Langholtskirkja, Hólmsheiði/Fjárborg, Norðlingaholt, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Freyjugata 6, Háagerði 83, Jörfagrund 10, Þorláksgeisli 17, Þórðarsveigur 20-24, Naustabryggja 35-41, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Baugatangi 4, Bæjarháls, Hraunbær, Fitjakotsland, Hringbraut, Jaðarsel, Laugavegur 53B, Reitur 1.182.0, Reykjanesbraut, Skipulags- og byggingarnefnd, Stakkahlíð, Vesturhús 9, Þjóðhildarstígur 2-6, Þórðarsveigur 11-21, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Nauthólsvík,

Skipulags- og byggingarnefnd

118. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 28. maí kl. 10:10, var haldinn 118. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Bjarni Þór Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30042 (01.43.30)
570480-0149 Borgarverkfræðingurinn í Rvk.
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
1.
Langholtskirkja, afmörkun lóðar, bílastæði
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 5. maí 2003, varðandi afmörkun lóðar Langholtskirkju, samkv. meðfylgjandi tillögum og framkvæmdir við bílastæðalóð borgarinnar.
Framlögð tillaga að afmörkun lóðar kirkjunnar samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 10176 (04.1)
520169-2969 Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
2.
Hólmsheiði/Fjárborg, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 22. maí 2003, að deiliskipulagi hesthúsasvæðis Hólmsheiði.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:15

Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

Umsókn nr. 10057 (04.79)
441099-3129 Rauðhóll ehf
Ármúla 21 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
3.
Norðlingaholt, deiliskipulag
Lagður fram uppdráttur T.ark. breyttur í maí 2003.
Samþykkt að fresta skipulagi hluta svæðisins sbr. framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 27356
4.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 251 frá 27. maí 2003.


Umsókn nr. 26777 (01.18.452.3)
440599-2579 Freyjugata 6,húsfélag
Freyjugötu 6 101 Reykjavík
5.
Freyjugata 6, stækkun, viðbygg. ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 2. apríl 2003, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja, hækka og samræma þak yfir húsinu (matshl. 01) á lóðinni nr. 6 við Freyjugötu.
Jafnframt verði veggir á vesturhluta hússins hækkaðir, viðbygging til suðurs stækkuð, gerðar svalir á þaki viðbyggingar og innra fyrirkomulagi breytt, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 21.02.03. Málið var í kynningu frá 22. apríl til 20. maí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 27,5 ferm. og 188,7 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 9.623
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27231 (01.81.740.7)
251255-4079 Hannes Hilmarsson
Háagerði 83 108 Reykjavík
280958-2399 Dóra Berglind Torfadóttir
Háagerði 83 108 Reykjavík
6.
Háagerði 83, þakkvistur og reyndarteikn.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14. maí 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta útliti og stækka kvist á norðurþekju hússins nr. 83 við Háagerði, samkv. uppdr. Teiknihofs ehf, dags. 05.05.03. Jafnframt er gerð grein fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsinu. Samþykki nokkurra nágranna (ódags.) fylgir erindinu. Einnig lagt fram samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdrátt, dags. 21.05.03.
Stærð: Stækkun 10,3 ferm. og 13,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 709
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27317 (32.47.240.2)
230269-4599 Kristinn Þór Bjarnason
Bræðrabrekka 500 Brú
7.
Jörfagrund 10, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlishús og bílskúr úr timbri á lóðinni nr. 10 við Jörfagrund.
Stærð: Einbýlishús (matshl. 01) 131.3 ferm. og 553,7 rúmm. Bílskúr 39,8 ferm. og 153,0 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 36.042
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27334 (00.00.000.0)
430303-3680 Stafnás ehf
Skemmuvegi 36 200 Kópavogur
8.
Þorláksgeisli 17, nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjögurra hæða fjölbýlishús með nítján íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir tuttugu bíla á lóðinni nr. 17 við Þorláksgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27336 (05.13.330.2)
660402-2680 GÁ byggingar ehf
Vattarási 2 210 Garðabær
9.
Þórðarsveigur 20-24, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja og fimm hæða steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og sjö íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir tuttugu og fjóra bíla í kjallara á lóðinni nr. 20-24 við Þórðarsveig.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 30103 (04.02.32)
030956-3389 Haraldur Ingvarsson
Vitastígur 3 220 Hafnarfjörður
10.
Naustabryggja 35-41, fjölbýlishús í stað raðhúsa
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektúr og hönnun, dags. 20. maí 2003, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 35-41 við Naustabryggju.
Jákvætt.
Umsækjandi láti á eigin kostnað vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn. Grenndarkynna þarf tillöguna þegar hún berst.


Umsókn nr. 10070
11.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. maí 2003.


Umsókn nr. 30224 (01.67.40)
12.
Baugatangi 4, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. maí 2003, ásamt afriti af kæru, sem móttekin var 26. nóvember 2001, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. október 2001, vegna breytingar á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 4 við Baugatanga.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 30223 (04.3)
13.
Bæjarháls, Hraunbær, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 21. maí 2003, ásamt afriti af kæru, dags. 23. nóvember 2001, vegna deiliskipulags lóða á móts við Hraunbæ 102 til 120.
Málinu vísað til umsagnar forstm. lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 27219
251062-4989 Helgi Hrafn Hilmarsson
Laugavegur 51 101 Reykjavík
14.
Fitjakotsland, Afmörkun lands
Óskað er eftir staðfestingu á afmörkun lands úr Fitjakotsland Kjalarnesi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. apríl 2003, samþykki eigenda ódags. og yfirlýsing eigenda dags. maí 2003.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20182
15.
Hringbraut, breytt aðalskipulag og deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. um breytt aðalskipulag og deiliskipulag vegna Hringbrautar.


Umsókn nr. 20290 (04.9)
16.
Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. f.m. um deiliskipulagsvinnu af svæði sem afmarkast af Jaðarseli, milli Klyfjasels og Lækjarsels.
Borgarráð samþykkti forsögn og að hafist verði handa um gerð deiliskipulags svæðisins.


Umsókn nr. 27351 (01.17.302.1)
17.
Laugavegur 53B, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26.maí 2003 um fresti til verkloka að viðlögðum dagsektum.
Samþykkt að veita byggingaraðilum 10 daga frest, frá birtingu tilkynningar þar um, til þess að tjá sig um tillögu þá sem fram kemur í bréfi byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 20051 (01.18.20)
18.
Reitur 1.182.0, Skólavörðustígur, Vegamótastígur, Grettisgata, Klapparstígur
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. um breytingu á deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.182.0, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg.


Umsókn nr. 20365 (04.6)
19.
Reykjanesbraut, Stekkjarbakki, mislæg gatnamót, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna göngutengingar við gatnamót Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka.


Umsókn nr. 552
20.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 15. maí 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 30. apríl og 7. maí 2003.


Umsókn nr. 30158 (01.27.1)
21.
Stakkahlíð, Bogahlíð, Hamrahlíð, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. um breytt deiliskipulag á reit 1.271, sem afmarkast af Stakkahlíð, Bogahlíð og Hamrahlíð.


Umsókn nr. 27167 (02.84.850.3)
22.
Vesturhús 9, verklok
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2003, ásamt tillögu dags. 28. apríl 2003.
Tillaga sem fram kemur í bréfi byggingarfulltrúa dags. 28. apríl um fresti til að ljúka framkvæmdum að viðlögðum dagsektum samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30030 (04.11.22)
431299-2759 Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
23.
Þjóðhildarstígur 2-6, verslun
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 16.05.03, varðandi samþykkt borgarstjórnar á erindi Gullhamra ehf. frá. 02.04.03 um leyfi fyrir sérverslun í vesturenda húss nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.


Umsókn nr. 30080 (05.13.16)
700896-2429 Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf
Nýbýlavegi 6 200 Kópavogur
24.
Þórðarsveigur 11-21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. maí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 14. s.m. um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 11-21 við Þórðarsveig.


Umsókn nr. 30219 (01.73.12)
25.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 21. maí 2003, ásamt afriti af kæru frá 27. desember 2001, þar sem kærð er samþykkt borgarráðs þann 10. apríl 2001 um sölu á viðbyggingarrétti við Keiluhöllina í Öskjuhlíð.
Kærunni vísað til umsagnar borgarlögmanns.

Umsókn nr. 30189 (01.68)
26.
Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi
Leiðrétting á bókun varðandi lið nr. 9 í fundargerð skipulags- og byggingarnefnd þann 21. maí 2003.
Undir liðnum láðist að bóka svohljóðandi bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Leiðréttist það hér með.
Samþykkt.