Kjalarland,
Reitur 1.171.2,
Austurberg 28-38, Háberg 3-7,
Suður Mjódd,
Vesturberg 195,
Vatnsendahvarf,
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur,
Hólmsheiði/Fjárborg,
Aðalstræti 16,
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa,
Austurberg 28-32,
Dalhús 2,
Gvendargeisli 88,
Gvendargeisli 94,
Klettháls 15,
Leifsgata 4,
Skipholt 15,
Veghúsastígur 7,
Vesturbrún 22,
Vesturgata 21, 21B og Ránargata 8A og 10,
Svarthamrar 48,
Vitastígur 102529,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Dyrhamrar 28,
Háaleitisbraut 58-60,
Heiðargerði,
Hofsvallagata 53,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Teigagerði 3,
Viðarrimi 49,
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 661/2000
123. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 2. júlí kl. 09:15, var haldinn 123. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þ Jónsson og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30257 (01.86.12)
1. Kjalarland, land í fóstur
Lagður fram tölvupóstur Garðars Guðmundssonar Kjalarlandi 30, dags. 18.06.03, um land í fóstur.
Samþykkt að veita umsækjanda umsótt land í fóstur, samkvæmt nánari afmörkun skipulagsfulltrúa, með skilmálum dags. 25. júlí 2001. Óheimilt er þó að girða spilduna.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30184 (01.17.12)
111058-6369
Andrés Narfi Andrésson
Laufásvegur 42 101 Reykjavík
2. Reitur 1.171.2, breyting á deiliskipulagi v/Skólavörðustíg 4a/4b
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts, dags. 6. maí 2003, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.171.2, vegna lóðarinnar nr. 4a/4b við Skólavörðustíg. Grenndarkynning stóð yfir 22.05.03-20.06.03. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30258 (04.67.07)
3. Austurberg 28-38, Háberg 3-7, lóðarafmörkun
Lagt fram mæliblað Verkfræðistofu, dags. 21.05.03, af lóðum nr. 28-38 við Hraunberg og nr. 3-7 við Háberg.
Lóðarafmörkun samþykkt.
Umsókn nr. 10444 (04.91)
670169-1549
Íþróttafélag Reykjavíkur
Skógarseli 12 109 Reykjavík
4. Suður Mjódd, flettiskilti
Lögð fram að nýju eftir auglýsingu tillaga Landark, dags. 4. apríl 2003, að staðsetningu flettiskiltis á borgarlandi á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. Tillagan var í auglýsingu frá 9.05 til 20.06 2003. Athugasemd barst frá Rafni Einarssyni, mótt. 11.06.03. Einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu, dags. 02.07.2003.
Auglýst breyting samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30265 (04.66.08)
5. >Vesturberg 195, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf Pálma Guðmundssonar ark. dags. 25.06.03 ásamt uppdr. dags. 24.06.03 varðandi deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Vesturberg 195.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu."
Umsókn nr. 30218
700169-3759
Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
6. Vatnsendahvarf, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 21. maí 2003, varðandi breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi á Hörðuvallasvæði.
Frestað.
Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569
Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
7. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02, breytt 04.04.03. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02. Tillagan var í auglýsingu frá 17. janúar til 29. febrúar, og í endurauglýsingu frá 7. maí til 18. júní. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum vegna fyrri auglýsingarinnar: Bolla Héðinssyni dags. 26.01.03, Orra Gunnarssyni, Bryndísi Loftsdóttur, Andrési Magnússyni f.h. Samtakanna 102 Reykjavík, dags. 25.02.03. Tvær athugasemdir bárust vegna seinni auglýsingar frá Landspítala, dags. 16.06.03 og Sverri Bollasyni, dags. 19.06.03. Einnig lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi/aðalskipulagi, dags. 04.04.03 og umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 27.06.03.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með fyrirvara um staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10176 (04.1)
520169-2969
Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
8. Hólmsheiði/Fjárborg, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 22. maí 2003, að deiliskipulagi hesthúsasvæðis Hólmsheiði. Einnig lögð fram bókun Umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 26.06.03.
Samþykkt að auglýsa tillöguna með þeitti breytingu sem fram kemur í bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu."
Umsókn nr. 27478 (01.13.650.6)
691100-2940
Innréttingarnar ehf
Kringlunni 8-12 103 Reykjavík
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
9. Aðalstræti 16, hótel
Sótt er um leyfi til þess að byggja annars vegar skála neðan jarðar utan um rúst frá landnámstíma og hins vegar þriggja til fjögurra hæða hótelbyggingu með 89 tveggja manna herbergjum á lóðinni nr. 16 við Aðalstræti.
Hótelbyggingin er að hluta eldra endurbyggt bárujárnshús en nýbygging á lóðinni er steinsteypt, einangruð utan og klædd málmklæðningu og viði.
Greinargerð um brunahönnun dags. í júní 2003 fylgir erindinu.
Bréf Árbæjarsafns dags. 30. maí 2003 ásamt umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 28. maí 2003 fylgir erindinu.
Umsögn Árbæjarsafns dags. 15. júní 2003 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 16. júní 2003 fylgja erindinu.
Bréf stjórnar Innréttinganna ehf. dags. 24. júní 2003 fylgir erindinu.
Samningur Innréttinganna ehf. og Reykjavíkurborgar dags. 31. janúar 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Sýningarsalur í kjallara 1235,0 ferm. Hótel 1. hæð 1017,7 ferm., 2. hæð 984,6 ferm., 3. hæð 1018,9 ferm. 4. hæð 563,5 ferm.
Samtals 4819,7 ferm. og 16344,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 833.564
Stefán Örn Stefánsson arkitekt kynnti umsóknina.
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi tillögu:
" Á grundvelli kynningar frá fulltrúa Innréttinganna og rökstuðningi vegna hönnunar hússins fellst skipulags- og byggingarnefnd á fyrirliggjandi umsókn"
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað:" Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni, enda hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn ítrekað lýst andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir af ástæðum sem eru kunnar.
Vegna bókunar fulltrúa R- listans vekur það athygli að þau treysta sér ekki til að standa við þá afstöðu sem fram kom í sameiginlegri bókun nefndarinnar á síðasta fundi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að nefndin hafi verið í fullum rétti þegar hún bókaði eins og þá var gert, en óska eftir formlegu svari vegna umræðna í borgarráði í gær þar sem hinu gangstæða var fram haldið."
Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra, Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:" Ég lýsi mig andvígan samþykkt nefndarinnar, enda verið á móti því frá upphafi að hótelbygging rísi ofaná landnámsskálanum við Aðalstræti. Tillaga mín í borgarstjórn 15.11.2001 um að deiliskipulag suðausturhluta Grjótaþorps yrði endurskoðað með sérstöku tilliti til varðveislu fornminja á horni Aðalstræti og Túngötu og aðgengis að þeim hlaut ekki stuðning annarra borgarfulltrúa.
Núverandi stuðningur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við mín sjónarmið í þessu máli er fagnaðarefni, en of seint fram komið. Sú niðurstaða þessa máls að landnámsskálinn við Aðalstræti sé gerður að hornkerlingu í hótelkjallara er óviðunandi."
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Umsókn nr. 27540
10. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 255 frá 24. júní 2003 og nr. 256 frá 1. júlí 2003.
Jafnframt lagður fram liður nr. 51 frá 3. júní 2003 og liðir nr. 45 og 56 frá 10. júní 2003.
Umsókn nr. 27584 (04.67.07-.-)
11. Austurberg 28-32, mæliblað
Lagt fram mæliblað Verkfræðistofu, dags. 21.05.03, af lóðum nr. 28-38 við Hraunberg og nr. 3-7 við Háberg.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 27430 (02.84.120.1)
631288-7589
Ungmennafélagið Fjölnir
Dalhúsum 2 112 Reykjavík
12. Dalhús 2, markatafla og auglýsingasskilti
Sótt er um leyfi til að reisa stakstæða markatöflu og fleti fyrir auglýsingaskilti í norðvesturhorni lóðar Ungmennafélagsins Fjölnir nr. 2 við Dalhús. Mesta hæð mannvirkisins verði um 610 cm, mesta breidd 283 cm en skiltaflötur verði 2 x 6 ferm. og markataflan verði 6 ferm.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 27489 (05.13.550.5)
210856-4049
Hafsteinn Jónsson
Sævargarðar 4 170 Seltjarnarnes
13. Gvendargeisli 88, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu á lóðinni nr. 88 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 165,7 ferm., bílgeymsla 42,5 ferm.
Samtals 208,2 ferm. og 781,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 39.851
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 27535 (05.13.550.8)
261258-2429
Kristján Karl Heiðberg
Leiðhamrar 25 112 Reykjavík
311264-4519
Dagrún Pálsdóttir
Leiðhamrar 25 112 Reykjavík
14. Gvendargeisli 94, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 94 við Gvendargeila.
Stærð xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27451 (04.34.680.1)
670169-7319
Jón Bergsson ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
470497-2549
Goddi ehf
Auðbrekku 19 200 Kópavogur
15. Klettháls 15, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar atvinnuhúsnæði úr stálgrind á lóðinni nr. 15 við Klettháls.
Stærð: Atvinnuhúsnæði 1. hæð 1220,2 ferm. og 10292,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 524.912
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27013 (01.19.520.1)
070173-3019
Hilmar Páll Jóhannesson
Leifsgata 4 101 Reykjavík
16. Leifsgata 4, nr. 4B br á þaki ofl.
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til að breyta þaki á eignarhluta nr. 4B (matshl. 02) á lóðinni nr. 4 við Leifsgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir "stúdíóíbúð" í eignarhlutanum, breyta innra fyrirkomulagi og útliti hans, breyta tengingu við matshluta 70, breyta notkun matshluta 70 og að koma fyrir verönd við lóðarmörk lóðar nr. 6 við Leifsgötu, samkv. uppdr. Almennu verkfræðistofunni hf, dags. 20.04.03. Ennfremur er sótt um leyfi til að sameina matshlutana og að sameinaðir verði þeir matshluti 02 á lóðinni. Málið var í grenndarkynningu 21.05-19.06 2003. Lagt fram athugasemdarbréf Klöru Þorsteinsd. Leifsgötu 4, dags. 8.06.03, Valborgar Þorvaldsd. Leifsgötu 4, dags. 15.06.03 og Hilmars Jóhannessonar, dags. 24.06.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2003.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 27292 (01.24.221.1)
480502-2640
Húsafell ehf
Skipholti 15 105 Reykjavík
150269-4749
Vignir Björnsson
Súluhöfði 14 270 Mosfellsbær
17. Skipholt 15, viðb., sameining lóða o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina lóðirnar nr. 15 og nr. 17A við Skipholt og að sameinuð lóð verði nr. 15 við Skipholt. Jafnframt er sótt um leyfi til að endurbyggja og breyta húsum nr. 15 og 17A í fjölbýlis- og verslunarhús með nítján íbúðum, fjórum verslunareiningum og geymslum og bílgeymslu í kjallara. Byggð verði þriggja hæða bygging Traðarholtsmegin við húsið nr. 15 við Skipholt og byggð inndregin fjórða hæð ofan á bæði húsin nr. 15 og 17A. Meginbyggingarefni verði steinsteypa, en suður- og vesturveggir á fjórðu hæð verði úr timbri. Húsið verði að mestu einangrað og klætt að utan með sléttu og bártuðu áli, en stigahús með flísum, allt samkv. uppdr. Teiknistofunnar Arkinn ehf, dags. 22.05.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júní 2003, útskrift úr gerðarbók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 14. apríl og umsögn skipulagsfulltrúa vegna fyrirspurnar ddags. 26. mars 2003, tölvupóstur Arkinn ehf dags. 26. júní 2003 og bréf Verkfræðiþjónustu G.Ó. s/f dags. 24. júní 2003.
Stækkun: 689,3 ferm., 2475.7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 126.260
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1.01-1.09 dags. 22. maí 2003 og dags. 12. maí 2003.
Umsókn nr. 27184 (01.15.241.9)
290870-3219
Brynleifur Siglaugsson
Hásalir 6 201 Kópavogur
18. Veghúsastígur 7, gistiskáli og br.
Lagt fram eftir grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 7. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gistiskála fyrir 24 einstaklinga á fyrstu hæð hússins nr. 7 við Veghúsastíg, þar sem verið hefur æfingarhúsnæði Söngkólans í Reykjavík, samkv. uppdr. Odds Kr. Finnbjarnarsonar, dags. 28.04.03.
Erindinu fylgir umboð til handa Brynleifi Sigurðssyni dags. 29. apríl 2003. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. maí 2003. Málið var í grenndarkynningu 28. maí til 26. júní 2003. Athugasemdabréf barst frá íbúum og eigendum við Veghúsastíg 3, 9 og 9A, dags. 9.06.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26.06.03.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27248 (01.38.210.4)
280130-2579
Þóra Hallgrímsson
Vesturbrún 22 104 Reykjavík
19. Vesturbrún 22, hækkun og bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka einbýlishúsið að hluta, breyta innra skipulagi, breyta útliti austur- og vesturhliðar, lækka gólf núverandi svefnherbergis á 1. hæð og bílgeymslu í kjallara, stækka kjallara í suður aðallega fyrir bílgeymslu og breyta frágangi lóðar og aðkomu á lóð nr. 22 við Vesturbrún, samkv. uppdr. Andrúm arkitekta, dags. 05.05.03.
Samþykki eiganda Vesturbrúnar 24 dags. 5. maí 2003 og Vesturbrún 39, dags. 27. maí 2003 ásamt bréfi hönnuða dags. 5. maí 2003 fylgja erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 21.05 til 19.06.03. Athugasemdarbréf barst frá eigendum að Vesturbrún 20, dags. 17.06.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. júní 2003.
Stærð: Viðbygging kjallari 45 ferm., 2. hæð 104,2 ferm., samtals stækkun 149 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xxx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 27547 (01.13.600.5)
20. Vesturgata 21, 21B og Ránargata 8A og 10, sameining lóða
Lögð fram tillaga Umhverfis- og tæknisviðs, dags. 18. júní 2003, að sameiningu og breytingu lóðanna nr. 21 og 21B við Vesturgötu og nr. 8A og 10 við Ránargötu
Vesturgata 21: Lóðin er talin 236,7 ferm. Lóðin reynist vera 237 ferm.
Vesturgata 21B: Lóðin talin 194,1 ferm. Lóðin reynist vera 196 ferm.
Ránargata 8A: Lóðin talin 235,3 ferm. Lóðin reynist vera 235 ferm. Tekið af lóðinni 107 ferm. Lóðin verður 128 ferm.
Ránargata 10: Lóðin talin 370,8 ferm. Lóðin reynist vera 370 ferm. Tekið af lóðinni 46 ferm. Lóðin verður 324 ferm.
Sameinað í eina lóð (Vesturgata 21):
Veturgata 21, 237 ferm.
Vesturgata 21B, 196 ferm.
Hluti af Ránargötu 8A, 107 ferm.
Hluti af Ránargötu 10, 46 ferm.
Leiðrétting vegna fermetrabrota 1 ferm.
Sameinað í eina lóð 585 ferm.
Samþykkt.
Umsókn nr. 20208 (02.29.61)
080557-5829
Guðrún Jóhanna Arnórsdóttir
Svarthamrar 48 112 Reykjavík
21. Svarthamrar 48, úrbætur á lóð
Lagt fram bréf Sævars Pálssonar, dags. 16.05.02, varðandi ónæði vegna nálægðar við Hamraskóla og bílastæðamála.
Jákvætt.
Umsókn nr. 27418 (01.19.210.2)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
22. Vitastígur 102529, (fsp) færanlegar kennslustofur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.06.03 ásamt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. júní 2003. Spurt er hvort leyft yrði að reisa tvær færanlegar kennslustofur utan lóðar Austurbæjarskóla við suðurenda Vitastígs rétt við lóðarmörk Iðnskólans í Reykjavík. Stofurnar yrðu byggðar úr timbri og myndu tengjast viðbyggingu sem byggð var árið 2000 sunnan aðalbyggingar skólans.
Neikvætt.
Umsækjanda bent á að hafa samband við skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 10070
23. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 20. og 27. júní 2003.
Umsókn nr. 30174 (02.29.67)
660589-1399
Arkitektastofa Finns/Hilmar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
24. Dyrhamrar 28, viðbygging við leikskóla
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní 2003 um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 28 við Dyrhamra, vegna viðbyggingar við leikskólann Klettaborg.
Umsókn nr. 30117 (01.28.44)
25. Háaleitisbraut 58-60, stækkun lóðar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní 2003 um stækkun lóðar að Háaleitisbraut 58-60.
Umsókn nr. 20096
26. Heiðargerði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns um samþykkt borgarstjórnar 19.06.03 á deiliskipulagi Heiðargerðisreits.
Umsókn nr. 30241 (01.54.22)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
27. Hofsvallagata 53, Neshagi 16, breytingar á lóðarmörkum
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júní 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní 2003 um breytingu á lóðarmörkum Hofsvallagötu 53 og Neshaga 16.
Umsókn nr. 552
28. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf borgarlögmanns um samþykkt borgarstjórnar 19. júní 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 4. og 11. júní 2003.
Umsókn nr. 27555 (01.81.610.7)
29. Teigagerði 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 5. júní 2003 þar sem kært er byggingarleyfi frá 13. maí 2003, þar sem samþykkt er breyting á húsinu á lóðinni nr. 3 við Teigagerði.
Jafnframt lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 20. júní 2003 um stöðvun framkvæmda og umsögn stjórnsýslu-og lögfræði skipulags- og byggingarsviðs dags. 12.06.03.
Stöðvun byggingafulltrúa staðfest.
Samþykkt að veita byggingarleyfishöfum 10 daga frest, frá móttöku bréfs þar um, til þess að tjá sig um tillögu um afturköllun byggingarleyfisins sbr. framlagða umsögn dags. 12.06.2003.
Umsókn nr. 27556 (02.52.820.4)
30. Viðarrimi 49, kæra
Lagt fram símbréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála móttekið 23. júní 2003, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 19. júní 2002, þar sem samþykkt var leyfi til að byggja einlyfta steinsteypta viðbyggingu við norður- og austurhlið einbýlishúss á lóð nr. 49 við Viðarrima.
Jafnframt lagt fram bréf kærenda til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 23. júní 2003.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.