Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel,
Kópavogur,
Barónsstígur, Sundhöllin,
Grandavegur 38,
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn,
Vesturhöfnin,
Kjalarnes, Mógilsá,
Kjalarnes, Esjumelar,
Jafnasel 2-4, athafnasvæði,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Drekavogur 14,
Gvendargeisli 74,
Jafnasel 2-4,
Skútuvogur 13,
Þorláksgeisli 19-35,
Þorláksgeisli 52-54,
Þorláksgeisli 56-60,
Þorláksgeisli 106-108,
Skipulags- og byggingarsvið,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Eiríksgata 15,
Grafarholt,
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur,
Hringbraut,
Mýrargötusvæði,
Mýrargötusvæði,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Vesturberg 195,
Viðarrimi 49,
Viðarás 85,
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli,
Skipulags- og byggingarnefnd
135. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 29. október kl. 09:05, var haldinn 135. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Stefán Hermannsson, Helga Guðmundóttir, Margrét Þormar og Bjarni Þór Jónsson.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30415
1. Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel, deiliskipulag
Lögð fram verkáætlun, dags. 24. október 2003.
Kynnt.
Umsókn nr. 30404
2. Kópavogur, Lundur
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 24. september 2003, varðandi skipulag Lundar og tengingu Hafnafjarðavegar, Skeljabrekku og Nýbýlavegar.
Skipulagstillagan kynnt.
Umsókn nr. 30438 (01.19.10)
110274-4839
Birgir Nielsen Þórsson
Langholtsvegur 166 104 Reykjavík
3. Barónsstígur, Sundhöllin, pysluvagn
Lagt fram bréf Birgis Níelssen og Kolbrúnar Ö. Rúnarsdóttur, Langholtsvegi 166, dags. 21. október 2003, varðandi staðsetningu pylsuvagns við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu.
Umsækjanda bent á að sækja um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30440 (01.52.03)
090165-5779
Haraldur Pétursson
Grandavegur 38 107 Reykjavík
4. Grandavegur 38, og Grandavegur 40, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Haraldar Péturssonar, dags. 21.10.03, að breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á lóðarmörkum lóðanna nr. 38 og 40 við Grandaveg.
Samþykkt.
Ekki talin þörf á kynningu þar sem breytingin varðar bara hagsmuni umsækjanda.
Umsókn nr. 30449 (01.25.4)
671197-2919
Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
5. Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkís ehf, dags. 21.10.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Kennaraháskóla/Sjómannaskóla.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 30324 (01.0)
530269-7529
Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
6. Vesturhöfnin, landnotkun
Lögð fram tillaga arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 10.05.03, að landnotkun Vesturhafnar, dags. 09.09.03. Einnig lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12. ágúst 2003.
Frestað á milli funda.
Umsókn nr. 30226
7. Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Jóhanns Árna Sigurjónssonar o.fl., dags. 30. apríl 2003, varðandi ósk um breytingu á deiliskipulagi Mógilsár. Einnig lögð fram tillaga Landmótunar, dags. 23.10.03, að breytingu á deiliskiplagi.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 30445
8. Kjalarnes, Esjumelar, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 22.10.03, að breytingu á aðalskipulagi vegna göngustíga á Esjumelum. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. október 2003.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sem óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 30454 (04.99.31)
9. Jafnasel 2-4, athafnasvæði, breyting á Aðalskipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi í húsinu á lóðinni nr. 2-4 við Jafnasel.
Umsóknin samræmist ekki Aðalskipulagi.
Samþykkt með 6 atkvæðum að auglýsa óverulega breytingu á Aðalskipulagi þar sem landnotkun svæðisins er breytt úr athafnasvæði í miðsvæði.
Vísað til borgarráðs.
Guðmundur Haraldsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 28280
10. >Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 272 frá 28. október 2003.
Jafnframt lagður fram liður nr. 17 frá 7. október 2003.
Umsókn nr. 27647 (01.41.410.5)
250369-2989
Hrund Rudolfsdóttir
Drekavogur 14 104 Reykjavík
11. Drekavogur 14, stækk. kvista, verönd ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingafulltrúa 10.09.03. Sótt er um leyfi til þess að stækka kvisti, setja þakglugga á norðurþekju, setja viðbótar glugga á 1. hæð norðurhliðar, byggja svalir að suðurhlið og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 14 við Drekavog. Málið var kynningu frá 24. september til 22. október 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun kvista samtals 24,7 ferm., 52,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.662
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 28122 (05.13.550.3)
080455-4379
Yngvi Sindrason
Sæviðarsund 102 104 Reykjavík
070158-6049
Vilborg Ámundadóttir
Sæviðarsund 102 104 Reykjavík
12. Gvendargeisli 74, einbýlish. m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 74 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð xxx ferm., bílgeymsla xxx ferm., samtals 209,3 ferm., 767,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 39.137
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28192 (04.99.310.2)
600603-3530
Jafnasel ehf
Nóatúni 17 105 Reykjavík
13. Jafnasel 2-4, breyting inni
Lagt fram bréf frá afgfreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins nr. 2-4 við Jafnasel, samkv. uppdr. Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts, dags. 12.10.03.
Gjald kr. 5.100
Frestað þar sem umsókn samræmist ekki Aðalskipulagi.
Samþykkt hefur verið að auglýsa tillögu að beytingu á Aðalskipulagi sbr. lið nr. 9.
Umsókn nr. 28145 (01.42.740.1)
671296-2309
Hagar ehf
Skútuvogi 7 104 Reykjavík
14. Skútuvogur 13, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. október 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu að suðurhlið fyrstu hæðar atvinnuhúss (matshluti 02) á lóðinni nr. 13 við Skútuvog, samkv. uppdr. ARKO, dags. í okt. 2003.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 15. október 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun viðbygging 22,5 ferm. og 59,5 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.035
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28263 (05.13.650.1)
580489-1259
Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
15. >Þorláksgeisli 19-35, 19-23 fjölbýlish. m. 24 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús nr. 19-23 með þremur stigahúsum og samtals tuttugu og fjórum íbúðum ásamt bílgeymslukjallara fyrir tuttugu og fjóra bíla allt einangrað að utan og klætt með báruðum og sléttum álplötum á lóð nr. 19-35 við Þorláksgeisla.
Stærð: Hús nr. 19-23 (matshluti 03) íbúð geymslur o.fl. í kjallara 164,2 ferm., 1. hæð 982,5 ferm., 2. hæð 954,8 ferm., 3. hæð 954,8 ferm., bílgeymslu 651 ferm., samtals 3707,3 ferm., 11103,3 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 566.268
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28250 (04.13.540.1)
100846-2339
Pálmar Guðmundsson
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
16. Þorláksgeisli 52-54, Raðhús m. 2 íb. og innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með tveimur íbúðum og innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 52-54 við Þorláksgeisla.
Jafnframt er erindi 27612 dregið til baka.
Stærð: Hús nr. 52 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 81 ferm., 2. hæð 101,6 ferm., bílgeymsla 27,1 ferm., samtals 209,7 ferm., 682,7 rúmm. Hús nr. 54 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 52 eða samtals 209,7 ferm., 682,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 69.634
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28251 (04.13.540.2)
100846-2339
Pálmar Guðmundsson
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
17. Þorláksgeisli 56-60, Raðh. m. 3 íb. og bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með þremur íbúðum og þremur innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 56-60 við Þorláksgeisla.
Jafnframt er erindi 27613 dregið til baka.
Stærð: Hús nr. 56 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 79,7 ferm., 2. hæð 100,9 ferm., bílgeymsla 27,7 ferm., samtals 208,3 ferm., 679,4 rúmm. Hús nr. 58 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 77,5 ferm., 2. hæð 98 ferm., bílgeymsla 27,1 ferm., samtals 202,6 ferm., 662,5 rúmm. Hús nr. 60 (matshluti 03) er sömu stærða og hús nr. 56 eða samtals 208,3 ferm., 679,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 103.086
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28221 (04.13.570.6)
201137-3149
Sigurður Pálmi Kristjánsson
Baugatangi 1 101 Reykjavík
18. Þorláksgeisli 106-108, (fsp) sama gólfhæð
Spurt er hvort leyft yrði hækka gólfkóta húss nr. 106 um 30 sm svo báðir hlutar parhússinss yrðu með sama gólfkóta á lóð nr. 106-108 við Þorláksgeisla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Umsókn nr. 30451
19. Skipulags- og byggingarsvið, fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs.
Kynnt.
Umsókn nr. 10070
20. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. október 2003.
Umsókn nr. 28269 (01.19.521.5)
21. Eiríksgata 15, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 20. október 2003. Mál nr. 57/2003, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 21. ágúst 2003 um leyfi til þess að útbúa þrjú bílastæði á baklóð húss nr. 15 við Eiríksgötu.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 30259 (04.1)
22. Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Grafarholti, svæði 3 og Vínlandsleið nr. 1.
Umsókn nr. 30390 (04.1)
23. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. varðandi auglýsingu að breyttu deiliskipulagi byggingarreits E3 fyrir golfæfingaskýli.
Umsókn nr. 30412
24. Hringbraut,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. varðandi breytt deiliskipulag Hringbrautar.
Umsókn nr. 20181 (01.13)
25. Mýrargötusvæði,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2003, varðandi bréf stýrihóps um skipulag Mýrargötusvæðis frá 17. s.m. um niðurstöðu einkunnagjafar og umsögn stýrihópsins, ódags., um tillögu ráðgjafarhópsins sem valinn hefur verið til frekari vinnu.
Umsókn nr. 30450 (01.13)
26. Mýrargötusvæði,
Kynning.
Umsókn nr. 552
27. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 16. október 2003 á B-hluta fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 1. október 2003.
Umsókn nr. 30265 (04.66.08)
28. Vesturberg 195, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 15. s.m. varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 195 við Vesturberg.
Umsókn nr. 30395 (02.52.82)
280566-3229
Bjarni Þorgrímsson
Viðarrimi 49 112 Reykjavík
29. Viðarrimi 49, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf eigenda fasteignarinnar að Viðarrima 49, dags. 5. október 2003, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Einnig lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Hamraborg, dags. 24.09.03, athugasemdabréf Linda Gunnarsdóttur og Bjarna Þorgrímssonar, Viðarrima 49, dags. 26.09.03 og minnisblað mælingadeildar, dags. 24.09.03. Ennfremur lögð fram andmæli Lindu Gunnarsdóttur og Bjarna Þorgrímssonar, Viðarrima 49 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, mótt. 08.07.03, umsögn forst.manns lögfræði og stjórnsýslu, dags. 04.09.03 og krafa Hlöðvers Sigurðssonar, dags. 17.09.03, um stöðvun byggingarframkvæmda við viðbyggingu við húsið að Viðarrima 49.
Í ljósi fyrirliggjandi gagna er samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum breytingu á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við umsókn eigenda fasteignarinnar að Viðarrima 49.
Umsókn nr. 30284 (04.38.75)
040160-4939
Gyða Jónsdóttir
Viðarás 85 110 Reykjavík
30. Viðarás 85, lóð í fóstur
Lagt fram bréf íbúa við Viðarás, dags. 30. ágúst 2003, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum hugmyndum um nýtingu á auðu svæði austan við húsið að Viðarási 85. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2003.
Samþykkt að minnka land það sem eigenda hússins að Viðarási 85 var veitt í fóstur í samræmi við tillögu skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30446 (01.13.82)
31. Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um flutning
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. október 2003, þar sem lagt er til að hús á horni Vesturvallagötu og Sólvallagötu, við hlið lóðar Vesturbæjarskóla, verði fjarlægt og lóðin nýtt sem útivistarsvæði fyrir skólann og hverfið. Full þörf er á því að stækka skólalóðina og bæta aðstöðu nemenda til útivistar. Einnig lögð fram hugmynd skipulagsfulltrúa dags. október 2003 að staðsetningu þeirra húsa sem nú eru inni á skólalóðinni sunnan við Hringbraut.
Frestað.
Vísað til umsagnar ÍTR, Fræðslumiðstöðvar og hverfisráðs vesturbæjar.