bílgemsla 29,5 ferm., samtals 217,3 ferm., 691 rúmm. Hús nr. 59 (mhl. 05) íbúð 1. hæð 84,3 fem., 2. hæð 103,4 ferm., bílgeymsla 29,6 ferm., samtals 217,3 ferm., 690,6 rúmm. Hús nr. 61 (mhl. 06) íbúð 1. hæð 84,2 ferm., 2. hæð 103,4 ferm., bílgeymsla 29,6 ferm., samtals 217,3 ferm., 690,5 rúmm. Hús nr. 63 (mhl. 07) íbúð 1. hæð 85,5 ferm., 2. hæð 104,6 ferm., bílgeymsla 29,7 ferm., samtals 219,8 ferm., 698,2 rúmm.
Raðhús samtals 1518,9 ferm., 4810,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 245.346
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28345 (02.53.630.3)
581298-3749 Úthlíð ehf
Dimmuhvarfi 27 203 Kópavogur
11.
Sóleyjarrimi 67-81, Raðh. m.8 íb.+ innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús einangrað að utan og klætt með flísum og timbri með samtals átta íbúðum og jafnmörgum innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 67-81 við Sóleyjarrima.
Stærð: Hús nr. 67 (mhl. 01) íbúð 1. hæð 82,3 ferm., 2. hæð 102,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 216,1 ferm., 682,6 rúmm. Hús nr. 69 (mhl. 02) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 214 ferm., 675,9 rúmm. Hús nr. 71 (mhl. 03) íbúð 1.hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 214 ferm., 675,6 rúmm. Hús nr. 73 (mhl. 04) íbúð 1. hæð 81,1 ferm., 2. hæð 101,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 213,9 ferm., 675,7 rúmm. Hús nr. 75 (mhl. 05) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,5 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,2 ferm., 676,2 rúmm. Hús nr. 77 (mhl. 06) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,3 ferm., 676,7 rúmm. Hús nr. 79 (mhl. 07) íbúð 1. hæð 81,2 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 31,5 ferm., samtals 214,3 ferm., 676,8 rúmm. Hús nr. 81 (mhl. 08) íbúð 1. hæð 81,8 ferm., 2. hæð 95,5 ferm., bílgeymsla 32 ferm., samtals 209,3 ferm., 645,3 rúmm.
Raðhús samtals 1710,1 ferm., 5384,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 274.625
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28254 (01.35.060.2)
260647-2379 Hólmfríður Gísladóttir
Sporðagrunn 13 104 Reykjavík
12.
Sporðagrunn 13, br. á suðursvölum
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svalir í suður á 3. hæð íbúðarhússins á lóð nr. 13 við Sporðagrunn, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta ehf, dags. 25.08.01, breytt 21.10.03. Samþykki meðeigenda (á teikningum) fylgir erindinu. Einnig lagt fram samþykki þess sem grenndarkynnt var fyrir áritað á teikningu, dags. 03.11.03.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28176 (01.33.840.1)
510169-1829 Eimskipafélag Íslands hf
Pósthússtræti 2 101 Reykjavík
13.
Sundabakki 6, geymslutjald
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. nóvember 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að reisa bráðabirgðabyggingu úr límtré og tjalddúk er fái að standa í allt að tvö ár á lóðinni nr. 6 við Sundabakka, samkv. uppdr. Teiknistofu Garðars Halldórssonar, dags. 08.10.03. Bréf hönnuðar dags. 24. október 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Geymslutjald 1503,5 ferm. og 8896 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 453.696
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28347 (04.13.580.5)
260564-4989 Hannes Frímann Sigurðsson
Þorláksgeisli 112 113 Reykjavík
14.
Þorláksgeisli 122, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 122 við Þorláksgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
15.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 7. nóvember 2003.


Umsókn nr. 30470 (01.18.54)
16.
Sóleyjargata 25, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 3. nóvember 2003, varðandi kæru íbúa að Sóleyjargötu 23, Fjólugötu 21 og Fjólugötu 23, á þeirri ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 8. maí 2002 að heimila Kennarasambandi Íslands að breyta einbýlishúsinu að Sóleyjargötu 25 í orlofsíbúðir.
Úrskurðarorð: Ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 8. maí 2002, sem staðfest var af borgarstjórn hinn 16. sama mánaðar, að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á húsinu að Sóleyjargötu 25, Reykjavík, er staðfest.