Snorrabraut 37,
Skotfélag Reykjavíkur,
Kjalarnes, Jörfagrund 7,
Aðalstræti 16,
Byggðarendi 9,
Engjavegur 8,
Garðhús 55,
Gullteigur 19,
Hraunbær 109,
Hraunbær 109,
Klettháls 5,
Vorsabær 1,
Arnarnesvegur,
Vættaborgir 35,
Skipulags- og byggingarnefnd
122. fundur 2003
Ár 2003, þriðjudaginn 24. júní kl. 09:05, var haldinn 122. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Helga Björk Laxdal, Ólafur Bjarnason og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Sigurður Pálmi Ásbergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20064 (01.24.03)
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
1. Snorrabraut 37, íbúðabygging
Lagt fram bréf Nexus arkitekta ásamt skuggavarpi, dags. 16.06.03. Einnig lögð að nýju fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 10.12,02, varðandi umsögn sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 06.12.02, vegna umsóknar um byggingarrétt á lóðinni nr. 37 við Snorrabraut. Borgarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. Einnig lögð fram umsögn Leikskóla Reykjavíkur, dags. 03.04.02, umsögn Árbæjarsafns, dags. 26.03.02 og umsagnir skipulags- og byggingarsviðs, dags. 26.11.02 og 24.06.03. Lögð fram umsögn Leikskóla Reykjavíkur, dags. 26.03.03, umsögn Verkfræðistofu, mótt. 01.04.03, umsögn Verkfræðistofu, dags. 24.05.03 og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 07.05.03.
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 29. apríl 2003, ásamt bréfi ÁHÁ byggingar ehf frá 16. s.m. þar sem óskað er eftir afstöðu til hjálagðra teikninga á lóð "Austurbæjarbíós" og svæðis austan lóðarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd er jákvæð gagnvart uppbyggingu. Skoða þarf betur byggingarmagn og nýtingu lóðar m.a. vegna umsagnar leikskóla Reykjavíkur og Verkfræðistofu vegna hljóðmála. Skipulags- og byggingarnefnd telur jákvætt að þétta byggð á þessum stað en leggur áherslu á kynningu á undirbúningsstigi fyrir íbúum í næst nágrenni.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir áliti leikskólaráðs á þeirri hugmynd að flytja gæsluvöll við Rauðarárstíg yfir á Miklatún.
Umsókn nr. 20358 (04.1)
2. Skotfélag Reykjavíkur, og Skotveiðifélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Álfsnes
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að staðsetningu skotæfingasvæðis á Álfsnesi dags. 18.12.02, breytt 21.04.03. Einnig lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 12.06.03.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30045
040859-2929
Þór Ingi Daníelsson
Lækjarbotnaland 53 203 Kópavogur
3. Kjalarnes, Jörfagrund 7, breytt deiliskipulag
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 15.05.03, að breytingu á deiliskipulagi við Jörfagrund á Kjalarnesi. Bréf fyrirspyrjanda dags. 28. janúar 2003 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 20. maí til 19. júní 2003. Engar athugasemdir bárust.
Breyting á deilskipulag samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 27478 (01.13.650.6)
691100-2940
Innréttingarnar ehf
Kringlunni 8-12 103 Reykjavík
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
4. Aðalstræti 16, hótel
Sótt er um leyfi til þess að byggja annars vegar skála neðan jarðar utan um rúst frá landnámstíma og hins vegar þriggja til fjögurra hæða hótelbyggingu með 90 tveggja manna herbergjum á lóðinni nr. 16 við Aðalstræti.
Hótelbyggingin er að hluta eldra endurbyggt bárujárnshús en nýbyggingar á lóðinni eru steinsteyptar, einangraðar utan og klæddar málmklæðningu.
Greinargerð um brunahönnun dags. í júní 2003 fylgir erindinu.
Bréf Árbæjarsafns dags. 30. maí 2003 ásamt umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 28. maí 2003 fylgir erindinu.
Umsögn Árbæjarsafns dags. 15. júní 2003 og umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 16. júní 2003 fylgja erindinu.
Stærð: xx (4819,7 ferm. og 16339,6 rúmm. skv. skrán.)
Gjald kr. 5.100 + xx
Björn Ingi Hrafnsson tók sæti á fundinum kl. 9:15, eftir var að afgreiða A-hluta fundargerðar.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Nefndin beinir því til umsækjanda að skoða betur útlit húss m.t.t. nærliggjandi byggðar í Aðalstræti og Grjótaþorpi og heildarútlits byggingar.
Umsókn nr. 26729 (01.82.600.5)
301249-4979
Anna Kristín Kristinsdóttir
Byggðarendi 9 108 Reykjavík
150347-3279
Vilberg Vilbergsson
Byggðarendi 9 108 Reykjavík
5. Byggðarendi 9, niðurrif - endurbyggja laufskála o.fl.
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi "blómaskála" við húsið nr. 9 við Byggðarenda. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja í hans stað fjölskylduherbergi í tengslum við borðstofu, byggja yfir sund milli fjölskylduherbergis og bílgeymslu og setja uppstólað valmaþak á húsið, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar arkitekts, dags. 18.02.03, síðast breytt 06.05.03. Málið var í grenndarkynningu frá 21. maí til 19. júní 2003. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2003 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. mars 2003 fylgja erindinu.
Niðurrif: 32,5 ferm. og 89,4 rúmm.
Uppbygging: 50,0 ferm og 136,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 2.412
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 26901 (00.00.000.0)
670169-0739
Laugardalshöll
Engjavegi 8 104 Reykjavík
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6. Engjavegur 8, íþrótta og sýningahöll
Sótt er um leyfi til þess að byggja íþrótta- og sýningarhöll ásamt búningsaðstöðu, anddyri og fyrirlestrarsal mestmegnis úr steinsteypu einangrað að utan og plötuklætt, breyta notkun núverandi viðbyggingar við austurhlið Laugardalshallar í tengibyggingu ásamt leyfi til niðurrifs á núverandi anddyri í norðvesturhorni íþróttahússins nr. 8 við Engjaveg.
Brunahönnun VST dags. apríl 2003, minnispunktar og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2002 og 14. janúar 2003 og bréf hönnuðar dags. 8. apríl 2003 fylgja erindinu.
Stærð: Niðurrif 93,3 ferm., 321 rúmm.
Íþrótta- og sýningarhöll 1. hæð 7551,7 ferm., 2. hæð 1981 ferm., 3. hæð 13,4 ferm., samtals 9546,1 ferm., 74328,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.790.764
Frestað.
Fyrri athugasemdir ítrekaðar.
Umsókn nr. 27157 (02.84.010.4)
190170-5009
Martin S Wuum
Garðhús 55 112 Reykjavík
7. Garðhús 55, sólstofa
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við suðvesturhorn 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 55 við Garðhús, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Striksins, dags. 22.04.03. Málið var í grenndarkynningu frá 21. maí til 19. júní 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Sólstofa 26,8 ferm., 69 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.519
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27158 (01.36.330.1)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
8. Gullteigur 19, færanleg leikdeild
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 7. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja niður færanlegt timburhús, sem áður var á gæsluvelli á lóð nr. 13 við Ljósheima, norðan við leikskólann Hof á lóð nr. 19 við Gullteig, samkv. uppdr. Albínu Thordarson, dags. 22.04.03. Bréf skólastjóra Laugarnesskóla ódags. fylgir erindinu. Málið var í grenndarkynningu frá 21. maí til 19. júní. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Færanleg leikstofa 55,7 ferm., 174,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 8.905
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 27395 (00.00.000.0)
650701-2080
Hraunbær 107 ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
9. Hraunbær 109, nýbygging, matshl. 01
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr forsteyptum einingum þriggja hæða fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum á lóðinni nr. 109, 109A-G við Hraunbæ.
Húsið er matshluti 01 á lóðinni og hefur götunúmer 109-109A.
Stærð: Matshl. 01, fjölbýlishús 1. hæð íbúðir o. fl. 596,1 ferm., 2. hæð íbúðir 518,8 ferm., 3. hæð íbúðir 518,8 ferm.
Samtals 1633,7 ferm. og 5047,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 257.428
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27394 (00.00.000.0)
650701-2080
Hraunbær 107 ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
10. Hraunbær 109, raðhús nr. 109B-109G
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr forsteyptum einingum sex íbúða tvílyft raðhús nr. 109B-109G á lóðinni nr. 109, 109A-109G við Hraunbæ.
Húsið er matshluti 02 til 07 á lóðinni.
Stærð: Matshl. 02, 1. hæð 61,3 ferm., 2. hæð55,0 ferm.
Matshl. 03, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 04, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 05, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 06, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 07, 1. hæð 61,3 ferm., 2. hæð55,0 ferm.
Húsið er samtals 685,8 ferm. og 2351,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 119.942
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27476 (04.34.250.1)
630269-0169
Stilling hf
Skeifunni 11 108 Reykjavík
11. Klettháls 5, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða atvinnu- og lagerhúsnæði úr stálgrind klæddri sléttri og báraðri stálklæðningu á lóðinni nr. 5 við Klettháls.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 27244 (04.35.220.1)
090357-5819
Karl Kristján Bjarnason
Vorsabær 1 110 Reykjavík
12. Vorsabær 1, hækka þak á bílskúr
Lagt fram að lokinni grenndarkynningu bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til hækka þak á áður samþykktum bílskúr í byggingu. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á gluggasetningu á kjallara hússins á lóðinni nr. 1 við Vorsabæ, samkv. uppdr. Arkitekta- og verkfræðistofunnar Hús og ráðgjöf ehf, dags. 05.05.03.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 6. maí 2003, útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. ágúst 2002. Málið var grenndarkynnt frá 21. maí til 19. júní. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 20363 (04.9)
680269-2899
Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
13. Arnarnesvegur, lega
Lagt fram bréf forstöðumanns Verkfræðistofu, dags. 20.06.03 ásamt erindi Vegagerðarinnar, dags. 5.06.03 varðandi breytingu á legu Arnarnesvegar ofan Seljahverfis.
Breyting á legu Arnarnesvegar samþykkt.
Umsókn nr. 20270 (02.34.35)
150560-6249
Ásta Þorleifsdóttir
Vættaborgir 35 112 Reykjavík
14. Vættaborgir 35, breyting á gangstéttarkanti og lagninu stéttar
Lögð fram bréf Ástu Þorleifsdóttur, dags. 12.06.03 og 01.08.02, varðandi breytingu á staðsetningu gangstéttarkants og tilfærslu gangstéttar framan við húsið nr. 35 við Vættaborgir.
Samþykkt að veita lóðarhafa Vættaborga 35 umbeðið land í fóstur til reynslu til tveggja ára. Fyrirkomulag og frágangur á sjónmön og gróðri utan lóðar verði gerður í samráði við gatnamálastjóra. Hæð á sjónmön og gróðri fari ekki yfir 1,8 m.
Vísað til borgarráðs.