Hofsvallagata 53,
Fellagarðar, Eddufell/Völvufell,
Dyrhamrar 28,
Háaleitisbraut 58-60,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Hraunbær 109,
Hraunbær 109,
Njörvasund 2A,
Skipholt 15,
Steinagerði 15,
Eddufell 8,
Völvufell 13-21, Fellagarðar,
Reitur 1.174.2,
Reykjanesbraut,
Skipulags- og byggingarnefnd
120. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 11. júní kl. 09:05, var haldinn 120. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðmundur Haraldsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ólöf Örvarsdóttir og Helga Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 30241 (01.54.22)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
1. Hofsvallagata 53, Neshagi 16, breytingar á lóðarmörkum
Lagt fram bréf ALARK arkitekta ehf, dags. 3. júní 2003, varðandi breytingar á lóðarmörkum Hofsvallagötu 53 og Neshaga 16, samkv. uppdr. dags. 03.06.03. Einnig lagt fram bréf Íslandsbanka dags. 4.06.03.
Breyting á lóðarmörkum samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30250 (04.68.30)
2. Fellagarðar, Eddufell/Völvufell, forsögn að deiliskipulagi
Lögð fram drög að forsögn að deiliskipulagi fyrir Fellagarða, dags. 6.06.03.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:15
Samþykkt.
Umsókn nr. 30174 (02.29.67)
660589-1399
Arkitektastofa Finns/Hilmar ehf
Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík
3. Dyrhamrar 28, viðbygging við leikskóla
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitektastofu Finns og Hilmars ehf, dags. 28. apríl 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 28 við Dyrhamra, vegna viðbyggingar við leikskólann Klettaborg. Málið var í kynningu frá 9. maí til 6. júní 2003. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30117 (01.28.44)
4. Háaleitisbraut 58-60, stækkun lóðar
Lagður fram uppdráttur verkfræðistofunnar Hnits. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 23. maí 2003, varðandi stækkun lóðar að Háaleitisbraut 58-60.
Lóðarstækkun samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn Verkfræðistofu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 27434
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 253 frá 10. júní 2003, án liða nr. 45 og 56.
Umsókn nr. 27395 (00.00.000.0)
650701-2080
Hraunbær 107 ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
6. Hraunbær 109, nýbygging, matshl. 01
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr forsteyptum einingum þriggja hæða fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum á lóðinni nr. 109, 109A-G við Hraunbæ.
Húsið er matshluti 01 á lóðinni og hefur götunúmer 109-109A.
Stærð: Matshl. 01 xx
Gjald kr. 5.100 +xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 27394 (00.00.000.0)
650701-2080
Hraunbær 107 ehf
Tangarhöfða 6 110 Reykjavík
7. Hraunbær 109, raðhús nr. 109B-109G
Sótt er um leyfi til þess að byggja úr forsteyptum einingum sex íbúða tvílyft raðhús nr. 109B-109G á lóðinni nr. 109, 109A-109G við Hraunbæ.
Húsið er matshluti 02 til 07 á lóðinni.
Stærð: Matshl. 02, 1. hæð 61,3 ferm., 2. hæð55,0 ferm.
Matshl. 03, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 04, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 05, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 06, 1. hæð 59,8 ferm., 2. hæð 53,5 ferm.
Matshl. 07, 1. hæð 61,3 ferm., 2. hæð55,0 ferm.
Samtals 685,8 ferm. og 2351,8
Gjald kr. 5.100 + 119.942
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 25726 (01.41.150.6)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
8. Njörvasund 2A, Dreifistöð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóðinni nr 2A við Njörvasund, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í sept. 2000. Málið var í kynningu frá 17. sept. til 16. október 2002. Athugasemdabréf barst frá Tuma Tómassyni, Njörvasundi 2, dags. 01.10.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.06.03.
Stærð: Dreifistöð 15,3 ferm. og 41,4 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.987
Frestað.
Vantar lagfærðan uppdrátt í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 27292 (01.24.221.1)
480502-2640
Húsafell ehf
Skipholti 15 105 Reykjavík
150269-4749
Vignir Björnsson
Súluhöfði 14 270 Mosfellsbær
9. Skipholt 15, viðb., samt 19 íb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við aðallega 4. hæð, loka porti að Skipholti, endurbyggja og breyta áður húsum nr. 15 og 17A í fjöleignarhús með nítján íbúðum, fjórum verslunareiningum og bílgeymslu í hluta kjallara á sameinaðri lóð nr. 15 við Skipholt, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Arkinn ehf, dags. 22.05.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. júní 2003.
Stærð: Stækkun samtals 800 ferm., 2738,8 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 139.679
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 27194 (01.81.620.8)
041057-4089
Bjartmar Bjarnason
Steinagerði 15 108 Reykjavík
051262-2129
Guðrún Helga Gylfadóttir
Steinagerði 15 108 Reykjavík
10. Steinagerði 15, stækkun og klæðning
Lagt fram bréf frá afgeiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 4. júní 2003, þar sem sótt er um leyfi til að stækka húsið nr. 15 við Steinagerði með timburviðbyggingum að austan- og vestanverðu, samkv. uppdr. Tækniþjónustunnar sf, dags. 25.04.03, síðast breytt 30.05.03. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að einangra og klæða húsið að utan með múrsteinskerfi.
Bréf vegna ástands útveggja dags. 12. maí 2003 fylgir erindinu. Niðurstöður RB vegna klæðningar dags. 28. apríl 2003 og umsögn Brunamálastofnunar ríkisins dags. 10. júní 1993 fylgja erindinu.
Stækkun: Viðbyggingar 31,8 ferm. og 99,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 5.054
Frestað.
Umsókn nr. 27298 (04.68.300.9 01)
131053-7469
Jóhanna Sveinsdóttir
Snorrabraut 42 105 Reykjavík
11. Eddufell 8, (fsp) sportbar m. billjardb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21. maí 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta sportbar með billjardborðum á efri hæð hússins á lóð nr. 8 við Eddufell. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs frá 4. júní 2002.
Neikvætt að svo stöddu með vísan til afgreiðslu borgarráðs frá 4. júní 2002.
Erindinu vísað í deiliskipulagsvinnu sem nú stendur yfir.
Umsókn nr. 30230 (04.68.46)
670871-0109
Breiðholtsbakarí ehf
Völvufelli 13 111 Reykjavík
12. Völvufell 13-21, Fellagarðar,
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 9. júlí 2002, ásamt erindi Guðmundar Hlyns Guðmundssonar, f.h. Breiðholtsbakarís ehf, frá 3. júlí 2002, varðandi Völvufell 13-21 og starfsemi í því húsi. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Hlyns Guðmundssonar, f.h. Breiðholtsbakarís ehf, dags. 27. apríl 2003, varðandi fyrirspurn um breytingu á nýtingu og byggingarmagni að Völfufelli 13-21 (Fellagarðar).
Erindinu vísað í deiliskipulagsvinnu sem nú stendur yfir.
Umsókn nr. 30243 (01.17.42)
13. Reitur 1.174.2, Grettisgata, Vitastígur, Laugavegur, Barónsstígur, kæra
Lögð fram 2 bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 4. júní 2003, ásamt afriti af 2 kærum, dags. 12. og 13. maí 2003, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. apríl 2003 um deiliskipulag að reit 1.174.2
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 30236 (04.6)
14. Reykjanesbraut, Stekkjarbakki, mislæg gatnamót, kæra
Lögð fram 2 bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 2. júní 2003, ásamt afriti af 2 kærum, dags. 6. og 7. maí 2003, vegna breytinga á deiliskipulagi og framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar/Stekkjarbakka og Smiðjuveg.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.