Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur,
Kjalarnes, Esjuberg 2 og 2B,
Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn,
Gufunes,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bíldshöfði 20,
Jónsgeisli 71,
Miklabraut 80,
Smárarimi 67,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Bæjarháls, Hraunbær,
Hólmaslóð 4,
Laugavegur 3,
Mýrargötusvæði,
Skipulags- og byggingarnefnd
134. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 22. október kl. 09:00, var haldinn 134. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ágúst Jónsson, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Björn Axelsson.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30426 (01.15)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
1. Reitur 1.15, Stjórnarráðsreitur, breyting á deiliskipulagi, v/Sölvhólsgötu 9
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. í október 2003, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Sölvhólsgötu 9.
Samþykkt.
Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Umsókn nr. 30402
130548-4319
Sverrir Ólafsson
Esjuberg 2 116 Reykjavík
2. Kjalarnes, Esjuberg 2 og 2B, skipting lands
Lagðir fram uppdrættir Ráðgjafar, dags. 20.08.2003 breytt 1.10. 2003, varðandi stækkun landspildu úr landi Esjubergs á Kjalarnesi, Stekkjar úr 7124 fm í 87175 og minnkun annarrar spildu úr landi Esjubergs að sama skapi úr 81057 fm í 64906 fm. Samþykki eigenda beggja spildnanna fylgir áritað á uppdrætti ásamt kaupsamning dags. 23.08.03.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30122 (01.25.4)
671197-2919
Arkís ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
3. Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, námsmannaíbúðir
Lagt fram að lokinni hagsmunaaðilakynningu bréf Arkís ehf og Byggingarfélags námsmanna, dags. 24.08.03 ásamt uppdr. mótt. 26.08.03. Einnig lögð fram athugasemdarbréf formanns stjórnar húsfélagsins Skipholti 50c, dags. 8.09.03, Skipholtsapóteks, dags. 12.09.03, Tónastöðvarinnar, dags. 15.09.03, MP Verðbréfa, dags. 12.09.03, Ottó ehf, dags. 12.09.03, íbúa að Skipholti 56, dags. 11.09.03 og Húsfélagsins Skipholti 50d, dags. 12.09.03, Gyðjunnar, snyrti- og fótaðgerðarstofu, dags. 14.09.03, ásamt samþykki eftirtaldra aðila: Menntamálaráðuneytisins dags. 9.09.03, Byggingafélags námsmanna dags. 9.09.03, Stúdentaráðs Kennaraháskóla Íslands dags. 9.09.03, Bandalags íslenskra sérskólanema, dags. 9.09.03 og Sigurðar Sigurðssonar dags. 22.09.03. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. júní 2003 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 7. ágúst 2003. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 18. september 2003, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2003 og minnispunktar af fundi með hagsmunaaðilum 21. október 2003.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Í samræmi við niðurstöðu fundar með hagsmunaaðilum verði umferðar- og bílastæðamál skoðuð nánar.
Umsókn nr. 30407 (02.0)
4. Gufunes, forsögn
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi Gufunessvæðis, dags. 16.10.03.
Samþykkt.
Óskar Dýrmundur Ólafsson óskaði bókað:
Óskað er eftir því að við gerð deiliskipulags Gufuness verði haft samráð við ungmennaráð Grafarvogs.
Umsókn nr. 28233
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 271 frá 21. október 2003, án liða nr. 14 og 40.
Jafnframt lagður fram liður nr. 14 frá 30. september 2003.
Umsókn nr. 27518 (04.06.510.1)
620371-0849
Bíldshöfði ehf
Bíldshöfða 20 110 Reykjavík
6. Bíldshöfði 20, merkingar utahúss
Sótt er um leyfi til að koma fyrir samtals 206 ferm. af skiltum utan á húsinu nr. 20 við Bíldshöfða.
Gjald kr. 5.100
Frestað.
Hönnuður hafi samband við embætti byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 28195 (04.11.341.2)
020259-4859
Stefán Gunnar Jósafatsson
Smárarimi 44 112 Reykjavík
7. Jónsgeisli 71, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, eingangrað utan og klætt með múrkerfi, timbri og steinskífum á lóðinni nr. 71 við Jónsgeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 61,3 ferm. 2.hæð 126,3 ferm. Bílgeymsla 1. hæð 39,0 ferm.
Samtals 226,6 ferm. og 836,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 42.646
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27485 (01.71.000.7)
170460-3679
Halldór Ingi Lúðvíksson
Miklabraut 80 105 Reykjavík
200847-2889
Viggó Hagalín Hagalínsson
Miklabraut 80 105 Reykjavík
101066-5339
Birgir Jónsson
Miklabraut 80 105 Reykjavík
8. Miklabraut 80, bílskúr + íb. í kj.
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27. ágúst 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 80 við Miklubraut, samkv. uppdr. O.K. arkitekta, dags. 10.06.03. Jafnframt er sótt um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins.
Samþykki meðeigenda vegna áður gerðrar íbúðar dags. 20. júní 2003, samþykki meðeigenda vegna bílskúrs dags. ágúst 2003 og samþykki eigenda Miklubrautar 78 dags. í júlí 2003 fylgja erindinu. Virðingargjörð dags. 15. jan. 1958 og skoðunaskýrsla byggingarfulltrúa dags. 8. ágúst 2003 fylgir.
Málið var í kynningu frá 10. sept. til 8. okt. 2003. Lagt fram athugasemdarbréf Jóhönnu Sigurðardóttur íbúa Barmahlíð 45, dags. 14.09.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2003.
Stærð: Bílskúr 23,1 ferm. og 62,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.453
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 28202 (02.53.470.6)
430697-2349
S.Grímsson ehf
Sigurhæð 6 210 Garðabær
581298-3749
Úthlíð ehf
Dimmuhvarfi 27 203 Kópavogur
9. Smárarimi 67, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr forsteyptum einingum á lóðinni nr. 67 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 128,6 ferm., bílgeymsla 29,0 ferm.
Samtals 157,6 ferm. og 651,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 33.206
Frestað.
Umsókn nr. 10070
10. 70">Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 10. og 17. október 2003.
Umsókn nr. 30223 (04.3)
11. Bæjarháls, Hraunbær, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 21. maí 2003 ásamt afriti af kæru AM PRAXIS, dags. 23. nóvember 2001, vegna breytingar á deiliskipulagi lóða móts við Hraunbæ 102-120. Einnig lögð fram umsögn forst.m. lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 15. október 2003.
Umsögn forstöðumanns lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 30433 (01.11.14)
12. Hólmaslóð 4, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. október 2003 ásamt afriti af kæru, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur um að hafna kæru Nuddskóla Guðmundar á hendur Þormóði Sveinssyni arkitekt.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 28228 (01.17.101.4)
13. Laugavegur 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 14. október 2003, vegna máls nr. 53/2003, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2003 um að veita byggingarleyfi til þess að innrétta kaffihús að Laugavegi 3.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 20181 (01.13)
14. Mýrargötusvæði,
Lagt fram bréf formanns stýrihóps um skipulags Mýrargötusvæðis dags. 17. október 2003 þar sem gerð er grein fyrir vali stýrihópsins á ráðgjöfum til að vinna að skipulagi svæðisins.