Reitur 1.174.2,
Bauganes 17,
Maríubaugur 1, Ingunnarskóli,
Spöngin ,
Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði,
Laugardalur, pylsuvagn,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bragagata 21,
Efstasund 20,
Gvendargeisli 30,
Langholtsvegur 84,
Neshagi 16,
Þjóðhildarstígur 2-6,
Þorláksgeisli 17,
Þorláksgeisli 70,
Aðalstræti 4,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Fossaleynir 19-21,
Háteigsvegur 14,
Norðlingaholt,
Reitur 1.172.0,
Reitur 1.172.1,
Reitur 1.172.2,
Skipulags- og byggingarnefnd,
Skógarás 19,
Skipulags- og byggingarnefnd
110. fundur 2003
Ár 2003, miðvikudaginn 2. apríl kl. 09:10, var haldinn 110. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20180 (01.17.42)
1. Reitur 1.174.2, Grettisgata, Vitastígur, Laugavegur, Barónsstígur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram breytt tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis, dags. br. 28.11.02, að deiliskipulagi reits 1.174.2, sem afmarkast af Grettisgötu, Vitastíg, Laugavegi og Barónsstíg. Málið var í auglýsingu frá 12. júlí til 23. ágúst, athugasemdafrestur var til 23. ágúst 2002. Athugasemdabréf bárust frá Helga Magnúsi Hermannssyni og Björk Baldursdóttur, eigendum Laugavegs 76B og Guðbrandi G. Brandssyni, eiganda Laugavegs 76A, mótt. 23.08.02, Guðbrandi Gísla Brandssyni, Laugavegi 76A, mótt. 23.08.02, Helga Magnúsi Hermannssyni og Björk Baldursdóttur, Laugavegi 76B, mótt. 23.08.02 og Gigant ehf byggingarfélagi, dags. 23.08.02. Einnig lögð fram svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 15.11.02, br. 28.03.03. Lögð fram fundargerð frá fundi skipulagsfulltrúa með eiganda Grettisgötu 59 frá 10. desember 2002.
Frestað.
Umsókn nr. 30061 (01.67.21)
2. Bauganes 17, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Bauganes, dags. 1. febrúar 2003. Málið var í kynningu frá 26. febrúar til 27. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30112 (04.13.21)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
3. Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, bráðabirgðaskóli
Lagt fram bréf VA arkitekta ehf, dags. 25.03.03, ásamt uppdr. dags. 24.03.03 að bráðabirgða kennslustofum við Ingunnarskóla, Maríubaug 1.
Jákvætt.
Þegar byggingarleyfisumsókn berst verður hún grenndarkynnt.
Umsókn nr. 20229 (02.37.5)
220137-4069
Hrafnkell Thorlacius
Suðurgata 18 101 Reykjavík
4. Spöngin , breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hrafnkels Thorlacius arkitekts, ásamt minnisblaði og skilmálum, dags. 10. mars 2003, að breytingu á deiliskipulagi Spangar.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 593 (04.25)
500299-2319
Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
5. Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði, deiliskipulag
Lögð fram endurskoðuð tillaga Landslags ehf, að deiliskipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal, dags. 28. mars 2003.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30116 (01.37)
130140-6029
Skúli Bergmann Hákonarson
Kirkjusandur 1 105 Reykjavík
6. Laugardalur, pylsuvagn,
Lagt fram bréf Skúla Hákonarsonar, dags. 23. júlí 2002, varðandi matvagn við Laugardalslaug. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.03.03.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 30131
7. Aðalskipulag Reykjavíkur, Breyting á Aðalskipulagi varðandi miðsvæði M6
Lögð fram tillaga skipulags- og bygginarsviðs, dags. 02.04.03, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi heimila landnotkun á miðsvæðum M6.
Samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 26990
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 244 frá 01.04.2003.
Umsókn nr. 26622 (01.18.622.4)
241049-0009
Anna Quinn
Bragagata 21 101 Reykjavík
070557-3399
Olga Dagmar Erlendsdóttir
Bragagata 21 101 Reykjavík
160453-4279
Margrét S Jónasdóttir
Túnbrekka 13 355 Ólafsvík
9. Bragagata 21, þakkvistir, br. anddyri o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri á 1. hæð, byggja kvist á suðvesturþekju og annan á norðausturþekju, lengja þakskegg, samþykki fyrir áður gerðri stækkun geymsluskúrs og fyrir breytingum á innra skipulagi 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 21 við Bragagötu, samkv. uppdr. Arkform, dags. 31. janúar 2003.
Ljósrit af bréfi til staðfestingar á geymsluskúr dags. 7. febrúar 1920 og ljósmyndir af húsinu fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 26. febrúar til 27. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Anddyrisviðbygging 2,3 ferm., 6 rúmm., stækkun þakhæðar samtals 7,8 ferm., 21,5 rúmm., áður gerð stækkun geymsluskúrs 3,3 ferm., 6,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.714
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 26156 (01.35.520.9)
141067-5839
Sverrir Helgi Gunnarsson
Efstasund 20 104 Reykjavík
10. Efstasund 20, viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. febrúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu klædda bárujárni að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Efstasund, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Torgið, dags. 25.03.02, breytt 12.01.03. Málið var í kynningu frá 26. febrúar til 27. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Viðbygging xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26982 (05.13.520.5)
280135-4459
Sigfús Gunnlaugur Emil Skúlason
Krummahólar 4 111 Reykjavík
270145-3379
Barbara Anna Ármannsdóttir
Krummahólar 4 111 Reykjavík
11. Gvendargeisli 30, einbýli m. innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveim hæðum og með innbyggðri bílgeymslu á lóð nr. 30 við Gvendargeisla.
Stærð: Íbúð 1. hæð 226,4 ferm., 2. hæð 41,4 ferm., bílgeymsla 31,4 ferm., samtals 299,2 ferm., 1094,1 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 55.799
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26523 (01.38.620.5)
440185-0379
Beco,myndavélaviðgerð
Langholtsvegi 84 104 Reykjavík
680602-6380
Fasteignafélagið Ingholt ehf
Langholtsvegi 84 104 Reykjavík
12. Langholtsvegur 84, breyting úti og inni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12. febrúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta hluta verslunarhúsnæðis í íbúð, breyta innra fyrirkomulagi, byggja anddyri við norðvesturhlið og byggja svalir við suðvesturhlið matshluta 02 á lóðinni nr. 84 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Studio Granda, dags. í janúar 2003.
Yfirlýsing burðavirkishönnuðar dags. 14. janúar 2003 fylgir erindinu. Samþykki meðeiganda (ódags.) fylgir erindinu. Yfirlýsing eiganda dags. 13. desember 2002 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 26. febrúar til 27. mars 2003. Engar athugasemir bárust.
Stærð: Stækkun anddyri 6,0 ferm. og 19,3 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 984
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26685 (01.54.221.2)
550500-3530
Íslandsbanki hf
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
600169-2039
Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
13. Neshagi 16, stækkun 3.h og klæðning
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 19. febrúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á þriðju hæð hússins nr. 16 við Neshaga, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 11.02.03. Jafnframt er sótt um leyfi til að einangra húsið og klæða að utan með sléttri álklæðningu, hvítri að lit. Málið var í kynningu frá 26. febrúar til 27. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: xx fm
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 26944 (04.11.220.1)
431299-2759
Gullhamrar ehf
Beykihlíð 25 105 Reykjavík
14. Þjóðhildarstígur 2-6, br. í verslun
Sótt er um leyfi til þess að breyta veitingastað í verslun á 1. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.
Bréf umsækjanda dags. 20. mars 2003 fylgir erindinu.
Einnig lögð fram umsögn forstöðumanns stjórnsýslu og lögfræði dags. 17. mars 2003.
Gjald kr. 5.100
Synjað með sex atkvæðum, með vísan til svohljóðandi bókunar frá fundi nefndarinnar þann 19.03.03: Þegar Grafarholtshverfið var skipulagt og lóðinni úthlutað var ekki gert ráð fyrir matvörumörkuðum á þessu svæði. Gert var ráð fyrir sérstakri verslunar- og þjónustulóð í miðju hverfisins sem staðsett var, skipulögð og úthlutað á þeim forsendum. Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að framfylgja skipulagi um staðsetningu verslunar- og þjónustumiðstöðva og heimila ekki nýja matvörumarkaði sem stefnt geta tilveru hinna skipulögðu verslunar- og þjónustulóða í hættu og þar með skipulagi svæðisins. Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á skipulagi svæðisins þar sem fram komi ótvírætt að óheimilt sé að starfrækja þar matvöruverslun.
Anna Kristinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 26862
590602-4260
Stafnar ehf
Hólmaslóð 4 101 Reykjavík
15. Þorláksgeisli 17, (fsp) nýta viðbótarrými
Spurt er hvort leyft yrði að nota viðbótarrými, sem til verður vegna sérstakra aðstæðna á lóð, fyrir bílgeymslur og leyft yrði að fjölga íbúðum úr 19 í 22 í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 13- 17 við Þorláksgeisla.
Bréf fyrirspyrjenda dags. 7. mars 2003 fylgir erindinu.
Einnig lögð fram svohljóðandi bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28.03.03:
Neikvætt. Íbúðum hefur þegar verið fjölgað á svæðinu, m.a. úr 12 í 19 í þessu húsi. Ekki er hægt að leyfa frekari fjölgun. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Neikvætt.
Með vísan til bókunar skipulagsfulltrúa frá 28.03.03.
Umsókn nr. 26991 (04.13.570.2)
540169-4119
Félagsmálaráðuneyti
Tryggvag Hafnarhúsi 150 Reykjavík
16. Þorláksgeisli 70, breyta innra skipulagi
Spurt er hvort leyfi verði að breyta innra skipulagi bílgeymslu þannig að nýta megi bílgeymsluna sem íbúðarherbergi og geymslu í fyrirhuguðu sambýli fyrir fatlaða á lóðinni nr. 70 við Þorláksgeisla.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.
Umsókn nr. 30092 (01.13.65)
660702-2530
GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
17. Aðalstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Aðalstræti 4.
Umsókn nr. 10070
18. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 21. mars 2003.
Umsókn nr. 30066 (02.46.81)
540699-3059
Skemmtilegt ehf
Skógarseli 15 109 Reykjavík
19. Fossaleynir 19-21, og Fossaleynir 23, sameining lóða
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um sameiningu lóða að Fossaleynir 19-21 og Fossaleynir 23.
Umsókn nr. 26992 (01.24.441.4)
20. ">Háteigsvegur 14,
Lagt fram bréf Guðfinnu Jóh, Guðmundsdóttur hdl. dags. 24. mars 2003, ásamt áliti kærunefndar fjöleignarhúsamála í máli nr. 52/2002, dags. 20. mars 2003. Ennfremur er lagt fram að nýju bréf sama aðila frá 22. október 2002.
Í niðurstöðu kærunefndar segir:
Það er álit kærunefndar að samþykki annarra eigenda samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús sé ekki áskilið vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa að samþykkja íbúð í kjallara.
Í bréfunum er ítrekuð krafa um að ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík sem tekin var á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 17. september 2002 um að fella samþykkta byggingarleyfisumsókn frá 4. september 2001 verði felld úr gildi og lagt fyrir borgarstjórn að samþykkja íbúð í kjallara hússins nr. 14 við Háteigsveg, sbr. umsókn samþykkta 4. september 2001.
Frestað.
Niðurstaða kærunefndar skla kynnt fyrir hagsmunaaðilum og þeim gefinn kostur á að tjá sig um málið.
Umsókn nr. 30099 (04.79)
21. Norðlingaholt,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um tillögu nafnanefndar að götunöfnum í Norðlingaholti.
Umsókn nr. 20169 (01.17.20)
710178-0119
Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
22. Reitur 1.172.0, Laugavegur, Klapparstígur, Hverfisgata, Vatnsstígur
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.172.0, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Vatnsstíg.
Umsókn nr. 20167 (01.17.21)
23. Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.172.1, sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg.
Umsókn nr. 10390 (01.17.22)
240761-2119
Eggert Árni Gíslason
Suðurhús 13 112 Reykjavík
24. Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. mars 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. s.m. um breytt deiliskipulag reits 1.172.2, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Jafnframt er lagt til að deiliskipulagi verði frestað á lóðum nr. 30 og 32 við Laugaveg.
Umsókn nr. 552
25. Skipulags- og byggingarnefnd,
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 20. mars 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 5. og 12. mars 2003.
Umsókn nr. 26258 (04.38.650.1)
26. Skógarás 19, óleyfisframkvæmdir
Lögð fram að nýju tillaga byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2003 um að eiganda Skógarás 19 verði , með vísan til ákvæða 56. og 57. gr. skiplags- og byggingarlaga nr. 73/1997, gefinn 30 daga frestur frá birtingu tilkynningar þar um, til þess að fjarlægja óleyfisframkvæmd og verði sá frestur ekki virtur verði beitt dagsektum kr. 20.000 á hvern dag sem það dregst að vinna verkið. Dagsektir og kostnaður verði innheimt sbr. 3. mgr. 57. gr.
Tillagan var birt eiganda þann 5. mars s.l. og rann andmælaréttur úr þann 16. mars án þess að hann væri nýttur.
Tillaga byggingarfulltrúa um að fjarlægja skuli óleyfisframkvæmd og ákvörðun dagsekta samþykkt.
Vísað til borgarráðs.